Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 24
Rannsóknaiiögreglan kannar notkun mynd- segulbandstækja „Við erum fyrst og fremst að gera almenna könnun á því hversu mikil notkun myndsegulbandstækja er í fjölbýlishúsum og hvernig þessi tæki eru notuð,” sagði Arnar Guðmunds- son, deildarstjóri í rannsóknar- lögreglunni, í samtali við DB í gær. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú til meðferðar kæru útvarpsstjóra á meintri misnotkun efnis íslenzka ríkisútvarpsins, einkum með aukinni notkun myndsegulbandstækja í fjöl- býlishúsum og víðar. Vitaskuld eru engin afnotagjöld greidd rikisútvarpinu fyrir endur- teknar sýningar á efni þess af mynd- segulbandstækjum og þar af leiðandi gjöld til höfunda. Arnar sagði könnun rannsóknar- lögreglunnar enn ekkert vera komna út á viðkvæmasta og líklega flókn- asta svið þessa máls, þ.e. höfundar- réttarmálið. Hann sagði einnig, að samkvæmt þeim skýrslum sem RLR hefðu borizt frá seljendum, virtist sala þeirra vera talsverð. Megnið af þessum tækjum fer til nota á einka- heimilum, en það mun vera vaxandi að heilu fjölbýlishúsin kaupi slík tæki til notkunar utan venjulegs út- sendingartíma sjónvarps. -DS. Fundur FlDE-ráðsins hefstámorgun: Heimsbikar- keppnin haldin íReykjavík? ,,Enn sem komið er þá er FIDE háð fjárframlögum frá íslenzka rík- inu. Allir þeir sem eru í FIDE-ráðinu eru þó þeirrar skoðunar, að FIDE eigi að vera sjálfstætt fjárhagslega,” sagði Friðrik Ólafsson, foresti FIDE, á blaðamannafundi i gær sem hann boðaði til í tilefni af því, að á morgun hefst fundur framkvæmdaráðs FIDE hér á landi og að ný skrifstofa Al- þjóðlega skáksambandsins hefur nú verið tekin í notkun að Laugavegi 51. Friðrik bætti því við, að hann væri íslenzkum stjórnvöldum ákaflega þakklátur fyrir þeirra framlag og þann skilning sem þau hefðu sýnt þessari starfsemi. Meðal þeirra mála sem rædd verða á fundinum og mesta athygli vekja er nýtt mótafyrirkomulag sem nefnd yrði Heimsbikarkeppni FIDE. Hug- myndina að þessari keppni á Campo- manes frá Filippseyjum, einn af vara- forsetum ráðsins. Campomanes var mættur á fundinum í gær og sagði hann, að æskilegt væri, að þessi keppni yrði byggð upp á 4—5 mótum sem haldin yrðu víðs vegar um heim og aðeins sterkustu skákmenn heims- ins fengju að taka þátt. Vel kæmi til Campomanes og Friðrik Ölafsson í hinum nýju húsakynnum FIDE að Laugavegi 51. Campomanes varð heimskunnur er hann sá um heimsmeistaraeinvígi þeirra Karpovs og Kortsnojs á Filippseyjum á sínum tíma. DB-mynd Bjarnleifur. greina að halda eitt þessara móta í Reykjavik. Á fundinum verður einnig fjallað um ýmsar fjáröflunarleiðir til að styrkja fjárhag FIDE, fyrirkomulag næstu heimsmeistarakeppni í skák, nýtt svæðafyrirkomulag og höfund- arrétt í skák, svo eitthvað sé nefnt. -GAJ Miklar umræður um nýjar upplýsingar um reksturskostnað strætisvagna: BENZ-FLOTIVÆRI200 MILUÓNUM ÓÐÝRARI Kostnaður við rekstur strætisvagna af Mercedes Benz-gerð var um 22 krónum minni á hvern ekinn km en kostnaður við Volvo-bíla, að því er segir i niðurstöðum umfangsmikillar könnunar á kostnaði við rekstur strætisvagna í Reykjavík 1977 og 1978. Væri allur strætisvagnaflotinn af Benz-gerð næmi þessi munur um 200 milljónum á ári. Könnun þessa gerði endurskoðunardeild borgarinn- ar samkvæmt beiðni borgaryfirvalda ogstjórnarformanns SVR. Skýrslan var lögð fyrir fund stjórn- ar Innkaupastofnunar Reykjavíkur i gær, en að sögn Eiríks Tómassonar, eins stjórnarmanna, var engin ákvörðun tekin um kaup á strætis- vögnum fyrir Reykjavíkurborg á fundinum. í fundarboði hafði verið tiltekið, að á fundinum yrðu rædd fyrirhuguð kaup á strætisvögnum fyrir SVR, enda liggja tilboð nú fyrir stjórn stofnunarinnar. Sáralitlar umræður urðu um það atriði, en miklar um- ræður urðu hins vegar um áður- greinda úttekt endurskoðunardeildar borgarinnar. Var þeim umræðum Nær allir vagnstjórar og verk- stæðismenn Strætisvagna Reykjavík- ur hafa undirritað og samþykkt til- lögu þess efnis að tekið verði tilboði Volvo um undirvagna nýrra strætis- vagna og um leið að byggt verði yfir bílana hérlendis. Með því verði hags- munum farþega, vagnstjóra, verk- ekki lokið þegar fundi var slitið og hefur annar fundur verið boðaður kl. 16 í dag. Voru fundarmenn i gær alls ekki á eitt sáttir um forsendur fyrir niður- stöðum endurskoðunardeildar og stæðismanna og fyrirtækinu sjálfu bezt borgið. Samþykkt þessi var í gær send borgarstjóra, borgarfulltrúum, stjórn SVR og lnnkaupastofnun Reykjavikurborgar. 1 greinargerð, sem fylgir með tillögunni, kemur varð verulegur ágreiningur um skýr- ingar á einstökum liðum. Fundinn sátu, auk stjórnarmanna, tækni- fræðingar og ráðunautar Strætis- vagna Reykjavíkur. - BS fram að vagnstjórar og verkstæðis- menn SVR telja búnað Ikarusvagna lakari en Volvovagna og varast beri að láta lágt tilboðsverð ráða ákvörð- un alfarið, þar sem ending, við- gerðartíðni og rekstrarkostnaður skipti meginmáli. - JH Vagnstjórar og verkstæðis- menn SVR vilja Volvo frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980. . 11 „Algerein- huguríland- helgisnefnd” - segir Matthías Bjama- sonalþingismaður „Mér er óhætt að segja, að alger ein- hugur rikir i landhelgisnefnd,” sagði Matthías Bjarnason alþingismaður í viðtali við DB í morgun. „Við m munum ganga til samninga við Norðmenn á sama grundvelli og i fyrrasumar. Réttur okkar er ótviræður. Ég heyri frá norskum fjölmiðlum að Norðmenn séu með miðlínuhug- mynd,” sagði Matthías. „Ég sé ekki að við getum verið til viðræðna um það.” „Þegar við færðum út fyrir nær fimm árum, var skýrt tekið fram að 200 milur ættu að gilda, þótt þær kæmu ekki til framkvæmda strax í átt til Jan Mayen,” sagði Matthías. Hann kvaðst ekki vera mjög bjart- sýnn á samningaviðræðurnar við Norðmenn, sem hefjast eftir helgina. _______________________-HH. Albertefsturá Bílastöðinni f Vestmannaeyjum Starfsmenn Bílastöðvarinnar í Vest- mannaeyjum hafa gert með sér könnun um fylgi frambjóðenda i forseta- kosningunum. Úrslit urðu þesi: Albert Guðmundsson 11 atkvæði Vigdís Finnbogadóttir 7 atkv. Guðlaugur Þorvaldsson 6 atkv. Aðrir fengu ekki atkvæði. 24 af 27 starfsmönnum tóku þátt í skoðana- könnuninni. -ÓV. Opnunartími verzl- anagefinnfrjáls? „Það hefur ekki náðst samkomulag i borgarstjórn um heimild til þess að gefa leyfi til þess að hafa frjálsan opn- unartíma verzlana,” sagði Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi í viðtali við DB i morgun. Björgvin sagði að skipuð hefði verið nefnd í málið til þess að kanna rýmkun á opnunartímanum. Meðal þess sem borið hefði á góma í nefndinni væri t.d. að opið yrði eftir hádegi á laugar- dögum, opið yrði á fimmtudagskvöid- utn til kl. 10.00 og þá hvaða annað eða önnur kvöld mætti hafa opið. „Málið er i mótun,” sagði Björgviri og bætti við að ekki væri að búast við ákveðnum tillögum fyrr en undir vorið. - EVI lukkudagar! 6. APRÍL 29958 Kodak Poeket A1 myndavél. 7. APRÍL 12541 Kodak Ektra 12 myndavél. 8. APRÍL 13546 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum fvrir 10 þúsund kr. 9. APRÍL 1043 Kodak Pocket A1 myndavél. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.