Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. 'MMBUBB ' Útgefandi: Dagblaöið h». Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfseon. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Svorrisson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjamlerfur BjarnleKsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóösson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrífstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaöið hf., Siðumúla 12. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skoifunni 10. Áskriftarverö á mánuöi kr. 4500. Verð í lausasölu kr. 230 eintakið. Stefnt aö Stefaníu Svavar Gestsson, hinn nýi leiðtogi Alþýðubandalagsins, hefur opinberlega bent hinum flokkunum þremur á að mynda hægri stjórn. Alþýðubanda- lagið ætlar á næstunni að hossa sér í stjórnarandstöðu meðan hinir skerða lífskjörin. í síðustu viku lagði Alþýðubandalagið fram efna- hagstillögur, sem fyrirfram var vitað, að væru Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum mjög á móti skapi. Enda höfnuðu þeir tillögunum í öllum at- riðum, sem máli skiptu. ^ Svavar Gestsson reyndi ekki að ná málamiðlun. Hann hætti strax tilraunum sinum til stjórnarmynd- unar og sagði Alþýðubandalagið ekki vilja taka þátt í ríkisstjórn upp á ráðherrastólana eina. Hann skarst hreinlega úr leik. Með þessu hefur Alþýðubandalagið búíð sé til sér- stöðu, sem gefur því tækifæri til að magna vinnudeilur á næstu mánuðum og undirbúa jarðveginn fyrir sigur í næstu kosningum. Vinstri stjórn hentar bandalaginu ekki. Tillögur Alþýðubandalagsins voru sumpart ósk- hyggja út í loftið, svo sem hugmyndin um l°7o aukn- ingu framleiðni á þessu ári. Það gæti alvegeins lagt til, að jörðin verði færð til á braut sinni um sól. Að öðru leyti fólu tillögurnar í sér rothögg á kaup- félögin, flótta sparifjár úr bönkum, auknar niður- greiðslur og félagsmálapakka án fjáröflunar á móti. Þær áttu greinilega ekki að freista samstarfsflokkanna. Athyglisvert er, að Alþýðubandalaginu tókst að sprengja vinstri viðræðurnar á verðbólgunni einni saman. Ekkert var byrjað að tala um hið hefðbundna ágreiningsefni, herliðið í Keflavík og þátttökuna í Atlantshafsbandalaginu. Einnig er athyglisvert, hvernig Alþýðubandalaginu hefur tekizt að kippa fótunum undan Steingrími Hermannssyni, sem virðist hafa gengið með vinstri stjórn á heilanum allt frá föðurgarði. Sú stjórn er úr sögunni eftir 578 daga styrjöld. Allt frá kosningunum 25. júní 1978 hefur verið reynt að gera út vinstri stjórn. Formlega séð var slík stjórn mynduð. En innihaldið var ekkert nema enda- laust upphlaup og rifrildi, launsátur og bræðravíg. Samt hefur hinn nýi formaður Framsóknarflokksins varla opnað svo munninn í vetur, að hann hafi ekki óskað eftir vinstri stjórn. Hvað gerir hann nú, þegar Alþýðubandalagið er búið að vísa honum veginn til hægri stjórnar? Fólk kvartar um, að stjórnarkreppan hafí staðið of lengi eftir síðustu koshingar, 52 daga. En í rauninni hefur hún staðið miklu lengur. Það hefur tekið 578 daga að komast að því einu, að vinstri stjórn gengur ekki. Nú má búast við, að Framsóknarflokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fari að athuga í alvöru, hvort þeir eigi ekki að fara að ráðum Svavars og mynda hægri stjórn. Ágreiningur í verðbólgumálum ætti ekki að þvælast fyrir. Allir þessir flokkar hafa sett fram keimlíkar tillögur um minnkun verðbólgu í áföngum, meðal annars með skerðingu lífskjara. Alþýðubandalagið vildi hins vegar fullar verðbætur upp í hæstu skala, að vísu án hækk- unar grunnkaups. Vonandi verða flokkarnir þrír ekki nýja 578 daga að komast að því, hvort hægt er að gera út hægri stjórn af Stefaníugerð. Hvorki er reisn né kjarkur í tillögum þeirra, en þær eru þó betri en ekki neitt. Og ný Stefanía er óneitanlega margfalt betri en utan- þingsstjórn. Dóra Stefánsdóttir Kvenréttindabaráttan á nýjar brautir: BARIZTINNI Á HEIMILINU sinna geta þær ekki leyft sér að vera heima. Því hlýtur kvenréttindabaráttan að færast inn á nýjar brautir, að fjöl- skyldunni. Fyrir tíu árum, þegar konur marséruðu eftir götum stór- borganna og kröfðust jafnra réttinda á við karla, var sú barátta um það sem fram að þeim tima hafði verið kallað karlástörf. Jöfn réttindi á vinnumarkaðnum var það sem allt snerist um. Nú, tíu árum seinna, hefur mikið áunnizt i þessum efnum. Konur eru viða í stjórnum fyrirtækja og hafa raunveruleg völd. En þær standa einar. Fæstar þeirra eiga sér mann og börn og eru einmana. Því ætti níundi áratugurinn að fara í bar- áttu innan heimilanna. Draumafjölskyldan í aðeins 7% tilfella Fjölskyldan er heldur ekki lengur sú sama og hún var. Draumurinn um karlinn-fyrirvinnu, konuna-hús- móður, tvö börn, hund og kött er úr sögunni. Aðeins 7% bandariskra heimila eru með þessu sniði, 17% í viðbót eru með karli-fyrirvinnu, konu-húsmóður en aðeins einu barni. Rúmlega 32% eru hins vegar barn- laus heimili og um 7% eru heimili þar sem aðeins annað foreldrið býr. Á 22% heimila býr aðeins einn ein- staklingur (þriðjungur þeirra konur eldri en 65 ára). Fjölskyldan virðist þó á engan hátt í upplausn, aðeins breytingum háð. Blaðamaður við timaritið MS fer með barnið sitt með sér i vinnuna. Vald til að velja Þegar kvenréttindakonur börðust fyrir tíu árum fyrir réttinum til að velja áttu þær við rétt konunnar til að velja sér starf, innan eða utan heim- ilis, að vild. En margar þeirra kvenna sem komnar eru yfir þrítugt nú geta ekki valið sér það hlutskipti að eign- ast barn og vera heima. í flestum til- fellum eru ein laun ekki lengur nægj- anleg til þess að sjá fyrir heimili. At- vinnulífið er ekki byggt upp fyrir þá sem hugsa þurfa um börn, jafnt á nóttu sem degi. Konur virðast ekki geta eignazt hvort tveggja, fjölskyldu og frarna. En hvi ekki? Það geta karl- ar. Bandarikin eru meðal fárra vest- rænna rikja sem ekki bjóða upp á barnagæzlu fyrir vinnandi mæður, Kvenréttindi taka nýja stefnu heitir grein í nýlegu hefti af New York Times Magazine eftir hina miklu kvenréttindakonu þar vestra, Betty Frieden. Hún var ein af stofnendum National Organization for Women. Núna vinnur hún að bók um breytt hlutverk kynjanna og öldrun. Grein Betty fer hér á eftir nokkuð mikið tstytt: Val á milli fjöl- skyldu og frama í Kaliforníu hitti ég í síðasta mán- uði konu sem vinnur sem aðstoðar- maður þáttagerðarmanns i sjónvarp- inu þar. Starf hennar er ekki bara venjulegt skrifstofustarf með finum titli heldur hefur hún mikil völd og getur gert sér vonir um stöðuhækkun fljótlega. ,,Ég veit að ég er heppin að hafa þessa vinnu,” segir hún. ,,En þeir sem börðust fyrir jafnrétti kynjanna áttu sinar fjölskyldur, það á ég ekki. Hvernig gæti ég átt bæði fjölskyldu og haldið frama mínum? Ég vinn 36 tima i lotu og á svo frí í 12 tíma. Hvernig gæti ég sinnt heimili á þeim tíma?” Þetta er saga fleiri kvenna. Þær berjast harðri baráttu til að ná völd- um i þeim fyrirtækjum sem þær vinna i og fórna þá jafnframt fjöl- skyldunni Barneignir geta kostað þær stöðumissi þvi i Bandaríkjunum liafa þær enga iryggingu fyrir að fá að halda áfram vinnu eftir barnsburð. Þær eiga heldur ekki rétt á Iaunuðu barneignarfríi eða frii til að hugsa um ung börn sín. í veikindum barna „Geggjaðir persónuleikar” Ekki er frekar en fyrri daginn mikið að marka yfirlýsingar eða ummæli þeirra manna sem hafa öðlazt það traust almennings að vera kallaðir stjórnmálamenn með því að fólk hefur gefið þeim atkvæði sín. Má raunar furðulegt teljast hve islenzkir kjósendur hafa mikla þolin- mæði tiL þess að ganga til kosninga svo oft sem raun ber vitni og láta sig einu gilda þau dýrmætu mannréttindi sem kosningaréttur og kjörgengi eru. Þannig er nú einfaldlega komið að eftir siðustu kosningar hafa forystu- menn allra stjórnmálaflokkanna sannað i eitt skipti fyrir öll að þeir eru ekki verðir hins minnsta traust, hvað þá að þeir hafi nokkurt umboð frá kjósendum lengur til þess að ráðskast með umboð þeirra til þess að mynda „einhvers konar” stjórn. — Allar slikar tilraunir voru fyrirfram dæmd- ar til að mistakast — utan ein — ríkisstjórn með þátttöku lýðræðis- flokkanna þriggja — með það fyrir augum að einangra kommúnista frá þátttöku í öllum stjórnarathöfnum islcnzka lýðveldisins. Mannaskipti nauðsynleg En ekki er heldur nóg að mynda rikisstjórn með þátttöku allra lýðræðisflokkanna ef mannaskipti verðá ekki t forystuliði þeirra, a.m.k. að því er tekur til skipunar ráðherra i slikri rikisstjórn. Vikum saman hafa kjósendur beðið eftir því að forystulið lýðræðis- tlokkanna taki á sig þá ábyrgð sem á herðum þess hvildi eftir að séð varð að kommúnistar unnu ekki þann mikla sigur sem þeir eru alltaf að vonast eftir-. Ef staðrcýndin er sú að forystu- menn lýðræðisflokkanna taka fyrst og fremst tillit til þess hver sé afstaða Alþýðubandalagsins, sem stefnir að einræðisskipulagi en ekki lýðræðis- skipulagi, þá er heldur ekki ástæða til að ætla að slikir menn geti, þegar til kemur og mynduð er lýðræðissinnuð ríkisstjórn, starfað sjálfstætt og gætt hagsmuna lýðveldisins við minnsta þrýsting eða ásælni sem stöðugt er fyrir hendi. Þess vegna liggur það ljóst fyrir að í forystuliði lýðræðisflokkanna þriggja eru svo veikir hlekkir að það ■ I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.