Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. /—.... Opiö bréf til jafnréttisréös: GIFTAR KONUR ALDREI MEIRA EN 65% ðRYRKJAR — ekki meöhöndlaðar af opinberum stofnunum sem sjálfstæðir einstaklingar Ég undirriluð, Pjetra Ingólfs- dóllir, vil með þessu bréfi vekja at- hygli ráðsins á eftirfarandi: Árið 1976 veiktist ég af kransæða- stiflu ásamt versnandi astma og ári síðar úrskurðaði heimilislæknir minn mig óvinnufæra. Það ár lagði ég inn læknisvottorð i Tryggingastofnun rikisins og úrskurðaði stofnunin mig |sá 65% öryrkja og byggði þann úr- skurð sinn á því að ég er gift. Enn- fremur synjaði stofnunin mér um örorkubætur (örorkustyrk) á þeim forsendum að eiginmaður minn hefði það háar tekjur. Þegar ég spurðist fyrir um hver örorkuprósenta min hefði orðið skv. vottorði, væri ég ógift, svaraði trygg- ingalæknir því til að þá hefði ég verið (metin) úrskurðuð 75% öryrki. Ég spurði þá: ,,En ef ég væri karlmaður og kvæntur?” Sami læknir svaraði þá: ,,Að líkindum 75%.” Þegar ég spurði hverju þetta sætti, að ég væri þá bara metin 65% öryrki, sagði læknirinn að reglan væri sú hjá Tryggingastofnun rikisins að giftar konur væru aldrei metnar meira en 65% ryrkjar. Með þessu álit ég að gengið sé á rétt minn sem einstaklings. Ég hef unnið fyrir mér sem sjálfstæöur ein- staklingur i þjóðfélaginu síðan ég var 14 ára og greitt mína skatta og skyldur til þess. Ég er fædd árið 1926 og gifti mig ekki fyrr en árið 1972. Arið 1976 hætti ég svo að vinna úti af heilsufarsástæðum. Ég hef því starfað sem „sjálfstæður einstakl- ingur” i 32 ár en sem gift kona i aðeins 4 ár. ÖII þessi ár hef ég starfað við venjuleg störf bæði til sjós og lands. Ég sætti mig þvi ekki við að ég skuli ekki lengur talinn sjálfstæður einstaklingur heldur hluti af eigin- manni minum — og lái mér hver sem vill. Með þeirri meðferð sem mín mál fengu hjá Tryggingastofnun ríkisins tel ég raunar að verið sé að troða á einstaklingsrétti mínum og þar með almennum mannréttindum skv. 2. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem ísland hefur undir- ritað. Jafnréttisganga fatlaðra Ég vil í framhaldi af þessu beina eftirfarandi spurningum til jafnréttis- ráðs: 1. Telur jafnréttisráð réttlætanlegt að starfsgeta giftrar konu sé metin eftir launum maka hennar? 2. Telur jafnréttisráð réttlætanlegt að giftar konur séu aldrei metnar meira en 65% öryrkjar þegar aðrir gela verið metnir um 75% öryrkjar? 3. Telur jafnréttisráð það yfir höfuð réttlætanlegt að giftar konur skuli meðhöndlaðar af opinberum stofnunum sem eiginkonur manna sinna en ekki sem sjálf- stæðir einstaklingar? Pjetra Ingólfsdóttir. llppskipun hjá álverinu i Straumsvík. íslenzka Álfélagið hf.: ÍSAL GREIÐIR SJÁLFT SÍNA RAFMAGNSREIKNINGA Þjóðverjahatur í þýðingum? Hatrið má ekki ráða f erðinni í blaði yðar hafa að undanförnu þrisvar sinnum birzt smápisllar frá lesendum blaðsins þar sem fjallað er um álverið í Straumsvik, launakjör þar i samanburði við áburðarverk- smiðjuna, rafmagnsverð, tollfrelsi og mengun. Að ýmsu leyti hafa pistlar þessir verið villandi, einkum i full- yrðingum um að hærri laun hjá ÍSAL cn áburðarverksmiðjunni slafi af lágu rafmagnsverði sem ÍSAL greiði. Áburðnrvcrksmiðjan og ÍSAL greiða nákvæmlega sama verð fvrir rafmagn og starfskjör verksmiðjanna að þvi lcyti hin sömu. Vegna fullyrðinga um að „fólkið i landinu” greiði rafmagnsreikninga fyrir álvcrið er rétt að árétta einu sinni enn að slik fullyrðing á sér enga stoð i raunveruleikanum. Á þvi 25 ára timabili sem samningurinn um ÍSAL nær til er nú talið að ISAL. muni greiða til Landsvirkjunar um 120% af greiðslubyrði vegna Búr- fellsvirkjunar, aðalspennistöðvar við Geitháls, ásamt báðum háspennulin- unum frá Búrfelli og Þórisvatnsmiðl- un, enda þótt ÍSAL noti einungis 2/3 af uppsettu afli virkjunarinnar og þriðjungur hennar, svo og önnur ofangreind mannvirki, nýlist öðrum notendum að fullu. Að þvi er varðar tollfrelsi má benda á að það er síður en svo eins- dæmi að ISAL greiði ekki tolla af hráefnum og tækjabúnaði. Svipað gildir um annan útflutningsiðnað. I.oks má nefna, að nú eru i fullum gangi framkvæmdir hjá ÍSAL. til að koma i veg fyrir innri og ytri mengun, framkvæmdir sem kosta munu u.þ.b. 10 milljarða króna. Við væntum þess, hr. ritstjóri, að þér sjáið yður fært að birta þessar at- hugasemdir i blaði yðar. Virðingarf yl Ist. íslen/ka Álfélagið hf. Á islandi eru gelnar út margar bækur um hin ólikustu cfni; skáld- sögur, ferðasögur, læknibækur °8 bækur sögulegs gildis, um styrjaldir o.s.frv. Margir menn þýða þessar bækur úr erlendu frummáli: ensku, þýzku o.s.frv., og hafa margir ábata- sama þóknun fyrir. Það er mikilsvert að vel takist til um þýðingar en því miður vill þessi þáttur útgáfu bóka oft verða æði misjafn og veldur sá er á heldur. Ég rakst nýlega á röð bóka gefinna út af þvi annars vel metna útgáfu- Ifyrirtæki, Almenna bókafélaginu, en álitlegur hópur íslendinga telst til félaga fyrirtækisins. Útgáfubækur fyrirtækisins njóta almennt þó nokkurs álits hér á landi og því er það að útgáfan nýtur einnig nokkurs trausts hér um leið og bækur útgáfunnar eru valdar með smekk al- mennings í huga, þvi útgáfan mun væntanlega þurfa að borga sig ef þá ekki koma til opinberir styrkir vegna útgáfunnar. Ég varð því nokkuð undrandi þegar ég fletti í bókum AB um heims- styrjöldina siðari og til þess að sýna lesendum nokkuð hvað þeir eru að kaupa læt ég hér með fylgja nokkrai setningar sem eru prentaðar fyrii neðan þann fjölda myndá sem prýða þessar bækur. i bókinni Aðdragandi styrjaldar- innar er talað um „Leiktjöld lýð- skrumara”. í heftinu um leiftursókn á bls. 20 er talað um „Dyggar flokks- bullur sem safnað hafi verið í skyndi saman í 'stað þeirra sem ekki höfðu verið kosnir með lögmætum hætti . . .” o.s.frv. í sömu bók á bls. 7, „Örlagarík helgi”, er talað um „spjátrungslegan ungling sem heilsar ræðu hans (Hitlers)”. Hér er auðvitað um að ræða ungling sem klæddur er þeirra tíma tízku, i poka- buxur, en ekki neinn spjátrung. í bókinni Orustan um Bretland er talað um „stertimennið Göring” o.s.frv. Ég veít ekki hver (eða hverjir) hafa þýtt þessar bækur úr frummálinu, en margir eru tilfærðir sem höfundar á titilblaði bókanna sem munu að frumútgáfu til vera gefnar út af Time International o.s.frv. Það getur vel verið að í ensrki út- gáfu þessara bóka séu ýmis miður heppileg nöfn á Þjóðverjum (hatrið var mikið) en ég efast þó um að fundin verði sérstaklega orð sem heimfæra má á t.d. „stertimenni”, „spjátrung” því Bretar eru mjög vandir að virðingu sinni og kalla hlut- ina gjarna sínu rétta nafni, sérstak- lega þegar um heimildir er að ræða. Þýðendum er mikill vandi á hönd- um og þeir mega ekki láta hatur á ein- hverjum tilteknum aðila leiða sig út i það að fara að kalla hlutina ýmsum hatursfullum nöfnum. í kvikmyndinni Saga flugsins (i sjónvarpinu nýlega) var talað um of- stækisfulla flugmenn Þjóðverja sem flugu STUKA-flugvélunum, en flug- menn Breta virtust miklir „séntil- menn” miðað við þá ofstækisfullu. Styrjaldir eru ofstæki eða öllu heldur brjálæði hver sem í hlut á. Mér datt þetta (svona) í hug. Siggi flug 7877-8083. Raddir lesenda V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.