Dagblaðið - 20.12.1979, Síða 40

Dagblaðið - 20.12.1979, Síða 40
40 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. Dr. Hook — Sometimes You Win HiNN SANNi DR. HOOK-ANDI Dr. Hook - SOMETIMES YOU WIN Capitol/Fálkinn (E-ST12018) Tónlistin á nýjustu plötu hljóm- sveitarinnar Dr. Hook er mjög blönduð. Þar er enn að finna ballöður í gamla Dr. Hook-stílnum. Einnig eru þar nokkur hröð lög og nokkur með hálfgerðum diskótakti. Til dæmis er lagið When You’re In Love With A Beautiful Woman, sem var á plötunni Pleasure And Pain, endurútgefið á þeirri nýju. Nú er trommuslátturinn orðinn aðeins sterkari og lagið þar með betur fallið til að dansa eftir því. Það er ekkert slæmt hægt að segja um plötuna Sometimes You Win. Hún er í sönnum Dr. Hook anda og þeir sem á annað borð kunna að meta þessa hijómsveit verða ekki sviknir af nýju plötunni. Dr. Hook hefur nú verið starfandi um tiu ára skeið og eftir svo langan tíma vita Iiðsmenn hennar nákvæmlega hvað þeir eiga að gera til að þóknast aðdáendum sínum. Góð sala plötunnar segir sína sögu. Ef nefna á einhver lög á Some times You Win sem eru líkleg til vinsælda, þá ber þar hæst In Over My Head, sem að mínum dómi ber af öðrum lögum plötunnar. Annað gott lag er Better Love Next Time, sem raunar er nú þegar komið ofarlega á bandaríska vinsældalistann. — Some- times You Win er ómissandi i plötusafn aðdáenda Dr. Hook. -ÁT- Oskum __öllum landsmönnum V-—------- GLEÐILEGRA JÓIA -----1 ársogfridar |---- ^ SAMBANDISL.SAMVINNUFEIAGA Donna Summer — OnThe Radio: AFKASTAMESTA r ma DISKOSONGKONAN Donna Summer — ON THE RADIO Philips/Fálkinn (6641 990) Diskó-Donna Summer hefur ver- ið sérlega afkastamikil á því herr- 'ans ári 1979. I vor kom út með henni tvöföld plata, Bad Girls, sem hlaut ’mjög góðar viðtökur og gengur enn þann dag í dag á diskótekum. Fyrir nokkrum vikum kom svo á markaðinn önnur tvöföld plata með Donnu. Sú heitir On The Radio og ber undir- titilinn Greatest Hits Volume 1 & II. Eins og nafnið bendir til eru á plötunni gömlu lögin hennar Donnu. En til að hressa upp á lagavalið er einnig að finna tvö ný lög á On The Radio. Það eru lögin No More Tears (Enough Is Enough) og On The Radio. Gömlu lögin eru þrettán talsins, allt frá Love To Love You Baby til Dim All The Lights, sem var ofarlega á vinsældalistum fyrir nokkrum vikum. Búið er að raða þessum gömlu Iögum í syrpur, líkt og gert er á piötunni Bad Girls. Það hefur tekizt ágætlega miðað við að þau eru með mjög misjöfnum danstakti. Með Donnu í laginu No More Tears syngur Barbra Stréisand. Þetta lag er einnig á Wet, nýjustu sólóplötu hennar. Það er mun betra í þeirri út- gáfu sem er á plötu Donnu. Betur virðist vandað til hljómsins, jafnframt því sem lagið hefur verið lengt verulega I flutningi Donnu. Aðdáendur Donnu Summer og diskótónlistar yfirleitt ættu ekki að láta plötuna On The Radio fram hjá sér fara. Hinir sem ekki hlusta á diskótónlist finna ekkert á plötunni viðsitt hæfi. -ÁT- Shadows — String Of Hits A FERDINNII TUTTUGUÁR Shadows - STRING OF HITS EMi/Fálkinn (EMC 3310) l júlí á næsta ári er liðin tuttugu ár .siðan hljómsveitin Shadows kom lagi fyrst í efsta sæti vinsældalistanna i heimalandi sínu, Englandi. Enn eru liðsmenn hljómsveitarinnar að. Eftir nokkur ár í gleymsku er Shadows enn á ný komin í hóp vinsælustu hljóm- sveitanna. Platan String Of Hits hefur fengið sérstaklega góðar viðtökur. Á henni eru tólf lög úr hinni og þessari áttinni, sem flest hafa á liðnum árum notið mikilla vinsælda. Sem dæmi má nefna Bridge Over Troubled Water, You’re The One That I Want, Heart Of Glass og Baker Street. Aðeins eitt lag á String Of Hits er eftir liðsmenn Shadows, þá Hank Marvin, Bruce Welch og Brian Bennet. — Sá fjórði, John Rostill, lézt fyrir nokkrum árum.— Þá á gamall samstarfsmaður Marvins og Welch eitt lag. Sá heitir John Farrar og samdi lagið You’re The One That I Want, eins og reyndar flest önnur lög kvikmyndarinnar Grease. Fyrir minn smekk eru útsetningar Shadows á gömlu lögunum ósköp hug- myndasnauðar. Hljómsveitin hefði að skaðlausu mátt gefa meira af sjálfri sér en bara sólógítarinn hans Hanks Marvin. Að þessum galla upptöldum er plata ósköp viðfelldin og ágætis bak- grunnstónlist, þegar fólk þarf að ræða lífsins gagn og nauðsynjar með Ijúft gítarkropp Hank Marvins til að auka á fjölbreytnina. -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.