Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980. 7 Erlendar fréttir REUTER EinvígiTals ogPolugajevskys: Jafntefli í 6. skák Sovézki stórmeistarinn Lev Polu- gajevsky heldur tveggja vinninga for- skoti i einvíginu við landa sinn Mik- hail Tal sem háð er i Alma Ata i Sovétríkjunum. Þeir kappar sömdu um jafntefli í sjöttu skák einvigisins í gær. Hefur Polugajvesky þá hlotið fjóra vinninga en Tal aðeins tvo. NewYork: Verkfallsmenn sektaðir Dómstóll dæmdi i gær samtök verkamanna sem starfa við almenn- ingsfarartæki New York-borgar til að greiða I milljón dollara í sekt fyrir að leggja niður vinnu. í samtökum þessum eru 33.500 félagar. Þau boðuðu vinnu- stöðvun sem kom til framkvæmda fyrir 9 dögum og þar með stöðvuðust sam- göngur með neðanjarðarjárnbrautum og strætisvögnum i New York. Þar i borg er eitt margbrotnasta og full- komnasta , almenningsvagnakerfi Bandaríkjanna. Leiðtogar verkfalls- manna létu sér fátt um finnast þegar þeir heyrðu um niðurstöður dómstóls- ins og sögðu að verkfallinu yrði fram haldið. Perú: Boðaðtilfundarum Kúbumálið Sljórn Perú hefur boðað fulltrúa fjögurra annarra rikja i Suður- Ameriku til fundar þar sem á að ræða hvernig taka eigi á hinu sérstæða máli sem upp kom á Havana á Kúbu. Þar hafa þúsundir Kúbubúa troðizt inn í hús og á lóð sendiráðs Perú og vilja flýja land. Arturo Garcia utanríkisráð- herra Perú sagði að land sitt gæti aðeins tekið við hluta flóttafólksins. Önnur ríki yrðu að taka á móti afganginum. Finnsk ungmenni apa eftir atríði íThe Deer Hunter: Fjórir skutu sig í rússneskri rúllettu Lögreglan í Helsingfors hefur kraf- izt þess að umsvifalaust verði hætt að sýna bandarísku verðlaunakvik- myndina The Deer Hunter, Hjartar- banann, í Finnlandi. Orsökin er sú að fjögur ungmenni a.m.k. hafa látið lífið i rússneskri rúllettu eftir að hafa horft á kvikmyndina. í The Deer Hunter eru sýnd atriði þar sem fangar eru látnir leika rússneska rúll- ettu með lif sitt lagt að veði. Leikur- inn gengur út á að setja eitt skot í sex skota hylki í skammbyssu, beina byssunni að höfðinu og láta slag standa hvort haninn í byssunni slær í tómt eða hittir'á skotið þegar við- komandi tekur í gikkinn. Sextán ára skólastrákur i Helsing- fors hitti kunningja sína daginn eftir að þeir sáu The Deer Hunter. Þeir höfðu í fórum sínum skammbyssu og ákváðu að prófa hinn Ijóta leik. Sá sem var sextán ára byrjaði leikinn — og endaði hann. Félagar hans urðu vitni að þvi þegar hann skaut sig. Aðrir sem framið hafa sjálfsmorð í Finnlandi í rússneskri rúllettu eru á aldrinum 19—20 ára. Þau slys urðu öll í samkvæmum þar sem áfengi var haft um hönd. í einu tilfellinu voru partígestir að reikna út hversu miklar stærðfræðilegar líkur væru fyrir þvi að hitta á skotið i fyrsta sinn sem tekið væri i gikkinn. Einn úr hópnum ákvað að láta reyna á stærðfræðina. Hann setti skot i skammbyssu og beindi henni að höfði sinu. Skotið hljóp af í fyrsta sinn sem tekið var í gikkinn. „Ábyrgðin á þessum sjálfsmorð- um hvilir þungt á framleiðendum kvikmyndarinnar. Réttast væri að banna sýningar á henni,” sagði lals- rnaður lögreglunnar i finnsku höluð- borginni. Margir hafa gagnrýnt höfunda kvikmyndarinnar fyrir grófa kyn- þáttastefnu i The Deer Hunter, m.a. séu rúllettuatriðin tilbúin og gerð hrottaleg til að sýna „villimennsku gula mannsins”. Hermenn á götu I bænum Kandahar I suðausturhluta Afganistan. Þar hefur sovézka hernámsliðið og liðsmenn stjórnarinnar mætt harðri mótspyrnu. Búðareigendur I Kandahar lokuðu verzlunum sinum allir sem einn til að mót- mæla innrás Sovétrikjanna. Sovétmenn mæta harðri andstöðu Afgana víðs vegar um landið. Fréttir hafa borizt af bardögum i norður- og norðaustur Afganistan, sérstaklega i Kunduz- héraði. Þar er sagt að uppreisnarmenn hafi brennt opinberar byggingar til að þær nýttust ekki hernámsliðinu. Einnig réðust uppreisnarmenn á fangelsi og leystu úr haldi á sjötta hundrað fanga. Siðan var lagður eldur í fangelsisbygging- una. Nokkrir tugir sovézkra hermanna féllu í þessum átökum og annarra er saknað. Þá er talið að yfir 200 hermenn stjórnar Afganistan hafi látið llfið i bar- dögum I Kunduz að undanförnu. Stranglega bannað að kíkja íglas í SaudhArabíu: Vandarhögg fyrír vínveitingar „Refsingin er 80 vandarhögg. Dómnum ber að fullnægja að við- slöddum mannfjölda á torginu.” Þannig hljóðaði dómsorð sem dóm- ari í Jedda í Saudi-Arabiu las yfir Penelópu Arnlot, 32 ára brezkri læknisfrú. „Afbrot frúarinnar var það að hafa haldið veizlu heima hjá sér og veitt þar áfengi. Áfengi er alger bann- vara í Saudi-Arabíu. Þungar refsingar bíða þeirra sem eru eitthvað að sulla með áfenga drykki. Penelópa og maður hennar, skurð- læknirinn Richard Arnlot, buðu til samkvæmis heima hjá þeim. Sam- kvæmið breyttist í martröð þegar ensk hjúkrunarkona og vinur hennar duttu niður af 5. hæð í húsinu og létu lífið. Hvers vegna þau féllu veit enginn, en krufning sýndi að þau höfðu drukkið áfengi. Arnlot-hjónin voru handtekin og sett i fangelsi. Þar voru þau mánuðum sam- an við illan kost þar til arabiskur prins fékk þau leyst úr haldi, að beiðni brezks kaupsýslumanns. Fyrir fáeinunt dögum var svo kveð- inn upp dómur i máli hjónanna. Hann hlaut eins árs fangelsi, hún 80 vandar- högg eins og áður segir. Penelópa Arnlot bíöur eftir aó fá 80 vandarhögg á bakiö. Ringó leikur hellisbúa Ringo Starr gamli Bítlatrommar- bjuggu í hellum, kveiktu eld með því inn leikur um þessar mundir í kvik- að slá saman steinum og karlmenn mynd sem verið er að taka upp í Vall- drógu kvenptening heim i bælið á hár- arta í Mexíkó. Kvikmyndin heitir inu. Framleiðandi Hellisbúans segir „Caveman” eða Hellisbúi. Hún að myndin sé mjög rik af húmor. Og gerist endur fyrir löngu þegar menn auðvitað fer Ringó gamli á kosium.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.