Dagblaðið - 20.12.1979, Síða 45

Dagblaðið - 20.12.1979, Síða 45
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. 45 Ævintýri Dýra Það er gleðiefni þegar góðir höfundar skrifa fyrir böm. Jón frá Pálmholti hefur lengi verið í hópi betri rithöfunda islenzkra og nú er fyrsta bamabók hans komin út en örugglega ekki hans síðasta. Jón las Ferðina til sasdýrasafnsins í útvarpið l fyrra og hlaut sagan þá miklar vinsældir. Hér segir frá dýmm sem taka sig upp úr sínum heimahögum og halda til Sædýrasafnsins til að stofna þar dýraríkl Á leiðinni rata dýrin i margvisleg ævintýri og sifellt bætist í hópinn og það er skrautleg fylking sem yfirgefur Akra- borgina i Reykjavík; hundar, kettir, hestar, kýr og kindur, hreindýr og hænur. Frásögnin er lifandi og bömin kynnast landinu og dýrunum náið. Bókin var skrifuð sem andsvar við öllu þvi crlenda prenti sem 'hellist yfír islenzk böm. Bók sem opnar heim íslenzks veruleika fyrir lesendunum. Sigurður Þórir hefur myndskreytt bókina. Lystræninginn gefur út. Prentsmiðjan Leiftur hefur gefíð út bækurnar Labba fær sér snúning og Labba lætur ailt fjúka eftir Merri Vik i þýðingu Gisla Ásmundssonar. Skemmtilegar bækur fyrir telpur. Bækurnar eru 142 bls.& 151 bls. Veðurfræði Eyfellings, Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefíð út Veðurfræði Eyfellings, greinargerð um veður og veðurmál undir Eyjafjöllum. Höfundur er Þórður Tómasson frá Vallnatúni. Bókinni er skipt I röska tuttugu kafla og er 168 bls. Tfmaritið Andvari Út er komið tlmaritið Andvari, 104 ár en útgefandi er Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Ritstjóri er Finnbogi Guðmundsson. Meðal efnis má nefna: Páll ísólfsson eftir Jón Þórarinsson, Berserkja- hraun eftir Björn Jónsson, Fjögur kvæði eftir Rósberg G. Snaaial, ritgerð eftir Göran Schildt, grein um Jónas Guðlaugsson skáld eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, Hallæri og hneykslismál eftir Ruth Christine Ellison, Tveir þættir úr Egils sögu eftir Hermann Pálsson, með Wagner í Bayreuth eftir Árna Kristjánsson, Níu bréf eftir Stephan G. Stephansson og Gamansemi Snorra Sturlusonar eftir Finnboga Guðmundsson. Andvari er 143 bls. * Jón tiá Pálmholtl Ayako Miura V£LDl KÆf?L£lKAitö Tvær nýjar Löbbubækur Veldi kærleikans Bókaútgáfan Salt hf. hefur gefíð út bókina Veldi kærleikans eftir Ayako Miura. Bókin er hrífandi ástar- saga sem byggist á raunverulegum atburðum. Hún gerist í Japan um síðustu aldamót þegar ólík menning jausturs og vesturs mættist og mikil andleg vakning (átti sér stað. Sr. Jónas Gíslason þýddi úr sænsku. jVeldi kærleikans er 237 bls. . Sigurför 7 Bókaútgáfan Leiftur hefur gefið út bókina Sigurför, sagan um Georg Williams. Benedikt Arnkelsson þýddi. Sigurför segir frá fjörmiklum piltum sem setja sér háleit markmið, berjast viðfreistingar og lausungá tímum siðferðilegrar hnignunar og sýna og sanna að vegur trúar og heiðarleika er vegur hamingju og ótrú- legra ævintýra. Þetta er lifandi frásögn um braut- ryðjandann og æskulýðsleiðtogann Georg Williams sem varð upphafsmaður KFUM. Bókin er 133 bls. iM FOLKH) MITfr -OG FLEIRI DÝR- Dauðarefsing Ingólfsprent hf. hefur gefíð út bókina Dauðarefsing eftir Heinz G. Konsalik. Bergur Björnsson þýddi. Saga þessi gerist I Þýzkalandi á eftir stríðsárunum og fjallar um þá stóru spurningu hvort dauðarefsing sé rétt- lætanleg. 1 sögunni eru rakin nokkur meiriháttar glæpamál og skýrt frá örlögum og refsingu þeirra aðila er við sögu koma. Höfundur er bókmenntafræðingur, leikstjóri og ritstjóri. Dauðarefsing er 157 bls. Fólkið mitt Prentsmiðjan Leiftur hefur gefið út bókina Fólklð mitt — og fleiri dýr eftir Gerald Durrell. Sigríður Thorlacius þýddi. Durrell er einn þekktasti óýra- fræðingur Breta og hefur skrifað margar bráðskemmtilegar bækur um viðskipti sin og sambýli við hin ýmsu dýr og er þessi bók einna þekktust. Hann hefur einnig skrifað skáldsögur og barnabækur. Bókin er 228 bls. Nútíma- Tamarindfræið Prentsmiðjan Leiftur hefur gefið út Tamarindfræið, eftir Evelyn Anthony í þýðingu Hersteins Pálssonar.i' Judith starfaði i aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað var um trúnaðarmál. Han grunaöi ekki að hinn alúðlegi maður sem hún hitti í orlofi á Barbados væri tengdur njósnakerfi Rússa... Tamarindfræiðer 231 bls. listasaga Fjölvaútgáfan gefur út i ár óvenju fjölbreytt bóka- úrval. Stærsta bókin og jafnframt mesta verk, sem Fjölvi hefu fengizt við fram til þessa, er Nútíma-lista- saga. Þetta < er meira en 500 bls. bók í stóru broti og mcð nærri 400 litmyndum í fullum liium Mcr cru raktar allar hinar einkennilegu hreyfingar í listum á siöustu árum, svo sem popp, skreytilist, gerningalist og ótal margt fl. Kápumynd er hið fræga Mutlandslag eftir Erró. Allt útlit er fyrir að þetta verði stærsta og dýrasta bókin á jólamarkaðnum í ár. Miðaö við núverandi gengi mun hún kosta innan við : 30 þús. krónur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.