Dagblaðið - 20.12.1979, Síða 24
Iþrottir
iþróttir
Iþróttir
smmroMEiKAR
í SKALHOIJ'SKIRKJU
Sl’MMER COXCERT IX SKÍLHOlf CHl'RCH
Manuela Wiesler, flauta/tlute
Helga Ingólfsdóttlr, semball/harpsichord
íþróttir
íþróttir
Á nýafstöðnu ársþingi ÍBV var sam-
'þykkt aö Þór og Týr sendu lið sitt i
hvoru lagi til keppni i yngri flokkunum
:i knattspyrnu nœsta sumar. Eyjamenn
munu því tefla fram tveimur liöum í 3.,
4. og 5. flokki. í 2. flokki munu liðin
áfram keppa sameiginlega undirmerki
ÍBV. Þessi ákvöröun er tekin i beinu
framhaldi af mjög öflugu unglinga-
Istarfi þeirra Eyjamanna og var fullt
Isamþykki beggja félaganna fyrir þess-
lari ákvörðun. Hún er því ekki sprottin
af neinum ríg.
Þetta er vissulega nokkuð mikil
dirfska hjá liðunum. Bæjarfélög eins
og Akranes og Keflavík hafa t.d. ekki
iþorað að leggja út á þessa braut þar eð
jekki hefur verið talinn nægur fjöldi
drengja til að fylla tvö lið með góðu
móti. Á hinn bóginn gefur þessi
ákvörðun Eyjaliöanna mun fleiri ung-
um drengjum tækifæri og það út af
fyrirsig réttlætir e.t.v. þessa ráðstöfun.
Vafalítiö verður róður félaganna
Iþungur í byrjun en reynslan getur ein
skorið úr um það siðar meir hvort hér
jhefur verið rétt að verki staðið.
- . . FÓV / SSv.
Rótaryklúbbur Kópavogs valdi fyrir
skömmu i 6. sinn íþróttamann ársins í
Kópavogi. Að þessu sinni varð fyrir
valinu Margrét María Sigurðardóttir,
sundkona úr Breiðabliki.
Margrét er fædd 2. okt. 1964 og er
því nýorðin 15 ára. Hún hóf æfingar
hjá sunddeild Breiðabliks þegar hún
var 12 ára að aldri og hefur æft vel og
dyggilega síðan og uppskorið i sam-
ræmi við þaö. Á þessu ári varð Margrél
Itvöfaldur unglingameistari. Þá var
hún fimmfaldur íslandsmeistari á
árinu.
Margrét var í landsliði íslands í sundi
í ár.
Aston Villa sigraði Coventry 3—0 i
1. deildinni ensku i gærkvöldi. Leikur-
inn fór fram á Villa Park. Brian Little
skoraði tvö marka Villa en ungur ný-
liði, Donovan, hið þriðja. Með sigrin-
um þokaöi Villa sér upp að hliö
Arsenal og Crystal Palace í stigatöfl-
unni. Hefur 23 stig eins og þau en
aöeins lakari markatölu.
Sovétmenn sigruöu Kanada 5—2 í
landsleik í íshokkí sem fram fór í gær-
kvöld í Moskvu. Leikurinn var liður í
Izveslia keppninni svonefndu. Það sem
vakti athygli okkar hér á DB var að
annað mark Kanadamannanna skoraöi
leikmaður að nafni Arnason. Þykir
næsta vist að kappinn muni vera af is-
lenzkum ætlum og má því með sanni
segja að leiðir landans liggi viða.
Áhorfendur voru 12.000 igær.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
Ársæll með samning!
— Kari bróðir hans búinn að semja við Jönköping
„Já, ég er með samning í höndunum
frá Jönköping en ég geri ekki ráð fyrirj
að ég ákveði mig endanlcga fyrr en upp
úr áramótunum,” sagði Ársæll Sveins-
son, markvörður þeirra Eyjamanna, er
DB spjallaði við hann seint i gærkvöld.
,,Karl bróðir minn hefur hins vcgar
skrifað undir samning við félagið.”
Ársæll er nýkominn heim eftir.
vikuferð til Svjþjóðar þar sem hann
dvaldi hjá Jönköping og athugaði allar
aðstæður þar. Mun honum hafa litizt
. vel á sig og verður að telja allar líkur á
að hann gangi til liðs við félagið. Það
að Karl bróðir hans hefur þegar
skrifað undir samning þykir styrkja
þann grun verulega.
Ársæll mun því að öllum líkindum
laka stöðu annars íslendings hjá
félaginu. Árni Stefánsson, mark-
vörður úr Fram, var hjá félaginu á
síðasta keppnistímabili en hefur nú
gengið til liðs við Landskrona, sem er í
Allsvenskan — 1. deildinni — þeirra
Svía.
Mörg félaganna
í þjálfaraleit
— aðeins fimm 1. deildarfélög
hafa ráðið þjálfara
áður þjálfað Leikni með góðum ár-
Knattspyrnufélög víðs vegar uml
landiö eru nú sem óðast að tryggja sérj
þjálfara fyrir næsta sumar og flest
þcirra hefja æfingar um eða upp úr
áramótum. Fimm 1. deildarfélaganna
eru enn án þjálfara en hafa verið að
leita fyrir sér. Að sjálfsögðu beinist at-j
hyglin mest að þeim félögum sem eru í|
I. deildinni en ekki má gleyma félögun-j
um í 2. og 3. deildinni.
Mörg þeirra hafa verið að leita hóf-
anna hjá þjálfurum undanfarnar vikur
og nokkur hafa þegar ráðið þjálfara.
Hlöðver Rafnsson, sem var við stjórn-
völinn hjá Þór i sumar og Austra i|
fyrrasumar, mun snúa aftur til höfuð-i
borgarinnar og taka við þjálfun hjá
Leikni í 3. deildinni. Hlöðver hefur
Don Revie hefur nú fengiö starf hjá
Leeds sem tæknilegur ráðunautur
félagsins. Fyrir starfann mun hann
þiggja 10.000 pund í laun á ári en hann
mun fyrst um sinn a.m.k. slarfa áfram
i Dubai.
angri.
Næsta víst er að Kjartan Másson,
sem var aðstoðarþjálfari hjá Eyja-
mönnum í sumar, muni þjálfa Reyni,
Sandgerði, næsta sumar. Ekki er full-
frágengið með samninga en er við síð-
asta fréttum voru einungis formsatriði.
Kjartan er ekki ókunnugur í Sandgerði
því hann bjó þar eftir gosið á Heimaey
1973 og sá þá meðal annars um þjálfun
Reynis um tíma.
Þá hefur Eggert Jóhannesson gert sér
ferð til Akureyrar til spjalls og ráða-
gerða með forráðamönnum KA en ekk-
ert mun afráðið í þeim efnum.
í gærkvöld hafði DB samband við
Gunnar Finnsson á Eskifirði og
spurðist fyrir um þjálfunarmál Austra.
Þeir Austramenn voru mjög ánægðir
með Sigurbjörn Marinósson í sumar en
jafnframt þjálfun lék hann með liðinu.
Gera þeir sér góðar vonir um að fá
hann aftur til starfa en það skýrist ekki
fyrr en upp úr áramótum. -SSv.
Við skýrðum frá því hér í Dag-
blaðinu í fyrri viku að þrír leikmenn
Keflavíkur væru á leiðinni til 3. deild-
arfélags í Svíþjóð. Ekki varð af
samningum þar sem umboðsmaður
sænska félagsins lét ekki sjá sig hér á
Fróni. Að því er DB bezt veit hafa þre-
menningarnir allir engu að síður áhuga
á að komast til Svíþjóðar. iBK hefur
nú sett það skilyrði fyrir brottför þeirra
að félagið fái að sjá samninga þeirra, ■
verði af flutningi milli liða.
Eins og er hefur því, sem betur fer,
komið örlítið bakslag í hinn hrikalega
útflutning íslenzkra knattspyrnumanna
til Skandinavíu. Vart er við því að
búast að það ástand vari lengi og víst er
að íslenzk knattspyrna verður mörgum
leikmanninum fátækari, þegar keppni
hefst að nýju í vor.
Ársæll Sveinsson hefur i höndunum
samning frá Jönköping og hyggst ihuga
hann fram yfir áramót.
Ármann steinlá
fyrir Tý í bikarnum
Ármenningar gerðu enga I
glæsireisu (il Eyja í gærkvöld er þeir
léku við Tý i bikarkeppni HSÍ. Týrarar
sigruöu næsta örugglega 26—21 eftir
að jafnt hafði verið í hálfleik, 13—13.
Þessi leikur var eins konar forleikur
fyrir 16—liða úrslitin i bikarnum enj
Týr fær nú bikarmeistara Víkings og
efsta lið 1. deildarí heimsókn út í Eyjar
í næstu umferð.
Leikurinn i gærkvöld var mjög jafn
framan af og mátt ekki á milli sjá. Þeg-
ar 10 mín. voru liðnar af síðari hálf-
leiknum komust Eyjamenn i 17—15 og
létu forystuna aldrei af hendi eftir það.
Munurinn smájókst út leiktímann ogj
undir lokin var greinilegt að vonleysis
gætti hjá Ármenningunum. Reyndar
segir það sína sögu um leik liðsins að
aðalstórskytta þess, Friðrik Jóhanns-
son, skoraði ekki mark fyrr en 3 min.
voru til leiksloka. Þá var líka allt um
seinan og sigur Týs í höfn. Maðurinn á
bak við sigur Týs var tvímælalaust
Egill Steinþórsson, sem varði geysivel í
leiknum og var sínum gömlu félögum
úr Ármanni óþægur Ijár í þúfu. Þá var
Óskar Ásmundsson, einnig fyrrverandi
Ármenningur, ekki Ijúfari í viðmóti og
skoraði 6 mörk. Snorri Jóhannsson var
annars markahæstur Týrara með 8
mörk úr lítið fleiri tilraunum. Sigurlás
Þorleifsson skoraði 7. Fyrir Ármann
skoraði Björn Jóhanneson mest eða 9
mörk og Þráinn, tvíburabróðir Óskars
í Týsliðinu, skoraði 6 mörk.
Staðan í 1. deildinni
Staðan í 1. dcild íslandsmótsins i handknattleik karla er
nú þannig er öll lið hafa lokiö 6 leikjum.
Vikingur 6 6 0 0 134- -107 12
FH 6 4 1 1 135- -127 9
KR 6 4 0 2 135- -126 8
Valur 6 3 0 3 123- -113 6
ÍR 6 2 1 3 123- -124 5
Haukar 6 2 1 3 124- -133 5
Fram 6 0 3 3 119- -130 3
HK' 6 0 0 6 96- -131 0
Markahæstu menn:
Bjarni Bessason, ÍR
Kristján Arason, FH
Páll Björgvinsson, Víkingi
Ragnar Ólafsson, HK
HaukurOttesen, KR
Ólafur Lárusson, KR
Andrés Bridde, Fram
Atli Hilmarsson, Fram
39
32/17
32/19
31/14
28/2
27/11
27/22
25
Enn fá Skotarnir skell
Það er ekki hátt risið á knattspyrnulandsliði Skota þessa
dagana. í gærkvöldi máttu Skotarnir þola 1—3 fyrir
Belgum á Hampden Park í 2. riðli Evrópukeppni landsliða.
Með þessum sigrisinumhafa Belgamir tryggt sér sæti í úrslit-
um keppninnar, sem fram fara i Róm á næsta ári.
Skotarnir hófu leikinn svo sem nógu vel en fóru illa með
opin færi i byrjun leiksins. Eftir að hafa varizt um stund
gerðu Belgarnir síðan út um leikinn með þvi að skora
þrívegis á aðeins II mínútna kafla. Eftir firnafasta auka-
spyrnu van der Eycken náði van der Bergh knettinum og
sendi hann í netið. Fimm mín. siðar þrumaði van der Elst
knettinum í netið rétt innan vítateigs eftir frábærlega vel út-
færða sóknarlotu hjá Belgum. Síðasti naglinn i líkkistu
Skotanna kom svo á 30 mínútu er van der Elst stakk sér inn
fyrir vörn Skotanna og bætti þriðja markinu við. Skozku
varnarmennirnir vildu fá dæmda rangstöðu og höfðu
nokkuð til síns máls. Línuvörðurinn stóð hins vegar fast á
sínu.
í síðari hálfleiknum lögðu Belgarnir megináherzlu á að
halda fengnum hlut. Þeim tókst þó ekki að koma í veg fyrir
að Skotarnir skoruðu. Kenny Dalglish var brugðið á víta-
teigslínu og úr aukaspyrnunni, sem dæmd var skoraði
John Robertson efst í markhorhið — gullfallegt mark.
Skotamir tóku mikinn kipp við þetta mark og sóttu lát-
laust og sköpuðu sér nokkur gullin færi. Framlinumenn
liðsins voru hins vegar ekki á skotskónum frekar en svo oft
áður og ekkert gekk upp við markið. Undir lokin munaði
svo minnstu að Belgar bættu fjórða markinu við en van der
Elst skaut hátt yfir í dauðafæri.
Þar með hafa úrslit fengizt I öllum Evrópuriðlunum 7 að
tölu. Englendingar unnu öruggan sigur i 1. riðli og eiga
meira að segja einn leik eftir. Belgar unnu 2. riðil,
Spánverjar 3. riðil, Hollendingar þann 4., Tékkar unnu 5.
riðilinn, Grikkir öllum á óvart þann 6. og V-Þjóðverjar
eru öruggir sigurvegarar í 7. riðli þrátt fyrir að eiga enn tvo
leiki eftir. Gestgjafarnir, ítalir, eru 8. liðið í úrslitunum.
Pressuliðið fær tækifæri
til að tuska landsliðið
— er liðin mætast á jólasveinahátíð HSÍ á Höllinni í kvöld, Þingmenn, skemmtikraftar og fréttasnápar
keppa í heimsmeistarakeppninni í innanhússknattspymu og m. fl. til skemmtunar
ræða, en hún var sem kunnugt er titluð
jólasveinar einn og átta” í einum fjöl-
Hið nývalda landslið Jóhanns Inga
Gunnarssonar fær sína eldskírn í kvöld
er það mætir „pressuliðinu”, liði sem
íþróttafréttamenn völdu í gær. Þessi
stórleikur verður siöasta atriðið á heljar-
mikilli jólasveinahátið, sem HSÍ gengsl
fyrír í Laugardalshöllinni i kvöld. Auk
þessa leiks verða fjöldamörg atriði til
skemmtunar og ætti eitlhvað að vera við
allra hæfi.
Liðið, sem íþróttafréttamenn völdu í
gær og mun leika í kvöld er þannig
skipað:
Ólafur Benediktsson, Val
Páll Ðjörgvinsson, Víkingi
Árni Indriðason, Víkingi
Erlendur Hermannsson, Víkingi
.Steinar Birgisson, Vikingi_____________
,, . . . og láta þig ganga með iafandi
brjóstin um allan bæ — eða þannig”.
Laddi er hér i gervi Saxa læknis.
„ . . . og ég er í hreinum sokkum” söng
Laddi eitt sinn inn á hljómplötu. Sá texti
hæfir hins vegar ekki þessari mynd af
bróður hans, Halla, sem er hér berlapp-
aður og hinn vígalegasti ásýndum.
Ólafur H. Jónsson, Þrótti
Axel Axelsson, Dankersen
Þorbjörn Guðmundsson, Val
Bjarni Bessason, lR
Birgir Jóhannsson, Fram
Pétur Ingólfsson, FH.
Síðast i gærkvöld vantaði enn annan
markvörð liðsins þar sem bæði Jón
- Gunnarsson, Fylki, og Ólafur Guðjóns-
son, Haukum, forfölluðust og gátu ekki
verið með i kvöld. Landsliðið hefur áður
verið birt hér í DB. Þeir leikmenn sem
eru i 16 manna hópnum og leika ekki
með i kvöld eru Jens Einarsson, Vikingi,
Stefán Halldórsson, Val, Atli Hilmars-
son, Fram, og Andrés Kristjánsson.
Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjöl-
yrða um það að í kvöld verður saman
kominn rjóminn af okkar beztu hand-
knattleiksmönnum og þeir Axel Axelsson
og Viggó Sigurðsson hafa ekki leikið hér
heima áður í vetur. Axel er nýkominn
heim frá Þýzkalandi og Viggó frá Spáni.
1 pressuliðinu eru eigi færri en 5 leik-
menn, sem léku með landsliðinu í haust
gegn Tékkum og vafalíiið hyggjast þeir
sýna landsliðseinvaldinum fram á að þeir
eiga allt eins heima í 16 manna hópnum
og þeir, sem valdir hafa verið.
En það verður fleira á dagskrá en
handknattleikur. Ef við rennum yfir dag-
skrá kvöldsins þá hefst hún kl. 19.30 með
tónlist, sem stjórnað verður af Magnúsi
Kjartanssyni. Á slaginu átta „koma jóla-
sveinarnir til byggða” eins og þeir HSÍ
menn vilja orða það. Ekki hefur fengizt
upplýst hvort hér er um stjórn KSÍ að
miðlanna, eða hvort þetta verða alvöru
jólasveinar.
Að þessu atriði loknu hefst fyrsti
leikurinn í heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu innanhúss. Eigast þar við
skemmtikraftar og iþróttafréttamenn. i
liði skemmtikrafta verða eftirtaldir:
Halli & Laddi, Ómar Ragnarsson, Rúnar
Júlíusson, Björgvin Halldórsson, Pálmi
Gunnarsson og Jón Ólafsson. Liðsskipan
íþróttafréttamanna verður haldið leyndri
þar til í kvöld.
Þá verður leikur á milli íslenzka pilta-
landsliðsins í handknattleik (18 ára og
yngri) og landsliðsins eins og það var
skipað 1966. Má þar nefna kappa eins og
Ingólf Óskarsson og Labba og marga
fleiri fræga snillinga. Þá verður tízktisýn-
ing í 20 mín. og síðan verður gert örstutt
hlé. Að því loknu leika alþingismenn og
skemmtikraftar í heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu. Aðeins var vitað um 4
þingmenn í gærkvöld sem voru öruggir í
liðið þar sem ekki hafði náðst samkomu-
lag um skipan þess. Albert Guðmunds-
son, Friðrik Sophusson, Jóhann Ein-
varðsson og Eiður Guðnason eru þeir
öruggu en hverjir fylgja þeim er óvíst.
Síðan verður úrslitaleikurinn í heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu og
mætast þá hið ósigrandi lið íþróttafrétta-
manna og alþingismenn. Lokaatriði
skemmtunarinnar verður sem fyrr sagði
leikur landsliðsins og pressunnar.
Að fenginni reynslu er fólk beðið að
t liði þingmanna verður að sjálfsögðu Al-
bert Guðmundsson — hinn síungi.
koma mjög tímanlega í kvöld til að forð-
ast þrengsli. í fyrra var fullt hús og
komust margir seinna inn en upphaflega
var ætlað vegna þrengslanna.
i leiknum varði Guðjón Erlendsson, markvörðut
DB mynd Bjarnleifur.
sofnaði
mátti þakka fyrir annað stigið í 19-19 jafntefli gegn Fram
Framarar fóru illa að ráði sínu gegn
ÍR er liðin mættust i 1. deild íslands-
mótsins í handknattleik i Laugardals-
höllinni i gær. Eftir að hafa haft frum-
kvæðið allan leikinn og mest náð 5
marka forystu máttu Framarar loks
sætta sig við jafntefli, 19—19. Staðan í
hálfleik var 10—7 Fram í vil.
Það var sagt hér á íþróttasíðunni um
daginn að ÍR-ingar hefðu svæft Vals-
menn. í gærkvöldi var hins vegar engu
líkara en ÍR-ingar hefðu aldrei vaknað í
gærmorgun. Leikmenn voru gersam-
lega sofandi fyrstu 20 min. leiksins og
Framararnir gátu leyft sér hvað sem
þeir vildu. Enda fór svo að Fram komst
i 8—3 á þessum fyrstu 20 minútum.
Undarlegt hvernig ÍR-liðið hefur
byrjað í síðustu tveimur leikjum. Leik-
menn hreinlega ekki verið með á nótun-
um oft á tíðum.
Þrátt fyrir þessa afleitu byrjun tókst
Fram ekki að nýta sér það til sigurs.
Kæruleysi greip um sig í sókninni og
þótt Guðjón Erlendsson verði mun
betur en áður í vetur dugði það ekki til.
ÍR-ingar söxuðu smám saman á for-
skotið. Fram leiddi með þremur mörk-
um í leikhléi og tókst að auka muninn í
4 mörk strax í upphafi síðari hálfleiks.
ÍR-ingar gáfust ekki upp þótt á móti
blési og eftir 10 mín. af s.h. var munur-
inn orðinn aðeins eitt mark, 13—12
Fram í hag. Framarar tóku þá mikinn
sprett og komust í 16—12 á 3 mínútum.
Það tók ÍR-ingana hins vegar ekki
nema 5 mín. að jafna metin, 16—16.
Eftir það skiptust jiðin á um að skora
— Fram þó alltaf á undan. Lokatölur
19—19 og verða eftir atvikum að teljast
nokkuð sanngjörn úrslit.
Þrátt fyrir að hafa haft öll tök á að
næla sér í sinn fyrsta sigur eru Framar-
ar enn án sigurs í 1. deildinni — einir
liða auk HK. Bezti maður liðsins var án
efa Jón Árni Rúnarsson. Hann skoraði
5 mörk, þar af 4 úr hægra horninu
framhjá Ársæli Hafsteinssyni. Birgir
var að vanda mjög duglegur á línunni
og tókst oft að fiska knöttinn í sóknum
ÍR, en mætti vanda skotin betur. Guð-
jón varði ágætlega í leiknum þótt
leikmenn ÍR gerðu honum oft auðveld-
ara fyrir með þvi að skjóta niðri á hann
þar sem hann er sterkastur. Egill kom
vel frá leiknum en aðrir leikmenn Fram
áttu flestir ágæta kafla — enginn átti
verulega heilsteyptan leik. Atli
Hilmarsson var lítið með og greinilegt
að meiðslin há honum enn verulega.
Einhvern veginn hefur maður það á til-
finningunni að Fram-liðið geti mun
meira en það sýnir, en það fara að
verða síðustu forvöð fyrir strákana að
sýna hvað í þeim býr. Taki þeir sig ekki
á gæti 2. deildin orðið þeirra hlutskipti
næsta vetur.
IR er dæmigert seiglulið og skipað
í kvöld fer fram einn leikur i 2. deDd
Islandsmótsins í handknattleik karla.
Þá leika í Eyjum Týr og Afturelding og
hefst leikurinn kl. 20. Leik þessum var
frestað fyrir nokkru vegna þess að lið
Aftureldingar komst ekki, sökum
erfiðleika í flugsamgöngum.
Ricardo Villa, Argentínumaðurinn
hjá Tottenham, var í gær dæmdur í 3
leikja keppnisbann. Hann mun þvi
missa af leikjunum gegn Ipswich,
Arsenal og Stoke og eiga gott frí um
jólin í beinu framhaldi af þvi. Þá hefur
honum og félaga hans, Osvaldo
Ardiles, verið hótað því að þeir verði
ekki með i undirbúningnum fyrir HM
1982 á Spáni nema þeir snúi heim á
næsta ári, eða í síðasta lagi 1981 þegar
samniugar þeirra við Tottenham renna
út. „Eg veit svei mér ekki hvað gera
skal,” sagði Ardiles er hann var
spurður álits. Bæði Ardiles og Villa
hafa kunnað mjög vel við sig i Eng-
landi.
baráttukörlum sem ekki gefast upp fyrr
en í fulla hnefana. Reyndar kemst
maður ekki hjá þvi að velta fyrir sér
hvar liðið stæði í töflunni næði það
einhvern tima heilsteyptum Ieik. Á
meðan leikur liðsins er jafn hrikalega
tröppukenndur og raun ber vitni er
ekki við neinu nema miðlungssæti í 1.
deildinni að búast. Ársæll og Bjarni
Bessason voru sterkustu menn liðsins
að þessu sinni þótt báðum yrðu á ljót
mistök — Bjarna í sókn og Ársæli í
vörninni. Þá var Guðmundur Þórðar-
son góður og Þórir átti ágætan leik í
markinu. Sigurður Svavarsson var
daufari en oft áður og Guðjón átti
góðan lokasprett. Sigurður Gíslason er
enn með höndina í gifsi og ekki er víst
hvenær hann getur hafið að leika með
ÍR aftur. Koma hans í vörnina myndi
styrkja liðið verulega og áhyggjur af
falli ættu ekki að þurfa að angra ÍR-
inga í vetur. Árangri nær liðið þó ekki
fyrren jafnvægi kemstáleik þess. i
Mörk Fram: Jón Árni 5, Andrés 4/2,
Birgir 3, Hannes 2, Egill 2, Theodór,
Sigurbergur og Erlendur eitt hver.
Mörk ÍR: Bjarni Bessa 5, Ársæll 5,
Bjarni Hák. 2/2, Guðjón 2, Sigurður
2/2, Guðmundur 2, Bjarni Bjarnason
1.
- SSv.
Bjarni Bessason stekkur hér inn i teiginn hjá Fram, illur ásýndum. í þetta skiptið hafnaði knötturinn i netinu en fyrr
Fram, skot hans úr svipaðri aðstöðu.
Nú var það IR sem
Ný
klassísk
hljómplata
Nú er komin í verzlanir ný íslenzk
hljómplata með þeim Manuelu
Wiesler og Helgu Ingólfsdóttur.
Á þessari plötu sem var hljóðrituð í Skálholtskirkju í nóvember eru
verk eftir Bach, Pál P. Pálsson og Leif Þórarinsson.
Þær Manuela og Helga hafa leikið saman um árabil og hvarvetna hlotið frábæra gagnrýni. Berlingske Tidende
1978, jeb. „Frábært dúó... og það var sama hvað þær léku allt var unaður I eyra.” Morgunblaðið 1977, Jón
Ásgeirsson. Manuela Wiesler og Helga lngólfsdóttir eru frábærir flytjendur og mættu hljómplötuútgefendur huga
þar að. Politiken 1978, Flemming Weis. „ .. Fullkominn samleikur viðgagnkvæma aðlögun”. Morgunblaðið 1979,
Jón Ásgeirsson „.. og eru þessir tónleikar með þvi eftirtektarverðasta sem gerzt hefur í islenzku tónlistarlífi”.
Dreifing
Sími 84670.
ÍR - Fram 19-19 (7-10)
íslandsmótifl i handknattieik, 1. deild karla. ÍR-Fram 19—19 (7—10). Laugardalshöll 19.
desember.
Beztu leíkmenn. Jón Ámi Rúnarsson, Fram 7, Bjami Bessason ÍR 6, Ársœll Hafsteinsson, ÍR
6, Birgir Jóhannsson, Fram 6, Gufljón Eríendsson, Fram 6.
ÍR. Þórir Rosason, Ingimundur Guflmundsson, Bjami Hókonarson, Gufljón Marteinsson,
Ólafur Tómasson, Sigurflur Svavarsson, Guðmundur Þórflarson, Bjami Bjamason, Ársœll Haf-
steinsson, Pétur Valdimarsson, Bjami Bessason.
Fram. Gufljón Eriendsson, Gissur Ágústsson, Birgir Jóhannsson, Theódór Guðfinnsson,
Jón Ámi Rúnarsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Rúnar Gufllaugsson, Egill Jóhannesson, Atli
HUmarsson, Eriendur Daviflsson, Andrés Bridde, Hannes Leifsson.
Dómarar Ámi Tómasson og Bjöm Kristjénsson. ÍR fékk 4 vfti — nýtti 3. Fram fékk 2 og nýttí
bæfli. Engum leikmanni var vikifl af leikvelli. Áhorfendur um 150 talsins.