Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. 17 Sigríður Haraldsdóttir og Jóhann- es Gunnarsson hafa verið ráðin frá og með næstu mánaðamótum til að fylgjast með verðmerkingum i verzlanagluggum. Þau munu heyra undir verðlagsstjórann í Reykjavik. Fólk Á döfinni er tónleikaferð Þursanna um ísland. Hún hefst væntanlega seinnipart- inn i febrúar. Enn vantar fimmta mann í hljómsveitina, þar eð Lárus Grímsson er hættur. Tekin verður ákvörð- un um hver tekur sæti hans er Þórður Árnason kemur til landsins i lok þessa mánaðar. Hann er nú staddur á Midem ráðstefnunni í Frakklandi með Brunaliðinu. ÁSGEIR TÓMASSON Þursaflokksplötunum dreift í einu umslagi á Norðurlöndunum Efnahagsmálatillögur flokkanna eru mikið i fréttum. Menn mundu halda að flokkarnir tíndu til sína fær- ustu hagfræðinga til að semja slík plögg. Alþýðubandalagið hefur á sin- um vegum Ásmund Stefánsson hag- fræðing og framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins. Ásmundur fékk þó hvergi að koma nálægt siðustu efnahagstillögum Alþýðubandalags- ins. Þær munu þingmennirnir Ólafur Ragnar Grimsson og Hjörleifur Guttormsson hafa samið í aðal- atriðum. Ásmundur var líka fljótur að geta þess í hópi flokksbræðra sinna að lítið gagn væri i þessum til- lögum flokks sins. Hljómplötunum tveimur, sem komið hafa út með Þursaflokknum, verður á næstunni dreift á Norður- löndunum saman í einu um- slagi. Að sögn Þursanna verða plöturnar seldar á sama verði og ein. Það er íslendingur, búsett- ur í Svíþjóð, sem tekið hefur að sér að sjá um sölu platn- anna í Svíþjóð. Verið er að semja við fyrirtækið Triangle um dreifingu þeirra í Dan- mörku. Enn er ekki ákveðið hver vinnur verkið í Noregi. Þursaflokkurinn dvaldist ytra síðastliðið sumar og kom þá fram í löndunum þremur. Einnig Iék flokkur- inn í Finnlandi og Hollandi. Þau fylgjast með verðmerkingum í búðargluggum Ásmundur fékk ekki að vera með Kartöflur salinn . varð Ijúfiir sem lamb Lúdó og Stefán af stað á ný Hljómsvottín Lúdó olns og hún er skipuð í dag. Á undanfömum érum hefur Lúdó meðal annars leikið IÁ tthagasal Hótel Sögu og í Þórscafó. Nú verður hún i almennum markaði. DB-mynd: Hörður Vilhjilmsson. Bgill Ólafsson söngvarí Þursa- flokksins á tónleikum á Miklatúni með fótögum sinum. Plötur þeirra verða sefdar i Noregi, Svíþjóð og Danmörku á sama verði og ein myndi kosta. DB-mynd: Ari Kristínsson. á árshátiðum og þess háttar skemmtunum.” Elvar kvað hljómsveitina æfa af kappi um þessar mundir. „Við verðum að sjálfsögðu með gömlu góðu sfuðmúsíkina og tökum einnig með það vinsælasta af nýrra taginu. Það þarf nauðsynlega að vera með i bland. Það er mikill fengur að hafa fengið Einar Hólm til liðs við okkur því að auk þess að vera ágætis trommuleikari syngur hann einnig fullum hálsi.” Lúdó tók sér fri í júní á síðasta ári. Elvar kvað törnina þar á undan hafa, verið svo langa að þeir hefðu verið rétt mátulega búnir að hvíla sig á spilaniennskunni þegar þeir ákváðu að fara af staðá ný. -ÁT- Þau Sigriður og Jóhannes eru bæði kunn af afskiptum sínum af neytendamáium; Sigriður hefur í mörg ár rekið leiðbeiningastöð hús- mæðra og Jóhannes er formaður Borgarnesdeildar ,Neytendasamtak- anna. Enn sem komið er er verðmerking- um í búðargluggum mjög ábótavant, í Reykjavík að minnsta kosti. Er þess að vænta að kaupmenn fái framvegis harðar ávítur fylgi þeir ekki settum reglum og verðmerki varning i gluggum sinum. Þessir snaggaralegu strákar mættu með spjöldin sín þegar mótmælt var innrás Sovótmanna íAfganistan á dögunum. Sönnuðuþeir með mótmæl- um sinum spakmælið Margur er knár þótt hann só smár sem gárungarnir sneru reyndar eitt sinn upp á tilvonandi áhrifamann innan Sjálfstæðis- fíokksins og höfðu það „Margur er knár þótt hann só blár". DB-mynd Ragnar Th. Sigríður Haraldsdóttír hjá leiðbelningastöð husmœöra. Hun mun Jóhannesi Gunnarssyni sjá tít þess að kaupmenn verðmerki varning i gtuggum sinum. DB-mynd. Eftir hálfs árs hlé er hljómsveitin Lúdó komin á kreik og sem fyrr með Stefán Jónsson söngvara i farar- broddi. Auk hans eru í hljómsveit- inni Elvar Berg píanóleikari, Þor- leifur Gíslason saxófónleikari, Ormar Þorgrímsson sem spilar á bassa og loks Einar Hólm trommu- leikari og söngvari. Einar hefur ekki áður leikið með Lúdó. Hann var i mörg ár trommu- leikari í hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar og lék síðast með Nætur- gölum áður en hann gekk til liðs við Lúdó. ,, Við ætlum ekki að leika á neinum föstum stað að þessu sinni,” sagði 'Elvar Berg í samtali við DB. „Við stefnum á almennan markað, verðum Þegar danskur kartöfluútflytjandi var hér á ferð síðastliðið vor brugðu jþeir Edward Malmquist eftirlits- maður garðávaxta og Reynir Ármannsson formaður Neytenda- samtakanna sér á hans fund. Kvört- uðu þeir yfir þeim kartöflum sem hann sá um að útvega Grænmetis- verzluninni. Daninn var hinn róleg- asti er Reynir hellti úr kartöflupoka á borðið fyrir framan hann og sagði að allt væri í lagi með kartöflurnar þær. Þá fauk í Reyni. Hann hótaði Danan- um því að hann færi hið bráðasta með óætið til danska sendiherrans og 'byði honum þetta danska fóður í jmatinn. Við það breyttist viðmót út- llytjandans óðar og varð hann Ijúfur isem lamb. Innheimta gjalda í Gerðahreppi 104% i Innheimta Gerða- hrepps miöaö viö gjöld seinasta árs nam 104%, sem þýöir í raun aö gömul gjöld hafa heimst vel á árinu. Er þetta besta innheimta í hrepþnum til þessa, aö þvi er best er vitaö. Það er sannarlega allt i stakasta' lagi með innheimtuna hjá Gerða- mönnum ef marka má þessa frétta- klausu sern við rákumst á í Suður- nesjatíðindum lyrir skömmu. i fleira , FOLK FÓLK Fleira , FOLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.