Dagblaðið - 20.12.1979, Side 44

Dagblaðið - 20.12.1979, Side 44
44 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. i*Jy DUKKAN Lifandi, faiieg og sér/ega meðfærileg. Skemmtiieg húsgögn og fötíúrva/i. Fæst í f/estum /eikfangabúðum. Pétur Pétursson heildverzlun Suðurgötu 14. Símar21020—25101. Ný bók eftir Málfríði Einarsdóttur, skáldsagan Auðnu- leysingi og Tötrug- hypja Að viðbættri sögu af Hvotta vesalingi og mér „Það er eitt af undrum veraldar hvernig sumt fólk getur allt í einu sprottið fram á efstu árum lífsins og ausið yfir okkur geníalíteti sliku að maður grætur það eitt að hafa ekki notið þess fyrr. Oftast birtist þetta í einhvers konar endurminningaformi — miklu sjaldnar í flóknu skáldsögu- formi, ég tala nú ekki um í einhvers konar tilraunaskáld- sögu eins og í þessu dæmi. Þeim mun stórfenglegra er það líka sem þaðer sjaldgæfara.” Helgarpósturinn, Heimir Pálsson. „Þessar bækur (Málfríðar Einarsdóttur) eru dálítið eins og vel kryddað, vandað og sterkt brennivín: best að meðtaka þær í hóflegum skömmtum ef menn vilja viðhalda skyn- semisglóru sinni. En sé maður á annað borð kominn á bragðið... Skál, bræður og systur!” Dagblaðið, Ólafur Jónsson. Ath. Enn eigum við til dálitiö af fyrri bókum Mátfríðar: Samastadur í tilverunni Úr sálarkirnunni Bókaútgáfan LJÓÐHÚS HF Laufásvegi 4. Reykjavlk. Sími 17095. MODEL-ÚTVÖRP ★ Rolls Royce phantom ★ Lincoln 1928 ★ Standsími, amerískur ★ Sjónvarp ★ Lystikerra sem jafnframt eru útvarps- viðtæki! Leikfangabúóin Hlemmi Biðskýlið Hiemmi - Sími 14170 Festíðá fi/mu dýrmæt augnabtík ímátíog mynd — á Minoita MINOLTA FILMUR 0(3 VELAR S.F. Skólavörðustíg 41 - Sími 20235 - Pósthólf 5400 Sígildir skrifstofustólar Við höfum mikið úrval skrifstofustóla og að sjálfsögðu nú með sjálfvirkum hæðarstilli. Athugið að góður skrifstofustóll er tilvalin jólagjöf fyrir skólafólkið. Lítið inn og fáið ykkur sæti um leið og þið skoðið framleiðslu okkar. STÁLIÐJAN"f SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211 ísafjörður: Skólakrakk- arnir söfnuðu 262.170kr.til móður Teresu Fyrir miðjan nóvember gekkst Björgvin Sighvatsson skólastjóri Barnaskólans á ísafirði fyrir því, að börn í skólanum söfnuðu fé handa fá- tækum börnum í Indlandi í tilefni af al- þjóðlega barnaárinu. Skyldi móður Teresu í Kalkútta falið að verja fénu til hjálpar þeim smæstu og umkomulaus- ustu, sem hún hefur lagt allt starf sitt í aðlíkna. Skólastjórinn stakk upp á, að hvert barn léti af hendi rakna andvirði eins bíómiða. Undirtektir voru slíkar, að á skömmum tíma söfnuðust 262.170 krónur. Er það langstærsta framlag hérlendis, sem borizt hefur til líknar- starfs móður Teresu — Kærleikstrú- boðanna. -ÓV Mikil ölvun þrátt fyrir áfengis- hækkun „Það virðist síður en svo draga úr ölvuninni við þessa áfengishækkun. Ölvunin var óvenjumikil í gærkvöldi,” sagði varðstjóri í Reykjavíkurlög- reglunni í samtali við Dagblaðið í morgun. Fangageymslur lögreglunnar máttu heita fullar í morgun og er það óvenjulegt á þessum tíma vikunnar. Varðstjórinn taldi að ástæðunnar væri að leita í nálígð jólanna, og má hugsa sér, að menn hafi viljað taka forskot á sæluna. -GAJ. Jóhann á Evrópumót unglinga í skák Jóhann Hjartarson, skólaskák- meistari íslands, hélt í gærmorgun til Gröningen í Hollandi ásamt Friðriki Ólafssyni. Mun Jóhann, sem er tæpra 17 ára, taka þátt í Evrópumóti unglinga 20 ára og yngri. Mótið hefst á morgun og stendur til 4. janúar. Búnaðarbanki Íslands og skák- klúbbur Búnaðarbankans standa undir kostnaði við för Jóhanns en hann hefur starfað i bankanum og teflt með góðum árangri í sveitakeppni fyrir hans hönd. í Gröningen verða tefldar 13 um- ferðir eftir Monradkerfi, en þátt- takendur verða frá yfir 30 löndum. Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, mun verða viðstaddur mótssetninguna. -GAJ. Geysis- kvartettinn syngur alþýðulög Tónaútgáfan á Akureyri sendir frá sér nú fyrir jólin hljómplötu með söng Geysiskvartettsins. Að sögn Pálma Stefánssonar útgefanda eru á plötunni fjórtán létt alþýðulög. Undirleikari kvartettsins er Jakob Tryggvason. Upptaka plötunnar fór fram í Hljóðrita í Hafnarfirði síðastliðið vor.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.