Dagblaðið - 20.12.1979, Page 48
Hart f jölskyldustríð í Eyjum:
Lúbarði konu fyrrum
samstarfsmanns síns
- og kærir hann nú fyrir að hlunnfara sig í viðskiptum og hafa haft af sér fé
Fullkomið haturs- og striðsástánd
er nú sagt ríkja milli tveggja fjöl-
skyldna í Vestmannaeyjum og hafa
húsbændur fjölskyldnanna lagt
fram kærur hvor á annan, sem teknar
verða fyrir hjá bæjarfógetaem-
bættinu.
Fyrri kæran barst í síðustu viku.
Var þá annar maðurinn kærður fyrir
að hafa drukkinn ráðizt inn á heimili
hins, er kona hans var ein heima.
Komst hann inn í húsið með því að
sparka upp útihurð. Er inn kom greip
hann hamar og réðst að húsmóður-
inni, barði hana með hnefa í gólfið,
dró hana síðan út á hárinu og barði
hana þar. Mann bar þá að og bjarg-
aði hann konunni með því að ná
hamrinum af árásarmanninum. Kon-
an gat nú hlaupið frá, en enn sleit
árásarmaðurinn sig lausan og kom
höggi á konuna á flótta hennar.
Flvarf maðurinn síðan á braut en
lögregla náði honum fáum mínútum
síðar og var hann þá allmjög drukk-
inn.
Sá sem árásina gerði á konuna
hefur síðan kært eiginmann konunn-
ar sem barin var. Sakar hann eigin-
manninn um að hafa allt fram á mitt
sl. sumar, meðan þeir stóðu saman
að útgerð báts, hlunnfarið sig og haft
af sér fé. Fjallar kæran því að einu
leyti um fjárdrátt og mun um
miklar upphæðir að ræða í þeim efn-
um.
Eiginmaður konunnar sem barin
var hefur sagt að árásarmaðurinn
hafi margoft hótað sér og fjölskyldu
sinni lífláti.
Að sögn yfirlögregluþjónsins í Eyj-
um, Agnars Aðalsteinssonar, munu
alvarlegustu hótanirnar og aðgerðir i
viðskiptum mannanna eitthvað
tengdar áfengisneyzlu.
Áverkar konunnar munu ekki
taldir alvarlegir en að vonum var hún
dösuð og hrædd eftir.
Júlíus Georgsson fulltrúi fógeta
sagði að skaðabótakrafa fyrir árásina
á konuna væri enn ókomin. Hann
kvaðst ekki hafa séð hina kæruna, en
neitaði ekki tilvist hennar.
- A.St.
frjálst, nháð dagblað
FIMMTUDAGUR 20. DES. 1979.
Yfirlýsing Alþýðubanda-
lagsins í gærkvðld:
Reynt að
leysa vandann
á kostnað
launafólksins
,,Það sem einkennir þessar tillögur
er einkum að reynt er að léysa verð-
bólguvandann á kostnað launafólks,
m.a. láglaunafólks,” segir um tillögur
Framsóknar í yfirlýsingu Alþýðu-
bandalagsins á viðræðufundinum í
gærkvöldi.
„Flest bendir til þess, að fram-
kvæmd þessara tillagna mundi leiða
til mjög verulegrar kjaraskerðingar á
næstu tveimur árum, en hins vegar
mundi verðbólga lækka lítið frá því
sem verið hefur,” segir í yfirlýsingunni.
Þá segist Alþýðubandalagið telja óhjá-
kvæmilegt að efnahagsaðgerðir næstu
ríkisstjórnar miðist við að kaupmáttur
lægri launa verði nokkuð aukinn frá
því sem nú er, tekjutrygging elli- og
örorkulífeyris verði hækkuð og almenn
laun verði verðtryggð.
Þá segir að kosningabandalag AI-
þýðuflokksins við Sjálfstæðisflokkinn
geri vonir manna um vinstri stjórn að
engu. Alþýðuflokkurinn sé að reyna að
framlengja líf eigin minnihlutastjómar.
-HH.
Níu milljónir fyrir
Kalstjömuna
Sigurður A. Magnússon rit-
höfundur gæti borið úr býtum tæpar 9
milljónir króna fyrir bók sina Undir
kalstjörnu, þ.e. ef hún selst í 10.000
eintökum, sem virðist líklegt eftir nýj-
ustu fréttum að dæma. Þröstur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Máls &
menningar, vildi .að vísu ekki gefa upp
þá samninga sem forlagið hefði gert við
Sigurð en sagði að þeir væru hag-
stæðari en rammasamningur Rit-
höfundasambands íslands. Hjá sam-
bandinu fékk DB þær upplýsingar að
engir fastir samningar væru milli for-
laga og rithöfunda og erfitt væri að fá
uppgefið hvernig þessum tveim aðilum
semdist yfirleitt. í rammasamningi
segði þó að þóknun rithöfunda væri
fengin með því að draga frá útsöluverði
söluskattinn, 22%, og sölulaun forlags,
30%, og fengi höfundurinn síðan 15%
af því sem eftir væri. Með því að beita
þeim útreikningi á bók Sigurðar sem
seld er á 9950 krónur, þá fengum við út
tæpar 8.6 milljónir, en eins og Þröstur
gefur í skyn hér að ofan, má reikna
með hærri tölum. -AI.
Bensínlítrinn
í 370 krónur
Fólk er hætt að kippa sér upp við
verðhækkanir á bensíni ef ráða má af
viðbrögðum við þeirri síðustu i
morgun. Engin örtröð myndaðist við
bensínstöðvar i gærkvöldi eins og oft-
ast áður. Þó var bensín að hækka um
17 krónur lítrinn eða úr 353 í 370
krónur. Gasolía til húsa og skipa kostar
hér eftir 155,20. Til bifreií^a kostar gas-
olian aftur á móti 167 krónur hver lítri
Svartolían hækkaði úr 89.300 krónum
tonniðí 104.20 krónur. -ÓG.
HUGSANLEGAR UPPSAGNIR
400 FLUGLEIÐAMANNA
— vegna samdráttar á Norður-Atlantshafsflugleiðinni
Ákvörðun um. samdrátt á
Norður-Atlantshafsflugleiðinni gæti
leitt til uppságnar allt að 400 starfs-
manna hjá Flugleiðum hf. Stjórnar-
fundur hjá fyrirtækinu er fyrir-
hugaður í dag. Þar verða ræddar
mjög alvarlegar ákvarðanir í rekstri
fyrirtækisins, einkum þá þætti sem
erfiðastir h@fa verið um nokkurt
skeið undanfarið. Þess á meðal er
rekstur flugsins á Norður-Atlants-
hafsleiðinni.
Talsverður skoðanaágreiningur er
sagður um mörg atriði. Meðal þeirra
má nefna tilhögun í rekstri U.S.A. -
flugsins með dvalardögum og ferðum
hérlendis.
Sem fyrr segir eru um þetta
skiptar skoðanir, en ekki sá á-
greiningur milli manna í stjórn Flug-
leiða hf., sem oft er talað um, ef
marka má heimildir DB, sem það
telur áreiðanlegar.
Loks má geta þess, að á döfinni er
að stækka Hótel Esju. Ákvörðun um
það kann að verða tekin í dag.
-BS.
Þyrluflakið
verður flutt
til Vallarins
Nefnd bandarískra sérfræðinga mun
í dag rannsaka flak Sikorsky þyrlunnar
á Mosfellsheiði. Að þeirri rannsókn
lokinni verður flakið flutt til Kefla-
víkurflugvallar. Því verki mun Sveinn
Eiriksson (Patton), slökkviliðsstjóri á
Vellinum; stjórna.
- A.St.
Sérstakar
öryggisráð-
stafanir við
dómshúsið
— Hæstiréttur ætlar
tvær vikur til
málflutnings
í gær var ákveðinn flutningsdagur
fyrir Hæstarétti i Geirfinns- og
Guðmundarmálum, hinn 14. janúar
næstkomandi. Eru tvær vikur ætlaðar
til málsins. Hugsanlega gæti dómur
gengið nokkru fyrr en gæzluvarðhald
sakborninga rennur út 1. apríl.
Sakborningar verða líklega allir
viðstaddir málflutning. Er búizt við
fjölmörgum áheyrendum, enda opið
réttarhald. Sérstakar öryggis-
ráðstafanir eru ákveðnar undir yfir-
stjórn lögreglunnar.
Forseti Hæstaréttar, Ármann
Snævarr, og varaforseti, Björn Svein-
björnsson, boðuðu í gær á sinn fund,
ríkissaksóknara, Þórð Björnsson, og
verjendur allra sakborninga, hæstarétt-
arlögmennina Jón Oddson, Hilmar
Ingimundarson, Pál S. Pálsson, Bene-
dikt Blöndal, Örn Clausen og
Guðmund Ingva Sigurðsson.
Féllust sakborningar á, að kæra
ekki úrskurði til þess að tefja ekki gang
málsins. Áherzla er lögð á að sakar-
gögn berist Hæstarétti fyrir áramót.
-BS.
Þetta er sannkallaður hrossahlátur. Það fer ekki á milli mála. Við vitum ekki með vissu hvað það er sem gleður svona
óskaplega hestsins hjarta, þótt það skuli viðurkennt að okkur er ekki alveg grunlaust um það.
Sé tilgáta okkar rétt, þá er tilefnið algert trúnaðarmál eins og er. Þótt það sé ekki ný jólagetraun í stað þeirrar sem
frestað er að draga í, vegna samgönguerfiðleika, er lesendum frjálst að geta.
Efenginn getur upp á þvi rétta, segjum við frá því, sem vakti þennan yndislega, stórkostlega hrossahlátur, þegar við vitum
vissu okkar. -BS/DB-mynd Magnús Hjörleifsson.