Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. 9 „Alft hefur þetta meira yfirbragð sfyss en ásetnings um manndráp” — sagði Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., verjandi Erlu Bolladóttur „Eru örlagadisirnar að glettast við okkur? Stöndum við frammi fyrir einhverju undarlegu samspili tilvilj- ana?” spurði Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., verjandi Erlu Bolla- dóttur. Hann sagði, að hað hefði komið fyrir áður, að ákært hefði verið, mál sótt og varin út af sökum, sem ekki hefðu verið réttilega á bornar. Hann kvað það hafa komið fyrir einu sinni áður, að erlendur rann- sóknarmaður i brotamálum hefði verið fenginn til aðstoðar hér. Það hefði verið i Landsbankamálinu 1936, þegar alsaklaus maður hefði setið í gæzluvarðhaldi, sakaður um auðgunarbrot. ,,Sú erlenda aðstoð gafst hörmulega,” sagði Guð- mundur. Hann sagði í siðari ræðu sinni, að hann segði þetta ekki til að gera lítið úr Karli Schútz. Hann vildi leggja áherzlu á, að mat erlendra manna væri ekki óskeikult fremur en hér- lendra. Hann kvaðst hafa verið undrandi á þvi að heyra ríkissaksóknara tala um það i sinni ræðu, að játningar væru afdráttarlausar. Hann minnti á, að í héraði hefði vararikissaksóknari talað um skuggalausar og hreinskiln- ar játningar. ,,Strax og þrýstingi létti af átu sak- borningar allt ofan i sig, sem þeir höfðu borið. Afturköllun játning- anna veikir sönnunargildi þeirra,” sagði Guðmundur Ingvi. Hann vakti athygli á undanláts- semi Erlu, sem væri þáttur í skapgerð hennar. Hann kvað skýrslur hennar ótraust sönnunargögn. Hún hafi verið talsvert mötuð af upplýsingum rannsóknarmanna. Meðal annars hefði hún talið sig þekkja af myndum 16 manna, sumum þekktum kaup- sýslumönnum, 9, sem hefðu verið i Dráttarbrautinni í Keflavik 19. nóv. 1974. „Getum við revnt að meta gildi skýrslna hennar? Er htegt að leggja þær til grundvallar? Ég segi nei,” sagði Guðmundur. Hann kvað það slefnu íslenzkra dómstóla að gera kröfur til ríkrar sönnunar i brotamálum og þeim mun ríkari sem brotið væri alvarlegra. í þessu máli væru ekki nægar sannan- ir. „Liggja fyrir sannanir um, að það hafi verið ásetningur að deyða Geir- finn? Það, sem talið er hafa gerzt, hefur meira yfirbragð slyss en ásetn- ings um manndráp,” sagði Guð- Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrt. mundur. Hann kvað fráleitt að dæma Erlu Bolladóltur fyrir hlutdeild i morði. Nærvera hennar gerði hana ekki sam- seka og ekki hlutdeildarmann. Varðandi hinar röngu sakargiftir, sagðist hún hafa talið að fjórmenn- ingarnir hefðu verið i Dráltarbraut- inni. Tilgangurinn hefði verið að rugla um fyrir rannsóknarmönnum. Guðmundur krafðist skilorðs- Intndins dóms yfir Erlu. Það hefði i l'yrsta lagi verið hún, sem opnaði glufuna fyrir þær upplýsingar, sem nú lægju fyrir. Hún hefði verið algert verkfæri Sævars að öðru leyti. Hún væri nú með barn sitt hjá sér. Hún væri með flekklausa fortið. Ungur aldur yrði að melast, auk þess sem hún hefði setið 8 mánuði i gæzlu þegar. - BS „Sú lýsing sem lögð er til grund- vallar er frásögn af hryllilegu slysi” — sagði Benedikt Blöndal hrlv verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar „Ég ætlaði að taka Geirfinn með mér, þegar ég tók í handlegginn á honum. Hann tók þvi heldur ekki illa,” segir Guðjón Skarphéðinsson í skýrslu, sem verjandi hans, Benedikt Blöndal hr„ vitnaði til í ræðu sinni i Hæstarétti í gær. Hann sagði, að Guðjóni hefði verið Ijóst, að einhverju hefði verið logið. Hann hefði aldrei ætlað að lenda í átökum við Geirfínn, heldur að hafa hann á braut með sér og koma þannig í veg fyrir frekari mis- skilning en orðinn var, þegar ákærðu og Geirfinnur hittust i Dráttarbraut- inni. ,,Sú lýsing, sem lögð er til grund- vallar, er frásögn af hryllilegu slysi,” sagði Benedikt. „Guðjón hefur ekki tekið framburð sinn til baka og er reiðubúinn til að þola rétllátan dóm,” sagði verjandinn. Hann kvað framburð hinna ákærðu vitanlega að engu hafandi. Yrði afturköllun annarra ákærðu tekin gild, þá gilti það að sjálfsögðu fyrir skjólstæð'ng sinn. Benedikt taldi ósannað, að Guðjón hafi lent í átökum við Geirfinn. Ósannað, að hann hafi flutt lik hans og komið því fyrir. Loks taldi Bene- dikt, að ekki hefðu enn fundizt allir þeir, sem tóku þátt i Keflavíkurför- inni. Hann gagnrýndi nokkuð rannsókn málsins. „Það er ekki bannað að yfirheyra menn á næturþeli, en það er óneitanlega einkennilegt að byrja Benedikt Blöndal hrl. DB-myndir Bjarnleifur. yfirheyrslu yfir gæzlufanga kl. 22.30. Hann var ekki á förum eða flótta. Hann var lokaður inni í fangelsi.” Hann taldi slíkar aðferðir til þess fallnar að rugla svefntíma, kalla á auknar lyfjagjafir, sem hafi verið talsverðar fyrir. „Þetta ber keim af því harðræði, við rannsókn málsins, sem aðrir verjendur hafa getið um,” sagði Benedikt. Benedikt fann að því, að i málið vantaði skjöl, meðal annars fyrstu frásögn Erlu Bolladóttur i Geirfinns- málinu. Hann taldi að alvarlega hefði verið vanrækt að afla þeirra gagna, sem byggja mátti ákæru á. Hann vék að ólöglegri sakbendingu, sem beitt var. „Til þess að hægt sé að refsa fyrir manndráp þarf cinhver að hafa látið lifið. Fyrir því er i raun engin vissa,” sagði Benedikt. Hann sagði, að hjá skjólstæðingi sínum hefði aldrei verið ásetningur um að vega mann, þegar farið var til Keflavikur. Spurn- ing væri um það, hvort sá ásetningur hefði yfirleilt verið hjá einhverjum, og þá hvenær hann hefði vaknað og hjá hverjum. Ekki bæri að ákæra eða dæma fyrir manndráp, þegar slikur vafi væri. Hann kvað skjólstæðing sinn hafa sýnt vilja til að upplýsa málið. Hann hefði játað, en ckki játað morð. Hann hefði viðurkennt þá siðferðis- legu ábyrgð, sem hann vildi ekki hlaupast undan. - BS Vi „ÉG TALDIAÐ ÉG VÆM AÐ BJARGA HENNI0G BARNINU ÞEGAR ÉG SKRIFADIUNDIR” Sævar Marinó Ciecielski flytur varnarræðu sína í Hæstarétti i gær. henni og barninu með því að skrifa undir skýrsluna um fjórmenningana, sem settir voru i gæzluvarðhald. Það var rangt hjá mér. Ég játa það,” sagði Sævar Marinó Ciecielski meðal annars er hann tók til máls i Hæsta- rétti í gær. „Virðulegi Hæstiréttur,” sagði Sævar Marínó er hann ávarpaði dóminn í gær. ,,Ég hefi nú hlustað á málflutning í þessum málum, sem eru fyrir réttinum. Nú er komið að leiðarlokum. Ég vil segja, að ég hefi aldrei þekkt þessa menn. Þeir eru mér jafn ókunnir nú og þeir voru áður. Samt hefi ég nú setið í gæzluvarðhaldi í meira en fjögur ár. í níu mánuði samfleytt fékk ég hvorki blað né blýant, tóbak né neitt annað, sem ég bað um. Ég fékk ekki að tala við verjanda minn i fjóra mánuði,” sagði Sævar. Hann kvaðst hafa afturkallað framburði, sem hann hefði borið undir alls konar þrýstingi. Hann kvaðst hafa sett fram kærur en við liann hafi ekki verið talað tímunum saman. „Fyrst í yfirheyrslu var mér sagt, að Kristján Viðar, Albert Klahn og Tryggvi Rúnar hefðu sagt, að ég hafi verið i húsi i Hafnarfirði og lent þar i slagsmálum. Ég hefi aldrei verið í neinum slagsmálum,” sagði Sævar. Hann kvað lögreglumenn eitt sinn hafa komið i klefa sinn og sagt við hann, að hann hefði farið til Kefla- vikur. „Það sé verið að ógna barns- móður minni.” i annað skipti sagðist barnsmóðir mín hafa skotið mann. Ég var sam- prófaður út af þvi. Aðfaranótt 8. mai 1976 sagðist Sævar hafa skrifað undir skýrslu, sem hann hefði aftur- kallað daginn eftir. Þar í var sagan um byssuna. Sævar kvað það rangt, að hann hefði reynt að hafa áhrif á vitni. Það er rangt, sem saksóknari sagði, að kunningjar mínir væru að eltast við að hóta stelpu inni í Klúbb. „Ég á enga kunningja. Ég á enga vini út af þessu máli,” sagði Sævar. „Ef Hæstiréttur telur mig sekan, þá vil ég hafa orðmæli til vara,” sagði Sævar, og fór siðan með kafla úr hinni frægu varnarræðu Sókratesar. „Þið farið til lífsins en ég fer þangað sem guðirnir einir vita.” -BS. „Eg hefi ekki orðið þessum mönnum að bana” - sagði Kristján Viðar „Ég vil lýsa því yfir hért að ég er saklaus af þvi að hafa orðið Guð- mundi Einarssyni og Geirfinni að bana,” sagði Kristján Viðar Viðars- son i Hæstarétti í gær. Hann kvaðst aldrei hafa séð Geir- linn. Guðmund hefði hann þekkt sent barn. Varðandi rangar sakar- giftir kvaðst hann aldrei hafa nefnt mcnnina, sem þær bitnuðu á. „Ég treysti því, að dómurinn dænti hlutlaust," 'sagði Krjstján Viðar. - BS „Ég hljóti hjá Hæsta- rétti þá uppskeru sem ég sáði til” - sagði Erla Bolladóttir valdið öðrum tjóni. Málið allt hefði haft djúpstæð áhrif á sig og hún íltefði lært mikiðaf reynslunnii Hún kvaðst ævinlega hafa fengið áhcyrn, þegar hún hafði eitthvað fram að færa. Vonaðist hún til aðsvo yrði áfram. Aðrir hefðu hins vegar oftast talað fyrír daufum eyrum meðan á öllum rannsóknum hefði slaðið. „í dag er það von min, að sann- leikurinn i þessu máli konii i Ijós, og. að ég hljóti Itjá virðulegum Hæsta- rétli aðeins þá uppskeru, sem ég hefi •til sáð,” sagði Erla Bolladóttir. „Það er ekki á ntínu færi að bæta neinu við það, sem bæði sækjandi og verjendur Itafa sagt,” sagði Erla Bolladóttir i Hæslarétti í gær. Hún kvaðst harnta það að hafa

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.