Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. II Á barnaheimili I Kaliforniu eru karlmenn orðnir uppistaðan i starfsliðinu. enga samtryggingu sem tryggir konum laun í barneignarfrium og ekki er boðið upp á sveigjanlegan vinnutima. Því þurfa mæður sem vinna úti að hendast með börn sin á milli tveggja, jafnvel þriggja staða daglega og bæði móðir og barn verða kúguppgefin á sliku. En með því að einstæðum mæðrum fjölgar óðfluga með aukningu hjónaskilnaða og með því að ein laun nægja ekki lengur fyrir nauðþurftum verða æ fleiri að láta sig hafa þetta. Þó eru sum sveitarfélög og ein- staklingafélög vestra að átta sig á að við svo búið má ekki standa. Heilu hverfin í sumum borgum hafa tekið sig saman um barnagæzlu og vinnu- staðir skipuleggja hana líka í auknum mæli. En það sem komið er er aðeins dropi í hafið. Feðurnir vilja líka fá að velja Greinilegt er á öllu að konur geta ekki lengur staðið einar i baráttunni. Æ fleiri karlmenn ganga til liðs við þær og gera þeirra baráttu að sinni. Þeir vilja lika fá að velja um hvort þeir vinni fyrir brauðinu eða að þeir séu heima hjá börnunum. Meðauknu atvinnuleysi er valið þó takmarkað hjá körlunum, ekki siður en konun- um. Þeir sem komust af i Víetnam- stríðinu komu oft heim fullir af starfsorku en þeirra beið þá ekkert starf. Fannst mörgum þeirra anzi óþægilegt að þeir sjálfir gengju at- vinnulausir á meðan konur þeirra ynnu allan daginn. Einn þeirra sagði svo frá að honum hefði verið skapi næst að stytta sér aldur. ,,En þá mundi ég eftir því hversu margt það var i fyrra starfi mínu sem ég þoldi ekki. Núna langar mig til þess eins að vinna eitthvað fyrir sjálfan mig og hugsa um börnin min sem ég hef ekki séðímörgár.” Það færist einnig í vöxt að ungir feður neiti að vinna aukavinnu til þess að geta verið heima, þá sérstak- lega kvöld- og helgarvinnu. Auka- vinnan er heldur ekki lengur eins nauðsynleg og hún var á meðan karlar voru einu fyrirvinnur heimila sinna. Með þessu hafa furðulegir hlutir gerzt: heilbrigði þjóðarinnar hefur farið vaxandi, meðalaldur fólks hækkar með því að konur á miðjum aldri fá nú eitthvað að lifa fyrir og karlar þurfa ekki einir að bera ábyrgð á öllu. Þó er farið að bera meira á hjartasjúkdómum hjá konum en áður gerði, sérlega þeim sem vinna ábyrgðarmikil störf. Baráttan hlýtur þvi að beinast að jafnari dreifingu ábyrgðarinnar en má ekki vera ein- göngu færsla hennar af karlinum yfir á konuna. Baráttan fyrir þessu fer liklega ekki fram i kvenréttindahreyfingunni eða annars staðar á opinberum vett- vangi. Heimilin verða hennar vett- vangur. Þeim verður að byrja á að breyta. Konurnar verða að sýna körl- um sínum fram á að þær þurfi bæði starf utan heimilis og ást, hjónabönd og börn þar að auki. Jafnframt þurfa þær að búa sig undir jafna ábyrgð á þjóðfélaginu, á við karla. Mótmælum inn- rásinni með því aðsitjaheima Þessa dagana berast fréttir af þvi að stöðugt víðar sé það til umræðu meðal þjóða heims að láta það með öllu ógert að senda sveitir íþrótta- manna á ólympíuleikana sem haldnir verða að þessu sinni i Moskvu á sumri komanda. Með þessu vilja þjóðirnar, ef af verður, mótmæla harðlega innrás Sovétríkjanna i Afganistan. Það væri gjörsamlega í andstöðu við eðli og inntak ólympíuhugsjónarinnar um frið og vinfengi þjóða i milli ef hinar frjálsu þjóðir heims sendu sinar skærustu iþróttastjörnur til heimsleikjanna í Moskvu á sama tima og hersveitir einræðisríkisins væru i útjaðri ríkis- ins önnum kafnar við að hneppa sak- lausa smáþjóð í fjötra. Færi svo gengi hinn frjálsi heimur gjörsamlega á bak orða sinna um samstöðu gegn einræðisöflunum og fótum træði sinar helgustu hugsjónir um fullan rétt hins veika og smáa til að lifa frjálsu lifi. Hvernig gætu talsmenn og fulltrúar slíkra hugsjóna notið gestrisni og veizluhalda einræðisherr- ans i Moskvu á sama tima og herir hans leggja undir sig smáþjóðina i útjaðri ríkisins? Þegar stjórnmálum og íþróttum var ekki „ruglað saman" Þær raddir heyrast að ekki eigi að ,,rugla saman” stjórnmálum og iþróttum. Þær segja að engu máli skipti hvað rikisstjórn Sovétríkjanna hafizt að, hvort hún sé einræðisstjórn eða lýðræðisstjórn, hvort hún fari með friði eða ófriði. Höfðinu skuli stinga i sandinn og láta sem ekkert hafi gerzt, hinar frjálsu þjóðir skuli samfagna einræðisherranum á þeim vettvangi sem smáþjóðinni voru brugguð hin köldu banaráð. Þessi afstaða væri sannarlega í fullu Kjallarinn SigurðurE. Guðmundsson samræmi við það er efnt var til ólympíuleikjanna i Berlín sumarið 1936 þegar vegur Hitlers var sem mestur. Þá var stjórnmálum og iþróttum sannarlega ekki „ruglað saman”! Hin frómu og órugluðu iþróttaforingjar lýðræðisríkjanna voru ekki að gera sér rellu út af þvi þótt einræðisherrann væri þá þegar blóði drifinn upp að öxlum. Þvert á móti töldu þeir fara vel á því að efna til heiðursleikja frelsis og dreng- skapar i höfuðborg hans. Um þær mundir hafði hann raunar lagt undir sig Austurríki og svipt Austurríkis- menn frelsi sinu, ráðizt með morðtól- um sínum á lýðveldisöflin á Spáni og drepið þar bæði konur, börn og ga'malmenni, að öðrum ótöldum, auk þess sem fyrstu gasofnarnir voru þegar teknir til starfa i Þýzkalandi. E.n heimsforingjar stjörnuíþróttanna voru ekki að gera sér rellu út af slik- um „smámunum” enda tók Hitler þeim vel — þótt honum væri að vísu i nöp við blökkumennina sem reyndusl sigursælir á leikjunum. Brezhnev í sömu sporum og Hitler forðum Þegar menn hugsa nú til baka hljóta allir að vera sammála um hve fráleitt var að efna til ólympiuleikj- anna i Berlin samtímis þvi sem Hitler var að Ijúka við að leggja undir sig smáþjóðá útjöðrum ríkisins, fórmeð eldi og brennisteini gegn annarri nágrannaþjóð, lagði undir sig Rínar- löndin og var tekinn til óspilltra mál- anna við að fangelsa og lífláta and- slæðinga sína og blásaklaust fólk i stórhópum. En Brezhnev er nú í sömu sporum og Hitler var þá og Moskva höfuðborg sams konar rikis sem fer með ofbeldi gegn nágrönnum sínum. Sagan frá Berlín má ekki endurtaka sig Það verður að teljast ólíklegt að hin grátbroslega saga frá Berlín 1936 eigi eftir að endurtaka sig i Moskvu 1980. í öllu falli verður að vona að sem allra flestar frjálsar þjóðir láti það með öllu ógerl að stuðla að þvi, reynslunni ríkari frá þeim tíma. I þeim hópi hljótum við íslendingar að vera. Fráleitt er að heiðra skálkinn með því að senda íþróttasveit til heimsleikjanna i höfuðborg hans, enda væri það ekkert annað en gróf móðgun við hugsjón ólympíuleikj- anna. Ef til vill er hægt að afsaka það með vanþekkingu eða hugsunarleysi að islendingar skyldu senda íþrótta- menn til Hitlers-Þýzkalands 1936 en þeir hafa énga afsökun fyrir því að senda frækið íþróttalið til Brezhnev- Rússlands 1980. Slik framkoma jafn- gilli yfirlýsingu um vinarhug okkar í garð sovézka einvaldans og skeyl- ingarleysi um örlög hinnar saklausu smáþjóðar. Slíka hneisu má ólympiu- nefnd islands ogstjórn ÍSÍ ekki kalla yfir þjóðina. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri. „Slíka hneisu má ólympíunefnd íslands og stjórn ÍSÍ ekki kalla yfir þjóðina.” / Vi er brýnt hagsmunamál fyrir lýðveldið að þeir verði numdir burt. Slikt gerist auðvitað jafnan i kosningum en hitt er svo líka mögulegt, og væri miklu æskilegra, að ekki sé nú talað um að það væri stórmannlegra að þessir „veiku karakterar” létu af forystu af sjálfsdáðum — og létu öðrum og hugumstærri mönnum eflir stjórnarforystu. Svo mikið er í húfi nú að sliks er full þörf. Áfram drýpur eitrið Alþýðubandalagið, sem er arftaki Kommúnistaflokksins og siðar Sam- einingarflokks Alþýðu, Sósialista- flokHsins, hefur stöðugt stefnt að þvi að ná hér yfirtökum i efnahags- og atvinnulífi, sem eru einu þættirnir sem eru ráðandi i þjóðskipulaginu, til þess að þeir gætu endanlega lagt lýðræðið að velli. Ef hér hefði verið til staðar eigið varnarkerfi, t.d. með þátttöku almennra borgara i heima- varnar- eða herliði, eins og víðast hvar annars staðar,. er enginn vafi á því að kommúnistar hefðu lagt megináherzlu á að ná tökum á stjórn þess og þá hefði eftirleikurinn verið auðveldur. En svo er fyrir að þakka að við erum i samfloti við önnur vestræn lýðræðisriki, að því er snertir varnir landsins, og því er það örðugra fyrir islenzka kommúnista að koma ár Kjallarinn Geir R. Andersen sinni fyrir borð með hervaldi. En vilj- inn er áreiðanlega fyrir hendi. Það sýnir þrýstingurinn á það aðjgera landið varnarlaust. Og þar sem kommúnistar með Alþýðubandalagið í fylkingarbrjósti eru þess ekki umkomnir að gera hér byltingu á Sovét-vísu, er öðrum meðulum beitt. Og það eru meðul i þess orðs fyllstu merkingu. Þeir beita sem sé sálfræðilegum aðferðum og áhrifum. Þessar aðferðir orka sem eitur á sáiarlíf fólks sem móttækilegt er fyrir þeim áróðri að hér verði ekki lifvænlegt fyrr en allt framtak og frumkvæði komi frá miðstýrðu rikis- valdi. Þetla eitur hefur nú haldið áfram að drjúpa í íslenzkar sálir og hjörtu þeirra í nokkra áratugi. Það er því ekki nema von að hinir ístöðulausari í forystuliði lýðræðisflokkanna hafi, gegnum árin orðið fyrir eituráhrif- unum líka. Það er ekki á allra færi að standast þær freistingar sem í því eru fólgnar að leggja upp laupana þegar rikisf orsjá stendur opin hverjum þeim sem vill gefa frá sér baráttuna fyrir frjálsu framtaki og umsvifum gegn því að sá hinn sami þurfi ekki framar að kvíða öðru en þvi að koma i tæka tíð og nálgast framfærslulíf- eyrinn, eða réttara sagt ávísun fyrir framfærslunni, því peninga á hann ekki að þurfa lengur! Stefanía hefur móteitur Öllum landslýð er ljóst, og hefur svo verið lengi, að einungis ein leið er fær í sambandi við stjórnarmynd- un. Það er „Stefaniu-mynstrið” svokallaða. Á þetta benti sá er þetta ritar i greininni „Stéfania Hansdótt- ir,” er hann skrifaði í Dagblaðið 21. marz á sl. ári. Raunar hefur aldrei verið grundvöllur fyrir annars konar stjórn hér á landi en samsetningi úr hinum þrem lýðræðisflokkuril. Meinið hefur verið það að ef aðeins tveir lýðræðisflokkanna mynda stjórn þá hefur sá er verið hefur í stjórnarandstöðu glapizt til þess að styrkja stjórnarandstöðu sina með samstöðu með kommúnistum til þess eins að reyna að fella rétt kjörna rikisstjórn einhvern tíma á kjörtíma- bilinu! Slík stjórnarandstaða á ekkert skylt við stjórnmál. Þeir mertn sem sí og æ klifa á því að sterk stjórn verði ekki ntynduð, nenta Alþýðubanda- lagið sé þátttakandi, eru ekki þess verðir að vera kallaðir stjórnmála- menn. Sögulegar sættir Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista t.d. verður einfaldlega aldrei um að ræða nema Sjálfstæðisflokkurinn hreinlega sam- einaðist Alþýðubandalaginu. Og slikar „sættir” munu lands- menn aldrei sættast á, hversu ntjög sem forystumenn lýðræðisflokkanna tjá sig fúsa til að vinna með kontmúnistum og þar með gegn hags- munum lands síns. Þeir „stjórn- málamenn” sem þannig hugsa hljóta að vera hugstola. Tafarlaus samstaða um þriflokka lýðræðisstjórn gæti hugsanlega breytt því áliti landsmanna að þeir sem hæst hrópa um frelsi og lýðræði séu „geggjaðir pcrsónuleikar”. Hitt mun ekki hrakið að þrátt fyrir slika stjórnarmyndun mun ekki hjá þvi komizt að nýir og traustari menn verði valdir til „mannaforráða” innan þessara fiokka. Móteitur „Stefaniu” gegn íslenzkum kommúnistum nægir ekki, eitt sér. En þaðer góð byrjun. £ „í forystuliði lýðræðisflokkanna þriggja eru svo veikir hlekkir að þaö er brýnt hagsmunamál fyrir lýðveldið að þeir verði numdir brott.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.