Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980. 15 Dómarar þreyttu þolpróf sitt á láugardagsmorgun og þurftu þeir m.a. að hlaupa 400 metra sprett. Hörður Ijósmyndari DB var mættur á staðinn og lengst til hægri má sjá Magnús V. Pétursson i viðbragðsstöðu. Lengst til vinstri er Villi Þór rakari og þá kemur Þorvarður Björnsson. Einn dómaranna þekkjum við ekki. Ruud Krol til Vancouver „Það er meira í þessu en peningar. Ég hef verið svo lengi hjá Ajax að ég hef varla möguleika að vinna þar meir," sagði Ruud Krol, fyrirliði Ajax Fylkir vann Ármann Fylkir sigraði Ármann 1—0 á Reykjavíkurmótinu i knattspymu á laugardag. Fyrsti sigur Fylkis í mótinu. Sigurmarkið skoraði Birgir Guðjóns- Slaðan er nú þannig. Þróttur 4 3 0 1 10—7 Valur 5 3 0 2 11—10 Víkingur 4 2 0 2 11—9 Ármann 5 2 0 3 8—7 KR 4 2 0 2 7—4 Fram 4 2 0 2 13—13 Fylkir 4 10 3 2—12 í kvöld kl. 20.00 verður þýðingar- mikill leikur á mótinu. Þá leika Fram og Þrótlur á Melavelli. og hollenzka landsliðsins, þegar hann tilkynnti á blaðamannafundi í Amster- dam fyrir helgi, að hann hefði gert samning við Vancouver Whilecaps, amerisku meistarana. Samningstimi Krol, sem er nú 31 árs, er þrjú ár við kanadíska félagið. Hann vildi ekki skýra frá peningahlið samningsins, en hollenzku blöðin segja, að Vancouver greiði Ajax 600 þúsund dollara, rúmar 250 milljónir isl. króna, en Krol 500 þúsund dollara, 225 milljónir kr. Krol, sem hefur verið bezti maður hollenzka landsliðsins mörg undan- farin ár, sagði á blaðamannafundinum, að ákvæði væri i samningi hans um að hann geti leikið með hollenzka lands- liðinu. Meðal annars í úrslitum Evrópukeppninnar í sumar. Hann hóf að leika með Ajax 1967 og hefur leikið 450 leiki með félaginu. Þrivegis orðið Evrópumeistari. Þá kom fram á fund- iimm að Krol hafði hafnað samningum við ítölsku félögin Napoli og Torino og enska liðið Arsenal. Eftir að Nolling- ham Forest sló Ajax út í undanúrslitum Evrópubikarsins í siðustu viku bauð Forest Krol samning en þá hafði hann að mestu samið við Vancouver. SKÍ harmar blaðaskrifin —Yf irlýsing f rá stjórn Skíðasámbands íslands Reykjavík 23. apríl 1980 „Stjórn SKÍ harmar þau blaðaskrif sem spunnizt hafa um málefni lands- liðsins eftir nýafstaðið skiðaþing á Akureyri 3. og 4. apríl sl., sem hún álítur eðlilegan vettvang til umræðna um þau mál sem liggja mönnum á hjarta hverju sinni, ekkert siður þótt um gagnrýni sé að ræða. Vegna gagnrýni keppenda á formann og stjórn SKÍ í dagblöðum þykir stjórninni rétt að vekja athygli á þvi að sérstakur fundur var haldinn laugar- daginn 5. april með keppendum, þar' sem málefni landsliðsins voru rædd. Á| þessum fundi gafst mönnum kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og aðfinnslum Það var þvi ¦ miður að þessum málum var framhald-! ið á síðum dagblaðanna. Stjórn SKÍ telur eðlilegt og rétt, að þessi mál séu leyst innan vébanda sam- bandsins, og lelur að áframhaldandi opinber blaðaskrif séu aðeins til þess fallin að skaða starfsemi SKÍ, en engan vanda að leysa. Stjórnin lýsir yfir sluðn- ingi sínum við nýkjörinn formann SKÍ, Sæmund Óskarsson, lil að leysa þessi mál í samvinnu við skíðaráðin og óskar jafnframt eftir þvi að skiðaráð og aðrir félagar í sldðahreyfingunni leggist á eitt með stjórninni um að jafna þennan ágreining á farsælan liíttl." Stjórn Skiðasambands íslands. Siguröur Svemsson Ruud Krol. FH-ingar unnu Skagamenn FH-ingar sigruðu Skagamenn, 2—1, í síðasta leik litlu bikarkeppninnar í Kaplakrika á laugardag með tveimur mörkum gegn einu. Þar með eru liðin jöfn að stigum í mótinu og verður að fara fram aukaleikur á milli þeirra lil að skera úr um endanlegan sigur. Það voru þeir Pálmi Jónsson og Magnús Teitsson sem skoruðu mörk FH en Sig- urður Lárusson svaraði fyrir Akurnes- inga. Þá gerðu Haukar og Breiðablik jafntefli, 2—2, í þessari sömu keppni á laugardag. Pétur hlaut Grettisbeltið — sigraði Í70. Islands- glímunni á laugardag Pétur Yngvason, HSÞ, varð glímu- kóngur Íslands að Laugum i Suður- Þingeyjarsýslu á laugardag. Sigraði þá I íslandsglimunni, sem þá var glímd I sjötugasta sinn. Fyrir sigurinn hlaul Pétur Gretlisbellið en handhafi þess var tvíburabróðir hans Ingi Þór Yngva- son. Ingi Þór varð í öoru sæti á mótinu á laugardag en Eyþór Pétursson, HSÞ, varð í þriðja sæti. Mikill var því sigur Þingeyinga i glimunni. 14 keppendur voru skrúðir til leiks. Tulsa sigraði Cosmos New York Tulsa Roughnecks, liðið, sem Jóhannes Eðvaldsson leikur með í amerísku knattspyrnunni, gerði sér litið fyrir á laugardag og sigraði New York Cosmos 2—1. Hefur nú 31 stig eftir 5 umferðir. Dallas Tornado er efsl í sama riðli með 32 stig. Þó liðin leiki nær öll innbyrðis á keppnistímabilinu er þeim skipað í riðla. Fort Lauderdale Strikers hefur hlotið flest stig eftir 5 leiki eða 41 slig. Úrslit á laugardag urðu þessi: Tampa Bay — Rochester 2—0 Memphis — Atlanla 4—3 Dallas — Philadelphia 2—0 Tulsa — NY Cosmos 2—1 Seatlle — California Surf 3—2 Portland — Delroit 2—1 Ford Lauderdale — San Diego 1—0 LA Aztecs — Vancouver 2—1 Lék hringinn á 63 höggum! — Enn ein rós í hnappagat Ballesteros Severiano Ballesteros, spánski golf- leikarinn snjalli, sem er núverandi handhafi titlanna í opna brezka meistaramótinu og bandariska meistaramótinu, vann sinn 30. móts- sigur á meiri háttar mótum, þegar hann sigraði á opna meistaramóti Madrid- borgar í gær. Lék á 270 höggum — 18 undir pari. Verðlaun á mótinu námu 70 þúsund dollurum. Margir heimsfrægir golfleikarar tóku þátt í því en Spánverj- arnir voru sigursælir á heimavelli. Manuel Pinero varð aniiur á 273 högg- um. Ballesteros lék frábærlega í annarri umferðinni — eða á 63 höggum. Bezti árangur hans á móti og niu höggum betra en par vallarins. Eflir þá umferð hafði hann fimm högga forustu, sem hann hélt að mestu til loka. Mikið fjöl- menni fylgdist með Ballesteros i keppn- inni, m.e. Juan Carlos Spánarkonung- ur, og einmitt þegar Ballesteros lék ú 63 höggum. Shampo erokkar sergrein fii SPORT SHAMPO FRÍSKANDI FYRIR HÚÐ OG HAR Frískandi í MORGUNSÁRIÐ, AÐ LOKNU DAGSVERKI OG EFTIR ÍÞRÓTTAKEPPNI REYNIÐ EINNIG WM. EPLASHAMPO ORANGESHAMPO BARNASHAMPO TJÖRUSHAMPO EGGJASHAMPO LANOLÍNSHAMPO ÖLSHAMPO SÁPUSHAMPO EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.