Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. 15 Iþróttir Iþróttir Bþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Spánn sigraði Holland Spánverjar búa sig nú sem bezt undir heimsmeistarakeppnina í knattsp.vrnu, sem verður háð á Spáni 1982. í gær léku þeir við Hollendinga í Vigo á Spáni og sigruðu með eina markinu sem skorað var í leiknum. I.eikurinn verður þó minnisstæðastur fyrir það, að flóðljósin urðu óvirk vegna raf- magnsbilunar. í klukkustund biðu áhorfendur og leikmenn eftir þvi að leikurinn hæfist á ný. Atvikið átti sér stað á 18. minútu — og lengi vel var talið að við svo búið yrði að standa. En það tókst að gera við bilunina og franski dómarinn flautaði til leiks á ný. Völlurinn var erfiður vegna vatnselgs og áhorfendur aðeins 15.000. Hollenzku leikmennirnir virtust hafa meiri áhuga á þvi að sleppa við meiðsli en á úr,slitum leiksins — en flestir sterkustu leikmenn Hoilands léku. Spánn hafði yfirburði í f.h. án þess að skora. Hinir smávöxnu leikmenn liðsins aðlöguðu sig bctur aðstæðum en hinir stóru Hollendingar. Það var ekki fyrr en á 83. mín. að sigurmarkið var skorað. Spánski framherjinn, Dani, Hanni Wenzel, Lichtenstein, sigraði í svigi heimsbikarsins i gær i Júgóslaviu og jók enn forskot sitt í stigakeppninni — hefur nú 42 stigum meir en Anna- María Moser. Perrine Pclen, Frakk- landi, varð önnur i gær, Anna-María komst frír að marki Hollands —mark- vörðurinn frægi, Piel Schrijvers, braut á honum og vítaspyrna var dæmd. Dani tók sjálfur spyrnuna og skoraði. í Brussel sigraði Frakkland Belgiu í gær 3—2 í UEFA-keppni unglinga- landsliða — og Frakkar stefna nú i úrslitakeppnina. þriðja. Þetla var annar sigur Wenzel í svigi heimsbikarsins i röð. Hún hefur nú hlotið 282 stig. Anna- María er næst með 240 stig og í þriðja sæti er María-Theresa Nadig, Sviss, með 170 stig. Wenzel jók forustuna Sigurður Ingvarsson sést hérna afhenda fyrirliða Keflavíkurverktaka, Einari Björnssyni, verðlaunabikarinn. Aörir á mynd- inni eru, frá vinstri, Jón Jóhannsson, Grétar Magnússon og Freyr Sverrisson, DB-mynd emm. Gamlar kempur sigruðu Innanhússmót i knattspyrnu er orðin algeng fjáröflunarleið margra félaga til að afla tekna tii starfseminnar. Kitl slíkt mól var haldið í Njarðvíkunum, sl. tvær helgar, á vegum Víðis í Garði. 24 lið frá hinum ýmsu stofnunum á Suðurnesjum og Reykjavikursvæðinu tóku þátt i mótinu. Sigurvegarar urðu Keflavíkurverktakar, sem sigruðu Tré- borg, Garði í úrslitaleik, 6—4. Hlutu þeir að launum fagran bikar, en auk þess voru veittir gull og silfurpeningar fyrir fyrsta og annað sætið. í liði sigurvegaranna voru gamlar kempur eins og Jón Jóhannsson og Grétar Magnússon, sem sögðust ekki hafa átt von á því að vinna gullverð- laun á elliárunum, — saml var engin ellimörk að sjá á Ieik þeirra. -emm. Fæðing stráksins breytti engu — Irena Rodnina og Alexander Zaitsev enn sigurvegarar í listhlaupi á skautum Frægasta skautapar heims, sovézku hjónin Irena Rodnina og Alexander Zaitsev, sigruðu með miklum yfir- burðum á Evrópumeistaramótinu í list- hlaupi á skautum í Gautaborg í gær- kvöld. Þau hafa ekki tekið þátt í keppni frá 1978 — frúin ól myndar- strák fyrir 12 mánuðum en í skauta- höllinni i Gautaborg kom vel í Ijós, að það hafði ekki haft nein áhrif á hina þrítugu Irenu. Aðrar stúlkur í keppn- inni féllu í skuggann fyrir þessari giæsi- legu konu, sem unnið hefur fleiri meistaratitla en nokkur annar skauta- maður. Það með tveimur eiginmönn- um. Rodnina og Zaitsev voru i sérflokki hlutu 147,42 stig en eitthvað var rætt um að dómarar hefðu verið þeim hlið- hollir. í öðru sæti urðu Maria Cherka- sova og Sergei Shakrai, Sovétrikjun- um, Evrópumeistarar í fyrra, með 143,02 stig. í þriðja sæti enn eitt sovézkt par — Marina Pestova og Stanislav Leonovich með 139,24 stig. 1 fjórum næstu sætum voru þýzk pör — þrjú frá Austur-Þýzkalandi og eitt frá Vestur- Þýzkalandi, sem varð í sjötta sæti. í keppni i listdansi voru Evrópu- meistararnir Natalia Linichuk og Gennandi Karponosov, Sovétríkjun- um, með örugga forustu eftir tvær keppnisgreinar. Þau eru einnig heims- meistarar. I listhlaupi karla, sem lýkur í dag, var keppni mjög hörð milli þriggja efstu manna. Vladimir Kovalev, Sovét- ríkjunum, var beztur með 83,24 stig. Þá kom Evrópumeistarinn Jan Hoff- mann, Austur-Þýzkalandi, með 82,96 stig og þriðji var Robin Cousins, Bret- landi, með 82,00 stig. Langt var í fjórða keppandann. Igor Bobrib, Sovétríkjunum, var með 77,88 stig. Þjálfari Bretans Cousins —- Banda- rikjamaðurinn Fassi, sem er af ilölsk- um ættum — var æfur út i sinn mann cflir keppnina i gær. Skammaðisl mjög og kallaði Cousins hugleysingja. Cousins reyndi ekki að taka erfitt ,,þrí- stökk” eins og þeir höfðu komið sér saman um en lét sér tvöfalt nægja. Heppnað þrístökk hefði getað fært honum forustu í stigakeppninni. Drott vann Valsmenn leika við sænska liðið Drotl í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik í Halmstad á sunnudag. I 14. umferðinni i Allsvenskan lapaði Drotl mjög óvænt á heimavelli fyrir Kristianstad, liðinu sem Stefán Hali- dórsson leikur með. Úrslil 28—30. Þrátt fyrir tapið er Drolt efst með 21 slig. Heim cr í öðru sæti með 20 stig — síðan koma Vikingarna og Ystad með 19 stig og Lugi með 18. 4.tbl. 42. árg. 24. jan. 1980 Verð kr. 1200 Skíðaráð ísafjarðar: Til umhugsunar fyrir Skíðasamband íslands Sá háttur hefur verið hafður á undanfarin ár, að íþróttablaðið til- nefnir „íþróttamenn ársins” í hinum ýmsu iþróttagreinum. Valið hefur farið þannig fram, að sérsambönd hverrar íþróttagreinar hefur verið beðið að lil- nefna „íþróttamann ársins” i sinni prein. Þannig hefur Skíðasamband Islands tilnefnt skíðamann ársins í þetta val. Skiðaráði ísafjarðar hefur fundist val S.K.Í. stjórnarinnar vera með undarlegum hætti, nú tvö s.l. ár. Þegar S.K.Í. valdi „skíðamann ársins 1978”, urðu margir undrandi, og meira að segja íþróttafréttaritarar deildu á valið og kváðu síðan upp sinn dóm og var hann á allt annan _veg. Skíðaráð ísafjarðar deildi harl á stjórn S.K.Í. á s.l. skíðaþingi, fyrir það hvernig staðið var að þessu vali, en þeir hafa lítið lært af þeirri ádeilu. Þess vegna er þessi grein rituð, i þeirri von, að hún víkki sjóndeilarhring þessara manna. Þannig er málum háttað að i stjórn S.K.Í. eru 9 menn. 5 þessara manna búa i Reykjavík, en hinir 4 búa á Akureyri, Siglufirði, Húsavik og Ísa- firði. Stjórnarmennirnir sem búa i Reykjavik fara með daglega stjórn, cn ætlast er til að haft sé samráð við þá sljórnarmenn, sem búa úti á landi, í meirihátlar málum. Þegar „skíðamaður ársins 1978” var valinn, voru 4 stjórnarmenn mættir á fund, en einn sat hjá. Ekki var hafl neitt samband við þá stjórnarmenn sem búa úti á landi. Það sama skeði nú þegar „skiðamaður ársins 1979” var valinn. Þá voru 4 menn á fundi, en ekkert samráð haft við þá stjórnar- menn sem búa úti á landi. Þar sem skiðaíþróttin er stunduð með miklum krafti úti á landsbyggð- inni og þaðan hafa komið langflestir landsliðsmenn.hlýlurþað að vera krafa að Reykjavikurarmur S.K.Í. sé ekki einráður um allar gerðir sambandsins. Sæmundur Óskarsson, formaður S.K.Í., sagði í Dagblaðinu nú fyrir stuttu, að skiðaráðin mættu vera duglegri við að afia fjár fyrir S.K.Í., má það vel vera, þó að skiðaráðin sjálf þurfi að standa straum af gífurlegum kostnaði við að þjálfa það skíðafólk upp sem er í þeirra héraði, en þaðan kemur það skiðafólk sem skipar lands- liðin. En skyldi Reykjavíkurarmi S.K.Í. nokkuð detta það i hug, að betri samvinna yrði við skiðaráðin, ef hann léti af einræði sínu. Þeir treystu ekki alpagreinanefnd til þess að velja lands- lið alpagreina, heldur völdu þeir sjálfir á annan veg en alpagreinanefnd hafði lagt til. Þeir treysta ekki stjórnarmönn- um S.K.Í. sem búa úti á landi, til þess að vera með í vali „skiðamanns ársins”. Reykjavikurarmur S.K.Í. ætti að hugleiða þessi mál áður en hann einangrast algjörlega. ísafirði, 17.janúar, 1980. Skiðaráð ísafjarðar. ÞjáKari óskast Ungmennafélagið Einherji Vopnafirði auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir komandi sumar. Upplýsingar næstu daga milli kl. 19 og.21 í síma 77578, Rvík. Vetrarólympíuleikarnir — hinir 13. í röö- ínni — fara fram í Lake Placid í næsta mánuði. Nánar tiltekið dagana 12.—24. febrúar. ísland verður þar meðal þátttökuþjóða. í tilefni af þessari miklu íþróttahátíð hefur dr. Ingimar Jónsson skrifað greinaflokk um vetrarleikana frá upphafí fyrir Dagblaðið. Slík heildargrein Dr. Ingimar Jónsson hefur aldrei áður birzt í íslenzku blaði — eða bókum — og er því að henni mikill fengur. Dr. Ingimar nefnir greinaflokk sinn „Saga vetrar- ólympfuleikanna” og fyrsta grein hans fer hér á leftir. Greinaflokknum mun ljúka áður en 13. leikarnir hefjast í Lake Placid í New York fylki i Bandaríkjunum. 1. grein SAGAVETRAR- ÓLYMPÍULQKA F'yrstu ólympiuleikar nútímans voru haldnir í Aþenu árið 1896. Tveimur.árum áður höfðu fulltrúar á alþjóðlegu þingi i Paris, sem Pierre de Coubertin kallaði saman, samþykkt að efna til ólympíulcika að nýju og i anda leikanna fornu í Olympiu i Grikklandi. Á þessum sama fundi var settur saman listi yfir íþróttagrcinar sem keppa ætti i á ólympíuleikunum eða æski- legar þóttu sem keppnisgrcinar á ólympíu- leikum framtiðarinnar. Á þennan lista komst aðcins ein íþróttágrein sem telst til velrariþrótta. Það var listhlaup á skautum. Sú íþróttagrein hafði á þessum árum náð mikium vinsældum sem sjá má af þvi að l'yrsta heimsmeistarakeppnin i henni fór fram árið 1896. London1908 Listskautahlaupið var tekið á dagskrá 4. ólympíuleikanna í London árið 1908. Keppt var i myndarlegri skautahöll að við- stöddum mörgum áhorfendum. Sigurveg- ari i karlaflokki og um leið fyrsti ólympiu- sigurvegarinn í vetrariþróttagrcin varð Svi- inn Ulrich Salehow, sem talinn hefur verið cinn mesti listskautahlaupari allra tima. Raunar voru sigurvegararnir i listskaula- hlaupi karla tveir þvi keppt var sérstaklcga i séræfingum. Þar sigraði Rússinn Nikolai Panin. í kvennaflokki sigraði Madge Syers frá Bretlandi og parakeppnina unnu Anna Húbler og Heinrich Burger frá Þýzkalandi. Antwerpen 1920 Tólf árum siðar, i Antwerpen árið 1920, var lislskautahlaupið aftur á dagskrá ólympíuleikanna ásamt annarri vetrar- íþróttagrein: íshokki. í karlaflokki bar Sví- inn Gillis Grafström sigur úr býtum og i kvennaflokki Magda Julin, cinnig frá Sví- þjóð. Finnska parið l.usowika og Walter Jakobsson vann parakeppnina. Kanadamenn unnu ishokkikeppnina með miklum yfirburðum. í úrslitaleiknum sigruðu þeir Svía með 12 mörkum gegn einu. Sigurlið Kanada var skipað leik- mönnum úr félagi sem kallaðist „Fálk- arnir”. Flestir þeirra voru af íslenzkum uppruna. Liðstjóri þeirra var Guðmundur Hofdal Sigurjónsson, kunnur glimumaður. Hann var m.a. i hópi islenzkra glínut- manna sem sýndi glimu á ólympíuleikun- um 1908 i London. Barátta um vetrarólympíuleika Keppnin í listskautahlaupinu og íshokki á leikunum í Antwerpen jók áhuga manna á þvi að koma á sérstökum ólympiuleikum Anna Hiibler og Heinrich Burger 1908. Dr. Ingimar Jónsson. DB-mynd Hörður. þar sem eingöngu væri keppt i vetrar- iþróttagreinum. Þvi máli hafði reyndar verið hreyft löngu áður, t.d. á ólympiuráð- stefnu Alþjóðaólympiunefndarinnar árið 1914. En hugmyndin mætti mótspyrnu fulltrúa nokkurra landa. Og svo undarlegt sem það virðist voru það aðallega iþrótta- frömuðir frá Norðurlöndunum, sem lögð- ust gegn því að slikum leikum yrði komið á. Skýringin á því er sú að þeir óttuðust að norræn skiðamót eins og t.d. Hofmen- kollenkeppnin, sem þegar voru orðin hel'ð, myndu falla i skugga ólympiuleika og líða undir lok. Þessi ótti þeirra reyndist þó al- veg ástæðulaus eins og raun ber vitni um. Á árinu 1922 náðist loks samkomulag um að efna til alþjóðamóts í vetraríþróttum í tilraunaskyni. Á fundi sínum í Prag 1922 gerði Alþjóðaólympiuenfndin svo sam- þykkt þar um og boðaði til „Alþjóðlegrar vctraríþróttaviku” i Chamonix i Frakk- landi árið 1924. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum síðar að nefndin viður- kenndi þessa vetraríþróttaviku sem fyrstu vetrarólympiuleika sögunnar. Árið áður hafði hún tekið þá ákvörðun að halda framvegis vetrarólympiuleika á fjögurra ára fresti og jafnan sama árið og sumar- leikarnir fara fram. Vetrarólympíuleikarnir íChamonix 1924 Chamonix var og er þekktur velrar- iþróttamaður. Bærinn stendur í þröngum dal við rætur Mont Blanc-tindsins í Alpa- fjöllum. Þar voru hinar beztu aðstæður til keppni, góðar skiðabrekkur, 50 m skiða- stökkbraut og stórt skautasvell. Leikarnir hófust 24. janúar og stóðu lil 4. febrúar. Keppendur voru tæplega 300 frá I6 þjóð- Hetja leikanna: Torleif Haug Hetja leikanna i Chamonix var Torlcif Haug, 29 ára gamall Norðmaður. Hann byrjaði á því að sigra i 50 km göngu, þar sem hann lagði 23. af stað en kom þriðji í mark. Þremur dögum síðar gekk hann 24 keppendur uppi i 18 km göngunni og vann léttilega. Þriðju gullverðlaunin vann hann svo i norrænu tvikeppninni. I.oks tókst honum að hreppa bronsverðlaun í skiða- stökkinu. Þar varð hann að lúta i lægra haldi fyrir landa sinum Tullin-Thams. Eftir sjálfa skíðastökkskeppnina vann Thams annað sögulegt afrek. Hann fékk að reyna stökk með lengsta aðrennsli og stökk þá 58,5 m en svo langt hafði engum stökkvara í Evrópu tekizt að stökkva. Fregnir höfðu hins vegar borizt al'þvi að Bandarikjamenn hefðu stokkið yfir 60 m i stökkbrautinni i Steamboat Springs en þeim tiðindum trúðu menn mátulega i Evrópu. Clas Thunberg hlaut fimm verðlaun í skautahlaupinu varð Clas Thunberg frá Finnlandi langsigursælastur. Hann hlaut hvorki meira né minna en þrenn gullverð- laun, ein silfurverðlaun og ein bronsverð- laun. Hann vann 1500 m og 5000 m en varð annar i 10000 m og þriðji í 500 m. Loks hlaut hann gullverðlaun í fjórþraut en i henni var keppt i þetta eina sinn á ólympíu- Ieikunum. Síðust en vinsælust í listskautahlaupi karla sigraði Gillis Grafström i annað sinn á ólympiuleikum. Tveimur árum áður hafði hann unnið heimsmeistaratitilinn i fyrsta sinn. í kvennaflokki sigraði Herma Planck-Szabo frá Austurriki en i keppninni vakti 11 ára stúlka mesta athygli. Hún varð að visu að sætta sig við siðasta sætið en i staðinn ávann hún sér hylli áhorfenda með æfing- um sinum. Siðar átti þessi stúlka eftir að koma mjög við sögu vetrarólympíuleik- anna þvi þetta var engin önnur en Sonja Henie frá Noregi. Árið eftir varð hún norskur meistari í fyrsta sinn. Kanadamenn höfðu yfirburði í íshokkí Kanadamenn unnu öðru sinni gullverð- laun í ishokki á ólympiuleikum og höfðu sem fyrr mikla yfirburði yfir mótherja sína. I fyrsta leiknum unnu þeir Tékka 30:0, i öðrum leiknum Svia 22:0, þá Breta 19:2 og loks Bandarikjamenn 6:1. Þeir skoruðu 19,2 mörk að meðaltali i fjórum leikjum cn fengu ásig 3. í stigakeppninni hlutu Norðmenn lang- flest slig. Næstir þeim komu Finnar og þriðju urðu Bandaríkjamenn. Clas Thunberg, Finnlandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.