Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRIL 1980.
MARGRA ÞJODA VEFTIR
Það fer varla á milli mála að
vefjarlist er orðin samkeppnisfær
meðal hinna svokölluðu frjálsu lista,
jiótl tengsl hennar við nytjalist verði
vonandi aldrei rofin til fulls. Vefjar-
listin er vitaskuld enginn nýgræð-
ingur og má færa góð rök fyrir jivi að
hún sé, ásamt leirkerasmíði, ein elsta
listgrein mannkyns. Hins vegar er
vefjarlist sem viðurkennd „frjáls"
lislgrein enn i frumbernsku. Það
þýðir hreint ekki að hún hafi ekki
haft mikið listrænt gildi hér áður
fyrr, heldur að nú láta menn nota-
gildið liggja milli hluta, fara að skoða
ýmsa eiginleika veftækninnar sjálfrar
og þess efnis sem notað er hverju
sinni. í framhaldi af því fara þeir að
ihuga nýja möguleika og lita þá til
annarra listgreina, — og eru
óhræddir við að blanda saman að-
ferðum úr mörgum grcinum vefjar-
lisla. Þessi þróun á sér ekki ýkja lang-
an aðdraganda og reyndar loða mörg
göntul viðhorf enn við vefjarlistina:
að hún sé „kvennalist”, að hún fari
best á vegg, að aðskotahlutir eigi ekki
heima í henni o.s.frv.
Að ganga
meðalveginn
Nú fer fram þriæringurinn Norræn
vefjarlist að Kjarvalsstöðum og er
þetta í annað sinn sem þessi sýning er
haldin. Mér sýnist sem hún staðfesti,
með nokkrum virðingarverðum und-
antekningum, að norrænir vefjar-
listarmenn eiga enn langt i land með
að losna undan gömlum viðhorfum
(og fordómum) i grein sinni, til að
mæta nútimanum af einurð. Flestir
ganga hér hinn breiða meðalveg og
gera það vissulega vel, en taka litlar
áhættur eða hafa ekki til að bera ýkja
mikinn metnað fyrir hönd listar
sinnar.Einhvern veginn hef ég það á
tilfinningunni að þessi tilhneiging sé
sterkari nú en á fyrri sýningunni, —
og síðan má spyrja sjálfan sig hve vel
hún endurspegli það sem cr aðgerast i
þessari grein víða um Norðurlönd.
Nú eru á sýningunni 93 verk, en voru
áður 118 og þessi fækkun kann að
liafa komið niður á fjölbreytni.
Talsverð blóðtaka
Orsakarinnar er eflaust að l'inna i
nýju dómnefndafyrirkomulagi. Áður
valdi ein dómnefnd öll verkin á sýn-
inguna sem var sjálfsagt herjans
mikil vinna, en nú eru þriggja manna
dómnefndir veflistarmanna starfandi
i hverju Norðurlandanna, nema
Íslandi. Þar með eru stikkfri 12
ágætir veflistarmenn sem er talsverð
He.vsáta Maisu Turunen-Wiklund fremst.
Myndlist
ADALSTEINN
INGÓLFSSON
Frá vefjarlistarsýningunni. Fremst er verk Lotte Klein frá Svlþjóð.
blóðtaka i lillölulega fámennri grein.
Ísland hefði farið sérstaklega illa út
úr þessu fyrirkomulagi og þvi var
itanaðkomandi fólki, Herði Ágústs-
yni, Magnúsi Tómassyni og Hrafn-
tildi Schram, falið að velja úr að-
sendum verkum íslendinga. Það val
virðist mér hafa tekist vel og því ættu
hinar Norðurlandaþjóðirnar óhikað
að geta fylgt fordæmi okkar fvrir
næstu sýningu.
Sýningunni fylgir nú vönduð skrá
þar sem prenlaðar eru Ijósmyndir af
öllum verkum, ásamt formálum oger
þar margt vel sagt. Ég hjó þóeftir þvi
i grein Bcate Sydhoff, að hún lengir
uppgang vefjarlistar á síðustu
árum og baráttu rauðsokka. Finnst
mér engan veginn að þau tengsl liggi í
augum uppi, auk þess sem ég held að
það sé óhollt fyrir þessa listgrein að
sitja uppi með ákveðna kyngrein-
ingu.
Danir dempaðir
Sydhoff álítur einnig að myndvefn-
aður hafi verið mjög aðsópsmikill í
vefjarlistinni undanfarin ár, en áhöld
eru um það hvort hlutverk hans hafi
verið eins mikilvægt og af er látið. Er
svo hægt að benda á einhver sérstök
einkenni í vefnaðinum sem eiga við
eina þjóð fremur en aðra? Er það
imyndun min að verk Dananna séu
yfirleitt skýrt uppbyggð, dempuð i
litum, fjalli um fólk og umhverfi þess
eða leggi hálf-óhlutbundið út af
landslagi? Hins vegar finnsl mér að
Finnar skeri sig mjög eindregið úr
fyrir óhlutbundinn (gjarnan geómetr-
iskan) vefnað og þreifikennd (tactile
value). Þar heyrir til undantekninga
að sjá tilvísanir í hlutveruleikann.
Hvað íslenskan vefnað snertir getur
undirritaður ómöguleg sett sig i hlut-
lausar stellingar og bent á íslenskt
svipmót, en þó grunar mig að sá
„heildarsvipur” kunni enn að vera í
mótun. Norðmenn eru einna mestir
expressjónistar norrænna veflistar-
manna.
Ekkert er nýtt...
Þeir gera stórar veftir í sterkum lit-
um og með frjálslegu yfirbragði, eða
þá að þeir gera rómantiskar og allt að
þvi næfar mannamyndir. Svíar eru
nokkuð blandaðir og virðast annað
hvort gera veftir með mjög ákveðnu
fígúratifu inntaki (þó ekki um þjóð-
félags,,vandamál” . . .) eða geó-
metriskar afstraktmyndir, — fátt þar
á milli.
Nú verða menn víst seint á sama
máli um eðli nýsköpunar i listum og
sumir álíta að ekkert sé nýtt undir
sólinni. Ef ég ætti að nefna veftir á
þessari sýningu sem mér finnst bera
vott um leitandi hugarfar, áræði og
listræna kröfugerð, þá mundi ég
benda á „snjó”mynd Bodil Bodker
Næss sem gengur út frá veggnum eins
og lágmynd og svo skúlptúrvefnað
Annette Juel. Þótt margt sé gott
meðal finnsku verkanna, þykir mér
Yosi Anaya bera af með batíkmynd
sinni um ána Niger, svo og „X”
myndröðina, en þó er einnig vert að
geta um „Steðja” Maisu Kaarna sem
nýlir sér lágmyndarhugmyndina en
heysáta Maisu Turunen-Wiklund er
bæði skemmtilegur og áleitinn
snoppungur. Hárskúlptúr Guðrúnar
Þorkelsdóttur ber vott um mjög
frjótt hugarflug, en á hinn bóginn á
ég i erfiðleikum með að finna verk af
þeim gæðaflokki meðal Norðmanna.
Grundvöllur
fyrir gullhamra
Kannski er það helst „mynda-
albúm” Ellenar Lenvik sem upp í
hugann kemur. Einnig er fátt um fina
drætti meðal Svianna, þó er „Blá-
brún” mynd Ednu Lundskog ekki af-
leilt verk. Svo er að sjálfsögðu grund-
völlur fyrir gullhamra til handa þeim
listamönnum sem nota hefðbundnar
aðferðir. Danska listakonan Jetta
Brönnum mundi vera í þeim flokki.
Nanna Hertoft sömuleiðis og svo
hinar geómetrískt þenkjandi Kim
Naver og Jette Nevers. Meðal Finna
standa þær sig mjög vel Kaarina
Kellomaki og Mirja Tissari og það
þarf heldur ekki að spyrja að fram-
lagi Ásgerðar Búadóttur i islensku
deildinni. Synnove Anker Aurdal
gerir mjög glæsilega hluti i sinu teppi
meðal Norðmanna og ýmsar góðar
manneskjur mætti nefna í herbúðum
Svía, t.d. Ingulill Gullers, Silju Karls-
son og Lotte Klein. Svo eru fugla-
hræður lnghild Karlssen dálílið sér á
báti, minna talsvert á austur-
evrópska veflistarmenn.
En þetta er merkilegt fyrirtæki og
þarf fyrir alla muni að halda þvi
gangandi.
Brúður við hið gullna hlið
Aðstandendur I.eikhríiðulands fyrir utan Kjarvalsstaði.
Leikbrúðuland:
SÁLIN HANS JÓNS IVIiNS
Handrit og leikstjórn: Bríet Hóflinsdóttir
Brúflur og leikmynd: Messiana Tómasdóttir
Nýi brúðuleikur Leikbrúðulands,
sýndur um helgar á Kjarvalsstöðum,
er nú sjálfsagt það verk sem brúðu-
leikararnir hafa lagt við mestan
metnað og fyrirhyggju. Enda er Sálin
hans Jóns mins langskemmtilegasta
sýning sem ég ennþá hef séð í Leik-
brúðulandi.
Það er ekki því að neita að sýn-
ingar þess að undanförnu, þættirnir
um meistara Jakob, Gauksklukkan í
fyrra, meira að segja líka árlegur
jólasveinaleikur, hafa allt verið
barnaskemmianir af allra einfaldasta
tagi. Oft hefur manni fundist að list-
rænn metnaður og hagvirkni flokks-
ins kæmi fyrst og fremst niður i
brúðugerðinni sjálfri, miklu siður í
leik og leikefni. En með sýningum
sinum á undanförnum árum hefur
l.eikbrúðuland að visu rutt sér til
rúms í skemmtanalífi barna í bænum
og notið vaxandi aðsóknar og vin-
sælda. Það hefur ekkert vantað upp á
áhuga og ánægju leikhúsgestanna á
þeim sýningum flokksins sem cg hef
séð í vctur. En þær sýningar hafa að
visu ekkert ætlað sér annað né meira
en hafa ofan al' fyrir áhorfendum sin-
um stundina sem þeir standa við i
leikhúsinu.
Með Sálinni hans Jóns mins er
tekið upp efni sem Leikbrúðuland
hafði að vísu filjað upp á fyrr, með
þáttum af Sæmundi fróða sem l'yrir
löngu voru sýndir á siðdegisskemmt-
unum i Iðnó, og siðar meir á sinn hátt
i jólasveinaleiknum. Augljóslega er i
þjóðsögunum, og raunar trúi ég i
ýmsu öðrum klassískum bókmennt-
um, upplagt leikefni í brúðuleik, að
minnsta kosti á meðan ekki vekst upp
leikskáld sem gagngert yrkir fyrir
leikbrúður. En um leið kenntr upp
kynleg mótsögn. í kynningu leiksins
cr réttilega lögð á það áhersla að
þessi sýning henti ekki siður l'ull-
orðnum áhorfendum cn börnum, og
það er engu líkara en aðstandcndur
óttist að sýningin verði þá um leið á
cinhvern hátt ofviða börnunum, sem
auðvilað eru og verða aðal-áhorf-
endur Leikbrúðulands. Þetta held ég
að sé misskilningur: Sálin hans .lóns
mins er uml'ram allt prýðileg barna-
skemmlun. En eins og aðrir réttskap-
aðir brúðuleikir er hún barna-
skemmtun sem fullorðnir áhorfendur
geta urn leið haft af margvislega
ánægju.
Ég er ekki frá þvi að svipuð efa-
semi og vanmat á möguleikum
brúðuleikhúss komi á sinn hátt fram i
leiknum sjálfum. Briet Héðinsdóttir
er höfundur leiks og leikstjóri og
kveðst í leikskránni hafa byggt hann
á öllu i senn, þjóðsögunni, sam-
nefndri þulu Daviðs Stefánssonar og
þó einkum á texta hans í Gullna hlið-
inu. í verki sýnist mér þessu hagað
svoað framan af leiknum séað mestu
l’arið eftir tveimur fyrstu þáttum
Gullna hliðsins, en í siðasta hluta
leiksins sé einkum l'arið eftir þjóðsög-
unni og þulu Davíðs. Bríet telur
ofætlun að gera fullnægjandi leik-
gerð Gullna hliðsins fyrir brúðult
en á hinn bóginn fásinna að fást við
efnið og láta sem Gullna hliðið sé
ekki til. Ég er hreint ekki viss unt að
þetta sé rétt, sé ekki liggja i auguni
uppi ástæður sem banni að semja
Gullna hliðið sjálft til leiks á brúðu-
sviði, auðvitað í mjög einfaldaðri og
stilfærðri mynd. Á hinn bóginn væri
sjálfsagt lika hægt að semja sjálf-
stætt brúðuverk upp úr þjóðsögunni,
rneð hliðsjón sem þarf af efni Gullna
hliðsins, en án þess að nota beinlinis
texta leiksins. Ber að sania brunni og
áður var sagt: brúðuleikhús þarf á
sinu eigin leikskáldi að halda, hvort
heldur er til að frumsemja eða um-
sentja efni til sinna nota.
Nú er þetta ekki rakið hér í að-
finnsluskyni við sýningu Leikbrúðu-
lands á Kjarvalsstöðum: hún tekst
ágætlega eftir þeirri aðferð sem valin
er að efninu. Satt aðsegja fannst mér
hún þá skemmtilegust þar sem skýr-
ast var vikið frá forsögn Gullna hliðs-
ins, eða gerð sjálfstæð tilbrigði við
efni þess. Heinialningur og englabörn
á hlaði himnarikis voru metfé svo að
litil dæmi séu nefnd. Og sum atriði
Gullna hliðsins sjálfs, aðsókn drauga
í fyrsta þætti, fjallalandslag og for-
dyr vítis i öðrum þætti, reynast i sýn-
ingunni alveg tilvalin úrlausnarefni i
brúðuleik, henta slíku sviði á sinn
hátt enn betur en alvöru-leiksviðinu.
Er nokkur fyrirstaða á þvi að gera
persónum leiksins, og þá einkum
kerlingu, að sinu leyti sambærileg
skil? Svo kann að visu að vera við nú-
verandi tæknistig Leikbrúðulands.
£n sjálfsagl melnaðarmark flokksins
hlýtur að vera að gera úrlausnarefn-
unt sin eigin fullveðja skil i sjáll'-
stæðri leikbrúðulist.
Og mér virðist Sálin hans Jóns
mins marka áfanga á þeirri leið Leik-
brúðulands. I.eikbrúður og hin hag-
anlega leikmynd Messíönu Tómas-
dóttur sverja sig i ætt við það sem
flokkurinn áður hefur best gert, og
öll tækni leiks og sýningar virtist mér
nú mun betur á veg komin en hingað
til, þótt hljóðupptaka væri að visu
ekki svo góð sem skyldi. Og þótt
I.eikbrúðuland hafi nú i bili fengið
inni á Kjarvalsstöðum vantar enn
sem fyrr leiksafvið hæfi fiokksins.
Leiklist
ÓLAFUR
JÓNSSON