Dagblaðið - 28.04.1980, Síða 28
28
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980.
Kæti við Óskars-afhendingu:
Fullreynt í fjórða
fyrir Dustin Hoffman
Meryl Streep var hissa og glöð þegar
Óskarinn féll I hennar hlut.
Farah Fawcett var nær eina mann-
eskjan sem ekki gladdist þegar Ösk-
arsverðlaunin voru afhent á dögun-
um. Hún var hræðilega móðguð er
blöð sögðu nærveru hennar til
skammar, hún væri ekki einu sinni
sjónvarpsstjarna, hvað þá kvik-
myndastjarna.
Annars glöddust sem sé allir. For-
eldrar Dustins Hoffmans táruðust er
hann fékk Óskarinn fyrir leik sinn í
myndinni Kramer gegn Kramer.
í stuttu ávarpi á eftir sagðist Dustin
sérlega vilja þakka þeim fyrir að hafa
ekki notað getnaðarvarnir á sínum
tíma. Hann var afar kátur og hress,
þrátt fyrir að hann hefði marglýst því
yfir að öll verðlaun væru heimskuleg.
Hann hefði enda þrisvar áður verið
úfnefndur til Óskarsverðlauna en
ekki fengið svo hvað gat hann annað
sagt? Þessar þrjár útnefningar voru
fyrir myndirnar Midnight Cowboy,
Lenny og Graduate.
Meryl Steep, mótleikara Dustins úr
Kramer gegn Kramer, virtist öllu
meira undrandi á því að fá Óskarinn
fyrir beztan leik í aukahlutverki en
Dustin var. Hún hefur heldur aldrei
verið tilnefnd fyrr og stendur óneit-
anlega mjög í skugga Dustins í mynd-
inni.
Mest var fagnað Alec Guinness er
Sally Field fékk verðlaun fyrir beztan leik I kvenhlutverki. Greinilegt var að það
gladdi hana ákaflega.
Dustin Hoffman brosti út að eyrum
þegar Óskarinn komst loks í hendur
hans, i fjórðu tilraun.
hann fékk aukaverðlaun fyrir fram-
lag sitt til kvikmynda. Hann sagðist
reyndar ekki eiga þau skilið en gripa
þau meðan honum slæðu þau til
boða.
£&**
með sólarium
lömpum.
i
Þúverðurbrún(n)
á5-10dögumí
BEL-0-S0L.
Pantiðtímaítíma.
Opið 9-21 á kvöldin.
SOLBAÐSTOFAN
Ingólfsstræti 8—Sími10256
TonyCurtis:
llla farinn af víni og
fíkniefnum
Leikarinn frægi Tony Curtis er nú á
taugahæli í Kaliforníu. Vinir hans hafa
lengi óttazl um heilsu leikarans þvi eftir
að hann skildi við þriðju eiginkonu sina
var hann orðinn háður vini og fíkniefn-
um. Svo slæmt var ástand hans að
hann fór ekki fram úr á morgnana fyrr
en hann hafði fengið sér vænt viskíglas
og reykt eina marijúana sígarettu.
Eiginkona Curtis, fyrirsætan Leslie
Allen, sem er tuttugu árum yngri en
leikarinn, sagði reyndar að hann hefði
verið orðinn hálfgeggjaður áður en þau
skildu. Hann hefði verið sjúklega af-
brýðisamur og átt það til að læsa hana
inni dögum saman. Hún gafst hreinlega
upp á þessu og fór sína leið.
Þá brast Curtis endanlega. Vin og
fikniefni urðu hans einu vinir í lífinu,
að honum fannst. Á sviðinu kom
glögglega fram hvernig þessir vinir
reyndust honum. Hann stóð sig hörmu-
lega, gleymdi hreinlega heilu þáttunum
úr leikritunum og oftar en einu sínni
varð annar leikari að leysa hann af. Nú
á að reyna að koma leikaranum á rétt-
an kjöl aftur.
Ný Olga fimleikastjama
Nýjasta upprennandi stjarnan á fim-
leikahimninum er ellefu ára stúlka frá
Sovétríkjunum, Olga Mostepanova.
Siðan hún var átta ára hefur hún verið í
þjálfun hjá Valdimir Aksenov, fræg-
asta fimleikaþjálfara Sovétrikjanna,
sem þjálfað hefur margar af frægustu
fimleikastjörnunum austur þar. Hann
er mjög ánægður með Olgu og segir
hana vera mun betri en þær Olga
Korbut og Nadia Comaneci hafi verið á
hennar aldri.
Olga keppti nýlega í Bretlandi á leik-
um sem blaðið Daily Mirror stóð fyrir.
Þar vakti hún miklar vonir manna um
frekari frama. Olga getur þó ekki náð
þvi að keppa á sumarólympiuleikunum
i Moskvu þar sem aldurslágmark er 13
ár á ólympiuleikum.
OPID
KL. 9-9
Allar skreytingar unnar af fag-
. mönnum.
Nag blla.tcaSI a.m.k. á kvoldln
m<)M£A\r\iiH
HAFNARSTRÆTI Slmi 12717
Atvinna óskast
Ungur reglusamur maður óskar eftir starfi, helzt
við akstur úti á landi, er með meirapróf- rútu-
prÓf- UppLísíma 17658.