Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 1980. 9 Matthías Þ. Guðmundsson hefur verið verkstjóri hjá Bæjarútgerðinni í 25—30 ár. Sem slikur hefur hann mikið með manna- ráðningar að gera og hefur ýmislegt að segja um stefnu stjórnvalda og atvinnurekenda í þeim málum. Með honum á mvnd- inni eru Guðmunda Sigurðardóttir og Sigurbjörg Einarsdóttir. í matinn hjá Nígeríumönnum: EKKIBARA SKREIÐ - LÍKA HERTIR HAUSAR „Jú, það er nóg að gera. Við fengum hérna aukaskip með um 80 tonn af blálöngu. Hún fer mest í skreið á Nigeríumarkað. Ég yrði þó svo sem ekkert hissa þótt fisksalarnir læddu henni saman við fiskhakkið hjá sér. Það er allt hægt að setja í það og blá- langan er ódýr.” Þetta sagði Matthías Þ. Guðmunds- son, sem verið hefur verkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur i 25—30 ár. Þar var mikið um að vera fyrir páska- helgina eins og alls staðar í fiskinum. Og Nígeríumenn fá ekki aðeins skreið heldur líka herta þoi khausa, ufsa- hausa og jafnvel stóra blálönguhausa. Matthias sagði að netal'iskurinn væri góður í ár, ekki siður en i fyrra, því gæftir hefðu verið góðar. Fiskurinn færi um helmingur i salt og hinn helmingurinn i skreið. ,,Ég vildi að ég hefði enn þýzka jarðsaltið. Það gaf fiskinum svo fallegan blæ,” sagði Matthias, en hann er ekki enn farinn að nota nýja íslenzka saltið. Hann gizkaði á að alls ynnu hjá sér unr 70 manns með hálfs dags fólki. Rak 5 unglinga, en vill ekki viðurkenna ungl- ingavandamál ,,Ég rak fimm unglinga núna, bæði stráka og stelpur. Þeir komu ekkert fram eftir seinna kaffið," sagði Matthías og bætti við að þá hefðu þeir einn daginn farið í bæinn í hádeginu og ekki komið aftur til vinnu fyrr en kl. 2. Hugarfarsbreyting þyrfti að verða hjá svona unglingum. Þeir væru að selja vinnu sina og ættu að gera sér grein fyrir þvi. Matthias kvað það alltaf koma við sig þegar hann þyrfti að segja fólki upp. En þótt hann hefði i þetta skipti þurft að segja upp þessum unglingum, þá viðurkenndi hann ekki neitt unglingavandamál. Þeir væru aðeins baldnir vegna þess að þeir væru fullir af athafnaþrá og orku. Unglingar, yfir- leitt, væru sizt verra vinnuafl en þeir fullorðnu, nema þá helzt á 16—17 ára aldrinum, þegar þeir stæðu hvað mest í stelpu- og strákastandi. 13—14ára ekki síðri vinnukraftur ,,Ég anza því ekki að ráða ekki yngri en I6 ára. Þessir I3 og I4 ára standa sig mjög vel i vinnu,” sagði Matthias og benti á einn I4 ára, Kristján Sigurðsson, sem var að spyrða löngu af fullum krafti. Hann var að vinna við borð með Egypta, Abraham Shahin að nafni. Abraham sagði að hann hefði aðeins unnið í fiskinum 2 vikur. Það væri ágætt. Hann er að safna sér fyrir húsi, er búinn að vera hér i 3 mánuði og kennir á kvöldin sundknattleik hjá Ármanni. Hann er gil'tur islenzkri konu. Honum lizt vel á ísland. Kemur hingað frá Danmörku, þar sem hann rak efnalaug. Kristján var lika búinn að vera í 2 vikur, vinnur með skólanum og ætlar sér að halda áfram í sumar. Matthias hafði ýmislegt að segja um þorskveiðibannið sem nú stendur yfir. Hann átti varla nógu sterk orð til þess að lýsa þeirri skoðun sinni að stjórn- völdum væri nær að setja á veiðibann á sumrin, þegar smáfiskinum væri mokað upp bæði fyrir vestan og austan. Veðráttan á vetrarvertið sæi venjulega til þess að ekki væri um of- veiði að ræða. „Hins vegar er fólki ekki of gott að hvila sig frá fiskinum yfir hátiðirnar,” sagði hann. Þarf að hugsa meira um þroskahefta og öryrkja ,,Við erum með töluvert af fólki sem er þroskaheft eða á við geðræn vandamál að stríða. Hér kom lika einn forfallinn drykkjumaður fyrir fjórum árum. Það hefur tekizt að koma Bakkusi út í hafsauga, þvi nú bragðar maðurinn ekki dropa.” Hann sagði að þetta þroskahefta fólk ynni íeikilega vel. Það hefði lika eitt umfram þá heilbrigðu: Þakklæti. Að vísu þyrfti að segja þvi meira til og það mæddi því aðeins meira á verk- stjóranum. Einnig vinna nokkrir öryrkjar hálfan daginn i Bæjarútgerðinni. Matthías lýsti þeirri skoðun sinni að vinnuveitendur og verkstjórar ættu að gera miklu meira fyrir það fólk sem ekki teldist til hinna heilbrigðu. Borg- aryfirvöld ættu lika að taka þar til hendi. Víða og allt of oft kemur þetta fólk að lokuðum dyrum. •KVl. Egvptinn Abraham Shahin er að afla sér aukatekna til þess að byggja hér. Annars kennir hann sundknattleik hjá Ármanni. Kristján Sigurðsson, 14 ára, er að komast i snertingu við Ftskinn fyrir sumarið. DB-myndir Sv. Þormóðss. —< LITSJOIMVARPSTÆKI 22" kr. 688.000- (staðgr. verð 653.600.) ^g;; 26" kr. 760.000.- (staðgr. verð 722.000. ) SJÖNVARPSBUÐIR BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 Orkustofnun Óskar að ráða vanan vélritara i 1/2 starf síðari hluta dags. Fullt starf kæmi einnig til greina. Enskukunnátta er nauðsynleg. Uppl. um menntun og fyrri störf óskast sendar Orkustofnun, Grensásvegi 9, fyrir 16. apríl nk. Björgunarsveitff - Jöklafarar Höfum til sölu mjög lítiö notaðan snjóbíl (Weasel) á hagstæðu verði. Þessi bifreið er alveg óbreytt frá framleiðanda og að- eins ekin 700 mílur. UPPLÝSINGAR I SÍMA 97-8319. EINBÝLISHÚS í ÓLAFSVÍK til sölu er 136 ferm. einbýlishús í Ólafsvík. 4 svefnherb., stofa, dagstofa, eldhús, bað, gesta WC, þvottahús, búr og saunabað. Laust í júlí. Nánari upplýsingar í síma 93-6351 og 93-6251. Hefur þú heyrt um LEIRBAKSTRANA frá Chattanoogá „Steam pack”? r iSZx 'v '~Y \ p- é k V yS •:?r- Ci 'A i Þú sýður þá i 15 mín. við lágt hitastíg, þá halda þeir sama hitastígi i 30 min. Einstaklega góðir fyrir fólk sem þjáist af vöðvabóigu eða gigt Við bjóðum bakstra af ýmsum stærðum svo sem: Bakbakstra í tveimur stœrflum. Hólsbakstra og herfla. Axlabakstra. Hné og handleggsbakstra. Einnig eru fáanlegir ísbakstrar af sömu tegund. Verið velkomin i verzlun vora. IfemediaM. Borgartúni 29. — ReyNavfV — Simi 27511.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.