Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.12.1979, Qupperneq 23

Dagblaðið - 20.12.1979, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. SKAPAÐUR TIL STORRÆÐA .23 ■N T ryggva saga Ófoigssonar, 400 bb. Útg.: Skuggsjá Það virðist vera leiftursókn í ævi- sögum á þessu hausti hjá bókaþjóð- inni íslenzku. Ævisögurnar spretta upp, hver af annarri, og menn hafa ekki við að trúa, eins og sr. Árni Þórarinsson sagði. í ævisögum er um hin ólíkustu lífsstörf að ræða og lífs- viðhorf, en ' allt . verður þetta til fróðleiks og skemmtúitar fyrir þjóðinaaðlokum. Einni slíkri ævisögú hefur nú ver- ið hleypt af stokkunum. Það er ævisaga Tryggva Ófeigssonar, hins landskunna skipstjóra og útgerðar- manns með jneiru. Þetta er mikil bók, 400 þéttprentaðar síður og vel gerð, en það er nú minnsta afrekið. Hitt skal fram tekið, að höfundur hefur haft öll bein i hendi til þess að bókin yrði rishá og varizt öllum á- föllum. Ber þar til að nefna verk- menningu, sem er aðalsmerki bókarinnar, fágæt verkhyggindi og næstum yfirnáttúrlega verkþekkingu á öllum hlutum, hverju handbragði við hvert verk, stórt og smátt, og svo loks andlegur samruni hans við hvert skip, sem hann fór með, svo fullkom- ið samspil varð þar á milli. Hinir miklu hlutaguðir sögðu forðum, að skipin fengju loks sál af mikilli sam- veru manna við þau. Karl ístóru broti Þegar litið er nánar til þessarar miklu bókar, er eðlilegt að hún beri keim af höfundi sínum. Tryggvi Ófeigsson er karl í stóru broti, bæði í sjón og raun. Hann virðist hafa verið skapaður til stórræða. Að honum standa merkar ættir, þar sem mann- dómur, vit og hyggindi fylgdust að. Þetta var bezti arfurinn, sem Tryggvi eignaðist. Hann þurfti líka strax að standa einn, vinna sig upp til forustu og mannaforráða. Það hefur löngum verið talið merkilegasta hlutverkið, að byrja lifið einn og óstuddur, fátækur og allslaus og aðeins með einhverja sjálfsmenntun, en verða samt forustumaður i störf- um og framkvæmdum almenningi til heilla. Þess vegna er þessi bók náma fróðleiks og lífsreynslu um eitt höfuðverkefni þjóðarinnar frá fyrstu tíð — sjómennskuna. Tryggvi, sem hefur mörg ár nú á herðum, hefur lifað öll timabil sjómennskunnar, opnu róðrarskipin, sem notuð voru öld eftir öld, vélskipin og svo togarana og allar breytingar á þeim til þessa dags. Bókin hefst á uppvexti hans og ætt. Hann byrjaði sem mjólkur- póstur, svo fékk hann vinnu á reitun- um þegar breiddur var fiskur. Og timakaupið var átta aurar. í þessum fyrsta kafla er þáttur um veru hans í Suðurkoti á Vatnsleysuströnd. Hann var ráðinn þangað fyrst 10 ára, sem snúningastrákur, en í sannleika var hann „altmuligmand”, og svo fór, að hann varð þar í þrjú sumur. Kaflinn í Suðurkoti er ljómandi, einn fegursti kafli bókarinnar og fróð- legurað samamarki. Saga um sítrónuflösku í kaflanum Austfjarðaróðrar segir hann frá þreytunni á fyrstu sumar- vertíð sinni. Það var góður en harður skóli að vera með þessum mönnum. En þeir voru sjór af fróðleik um hegðun fisks, fiskslóðir og fiskimið. Þar var aldrei talað um annað en fiskirí og sjósókn. Skólabekkurinn var þóftan, sem hann sat á. Það var harður bekkur, en þar lærði hann. Lærdómurinn var dýrkeyptur og kostaði marga svitadropa. Lærdómsrík er frásögnin á bls. 63. Hann skilaði hverjum eyri til for- eldra sinna, og sagan um sítrónu- flöskuna er gersemi. Tryggvi talar oft um það að halda .athyglinni stöðugt vakandi og læra af þeim, sem séu viðurkenndir fiski- menn. í þessum efnum gætti hann fyrst sérstaklega að þeim Þórarni Olgeirssyni, Guðmundi á Skallagrími og Gísla Oddssyni. Hellyersbræður, sem Tryggvi var skipstjóri hjá í fimm ár, voru meðal virtustu útgerðarmanna Breta. Tryggvi segir að vera sin hjá þeim hafi verið sinn háskóli. Blaðstða 172 er skemmtileg um þá. Yfir skrifstofu- dyrum þeirra stóðu þessi orð: Keep your balance financially and personally. Þetta voru stórkostlegir menn, lífsreyndir, vitrir, reglusamir og vinnuþjarkar. Tryggvi segist hafa verið ákveðinn að læra af þessum mönnum að gera út togara. Það berst svo mikið að manni við að lesa þessa bók, að maður þyrfti að skrifa svo margar blaðsíður ef vel væri, að ekkert blað gæti tekið slíka ritgerðnú í jólaösinni. Hafsjór af upplýsingum Ég minnist hér því aðeins á þetta: Á bls. 116 er fróðlegur kafli um togaramið. Á bls. 122 er merkileg lýsing á sjóhæfni og nákvæmni Ólafs bróður hans, bæði sem fiskimanns og navigators, enda var Ólafur alla tíð merkur skipstjóri og aflamaður eins og Tryggvi. Á bls. 125 er talað um eðli fisksins í vondum veðrum. Bls. 153—155 er talað um snör og tilþrifa- , mikil viðbrögð í foráttu veðri. Konan á bls. 245, sem var í fiskvinnunni á Kirkjusandi, er merkileg. Hún sagði formálalaust viðTryggva: Þið megið ekki gera þetta, að vaska fiskinn úr vatni. Bls. 249 er sagt frá því hvers gæta þarf við harðfiskinn. Þá kemur hin stórmerkilega frá- sögn um Bjarna Ingimarsson, skip- stjóra, sem er með aflamestu skip- stjórum togarasögunnar fyrr og síðar. Þar er björgunarsaga á bls. 267—269, þegar þessi frægi afla- kóngur lauk skipstjóraferli sinum með því að bjarga heilli skipshöfn á síðustu stundu. Allir þessir skipstjór- ar: Tryggvi, Bjarni Ingimarsson og Ólafur Ófeigsson eiga það sammerkt, að þeir þakka guðlegri forsjón og náð alla handleiðslu. STEINSTEYPUEININGAR f EININGAHÚS BYGGINGARIÐJAN HF Sími 36660 Pósthólf 4032. Breiðhöfða 10,124 Reykjavík. Bók menntir V___ Jón Thorarensen Tryggva verður tiðrætt um skips- hafnarmenn sína og minnist þeirra bæði oft og hlýlega. Hann segir á bls. 117: „Hún er ekki lítil, sú þakkar- skuld, sem ég stend í við marga mína menn, sem voru með mér árum saman.” Þetta hefur Tryggvi fundið æ betur með hverju ári sem hefur liðið. Enginn útgerðarmaður eða skipstjóri hefur skrifað fleiri blaða- greinar um skipsmenn sína, borið þeim betur söguna og kunnað betur að meta dugnað þeirra og samstarf í sjómennskunni,— Þess vegna eru kaflarnir aftast í bókinni: Togara- áhöfnáminni sjómannstíð ogkaflinn hinn: Þeirra er gott að minnast, — bæði fallegir og lærdómsrikir kaflar, sem varpa fögrum geislum yfir alla bókina, þegar þessi skipstjóri loks kveður lífsstarf sitt og þakkar starfs- félögum sínum með viðurkenningar- orðum, hjartahlýju og þakklæti. Fiskikóngar og fegurðar- dísir ÖIl bókin heldur manni í há- spennu til síðustu blaðsíðu. Þetta eru fá orð um mikla bók, svo fá, að flestu er sleppt. Hér eru óteljandi starfshættir, bæði við veiðar og siglingar, reglur, atvik og ,sögur, sem bókin geymir, en hér er sleppt. Þá má loks geta þess, að í þessari bók sést að Tryggvi hefur næmt skáldskapareyra. Hann er sjór af kvæðum og lausavisum, sem margar eru enn óprentaðar. Engan núlifandi mann hefi ég heyrt fara betur með kvæði þjóðskáldanna en hann. Vísur eru þess vegna margar í bókinni: en þær hefðu þurft að vera meira á áherzlustöðum. Þessi bók verður án efa ein merk- asta bók sjómannastéttarinnar. Ásgeir Jakobsson, rithöfundur, á þakkir fyrir, hve vel honum hefur tekizt með þessa bók. Myndir eru Ijölmargar, bæði af fiskikóngum og fegurðardisum, en fallegust af öllum er alsíðumyndin af Herdísi konu Tryggva aftan við bls. 256. Jón Thorarenscn Im'lbiörx SlJÁiAR VI f) ** n JÖNAS JÖNASSON lonas Htuua* »« t£i »xt»»(u»»*Ai>» ll*<»ti>»*>»» ÚKHFORLBGSBIEKU Sjtílfsmustiga Frásiiguþteitir Hundiö máí tr&æry' Oddný Guðmundsdóttir: SÍÐASTA BAÐSTOFAN I þessari raunsönnu sveitalífsfrá- sögn fylgist lesandinn af brennandi áhuga með þeim Dísu og Eyvindi, söguhetjunum, með ástum þeirra og tilhugalífi, með fátækt þeirra og bú- hokri á afdalakoti, frá kreppuárum til allsnægta velferðarþjóðfélags eftir- stríðsáranna. Hér kynnumst við heilu héraði og íbúum þess um hálfrar aldar skeið - og okkur fer að þykja vænt um þetta fólk, sem við þekkjum svo vel aó sögulokum. Við gleymum þvi ekki. Verð kr. 9.760. Frank G. Slaughter: DYRDAUÐANS Nýjasta læknaskáldsagan eftir hinn vinsæla skáldsagnahöfund Frank G. Slaughter. Þessi nýja bók er þrungin dulrænni spennu og blossar af heit- um ástríðum. Skáldsögur Slaughters hafa komið út í meira en 50 milljónum eintaka. Verð kr. 9.760. Jónas Jónasson frá Hofdölum: HOFDALA-JÓNAS Þessi glæsilega bók skiptist í þrjá meginþætti: Sjálfsævisögu Jónasar, frásöguþætti og bundið mál. Sjálfs- ævisagan og frásöguþættirnir eru með því bezta sem ritað hefur veriö í þeirri grein. Sýnishornið af Ijóðagerð Jónasar er staðfesting á þeim vitnis- burði, að hann væri einn snjallasti Ijóðasmiður í Skagafiröi um sína daga. Hannes Pétursson skáld og Krist- mundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg hafa búið bókina undir prentun. Verö kr. 16.960. Friðrik Hallgrímsson: MARGSLUNGIÐ MANNLÍF Sjálfsævisaga skagfirzka bóndans Friðriks Hallgrímssonar á Sunnu- hvoli sýnir glögglega að enn er í Skagafirði margslungið mannlíf. Verð kr. 9.760. Ken Follett: NÁLARAUGA Æsispennandi njósnasaga úr síð- ustu heimsstyrjöld. Margföld met- sölubók bæði austan hafs og vestan. Sagan hefur þegar verið kvikmynd- uð. Verð kr. 9.760. Sidney Sheldon: BLÓÐBÖND Þetta er nýjasta skáldsagan eftir höfund metsölubókanna „Fram yfir miðnætti" og „Andlit í speglinum". Hér er allt í senn: Ástarsaga, saka- málasaga og leynilögreglusaga. Ein skemmtilegasta og mest spennandi skáldsaga Sheldons. Sagan hefur verið kvikmynduð. Verð kr. 9.760. Ingibjörg Sigurðardóttir: SUMAR VIÐ SÆINN Ný hugljúf ástarsaga eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Sögur Ingibjargar njóta hylli almennings á Islandi. Verð kr. 8.540. Björn Haraldsson: LÍFSFLETIR Ævlsaga Áma Björnsaonar tónakátda Hér er saga glæsileika og gáfna, mótlætis og hryggðar, baráttu og sigra. Þessi bók færir oss enn einu sinni heim sanninn um það, að hvergi verður manneskjan stærri og sannari en einmitt í veikleika og mótlæti. Verð kr. 9.760. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■ AKUREYRI

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.