Dagblaðið - 28.04.1980, Page 12

Dagblaðið - 28.04.1980, Page 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980. Fmlux LITSJOIMVARPSTÆKI 22" 699.000.- {664.000.- síadgr) 26" 773.000.- (734.000.- sHðgr) SJONVARPSBÚÐIN BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 Útvegum með stuttum fyrirvara varahluti í allar tegundir bandarískra bifreiða og vinnuvéla. Reynið viðskiptin. Sími 85583. HÆL Klukkufell sf. Pósthólf 4293 - 124 Rcykjavik BlLAMÁLARAR Óskum eftir að ráða bílamálara og vana aðstoðarmenn. Upplýsingar veittar milli kl. 5 og 7 næstu daga. Upplýsingar ekki veittar í síma. Varmi Bilasprautun Auðbrekku 53. Simi 44250. Box180.Kopavogi. UTANFE A*500 RÐII PL Auk þess 10 vinningar til íbúða og húseignakaupa á 10 milljónir og 35 milljónir. Sumarbústaöur, skemmtisnekkja, 100 bílavinningar og ótal húsbúnaðarvinningar. Sala á lausum miöum og endurnýjun ársmiöa og flokksmiöa stendur yfir. Dregiö í 1. flokki 6. maí. \ÍTUDI ER ÍTIÖGULEIKI Dúum ÖLDRUÐUm ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD Með glottandi strákhvolpa á aðra hönd og gfgopið á hina: 120 metra niður í kulda og myrkur — vinum og vandamönnum lesinn stuttur skilnaðarpistill íhuganum — Dagblaðið á æf ingu í eldgíg í Þríhn júkum hjá strákunum úr Björgunarsveit Ingólfs „Ertu ekki til í að koma með okkur í smáleiðangur á sunnudagsmorguninn? Við ætlum að skoða gíg í Þrihnjúkum. Það þarf að siga dálítið í kaðli en við græjunt það allt saman. Þú mætir bara klukkan átta úti á Granda.” Hún var anzi girnileg, beitan sem Erlingur Thoroddsen úr landflokki Björgunarsveitar Ingólfs veifaði fyrir framan mig þegar hann hringdi á dög- unum. Það var nú aldeilis spennandi að fá tækifæri til að skoða innvolsið í kulnuðum eldgíg. Ég beit á agnið um- svifalaust og reif mig á lappir á sunnu- dagsmorgni, hress og endurnærður. Fagnaði því ákaflega að hafa ekki eytt laugardagskvöldinu réttum megin við barinn á Borginni. Strákarnir úr Ing- ólfi voru að tinast á staðinn einn af öðrum þegar ég kom að skýli björg- unarsveitarinnar á Grandanum rétt áður en klukkan sló 8. Þeir voru hinir vigalegustu ásýndum í klunnalegum gönguklossum með legghlífar og í- klæddir skærlitum stökkum. Saman- borið við þá var ég klæddur eins og sá sem bregður sér í þá flík sem næst er hendinni til að skreppa með sorppoka út í öskutunnu. Enda kom á daginn að klæðnaður minn var hreint ekki í sam- ræmi við ferðaveðrið og annað tilefni. Ef Böðvar Ásgeirsson, einn af þremur formönnum Ingólfs, hefði ekki aumk- azt yfir vesaling og lánað honum önd- vegis góðan og hlýjan samfesting þá væri vesalingur nú steindauður. Það var i fyrsta en ekki í síðasta sinn sem lífi minu var bjargað þann daginn. Ingólfsjaxlar létu engan bilbug á sér finna Þeir Ingólfsmenn voru á allan hátt vel búnir til ferðarinnar, viðbúnir að mæta hvers kyns þrengingum og stappi. Alls kyns klifurdót, talstöðvar, kaðlar, vélsleðar, luktir og ótal margt fleira var selflutt á áfangastaðinn. Þrí- hnjúkar reyndust vera skammt frá veg- inum upp í skíðalandið i Bláfjöllum. Þar er eldgígur sem ekki lætur mikið yfir sér ef horft er á hann úr fjarlægð. Við príluðum upp á gígbarminn með hafurtaskið og strákarnir fóru að gera klárt á staðnum. Ég þvældist fyrir og fylgdist með eða valkókaði kringum gígopið og góndi skelfdur niður i myrkrið. Það virtist í fljótu bragði vera jafngáfulegt að reyna að komast þarna niður og upp aftur lifandi eins og að henda sér niður úr Hallgrímsturni á Skólavörðuholti með hausinn á undan og ætla sér svo að standa á fætur jafn- brattur. En þeir Ingólfsjaxlar létu greinilega engan bilbug á sér finna. Fyrsti maður, Jónas Geirsson, var fljótlega kominn fram á brúnina algall- aður, með hjálm á kollinum og talstöð hangandi utan á sér. Hann virtist svín- kaldur að leggja í þetta ævintýri. Við hinir röðuðum okkur upp og héldum í kaðalinn sem bundinn var í hann. Hver metrinn á fætur öðrum rann í gegnum lúkurnar og brátt var kaðallinn á enda. Meira en 100 metrar farnir og hann ekki kominn í botn ennþá! Það var ekki um annað að ræða en að draga hann upp á nýjan leik. Sá var nú sár og svekktur að hafa ekki komizt alla leið. Aðeins örfáir metrar voru i botn þegar hann var dreginn upp aftur. Nú var bætt við kaðalinn og Erlingur Thor- oddsen gerði sig kláran fyrir næsta sig. Það siðasta sem til hans heyrðist áður en hann hvarf niður í djúpið var: ,,Þið sendið svo blaðamanninn næst.” Hrafnar með glóandi járnklær Hjartað nánast stöðvaðist af skelf- ingu við að heyra þessa fyrirskipun. Síðan fór það að ganga rneð nieðal- hröðum rokkiakti. Ég fór að hugsa upp einhver ráð til þess að losna við að vera sendur niður hang- andi í þessum tvinnaspottum. Ég rifj- aði það upp að þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu á Heklu gömlu árið 1750 fengu þeir bóndann i Sel- sundi með sér. Þá hal'ði engum manni áður dottið í hug að ganga upp á Heklu eða koma yfirleitt nálægt henni. Menn gengu út frá því sem vísu að Hekla væri fordyri helvitis. Sagnir voru um að hrafnar með glóandi járnklær og járn- nef ættu þar heima og margir sóru og sárt við lögðu að þeir hefðu séð ára og útskúfaðar blækur á ferli við Heklu- rætur. Selsundsbóndanum féllst hugur á leiðinni og bar við þrálátum höfuð- verk. Beið hann eftir þeim tvimenning- um og þóttist hafa heimt þá úr helju. Ég hugleiddi að veikjast snarlega af höfuðverk og jafnvel innantökum lika. En naumur tími gafst til þess að hrinda hugmyndinni i framkvæmd. Áður en ég vissi af voru þeir komnir allt í kring og farnir að girða mig sigbelti. Síðan var settur í mig kaðalspotti. Ég lét strax í Ijósi rökstuddan efa um að beltið, kaðallinn, hnútarnir eða lykkjan héldu. Benti meðal annars á að ég hefði bætt á mig kílóum um páskana. Það var ekk- ert hlustað en mér ýtt fram á brúnina miskunnarlaust. Svo röðuðu þeir sér upp til að halda i spottann. Ég var í skelfilegri aðstöðu. Annars vegar var röð af glottandi strákhvolpum sem biðu eftir að láta þessa hriðskjálfandi skræfu hvina 120 metra niður í kulda og myrkur. Hins vegar var gígopið. Ég stundi upp að niður færi ég ekki, mér bara litist ekkert á þetta. Einn dóninn tautaði þá að mér yrði hent fram af ef ég ekki færi sjálfviljugur. Þá tók ég þann kostinn að lesa vinum og vanda- mönnum stuttan skilnaðarpistil i hug- anum. Foreldrarnir fengu þakkir fyrir getnað og uppeldi, vinkonan fyrir sam- búðina, Sparisjóður Reykjavíkur fyrir víxlana. Og svo hoppaði ég fram af. Lifandi en mátt- farinn í hnjáliðum Dónarnir létu mig síga með þvílíkum Einar Pálsson á leiðinni niður. Jónas Geirsson fór fyrstur niður. Kaðallinn var bara ot botn eru um 120 metrar. og hann komst aldrei alla leið niður á botn. Frá gigopi niður I DB-myndir ARH

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.