Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 1980. 5 Óskemmtilegt ástand á skrif stof u Vita- og haf narmála í Kópavogi: SKRIFSTOFUFÓLKIÐ A MÚSA- OG ROTTUVEKHJM — vinnudagurinn byrjar á því að hreinsa músaskít af borðum, bókum og skjölum „Við höfum ekki frið, þessi kvikindi eru uppi á borðum og bekkjum og við stundum músa- og rottuveiðar hér á skrifstofunni,” sagði Stigur Herlufsen, skrif- stofustjóri hjá Vita- og hafnarmála- skrifstofunni við Kársnesbraut i Kópavogi. ,,Þetta hefur verið vanda- mál í mörg ár, en i vetur hefur keyrt •unt þverbak,” sagði Stigur. Heilbrigðisnefnd Kópavogs tók málið fyrir á fundi sinum 11. marz sl. og gaf heilbrigðisfulltrúi nefndinni skýrslu. Þargreindi hann fráófremd- arástandi, sem ríkir á skrifstofu Vita- og hafnarmála, en þar er mikið mor meindýra, s.s. músa og rotta. Heilbrigðisnefndin samþykkti að leggja fyrir stjórn Hafnarmálastofn- unarinnar að láta framkvænta fullnægjandi aðgerðir á þessum húsa- kynnum, þannig að meindýrum þessum verði að fullu útrýmt og húsakynnin verði endurbætt svo að þau verði rottu- og músaheld. Húsa- kynnin voru dæmd heilsuspillandi. „ Við höfum klagað vegna þessa á- stands,” sagði Stígur, ,,og nú hefur verið skipuð nefnd i málið. Þá hefur og verið veitt fé á fjárlögum til þess að vinna að endurbótum á húsnæðinu. Það mun vera um 40 milljónir króna. Þetta er gamall braggi frá Norðmönnum og var upphaflega notaður, sem flugskýli á stríðsárunum. Húsnæðið er frumstætt og alveg ófullnægjandi. Þegar við mætum til vinnu á morgnana verðum við að byrja á þvi að þrifa músaskil af borðum og innan um bækur og skjöl og stundum siðan veiðar.” A skrifstofunni hafa verið út- búnar gildrur til þess að fanga kvikindin og verður mönnum tals- vert ágengt. Þá etu meindýrin milli þilja og víðar og ví Ida starfsmönnum hinum mesta viðbjoði og leiðindum. —JH. <*' ■ m Inga Hanna Ólafsdótlir símastúlka og Stígur Herlufsen skrifstofustjóri á skrifstofu Vita- og hafnarmála í Kópavogi. Á horðinu hjá Ingu Hönnu er músagildra, sem notuö er til veiðanna. í gegnum hana eru göng og síðan skófla sem mokar fórnar- dýrinu inn í hólf. Starfsmenn skrif- stofunnar þurfa siðan að farga meindýrunum að morgni og veiðisl oft vel, allt að þremur dýrum á nóttu. Að sögn Stígs er ekki eitrað fyrir dýrin, þar sem þá kemur það mikil rotnunarlykl af hræjunum að ólifl er á vinnustaðnum. I)B-m>nd S. Ýktar lýsingar á kæru út af illri meðf erð sauðf jár íHvassahrauni: Fjárhaldinu í Hvassa hrauni hætt í haust — ekki f rekar aðhafzt í málinu sem kært var Trillukallar í Reykjavík: Nú vænkast hagur ,,Ég get fullyrt að það fé sem Sæmundur Þórðarson kaupmaður hef- ur haldið i Hvassahrauni i Vatnsleysu- strandarhreppi er ekki á neinum hor- leggjum og skortir ekkert,” sagði Magnús Agústsson, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps, í viðtali við DB. ,,Til marks um það er m.a. að gerð var tilraun í janúar, til að ná þeim sauðum, sem þarna hafa legið fyrir opnu. Voru fengnir þaulvanir fjármenn til þess og höfðu þeir með í ferð alvana skozka fjárhunda. Ekki tókst að ná sauðunum og það er ekki fé á horleggjum, sem ekki næst i slíkri tilraun.” Magnús kvað Sæmund hafa haft þarna 40 sauði og hús það er sauðirnir hafa til afdreps verður að teljast ágætis hús fyrir sauði að sögn Magnúsar. Þá hafði Sæmundur 11 ær á fóðrum hjá oddvitanuni. Það fé er allt vel fram gengið að sögn Magnúsar. Magnús kvað húsin, sem notuð hafa verið fyrir féð í Hvassahrauni, hafa verið tekin út af dýralækni og fóður- gæzlumönnum. Þeir hefðu einnig gert fóðurkönnun hjá Sæmundi og töldu hann nægilega birgan af heyi, heykögglum og fóðurbæti. ,,Þá hefur hreppsstjórinn fylgzt með málinu á- samt dýralækni og fulltrúa sýslu- manns, scm er yfirlögregluþjónninn i Keflavik,” sagði Magnús oddviti. ,,En þetta verður siðasti veturinn sem fé verður þarna haldið. Í janúar sl. gekkst eigandi fjárins inn á það með undirskrift bréfs, að hann myndi larga öllu sinu lc á hausti komanda og ckki hefja aftur fjárhald í Vatnsleysustrand- arhreppi,” sagði Magnús. Sæmundur Þórðarson var ylirheyrður hjá lögreglunni i Hafnar- firði á miðvikudag fyrir páska. Málið eða kæran á hendur honum hafði áður lcngi legið i Keflavik, en þar sitja lög- rcgluyfirvöld Vatnsleysustrandar- hrepps. En af þvi að Sæmundur er búsettur i Hafnarfirði var málið sent þangað. Þar sem Ijóst er að fé hefur lilað vel af liðinn mildan vetur og fjár- haldi þessu er senn lokið að fullu, verður ekki frekar aðhafzt i málinu og kæran eins og hún kom til Hafnar- fjarðar endursend til Kellavíkur.-A.Sl. Eins og Dagblaðið hefur sagt Irá fyrr í vetur hafa trillukarlgr haft afar miklar áhyggiur af þvi hvað um þá yrði eftir uppfyllingu fyrir Slippinn vestan Ægisgarðs. Við ræddum þá m.a. við Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóra, sem sagði að 30 milljónum yrði varið i að bæta aðstöðu fyrir litlu trillurnar. Sem sjá má standa framkvæmdir nú yfir fyrir neðan gömlu verbúðar- bryggjuna vestari, og er nú verið að dýpka fyrir flotbryggjunum, scm verða þarna. Mun þá vænkast hagur trillukarla. - EVI / I)B-mynd S. Tómas Arnason viðskipta- og olíu- málaráðherra, Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri i viðskipta- ráðuneytinu, Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri og forstjórar oliufélaganna þriggja fóru til London í gær til samninga við British National Oil Corporation (BNOC) um olíukaup íslendinga. Búizt er við að samningar verði gerðir um kaup á 100 þúsund tonnum af gasolíu. í viðræðum, sem fram hafa farið hérlendis og í Bret- landi, hefur verið við það miðað að verð á olíunni hingað verði sem næst framleiðslukostnaðarverði, svokölluðu ,,mainstream”-verði, en þó hafa Íslendingar viljað setja þann fyrirvara að gasoliuverðið frá BNOC verði ekki hærra en Rotterdamverð á hverjum tíma. Sem stendur er Rotterdamverðið talsvert lægra en „mainstream-”’ verðið, en ekki eru nema örfáir mánuðir siðan það var mun hærra. Hvort tveggja hefur gerzt siðan viðræður vð Bretana hófust: Mainstream-verðið hefur hækkað og Rotterdamverðið lækkað. Enn er óljóst hvaða fyrirvörum islenzku samningamönnunum tekst að koma inn i samningana við BNOC vegna ófyrirsjáanlegra breytinga á oliuverði. í sumar er fyrirhugað að gera samninga til næstu fimm ára um oliuviðskipti Íslendinga og Rússa. -BS. RETTUR A UPP- BÓT Á LÍFEYRI — ekkert borgað af útvarpi og sjónvarpi Undanþágu frá greiðslu afnota- gjalda útvarps og sjónvarps geta þeir ellilífeyrisþegar fengið sem eiga rétt á uppbót á lifeyri, það eru þeir, sem ekki komast af með tekjur sinar, 186.110 kr., vegna sérstaks kostnaðar, t.d. ly fjag reiðslu og kostnaðar við heimahjúkrun. Óná- kvæmni gætti i frétt DBámánudagi frásögn um ellilífeyrisþega, sem fá 186.110 kr., að þeir ættu rélt á að sleppa við afnotagjöldin. Það eiga aðeins þeir sem lika fá uppbót á lif- eyri af fyrrgreindum ástæðum. -EVI. Tómas til London með olíufurstunum: SAMIÐ UM 0UU- KAUP VIÐ BN0C

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.