Dagblaðið - 09.04.1980, Síða 10

Dagblaðið - 09.04.1980, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980. BIAÐIÐ Útgefandi: Dagblaðiö hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsaon. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulitrúi: Haukur Halgason. Fréttastjóri: Ómar VakJimarsson. Skrifstofustjóri rítstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttír. Hallur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoöarfróttastjóri: Jónas Haraidsson. Handrít: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Arrna Bjamason, Atíi Rúnar Halldórsson, Atfi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Öóra Stefó'nsdóttir, Elin Albortsdóttir, Erna V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Péll Jóhannsson, Bjarnleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurfls son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorietfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dretfing- arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiflsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrtfstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf., Siflumúla 1Í. Prentun Árvakur hf., Sketfunnl 10. Askrtftarverfl ó mánufli kr. 4800. Verfl í lausasöki kr. 240 eintakifl. ívitlausri röð Sennilega verður Háskóli íslands búinn að útskrifa hundraðasta félags- fræðinginn áður en hann útskrifar fyrsta sjávarútvegsfræðinginn. í þessu efni fylgir skólinn þeirri kenningu, að bókvitið verði ekki í askana látið._________________________ Auðvitað þarf háskólinn að mennta félagsfræðinga eins og aðra fræðinga. Hitt er þó ekki síður augljóst, að skólinn hefur tekið verkefnin í vit- lausri röð. Fræðsla í þágu atvinnuveganna hefur verið látin sitja á hakanum. Norðmenn hafa annan hátt á þessu. Þeir eru ekki eins háðir sjávarútvegi og við erum. Samt reka þeir skipulega kennslu í sjávarútvegi allt frá fjölbrautaskól- um upp í doktorsgráður. Og þar er mjög sótzt eftir s já var útvegs fræðingum. í Noregi er sérstakur sjávarútvegsháskóli, sem kennir skipulag veiða og vinnslu, hagfræði veiða og vinnslu, tækni veiða og vinnslu, fiskirækt, fiskilíf- fræði, fiskifræði og matvælafræði auk ýmissa annarra greina. Norðmenn tengja þessa kennslu vísindalegum rann- sóknum, sem stefna að auknum árangri sjávarútvegs. Til dæmis eru þeir að vinna að aðferðum til að auka nýtingu þorsks og loðnu og búa á þann hátt til millj- arðaverðmæti. Þeir hyggjast auka nýtingu þorsks úr 37% í 62% með því að búa til fiskimassa úr þeim hlutum, sem ekki nýtast í flök. í íslenzkum tölum mundi þetta auka verð- mæti 300 þúsund tonna af þorski um 20 milljarða íslenzkra króna. Þeir eru þegar búnir að reisa tilraunaverksmiðju til vinnslu loðnumassa í fiskibollur til manneldis.-Með því geta þeir aukið verðmæti 100 þúsund tonna af loðnu úr fimm milljörðum íslenzkra króna í átján milljarða. Þetta eru aðeins tvö af ótal dæmum um, að Norð- menn taka sjávarútveg alvarlega og vísindalega. Þeir hafna þeirri bábilju, að brjóstvitið eitt dugi til að gera sjávarútveg samkeppnishæfan við aðrar greinar og út- veg annarra landa. Þetta gera Norðmenn með því að kenna sjávarútveg á öllum stigum framhaldsskóla. Þetta gera þeir með því að afla sér langskólagenginna sjávarútvegsfræð- inga og nýta kunnáttu þeirra í atvinnulífi og rann- sóknastofnunum. Þeir Norðmenn, sem um þessi mál fjalla, furða sig mjög á afskiptaleysi og áhugaleysi íslendinga. Þeir furða sig meðal annars á, að Háskóli íslands skuli ekki hafa reynt að fylgjast með framtaki Norðmanna i sjávarútvegsfræðum á háskólastigi. Þeir furða sig á, hve lítinn áhuga fulltrúar íslands í Norðurlandaráði hafa sýnt tillögum Færeyinga um . norrænan sjávarútvegsháskóla. Þeir telja, að það standi raunar fiskveiðiþjóðinni íslendingum næst að hafa frumkvæði að slíku samstarfi. Margir eiga sök á því, að við höfum látið Norðmenn skjóta okkur ref fyrir rass í sjávarútvegi. Það eru stjórnmálamennirnir og flokkarnir. Það eru embættis- menn menntamála og ráðamenn embættismannafram- leiðslunnar í Háskóla íslands. Við eigum vísi að sjávarútvegsfræðslu í Fiskvinnslu- skólanum og í útgerðartæknideild Tækniskólans. Nú verðum við að hlúa að þessum vísi og gera unga fólkinu kleift að fjölmenna í nám á öllum sviðum sjávarútvegs. Ef við gerum þetta ekki, drögumst við aftur úr. Sjálft íslenzka þjóðfélagið verður ekki lengur sam- keppnishæft við önnur. Þess vegna þurfum við að setja okkur það mark að útskrifa fleiri sjávarútvegsfræð- inga en félagsfræðinga. V Framkvæmdir hefjast í haust við Kautokeino-Alta virkjunina þrátt fyrir hótanir náttúruvemdarmanna: „Vetrarstríð” í vændum \ Noregi Búasl má við hörðum átökum hagsmuna- og skoðanahópa í Noregi í haust og næsta vetur þegar minnihlutastjórn sósialdemókrata ræðst í umdeildar virkjunar- framkvæmdir sem kenndar eru við Kautokeino-Alta i Norður-Noregi. Andstæðingar virkjunarfram- kvæmdanna lentu í átökum við lögregluna í fyrrahaust, bæði á virkjunarsvæðinu og við Stórþings- húsið i Osió. Endalaust hefur verið rætt og deilt um málið undanfarna mánuði í Noregi. Öruggt er að i sumar og haust hitnar í kolunum á ný. Ekki er ólíklegt að aftur muni rrm lögregla og andstæðingar virkjunar horfast i augu. Norðmenn sjá fram á „vetrarstrið” um Kautokeino-Alta. „Samtökin gegn virkjun” hafa lofað áframhaldandi andstöðu við virkjunarhugmyndir i kjölfar yfir- lýsingar stjórnar Odvar Nordlis um að þær skuli verða að veruleika. Málið verður lagt í þriðja sinn fyrir Stórþingið á næstunni. Hægri flokkurinn styður virkjun og Verka- mannatlokkurinn, að undanskildum 5 þingmönnum. Gert er ráð fyrir að þriðjungur þingmanna greiði at- kvæði gegn virkjun, þannig að hún strandar að öllum likindum ekki á Símaframfarir — bættur þjóðarhagur Að visu hafði ég aldrei hugsað mér að fara að stofna til mikils kostnaðar í sambandi við símann. Þó var ég lengi búinn að kvarta undan því heima, að ekki væri hægt að fá síma með tökkum. Ég hafði því hugsað mér að láta verða af því nú ef það væri ekki miklu dýrara en þessir venjulegu. Og hvað kostar nú sími? Þessir venjulegu, hvort sem þeir eru hengdir úpp á vegg eða standa á borði kosta hér í Blacksburg $ 8.51 (um 3.500 kr.) á mánuði, og mega menn þá hringja eins oft innan svæðisins og þeir vilja án aukagreiðslu. Hins vegar geta menn einnig fengið sima á lægra Eftiraðeg hafði beðið í tíu mínútur umsinum. gjaldi, þ.e.a.s. fyrir $ 6.03 (tæpar Liðleskjur eru unglæknar starf í einsmannslæknishéraði sé sú prófraun sem leggja þarf fyrir ung- lækna áður en þeir fá endanlegt lækningaleyfi. Spurningin varðandi „viðauki við námið”, eins og unglæknar kalla héraðsskylduna, gæti verið þessi: Er þeim lækni treystandi á almennum markaði sem ekki treystir sér til þess að starfa einn sem héraðslæknir? Alltaf á vakt Einn liður grátgreinar unglækna heitir „Alltaf á vakt”. í þessari klausu kvarta unglæknar undan þvi að þurfa ávallt að vera viðbúnir til starfa og þeim ósköpum að -þurfa ávalh að leita leyfis, ef.þerm dettur í hug að bregða sér frá héraði, t.d. á ráðstefnur, námskeið eða annað slikt. Þessum ósköpum sem unglæknar eru ofurseldir skulum við taka til samanburðar verkamann hjá litlu sveitarfélagi. Viðkomandi verka- maður starfar alla daga hjá sveitar- í Vísi 1. apríl sl. birtist „Greinar- gerð frá félagi ungra lækna” um hér- aðsskyldu þessarar sérstæðu mann- gerðar. Fyrsti april var illa valinn sem birt- ingardagur slíkrar vesalmennsku sem fram kemur í greinargerðinni. Flestir sem til þekkja munu taka greinargerð þessa alvarlega en hinir sem miður kunna skil á vesal- mennsku unglækna, þeir munu ef- laust líta á þessa greinargerð sem hvert annað fyrsta apríl grín. Sveitar- stjórnarmenn, sveitarstjórar og aðrir sem hagsmuna eiga að gæta gagnvart unglæknum, hafa hingað til ekki þorað að segja þeim til syndanna eins og þeir eiga skilið og markast það vitanlega af því að þeir eiga undir högg að sækja. Unglæknar eiga einmitt nokkurt val um hverju læknisumdæmi þeir þjóna skyldutímann. Sá sveitarstjórnarmaður sem skammar unglækna, sem þeir eiga skilið, á yfir höfði sér að unglæknar vilji ekki þjóna viðkomandi héraði og því þegja skræfurnar. Unglæknar eru enn við sama hey- garðshornið í greinargerð sinni og verður að fara nokkrum orðum um þeirra „greinargerð”. Viðauki við námið Unglæknar gagnrýna héraðsskyld- una m.a. með þeim rökum að hún sé þegnskylduvinna, eða „einhliða vinnuskilyrði án þess að fræðilegur þáttur kæmi nokkuð nærri, enda sá þáttur þegar fullnægjandi að mati læknadeildar HÍ og landlæknis”. Nú skal það ekki dregið i efa að fræðilegum þætti náms unglækna, þegar þarna er komið, er vel borgið. „Praktíska” hliðin, sem vitanlega er mjög þýðingarmikill hluti náms fær í „þegnskylduvinnunni” úti í ein- menningshéruðunum sína eldskirn. Svo virðist sem þessi hluti læknis- þjónustu sé það sem unglæknar ótt- ast mest. Ef það er rétt skilið, þá er það líklega einmitt sönnun þess að Ekkert er eins mikilvægt fyrir lýðræðið og það, að menn í valda- stöðum skilji hlutverk sitt fyrir þjóðarheildina, en líti ekki á sjálfa sig sem eins konar drottnara sem beri að sýna klærnar hvað svo sem hinn al- menni borgari vill segja um málið. Hugleiðingar manna um báknið í vel- ferðarþjóðfélaginu eru ekkert grín, og hjá okkur íslendingum er stofnanaþrúganin orðin að þjóðar- ánauð, sem árum saman hefur staðið í vegi fyrir eðlilegri og heilbrigðri þróun í landinu. Mér kom þetta í hug þegar ég sl. haust gekk inn á símstöðina hérna í Blacksburg til að panta mér síma. eða svo fékk ég afgreiðslu. Afgreiðslustúlkan benti mér á vegg, þar sem á héngu hinar ýmsu tegundir tækja. Auk þess vakti hún athygli mina á tækjum, sem voru til sýnis á borðum í afgreiðslusalnum, sem ég hafði að sjálfsögðu tekið eftir um leið og ég gekk inn úr dyrunum. Er takkasími lúxus? „Og hvað kostar svo sími?” spurði ég. „Það fer nú eftir ýmsu,” sagði stúlkan og byrjaði að segja mér frá allir þeirri furðulegu þjónustu sem C & P Símafélagið veitti viðskiptavin-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.