Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. DAGBLAÐSINS & VIKUNNAR 1979 Sverrir Ólafsson myndhöggvari hannar verdlaunagripina í ár Atkvœðaseðlar í Vinsælda- valinu streyma inn þessa dagana. Samkvæmt þátttökunni er áhugi á popptónlist á íslandi sízt minni en I fyrra og hitteðfyrra þrátt fyrir alls kyns óáran í „bransan- um " og uppgang diskóteka. Á fimmtudaginn var birtist nokkurs konar tossalisti eða minnisblað fyrir þá, sem enn eiga eftir að greiða atkvæði. Þar voru talin upp öll þau hundruð nafna sem atkvæði höfðu hlotið þá. Við lauslega skoðun á seðl- unum, sem borizt hafa, virðist atkvæðagreiðslan ætla að verða mjög jöfn að þessu sinni. Og þó svo að línur væru skýrar þá getur atkvæðagreiðsla kvið- dómsins gjörbreytt öllu. Sem kunnugt er gilda niðurstöður kviðdómsins helming á móti seðlum lesenda. Uppskeruhátið Vinsœlda- valsins, Stjörnumessan, er nú undirbúin af krafti. 29. janúar rennur út skilafrestur á út- boðum I hljóð, Ijós og skreyt- ingar á messunni. Sverri Ólafs- syni myndhöggvara hefur verið falið að hanna verðlaunagripi sigurvegaranna. Þeir verða að öllum líkindum nokkuð frá- brugðnir gripunum, sem afhentir voru i fyrra og hitteð- fyrra. Þá er ekki annað eftir en að minna kjósendur á að greiða at- kvœði í Vinsældavalinu sem fyrst. Skilafrestur seðlanna rennur út um mánaðamótin og hefst talning þá strax. Úrslitin verða síðan kynnt á Hótel Sögu 14. febrúar og I Dagblaðinu daginn eftir. Seðlana á að senda til Dagblaðið „Vinsældaval" Síðumúla 12, 105 Reykjavík. Stjómendur v'insœlasta útvarpsþáttar ársins 1978, Guðmundur Árni Stefánsson og Hjátmar Árnason ásamt yfirmanni slnum, Gunnvöru Braga Sigurðardóttur. I ár er ekki kosið um vinsœiustu útvarps- og sjónvarpsþœttina. DB-myndir: Árni Páll. Á Stjörnumessunni I fyrra sýndi ungur Bandartkjamaður, Ricky Villard, diskódans. Hann kom hingað til lands á vegum veitingahússins Óðals og skemmti þar við góðar undirtektir. Hér er hann úsamt Ragnhildi Gísladöttur söngkonu. Vinsœldaval DBogVikunnar InnXenáur Tónlistarmaður ársins 1. markadur Söngvari ársins 1. Vinsœldavaí Dagblaðsins og Vikunnar 1979 Nafn: Aldur: Heimili: 2. 2. 3. 3. H1 jómsveit ársins 1. Söngkona ársins 1. 2. 2. 3. 3. Hlfómplata ársins 1. Lag ársins 1. m mmww m mm Hlfómsveit ársins 1. Söngvari ársins 1. 2. 2. 2. 2. 3. 3. 3. 3. Lagahöfundur ársins 1. Textahöfundur ársins 1. Söngkona ársins 1. Hlfómplata ársins 1. 2. 2. 2. 2. 3. 3. 3. 3.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.