Dagblaðið - 28.04.1980, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980.
Eru hugmynd
ir Hayeks
raunhæfar?
Elias Daviðsson skrifar:
Í sjónvarpsþætli með F. Hayek og
um kenningar hans, þriðjudagskvöld
22. apríl sl. var tíðrætt um kosti
„markaðsbúskapar” og „frjálsrar
samkeppni”.
Því miður láðist þátttakendum að
ræða málin með hliðsjón af ástandi
'mála i heiminum í dag. Þar sem fjöl-
þjóða auðhringir og fjármála-
heimurinn ráða í auknum mæli
stefnu þjóðríkja og alþjóðlegra
stofnana í efnahagsmálum.
I þessu sambandi langar mig til
þess að bera fram einfalda spurningu
til „frjálshyggjumanna”:
—Hver hefur i dag nægilegt afl til
þess að koma I veg fyrir einokunar-
,óg samsærisaðferðir fjölþjóða
^|,i(|5hringa og banka, og fá þá náðar-
samlegast til þess að heyja alvöru
samkeppni sín á milli?
Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig
nokkrir stærstu auðhringa og banka,
heims tengjast innbyrðis (hér er
aðeins sýndur hluti af þessum
tengslum, þar sem aðeins er stuðst
við ársskýrslur þessara aðila). Það er
ekki úr vegi að geta þess, að nánustu
samstarfsmenn bandarískra forseta,
þ.m.t. Carter og æðstu embættis-
menn bandariska ríkisins hafa margir
hverjir komið beint úr stjórnarskrif-
stofum sömu auðhringa og banka, ,
sem hérerusýndir.
Raddir
lesenda
5TJ0RNAKTEN6SL mW. EINOKUNAR-Al^.ALPS
(COMMON Htt'TOKSHir)
SIMI28611
SÍMI28611
LAGERHÚSNÆÐI
Höfum fjársterkan kaupanda að lagerhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu, 300—500 fermetra að
stærð, með góðri innkeyrslu. Ekki skilyrði að
lofthæð sé meiri en 2,50 metrar.
FASTEIGNASALAN
HÚS OG EIGNIR,
BANKASTRÆTI 6
Lúðvík Gissurarsonar hrl., kvöldsími 17677.
VMtmamMMyJar j
Utboð
Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir til-
boðum í lagningu 12. áfanga hitaveitu-
dreifikerfis. Útboðsgögn eru afhent á
bæjarskrifstofunum Vestmannaeyjum og
verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Alfta-
mýri 9 Rvík, gegn 50 þús. kr. skilatrygg-
ingu. Tilboð verði opnuð i Ráðhúsinu
Vestmannaeyjum þriðjudaginn 13. maí kl.
16. Stjórn Veitustofnana
Vestmannaeyjabæjar.
Elliðaárstíflan. DB-mynd Árni Páll.
Þýðingarmikið að umhverfið bjóði ekki upp á miklar hættur:
SLYSIÐ HEFUR
EKKISKEÐ ENN
— Með byggingu Höfðabakkabrúarinnar er verið að skerða öryggi
íbúa Árbæjarhverfis
Hreinn Kristinsson skjalavörður
skrifar:
Ábyrgð þeirra sem skipuleggja
íbúðahverfi er mikil. Að tengja
saman alla þætti mannlegra þarfa og
ganga ekki of langt í tortimingu
landslags og minja, er starf sem varla
er hægt að vinna svo öllum liki.
Það hefur verið nær samdóma álit
íbúa Árbæjarhverfis að vel hafi tekizt
með skipulag þess, einkum þegar
barnauppeldi er haft í huga. Á fyrstu
árum hverfis okkar voru hér tvö
mikil hættusvæði, Suðurlandsbraut-
in er lá í gegnum hverfið og Elliða-
árnar. Á báðum þessum stöðum urðu
hörmuleg slys. Suðurlandsbrautin
var fljótlega flutt úr hverfinu og með
samvinnu foreldra og borgaryfir-
valda hefur tekizt að halda börnum
frá ánni. Síðan hefur Árbæjarhverfi
verið paradís barna og barnauppal-
enda.
Það er nú svo að flestir foreldrar
þurfa bæði að stunda starf utan
heimilis frá börnum sínum og þá er
þýðingarmikið að umhverfið bjóði
ekki upp á miklar hættur. Með bygg-
ingu Höfðabakkabrúar er verið að
skerða það öryggi sem við höfum
búið hér við og teljum við að það
verði að leysa samgöngumál Suður-
nesja á annan hátt en þann, að leiða
þessa miklu umferð þvert í gegnum
hið eina útivistarsvæði sem við og
börn okkar höfuni, en það er svæðið i
kringum Árbæjarsafnið, safnið sjálft
og að sjálfsögðu skólagarðarnir sem
eru staðsettir rétt utan við Árbæjar-
túnið.
Borgarfulltrúar Reykjavíkur hafa
nú þegar gefið vilyrði fyrir þvi, að
Höfðabakkavegur í Breiðholti verður
ekki lagður og munu íbúar í Breið-
holti leggja þunga áherzlu á að
svæðið sem fyrrnefndur vegur átti að
koma á verði þegar í stað friðlýst, þar
sem svæði þetta er mikið leik- og at-
hafnasvæði barna. Hvers eiga íbúar í
Árbæjarhverfi að gjalda að leik- og
athafnasvæði barna þeirra verði eyði-
lagt með hraðbraut?
Hin forna hugmynd að Höfða-
bakkabrú var sú, að hún tengdi
saman Vesturlandsbraut og Suður-
landsbraut er liggja átti austur
Elliðaárdal, sunnan Elliðaáa. Skipu-
lagsfræðingar hafa samt haft ein-
hverjar efasemdir um ágæti hug-
mynda sinna því fyrirvari var gerður
á þessari vegagerð er aðalskipulagið
var staðfest 3. júli 1967.
Þegar þessi Suðurlandsbrautar-
hugmynd var lögð á hilluna, var samt
talin ástæða til að byggja Höfða-
bakkaveg, enda í sjálfu sér hag-
kvæmt að tengja Árbæjar- og Breið-
holtshverfi saman. Sérfræðingar
töldu eftir ýtarlegar rannsóknir, að
ekki væri um ánnan stað að ræða. Á
þessum stað væri ekki foss í a.m.k.
250 m fjarlægð, enn lengra i næstu
skógarhríslu og laxveiðimenn pg
hestar væru viðs fjarri. En það var
eitt sem sérfræðingarnir gleymdu —
fólkið í hverfmu — „Það er til marks
um „tillit” það sem okkur er sýnt að
samþykkt hefur verið að flytja veginn
fjær Árbæjarsafni og nær byggðinni
þannig að fjarlægð frá vegi er um 80
m frá fyrstu húsaröð en um 100 m að
veitingastofu safnsins, sem þó er
aðeins opin í 3 mánuði á ári til að
firra gesti safnsins óþægindum af
mengun og hávaða.
Við Árbæingar erum ekki minni
náttúruunnendur eða sportmenn en
aðrir en við hefðum gjarnan viljað að
börnin okkar og börn Árbæjar-
hverfis um ókomna framtíð væru
tekin inn í myndina. Við trúum að
þessa þætti sé hægt að sameina en
sízt megi láta mannlegu hliðina víkja.
Þrátt fyrir 15 ára hönnunartima,
hefur enn ekki tekizt að teikna lausn
á umferðarvandamáli, er hlýtur að
skapast við norðurenda á þessum
fyrirhugaða vegi. Fólk óttast að sá
vandi verði leystur til „bráðabirgða”
með því að veita umferðinni af vegin-
um hjá Árbæ inn á Rofabæ, og þar
Reykvíkingur hringdi:
Heldur þótti mér hátíðahöldin á
Lækjartorgi á sumardaginn fyrsta
misheppnuð!
Ekki er hægt að kenna skátunum
(i.m veðrið og auðvitað hafa þeir líka
gert sitt bezta i sambandi við há-
tíðahöldin. Mistök þeirra tel ég að
hafi legið í þvi að þeir hafi reynt að
gera öllum til hæfis með dagskrárvali
sínu og árangurinn í staðinn orðið sá
með yrði gamla Suðurlandsbrautin
aftur komin, með öllum þeim hætt-
um sem því fylgdi.
Við sem biðjum um frest á þessum
framkvæmdum, viðurkennum að við
vöknuðum seint til andmæla. Við
viðurkennum að við fylgjumst ekki
stöðugt með þeim hugmyndum, sem
ýmist fæðast eða deyja i skipulags-
málum. En slysið er ekki enn skeð.
Þess vegna biðjum við um frest sem
verði notaður til að athuga alla aðra
möguleika á vega- og brúarstæði en
nú eru fyrirhugaðir. Frest sem verði
ennfremur notaður til athugunar á
öryggismálum Árbæjar- og Breið-
holts.
Ennfremur er brýnt að snjallir
hugsuðir finni upp aðferð til að
tengja hönnuði og þolendur þeirra
betur saman. Það virðist ekki duga
að halda sýningar og stjórnmála-
menn eru ekki alltaf teknir alvarlega
fyrr en verk þeirra verða raunveruleg.
Hér er ekki verið að ásaka neinn en
mjög áríðandi er að „byggja brú”
milli þessara aðila. Það er bara
spurning, hvernig?
að enginn var ánægður, án þess að
ég geti þó fullyrt um það.
Slíka dagskrá ætti að minu viti
eingöngu að byggja upp með tilliti til
barnanna. Þeir er koma þarna,' komá
vegna barna sinna, og það er því
eðlilegt að dagskráin sé sniðin fyrir
börnin. Ef þetta yrði haft í huga þá
teldi ég að dagskráin yrði betur
heppnuð.
„Sllka dagskrá ætti að minu viti eingöngu að byggja upp með tilliti til barnanna,”
segir bréfritari. DB-mynd Ragnar Th.
Hátíðahöldin á sumardaginn fyrsta:
MISHEPPNUÐ
DAGSKRA?