Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980.
Mikið úrval höggdeyfa í flestar gerðir bifreiða, s.s. McPhersons inserts,
gasdemparar, stýrisdemparar, loftdemparar, Heavv Duty demparar og fl.
ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ.
PÓSTSENDUM UM LAND ALLT.
Cybernet
Frábær hljómtæki
á hagstæðu verði.
CRD-15, VERD KR. 410.000.-
P2-A2-T2-C2, VERÐ KR. 713.229.-
CP 1050, VERD KR. 169.200.-
BENCO
BOLHOLTI4 - SÍMAR 21945 - 84077
Sem næst bræðrabylta íforkosningum demókrata íMichigan:
Kennedy maröi
ígegnsigur
Edward Kennedy öldungadeildar-
þingmaður marði i gegn sigur i for-
kosningum demókrata í Miqhigan um
helgina. Hann hlaut 48% atkvæða,
,en Jimmy Carter forseti 46,6%. Alls
voru kosnir I4l kjörmaður í Michi-
gan á flokksþing demókrata sem
velur forsetaefni flokksins. Kennedy
hlaut 71 mann, Carter 70. Staðan í
kapphlaupi þeirra um útnefningu
sem forsetaefni demókrata er þá sú
að Carter hefur alls fengið l .206
kjörmenn af I.666 sem kjörnir hafa
verið, en Kennedy er kominn með
664 kjörmenn.
Kosningastjórar Kennedys kváðust
ánægðir með sigur síns manns. Hann
sigraði líka naumlega i Pennsylvaniu
fyrir fáeinum dögum og úrslitin í
Michigan eru dálítill gustur í seglin i'
viðbót. I óopinberum samtölum
manna Kennedys við fréttamenn
komu þó í Ijós vonbrigði þeirra með
að sigurinn um helgina hafi ekki
verið stærri. Sérstaklega þegar þess er
gætt að efnahagsástand i Michigan er
bágborðið. 100.000 verkamenn i bíla-
iðnaðinum eru frá vinnu um tíma
vegna erfiðleika í greininni. Kennedy
höfðaði til þeirra og uppskar mikinn
stuðning þess hóps.
Kosningastjórar Carters sögðu að
forsetinn hafi greinilega engu fylgi
tapað vegna misheppnaðra hernaðar-
aðgerða í íran á föstudaginn. Þó
viðurkenndu þeir að bakslag gæti
komið hjá Carter vegna íran-málsins
í þeim kosningum sem framundan
eru. Það er í Texas þann 3. maí og
Norður-Karólínu, Tennessee, Indi-
ana og Washington 6. mai. í fréttum
frá Bandaríkjunum segir að úrslita í
þessum fylkjum sé beðið með eftir-
væntingu vegna þess að þau gefi mun
áreiðanlegri vísbendingu um viðhorf
almennings til íran-stefnu forsetans
en úrslitin í Michigan.
Neyðarástand á sundinu milli Flórída og Bandaríkjanna:
Hundruð flótta-
manna drukknuðu
Óttazt er að hundruð flóttamanna
frá Kúbu hafi drukknað um helgina á
leiðinni til Flórída í Bandaríkiunum.
Mikið og skyndilegt óveður skall á sið-
degis á laugardaginn. Veðurhæðin
komst i 78 hnúta þegar mest var og
ölduhæðin á sundinu milli Kúbu og
Flórída varð 5—6 metrar. Fjölda báta
er saknað. Strandgæzlan tilkynnti að
hún hefði tekið á móti á annað
hundrað neyðarköllum. Meðal annars
sendi fiskibátur með 200 flóttamenn
um borð frá sér neyðarkall aðfaranótt'
sunnudags. Síðan hefur ekkert til hans
spurzt. Myrkur og óveður hömluðu
leitar- og björgunarstarfi lengi vel en
Fidel Kastró: Málgagn stjórnarinnar
á Kúbu segir að „allar landeyður”
geti farið úr landi ef þeim sýnisl svo.
veður var að ganga niður þegar siðast
fréttist.
Margir skipstjórnarmenn voru
óreyndir og farkostirnir sumir hverjir
ekki ýkja merkilegar fleytur. Bátseig-
endur lögðu á sig ferðirnar til Kúbu
ekki sízt vegna þess að þeir fengu
greidda I00.000 dollara fyrir hvern
flóttamanna sem fluttur var milli land-
anna. 3.200 Kúbumenn eru þegar
komnir til Flórída.
Granma, málgagn Kúbustjórnar,
sagði í forsíðugrein á laugardaginn að
allir sem vildu yfirgefa Kúbu fengju
vegabréfsáritun ef þeir óskuðu. Ætti sú
ákvörðun við „allar landeyður sem
vilja fara og ættingja þeirra.”
Margir vilja kenna Zimbabwe, nýjasta ríkinu í Af ríku-
f jölskyldunni, að ganga:
Peningagjafir,
heillaskeyti
—og föðurlegar áminningar í tilefni sjálf stæðis
Fyrstu dagar Zimbabwe, nýjasta
rikisins I Afríku, einkenndust af
viðurkenningum, heillaskeytum, lof-
orðum um pólitískan og efnahagsleg-
an stuðning og föðurlegum ábending-
um stórvelda. Sovétrikin og Kina
viðurkenndu ríkið strax á fyrsta degi
en bæði ríki sendu Robert Mugabe
forsætisráðhera um leið dálitlar að-
vörunarnótur. Kína varaði forsætis-
ráðherrann við tilraunum Sovétríkj-
anna að reyna að skapa glundroða
innanlands í Zimbabwe, án þess þó
að nefna Sovét berum orðum. Sovél-
ríkin vöruðu hins vegar við tilraunum
Efnahagsbandalagsins að viðhalda
efnahagstengslum Zimbabwe við hin
heimsvaldasinnuðu ríki.
Japan sýndi í verki vilja til að
hjálpa Zimbabwe að brölta á fætur í
efnahagslegum skilningi og gáfu nýja
ríkinu jafnvirði 4,6 milliarða isl. kr.
Þá hefur sænska stjórnin lofað
Zimbabwe jafnvirði 6,6 milljarða isl.
kr. á næstu 14 mánuðum til uppbygg-
ingarstarfs i landinu. Flóttamanna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna fær hluta
af framlagi Svia til ráðstöfunar.
Vestur-Þýzkaland leggur fram jafn-
virði 440 milljóna ísl. kr. til uppbygg-
ingarstarfsins. Auk þess bjóðast
Vestur-Þjóðverjar til að veita fram-
kvæmdalán að upphæð jafnvirði I I0
milljarða króna.
Danir gefa 80 millj. ísl. kr. sem
verja á til að aðstoða flóltafólk í
borgarastriðinu í landinu við að
koma sér fyrir á ný. Auk þess leggja
Danir fram á næstu 2—3 árum jafn-.
virði 220 millj. til alhliða þróunar-
hjálpar. Þá lagði Carter forseti til að
Bandaríkin gæfu jafnvirði l,2 millj-
arða kr. Tillaga forsetans á eftir að
hljóta samþykki þingsins. Austur-
Þýzkaland sendi kveðju til Mugabes
og bar fram ósk um „góð samskipti
ríkjanna”. Stjórn Austur-Þýzka-
lands var ekki boðið að senda full-
trúa til Zimbabwe að fagna sjálf-
stæði landsins. Hún studdi fylkingu
Joshua Nkomo í borgarastríðinu.
Nýr og skrautlegur fáni Zimbabwe: t miðið er svört rönd sem táknar fólkið i
landinu, efst og neðst eru grænar rendur (tákn landsins), næst koma gulllitaðar
rendur (tákn auðæfa i jörðu) og næst svörtu röndinni eru rauðar rendur (tákn
blóðs fólksins). Á hvita þríhymingnum er rauð stjarna. í forgrunni situr fuglinn
Zimbabwe á stalli sinum. Af honum dregur landið nafn sitt.