Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 1980. SJÓMANIMA- DAGSRÁÐ VESTMANNAEYJA óskar eftir tilboðum frá hljómsveitum til að leika fyrir dansi í Samkomuhúsi Vestmannaeyja um sjómannadagshelgina, þ.e. bæði laugardag og sunnudag. Ennfremur vantar tilboð í diskótek í litla sal. Tilboðum sé skilað fyrir 25. apríl til Sjómanna- dagsráðs Vestmannaeyja, pósthólf 500, Vest- mannaeyjum. SETJARAR Óskum að ráða mann í pappírsumbrot í prent- smiðju Dagblaðsins. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur Ólafur Brynjólfsson yfirverk- stjóri, sími 27022. Trésmiðir Vantar 3 til 4 trésmiði strax, helzt „holl”. Uppl. í síma 72801 Miðaflhf. JMSBIABW Skákkeppni stofnana 1980 hefst í A-riðli mánudag 14. apríl kl. 20.00 og í B-riðli mið- vikudag 16. apríl kl. 20.00. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi í hvorum riðli um sig og fer keppnin fram að Grensásvegi 46. Hver sveit skal skipuð fjórum mönnum auk eins til fjögurra til vara. Þátttöku í keppriina má tilkynna í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20.00 til 22.00. Lokaskráning í A-riðil verður sunnudag 13. apríl kl. 14— 17 en í B-riðil þriðjudag 15. apríl kl. 20.00 til 22.00. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 46, Rvík, Sími 81690 Hesta- , mennska Námskeið verða haldin sem hér segir: Föstudaginn 11. april til fimmtud. 17. april fyrir lítið vana hestamenn. Námskeiðið hefst kl. 18.15. Föstud. 11. apríl til fimmtud. 17. apríl, íþróttakeppnis- þjálfun fyrir vana hestamenn. Námskeiðið hefst kl. 16.15. Laugardaginn 19. apríl til föstud. 25. apríl vegna próf- töku Félags tamningamanna. Mánudaginn 28. apríl til sunnud. 4. maí fyrir vana hestamenn. Námskeiðið hefst kl. 18.15. Kennsla er bæði bókleg og verkleg. Hvert námskeið stendur í viku, minnst 10 kennslustundir. Hver námskeiðshópur er 10 til 12 manns og hafa þátt- takendur hesta sína í umsjón Dals á meðan á námskeiði stendur. Áherzla er lögð á stjórnun hestsins og þjálfun gangtegunda. KENNARI ER EYJÓLFIJR ÍSÖLFSSON Önnur námskeið auglýst síðar. Upplýsingar og pantanir í síma 83747 á kvöldin. HESTAMIDSTÖD MOSFELLSS VEIT íransstjóm svarar aðgerðum Carters fullum hálsi: Enginolíatil fjandmanna írans —„Það eina sem vantar er flugmiði til Bandaríkjanna”, sagði einn gíslanna f sjónvarpi Yfirvöld í Iran hafa svarað refsiað- gerðum Bandarikjastjórnar fullum hálsi og varað bandamenn Banda- ríkjanna við að taka þátt j viðskipta- banninu sem Carter forseti setti á íran. íranir segja að þau ríki sem beita viðskiptaþvingunum fái enga oliu. Ayatollah Khomeini fagnaði slitum á stjórnmálasambandi írans og Bandarikjanna og sagði ákvörðun Bandaríkjaforseta „sigur fyrir íran.” Bani-Sadr forseti kom fram í sjón- varpi og varaði landsmenn sina við frekari refsiaðgerðum Bandarikj- anna. Hann hvatti Evrópuþjóðir til að hundsa boð Carters um sameigin- legaraðgerðirgegn Iran. Byltingarráð írans sat á rökstólum i gærdag til að ræða viðbrögð vegna aðgerða Carters. Ráðið lýsti yfir að nú bæri Írönum að snúa bökum saman. Þeir landsmenn sem kynnlu undir sundurlyndi og stöðnun i fram- leiðslu yrðu umsvifalaust stimplaðir gagnbyltingarseggir. Jafnframt bannaði innanrikisráðherrann allar mótmælaaðgerðir innan háskólans í Teheran. Einn gíslanna kom fram í sjón- varpi í gærkvöldi þegar sýnd var helgiathöfn i sendiráðinu á páskadag. Hann sagðist hafa allt sem hann þarfnaðist — að undanskildum flug- miða til Bandarikjanna. Þá berast fréttir frá íran um átök á landamærum Írans og íraks. Ligg- ur við suðu í samskiptum ríkj- anna, sérstaklega í kjölfar morðlil- ræðis við varaforsætisráðherra iraks, Tariq Aziz, í síðustu viku. Írak sakaði Íran um að standa að tilræðinu, en íransstjórn neitaði. Khomeini erkiklerkur lýsti yfir i gær að Saddam Hussein forseti íraks væri óvinur múhameðstrúarmanna og hvatti landsmenn i írak til að steypa honum úr valdastóli. §Sͧ! jlll Hádegismaturinn snæddur á gólfinu. Á veggnum hangir mynd af sjálfum leiðtoganum Khomeini. Þessi iranska fjölskylda er nýflutt inn í glæsilegt hús í Teheran sem áður tilheyrði fjölskyldu Parvis Sabetis, yfirmanns Savak, leynilögreglu keisara- stjómarinnar IvTrverandi. Sabeti flúði til Írans þegar kelsaranum var steypt FjöLskyldur sem áður bjuggu við slæman kost i fátækrahverfum Teheran hafa að undanförnu komið sér fyrir í glæsihúsum embættismanna keisarastjórnarinnar gömlu sem stóðu auð siðan eigendurnir fiýðu land i byltingunni. Svíþjóð: KJARAMÁL- INÍHNÚT Sænska alþýðusambandið neitaði i gær beiðni um að afturkalla bann við yfirvinnu sem sett var á fyrir nærri tveimur vikum. Sáttanefnd, skipuð af rikisstjórninni, vinnur að lausn kjara- deilu verkalýðssamtakanna og atvinnu- rekenda. Nefndin fór fram á það við alþýðusambandið að leyfa yfirvinnu á ný. Yfirvinnubann var sett á 27. marz þegar samningaumleitanir fulltrúa verkafólks og samtaka atvinnurekenda sigldu i strand. AtvinnureKendur lýstu yfir i síðustu viku að á morgun, fimmtudag, yrði sett verkbann sem næði til 750.000 manna. Þá lýstu 2.300 hafnarverkamenn yfir verkfalli frá og með morgundeginum. Atvinnurekendur sögðust i gær ekki ætla að setja á verkbannið ef yfirvinnu- banni yrði aflétt. Alþýðusambandið sagði hins vegar að yfirvinnubannið yrði í gildi þar til atvinnurekendur skrifuðu undir 11,3% kauphækkun. Atvinnurekendur segja að ekkert svig- rúm sé fyrir kauphækkun i Sviþjóð nú. Moskva: Isárum f rá Afgan- istan Vestrænir ferðamenn i Tash- kent i Sovétrikjunum segjasl hafa haft spurnir af meira en lOOsærð- um mönnum á hersjúkrahúsi þar og séð merki um hergagnaflutn- inga, bæði i lofti og á landi. Var mikið um að vera hjá sovézkum hersveitum á ferð i um 400 krn fjarlægð frá landamærum Afganistan. Sovézkir fjölmiðlar minnast varla á að sovézkir hermenn taki þátt i bardögum við Afgani sem vilja brjóta á bak aftur sovéska hernámið í Afganistan, hvað þá að nefndar séu tölur um fallna og særða. Talið er að 600 sovézkir hermenn falli eða særist í Afganistan i viku hverri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.