Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. DB á ne ytendamarkaði Neytendasamtökin færa út kvíamar: SJO DBLDIR STOFNAÐ- AR Á ÞESSU STARFSÁRI ,,Á þessu starfsári Neytendasam- takanna hafa verið stofnaðar sjö deildir úti á landi. Það er á Húsavik, Egilsstöðum, Norðfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Höfn í Hornafirði. Deildirnar hafa nú þegar hafið störf, en vart að búast við miklum árangri enn sent komið er,” sagði formaður Neytendasamtak- anna, Reynir Ármannsson i spjalli við DB. Nú liggur fyrir stofnun deilda á Selfossi.Blönduósi og á Sauðárkróki. „Reynslan af þeim deildum sem starfandi eru hefur verið mjög góð og sýnt og sannað að neytendasamtök geta verið öflugt baráttutæki fyrir hagsmunum neytenda. Á þetta ekki sízt við um dreifbýlið. Verðugt verkefni deildanna um allt land er sameiginleg verðkönnun sem ætti sér stað samtimis. Slík úttekt hefur ekki verið gerð áður. Annars hafa deildir samtakanna gengizt fyrir verðkönnunum, eins og t.d. í Borgar- nesi og á Akureyri. Verðkönnun þessi er í fullum undirbúningi og verður væntanlega framkvæmd i byrjun febrúar. ,,Þá er einnig æskileg könnun deilda á þeim reglum sem gilda um siðasta söludag matvæla og á þvi hvernig og hvort þeim reglum sé framfylgt,” sagði Reynir. — Hefur aldrei komið til tals að stofna neytendadómstól, þar sem hægt er að fá skorið úr þrætumálum framleiðenda og seljenda annars vegar og neytenda hins vegar? ,,Það hefur einmitt verið rætt um að áherzla verði lögð á að koma slíkum neytendadómstól á laggirnar. Hyggjumst við gera það í samráði við viðskiptaráðuneytið og jafnvel aðra aðila, sem annast neytendaþjónustu. Verða þannig þrír aðilar sem fjalla um deilumál, þ.e. opinber aðili, aðili frá seljendum og frá Neytendasam- Sameiginleg verökönnun um allt land í undirbúningi tökunum. Á þá að fást skorið úr deilumálum strax, í stað þess að um málið verði fjallað hjá opinberum dómstólum, en slíkur málarekstur tekur oft langan tíma og fælir þannig fólk frá þvi að leita réttarsíns. Þrátt fyrir bætta löggjöf um neyt- endamál hér á landi erum við enn langt frá þvi að hafa sambærilegar reglur og gilda á Norðurlöndunum,” sagði Reynir Ármannsson. -A.Bj. Lagmeti: NIÐURSOÐIÐ EDA NIÐURLAGT Undanfarna mánuði hefur margt og mikið verið rætt og ritað um islenzkt lagmeti. Rætt er um það sem er niðurlagt og það sem er niður- soðið. Reginmunur er á þessu tvennu. Niðurlagt lagmeti verður að geyma í kæli en niðursoðið lagmeti er hægt að geyma í venjulegri ókældri geymslu. Ekki er getið um það á umbúðum vörunnar hvort um er að ræða niðursoðið eða niðurlagt lagmeti i öllum tilfellum, þótt svo sannarlega sjáist slík merking á einstaka vörutegundum. Til þess að fólk átti sig á hvernig á að geyma lagmetið fer her á eftir listi yfir niðurlagt lagmeti annars vegar (sem geyma á i kæli) og niðursoðið lagmeti sem geymast má ókælt. Niðurlagt lagmeti: Gaffalbitar Grásleppuhrognakavíar Marineruð síld Reykl síldarflök Síldarflök I vínsósu Sjólav Sjólaxschnitrel Niðursoðið lagmeti: Fiskbollur Fiskbúðingur Hörpudiskur Kippers Loðna Murta Rækja Sardinur Smjörsild (Sildarflök i tómal eða oliu) Þorskhrogn Þorsklifur Þorsklifrarpasta Eskifjöröur: VIUA FA MJOLKINA FYRR Á FÖSTUDÖGUM Eskifjarðardeild Neytendasamtak- anna hélt fund á sunnudaginn, fjör- legan og lýðræðislegan, undir stjórn Gunnlaugs Ragnarssonar formanns. Um 50 manns eru í félaginu sem stofnað var fyrir 8 mánuðum. Margar ungar konur mættu á fundinum og mátti dást nð hve mál- hreifar þær voru og skildu vel hlut- verk Neytendasamtakanna. Kom greinilega fram á fundinum að Neytendasamtökin eiga fullan rétt á sér og hafa komið mörgu góðu til leiðar þann tima sem þau hafa starfað hér. Nokkrar konur voru kosnar til þess að fara á fund Þorsteins Sæmunds- sonar pöntunarfélagsst jóra til að reyna að fá hina góðu mjólk frá Egilsstöðum fyrr á föstudögum en verið hefur. Mjólkin kemur kl. 3—4 á föstudögum. Verða þá þrengsli mikil í búðinni, þegar allar eskfirzkar konur vérzla eftir áðurgreindan tíma. En allir vilja fá nýja mjólk fyrir helgina. -Regína F.skifirði. Bakaöir partar I haust birtum við uppskrift af bökuðunt pörtum, sem okkur var send frá húsmóður austur i Hvera- gerði. Nú hefur verið komið að mál/ við okkur og beðið um að partaupp- skriftin yrði endurbirt. Hér er upp- skriftin: 4 hollar hveiti 2 hollar heilhveiti 2 hollar rúgmjöl 2 bollar hafragrjón 200 g smjörl. 1 1/2 holli sykur 10 tesk. lyftiduft 2 egg, mjólk eftir þörfum. Þurrefnin látin saman í skál, smjörl. mulið út í og vætt í með eggj- unum og mjólkinni. Flatt út, skornir út partar, sem bakaðir eru ljósbrúnir, ekki baka þá of mikið. Partarnir eru góðir með srrijöri, sultu, marmelaði og mysingi. Úr þessu deigi má einnig baka vinar- brauð með sultu, tertur o.fl. Upp- skriftin er dálítið stór en höfundur hennar segist jafnan baka helmingi stærri uppskrift i einu og geymir siðan í frysti. Partarnir eru þá einungis hitaðir upp í ofni, en þeir eru einmitt langbeztir heitir eða volgir. -A.Bj. Það var ekki vond lykt upp úr rækjudósinni, en innan um rxkjurnar var „eitthvað svart” sem litaði soðið. DB-mynd Bjarnleifur. „KÖTTURINN í SEKKNUM” Bæði synd og skömm aö geta ekki treyst lagmetisframleiöendum lengur Þvi miður hefur komið á daginn að lagmetisframleiðslan hefur ekki reynzt i þvi gþða lagi sem hún ætti að vera. Síðasta hneykslið eru rækj- urnar frá K. Jónssyni, sem endur- sendar voru frá Þýzkalandi vegna galla. En það er ekki bara i Þýzkalandi sem á boðstólum eru gallaðar, niður- soðnar rækjur. Blm. keypti eina dós af rækjum sl. þriðjudag og þegar dósin var opnuð kom i ljós að i dósinni var „eitthvað svart” og mjög ógeðslegt, sem gerði það að verkum að soðið á rækjunum var gruggugt. Treysti blm. sér ekki .til þess að bragða á herlegheitunum. Hins vegar var ekki vond lykt úr dósinni. Henni var skilað aftur í verzlunina og fékkst dósin endurgreidd umyrðalaust. Það verður áreiðanlega langt þangað til blm. festir aftur kaup á niðursoðinni rækju. Með því virðist maður geta lent i þvi að kaupa „köttinn 1 sekknum”. -A.Bj. é

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.