Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980. DB á ne ytendamarkaði Fréttabréf Borgarf jarðardeildar NS: Neytendur hvattir til að kaupa ekki matvæli með útrunnum dagsstimplum — I verðkönnuninni kemur „kaupmaðurinn á horninu” hagstæðar út en „verzlun fólksins”, kaupf élagið Neytendasamtökin í Borgarnesi hafa sent frá sér nýtt eintak af Frétta- bréfi sínu. Þar er m.a. grein um útrunna dagsstimpla á matvörum og neytendur hvattir til þess að kaupa ekki slikar vörur og jafnframt til- kynna tafarlaust ef sltkar vörur eru á boðstólum i verzlunum. í Fréttabréf- inu er að finna ýmislegt efni þýtt úr erlendum neytendablöðum, bæði frá Norðurlöndum og einnig úr þýzka neytendablaðinu Test. Þar kemur fram ýmis gagnlegur fróðleikur eins og t.d. hve unglingar þola illa að bera Þegar lengjurnar eru bakaðar eru þær skornar I hæfileg stvkki. — Að sögn geym- ast þessi vinarbrauð vel. Hráefniskostnaðurinn var gefinn upp 622 kr. þegar upp- skriftin var send inn I nóv/des. DB-mynd Bjarnleifur. Úr uppskriftasamkeppninni: Útilegumannabrauð Enn eigum við eftir óbirtar margar af verðlaunauppskriftunum, þ.e. þessum tuttugu og fimm sem komust í úrslitakeppnina. Í dag birtum við uppskrift að úti'egumannabrauði frá Jónu BjöryuGeorgsdótturí Njarðvík. Þetta er sykurlítið „bakkelsi” sem ætti að falla mörgum í geð. 600grhveiti 150 gr heilhveiti 250grsykur 250 gr smjörlíki 2egg 1 tsk hjartarsalt 4 tsk lyftiduft 2 tsk vanilludropar 1 glas ávaxtasulta Þurrefnunum er blandað saman og smjörlíkið mulið saman við, búin til hola í mitt deigið og egg, mjólk og vanilludropar látið ofan í. Deigið hnoðað vel saman. Flatt út (skipt í sex til átta stykki), sultu smurt ofan á, brotið upp að miðju og penslað með eggi og mjólk sem þeytt hefur verið lauslega. Sykri stráð yfir. — Bakast í ca 225°C heitum ofni í 20— 25 mín. Lengjurnar eru siðan skornar i hæfilega stóra bita. Þetta vínar- brauð geymist mjög vel. Raddir neytenda Gísli Jónsson prófessor hringdi: Mig langar að spyrjast fyrir um það hvað valdi að póstur er svo óheyrilega lengi á leiðinni frá Banda- ríkjunum sem raun ber vitni. Flug- póstur er viku til hálfan mánuð og níðþungar skólatöskur, um hættu samfara of heitu vatni, um leirmuni og blýeitrunarhættu samfara notkun ákveðinna tegunda, um börn og bók- menntir, um of þröngar gallabuxur og bakveiki, Þá er sagt frá tæki til olíusparnaðar sem komið er á banda- riskan markað. Framleiðendur tækisins telja að það geti sparað allt að 20—30% olíunotkun á ári. Þessi grein er úr Consumers Report. ötulir í verðkönnunum Loks er verðkönnun i Fréttabréf- inu. Borgarfjarðardeildin er sérlega ötul við að gera verðkannanir i verzl- unum staðarins. Telja Borgnesingar þær hafi gefið mjög góða raun. Vöruverð er kannað í fjórum verzl- unum, Vörumarkaði kaupfélagsins og kjörbúð, Neskjöri og Verzlun Jóns Eggertssonar. Verð er svipað i þremur fyrsttöldu verzlununum en áberandi lægst i Verzlun Jóns Eggertssonar. 1 flestum tilfellum er þar að finna lægsta verðið. í nokkr- um tilfellum munar þó nokkrum upphæðun. Má nefna sem dæmi að sykurkíló er 117 kr. ódýrara hjá Jóni en í hinum verzlununum, kartöflumjölið 232 kr. ódýrara, á tveimur kg á rúgmjöli munar 265 kr., lyftiduftið er 207 kr. ódýrara hjá Jóni, sveskjusúpa frá Vilkó 136 kr., 1/2 dós af maískornum er 200 kr. ódýrari hjá Jóni, C-l 1 þvottaefni (3 kg) er 615 kr. ódýrara hjá honum og 2,3 kg pakkning af íva þvottaefni er 679 kr. ódýrari heldur en i kaup- félaginu. Við vitum til þess að Jón kaup- maður hefur áður verið mótfallinn því að samtökin gerðu verðkönnun hjá honum en nú virðist hann hafa sætt sig við hana. Hann getur lika vel við útkomuna unað þar sem hann reyndist með lægsta verðið i nær öllum tilfellum. Verðkannanir ekki jafn áhrifamiklar hér og þar sem verðlag er frjálst Annars höfum við oft bent á að eins og álagningarmálum hér á landi er háttað eru verðkannanir ekki jafn áhrifamiklar og ef um frjálsa verð- myndun væri að ræða. í landi þar sem sífellt gengissig og óðaverðbólga eru í gangi hækka vörurnar i hvert skipti sem ný sending kemur. Getur því sú verzlun sem kemur hagstæðast út úr verðkönnun sem gerð er 24. marz (eins og sú í Borgarnesi) átt á hættu að vera með hæsta vöruverð i könnun sem gerð yrði einhverntíma í maí eða júni! Hins vegar eiga verðkannanir rétt á sér þó ekki væri til annars en að skerpa verðskyn almennings. Á jafn- litlum stað og Borgarnes er getur það einnig borgað sig að ganga á milli verzlana og kaupa vörurnar á lægsta verði, þótt slíkt geti verið vafasamur sparnaður þar sem vegalengdir skipta miklu máli eins og á höfuðborgar- svæðinu. -A.Bj. m l VERÐKÖNNUN 24. MARS 1980 Sein póstþjónusta f rá USA: FLUGPÓSTUR VIKU TIL HÁLFAN MÁN- UÐ Á LEIÐINNI skipspóstur allt upp í tvo og hálfan mánuð. Þykir mér þetta furðulegt þar sem hraðinn er svo mikill í Bandarikjunum og hef ég grun um að póstþjónustan á íslandi eigi þama einhverja sök á máli. Vörutegund Vörumarkaöur KB Kjörbúö KB Neskjör Verslun Jóns Egqertssonar Sykur 2 kq. 912/- 1024/- 870/- 790/- | Flórsykur, Dansukker 1/2 ka. 290/- 314/- 320/- 303 Púðursykur, " , lys 320 252/- 315/- 215/- Hveiti 5 lbs. , R.H. 678/- R.H. 761/- Pills. 745/- Pills. 665/- Hrísmjöl, Pama 350 ar. 312/- 350/- 354/- 265/- Kartöflumjöl 1 kq. 527/- 592/- 585/- 360/- Rúqmjöl 2 kq. 620/- 696/- 664/- í lausu 1 ka. 2 ka. 440/- River Rice, hrísqr. 454 ar. 244/- 274/- 280/- 265/- Solaryn haframjöl 950 qr. 578/- 649/- 635/- 640/- Cheerios 198 ar. — 494/- 496/- 450/- Brauðrasp, Ilma 160 ar. 251/- 272/- Paxo 142 ar. 238/- 245/- Roval lyftiduft, 450 qr. 627/- 727/- 650/- 520/- Royal vanillubúöinaur 167/- 194/- 180/- 160/- Magqi sveppasúpa 202/- 221/- blómkálss. 249/- 212/- Vilko sveskjusúpa 319/- 441/- 395/- 305/- Kaffi 250_gr j. 962/- 1015/- 1015/- 1015/- Quick kakómalt, 906 ar. 1613/- 1870/- 1895/- Frón mjólkurkex, 400 qr. 422/- 465/- 462/- 415/- Frón kremkex 4 36/- 475/- 445/- Grænar baunir, 1/2 dós 354/- 322/- 399/- 319/- Ora fiskbollur■1/2 dós 470/- 523/- 565,- 515/- Ora fiskbúöinour 1/1 dós 1054/- k 1172/- 1266/- 1020/- Ora rauðkál 1/2 dós 519/- 667/- 595/- 540/- Ora maískorn 1/2 dós 580/- 673/- 668/- 473/- Tómatsósa, Libbys 340 ar. Cood 451/- 414/- HP 510/- 365/- Ávaxtasafi, Eails 1 ltr. 824/- 820/- 750/- Eag 1 ka. 1500/- 1 350/- __ 1550/- Sardínur í oliu K.JÓns. 106c r — 337/- 34 5/- 310/- Flóru smjörlíki 500 ar. 353/- 374/- 175/-. Vex þvottaefni 3 ka. 2314/- 700 or. 629/- 3 kn. 2698/- 2505/- — C-ll þvottaefni 3 ka. 2527/- 2850/- — 1 ka í lausu 745/- 3 ko. 2235/- . íva þvottaefni 2,3 kq. 2116/- 2392/- 2 320/- 1 ka í lausu 745/- 2,3 ka. 1713/-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.