Dagblaðið - 20.12.1979, Side 41

Dagblaðið - 20.12.1979, Side 41
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. ...... VONIR UNDAN FÖNN Krístinn Reyr^ Vegferð til vors. Ægisútgáfan, Rey kja vk, 1979. Úl er komin ljóðabók eftir Kristinn Reyr, hin níunda i röðinni, og ber nafnið „Vegferð til vors”, vönduð og falleg útgáfa með kápu- skreytingu eftir höfundinn. Kristinn er löngu kunnur sem fjölhæfur listamaður. Þó Ijóðagerð sé honum tömust hefur hann einnig sett saman mörg leikrit, samið fjöldann allan af lögum við eigin ljóð og annarra, málað myndir og má með sanni segja að hann yrki „á blað og léreft og streng í senn” eins og fram kemur í ljóði hans Sem ég er lifandi. Hvaðeina sem Kristinn leggur hönd að ber vott um hagleik og glæsimennsku. Ljóðin í þessari nýju bók sverja sig í ætt fyrri Ijóða hans að því er varðar léttleika og gáska, harða á- deilu í kersknum stíl óháð pólitískum diikadrætti, trú á landið og vor á náttúru og þjóðlífi þrátt fyrir erfiðar fæðingarhríðir velferðarþjóðfélags- ins. Æðruleysi Einn er þó sá strengur sem sleginn er nýr í þessari bók (ef mig misminnir ekki) og það er tónn æðruleysis á óðum styttri vegferð manns í þessum heimi og gleðinni yfir hverri stund sem enn er gefin til að dást að sköpuninni. Þetta kemur m.a. fram í heiti bókarinnar, „Vegferð til vors”, í fyrsta ljóði bókarinnar, Horfur, þar sem segir i niðurlagi: „. . . hvort þess sé að vænta / að vonir manns komi / algrænar undan fönn.’,’ Einnig i Ijóðunum Bending og Beri þig þangað og í fyrrnefndu ljóði, Sem ég Krístinn Reyr. er lifandi, en það er ort í fögnuði yfir að fá að vera til, að fá að njóta „sóldægra sem millilenda”. Form kvæðanna er ákaflega áreynslulaust og er auðfundið að höfundur á létt með að yrkja. Já, einmitt þess vegna held ég hann megi gæta sín stundum að láta ekki orðin teyma sig, láta þau ekki vagga sér í þægilegum tónniði. Þá sprettur hann lika oft upp, tekur djarft í tauma og stýrir orðunum af hógværð fram eins og í hinu Ijóðræna þjóðstefjakvæði, Þann aprildag. Höfundur notar oftast stuðla og höfuðstafi, stundum endarím. Stundum eru ljóðin „mjó”, þegar hraði er í tjáningunni, og stundum „breið” — þegar straumurinn er lygnari, og tekst höfundi afar vel að velja ljóðum sínum viðeigandi búning. . ' Mest af ádeilu Höfundur raðar kvæðum bókarinnar á óvenjulegan hátt — hann ruglar þeim — raðar saman í kafla (sem þó eru ekki greinilega aðskildir) ólikum ljóðum, bæði að efni og formi. Við það eykst fjölbreytni þegar lesið er en um leið er erfiðara að átta sig á heildarsvip verksins. Adeilukvæðin eru fyrirferðarmest. Nefni ég þar fyrst tvo Ijóðaflokka, hinn fyrri í 12 þáttum, er nefnist Firnindum ort. Það fjallar um veg- ferð íslensku þjóðarinnar frá bænda- rpenningu til „velferðarríkis” á gjaldþrotsbarmi. Höfundur telur að enn sé ekki öll von úti: Enn má þó draga andann í íslenzku háfjallalofti en er kvíðinn vegna umgengni okkar við móður náttúru, vegna lífsgæða- græðgi sem ekki sést fyrir: En liggur oss lýðnum lífiðá út úr íslandi inn í kerskála? Seinni Ijóðaflokkurinn er Skáld- vaka þar sem höfundur harmar skilningsleysi valdhafa á mikilvægi skáldskapar fyrir þjóðina: Samt hnussar í hagvexti órum ef heyrist að vinnufær maður sé lagstur í Ijóðagerð yddi sinn blýant blekfylli penna og pikki á ritvél. Og höfundur spyr hvers virði sé „Orðgnótt af lestum / af útfluttri skreið/ áli og málmblendisförmum?” Sálarstríð vort Skylt þessum kvæðum að efni er Ijóðið Blákalt, byggt á biblíuminni: „Eldtraustur skotheldur múr / vors mafiukerfis /kviknar hvorki né fellur / fiatur niður þótt skáld skrifi á vegginn / — ... hverfi sem dögg fyrir sólu / og sameinist himninum. . Ádeilan nær einnig út fyrir ísland, til þeirra sem blása í herlúðra og berja stríðsbumbur, hvort sem er í austri eða vestri, t.d. i kvæðunum Nýtízkubæn og Erfisdrykkjur, en hið síðara byggist upp á hliðstæðum og endurtekningum um voðaverk stór- þjóðanna. „I fyrrinótt / lagði frelsis- styttan /eld í Víetnam / og logar glatt /. . . í nótt / reið likneski Leníns / á skriðdreka / inn í Tékkóslóvakíu. . Kristinn yrkir um vandann að vera skáld í Ijóðunum Sálarstríð vort og Hjálpi mér, en hið síðarnefnda er svo: „Andinn kemur og fer úr þröngu í þrengra. Held ég hafi þetta ekki lengra” — en vel að merkja orðunum raðað einu og einu í línu svo ljóðið verður langt og mjótt og of fyrirferöarmikið hér í stuttri umsögn. Einlægust eru ljóðrænu kvæðin, þar dregur skáldið inn háðsklærnar og við fáum að skyggnast sem snöggvast inn í hugskotið. Ég nefni Hóð eins og Myrkvun: „Hægt Bók menntir Rannveig Ágústsdóttir gengur þér eins og mér / að hafa þig uppi / höfuga skammdegissól.” Einnig Bending, Blákalt og Sem ég er lifandi (áður nefnt), Hundalif, Dögun, og kvæðin tvö frá Suöurnesjum, Fyrrum og Þann aprildag áhrifamikil lýsing á baráttu manna við hafið. Hið siðara er bæði máttugt og ógnþrungið í hnit- miðaðri endurtekningu sinni. Það hefst svo: Út var horft og uppi segl undan Gerðistöngum himinninn var kólgugrár hugsa ég til þess löngum. Út var horft og ekkert segl undan Gerðistöngum. .. En nú skal ekki sagt meira. Fram- haldið lesið þið sjálf. RGÁ. Mjög fuílkomið CASIO tölvuúr á hagstæðu verði. CASIO einkaumboð á íslandi Bankastræti 8. Simi 27510 KJOLAR ÍNÝJU ÚRVALI VIÐ ÚLL TÆKIFÆRI. SÉRSTAKLEGA HAGSTÆTT VERÐ. BARNAPEYSUR TIL JÓLAGJAFA. Opið frá 1 e.h. - 9 e.h. Verksmiðju- salan (gapit Þóracafé) Skcmmtileg mmmmm i sparisjóðsdeildum Útvegsbanka islands, fáið þeirra hollu uppeldisáhrifa, sem hún hefur. þér afhentan sparibauk, við opnun nýs spari- Komið nú þegar i næstu sparisjóðsdeild bankans sjóðsreiknings, með 5000 kr. innleggi. og fáið nytsama og skemmtilega jólagjöf fyrir „Trölla" sparibaukur og sparisjóðsbók er aðeins kr. 5000. skemmtileg gjöf til barna og unglinga, auk mmm

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.