Dagblaðið - 24.01.1980, Page 12

Dagblaðið - 24.01.1980, Page 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. 12 / Heimsókn í Lyf javerzlun ríkisins: Hreinlætið er boð- orðnr. l?2og3 codymagnyl og C-vítamín mest framleiddu töflumar - tJOSMYNDIR: BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Atli Rúnar Halldórsson „Hcr þýðir ekkcrt annað en hrcinlæti og aftur hreinlæti. Við kærum okkur ekki um að láta pumpa ryki i æðarnar á okkur, eða hvað?!” Já, satt er það. Skelfing væri dapurlegt að fá rykblandaðan lyfja- vökva i æð. Við Bjarnleifur gátum l'úslega tekið undir með forráða- mönnum l.yfjaverzlunar rikisins að hreinlæti við lyl'jagerð væri boðorð nr. I, 2 og 3. Við brugðum þvi l'ús- lega tátiljum úr plasti á l'ætur okkar áður en við gengum inn i helgidóm lyfjagerðarmanna í Borgartúninu. Þar hafast menn við i dauðhreinsuðum herbergjum nteð grimur fyrir andliti og setja innrennslislyf l'yrir sjúkrahúsin á flöskur. Við bönkuðum upp á hjá lyl'ja- gerðarmönnum i gærmorgun og vorum leiddir um sali af Erling Edwald, lyfsölustjóra, Ásbirni Sveinssyni, deildarlyfjafræðingi, og .lóni O. Edwald, yfirlyfjafræðingi (þýðanda hjá Sjónvarpinu). Lyfið sett á flöskur við fullkomnustu hreinlætisaðstæður. Konan sem situr við færibandið er vandlega pökkuð inn i hlifðarföt svo rétt rifar I augun. Og á hana blæs loftgustur til að rykagnir frá henni berist ekki nálægt flöskunum og innihaldi þeirra. Á rannsóknarstofunni er framleiðslan könnuð eftir kúnstarinnar reglum, svo og hráefnið sem flutt er inn til lyfjagerðarinnar. Jón Þórðarson lyfjafræðingur á stof- unni er lengst til hægri. Í miðið er Jón O. Edwald yfirlyfjafræðingur. 15%aukning áári l.eiðin lá fyrst upp á efstu hæðina, þar sem „sterildeildin” er til húsa. Gierflöskur i tugatali runnu á færi- böndum i gegn um þvottavél, á- fyllingarvél og hitara, fóru i gegn um nákvæma skoðun og höfnuðu að síðustu i kössunt — tilbúnar til af- hendingar. Áfyllingin á l'löskurnar er innrennslislyf til að gefa i æð á sjúkrahúsum. Allir sem gengizt hafa undir uppskurð kannast mætavel við flöskúrnar. í þeim cr vatn, glúkósi (þrúgusvkur) og dálitið af matarsalti. Daglega eru framleiddirað meðaltali 500— l(X)() litrar al' innrennsiislyfjum hjá Lyfjaverzluninni. Notkunin hel'ur aukizt um I5% á ári undan- farið, að sögn þremenninganna er voru til halds og traust okkur Bjarnleifi. Það fór ekki á milli mála, að hreinlæti var efst á blaði i „steril- deildinni”. Tómar flöskur frásjúkra- húsunum l'ara tvívegis i gegn um þvottavélar og þær eru sótt- hreinsaðar svo sem kostu'r er. Her- bergið sem áfyllingin fcr fram i cr dauðhrcinsað. Þar inni er sem næst 100% hreint loft og 21 gráðu hiti. Skipt er um lo.ft 20 sinnum á klukku- stund. Hiti banar bakteríum Aldrei er of varlega farið. Ein bakteria scm mögulega getur laumazt Áður en flöskurnar eru settar I kassa og afgreiddar til viðskiptavina eru þær og innihaldið grandskoðað með gegnumlýsingu. Töflur eru húðaðar i þcssari vél sem einna frekast minnir á steypuhrærivél af meðalstærð. Hanna IVfaría Siggeirsdóttir lyfjafræðingur sýnir handtökin við verkið. Vi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.