Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 1
f i i 6. ARG. - FÖSTIJDAGUR 13. JÚNÍ 1980. - 132. TBI.. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGI.ÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Flugleiðir segjá upp250starfsmönnum frá 1. okt: „Þetta lá í loftinu eftir aöalfundinnff segir formaöur Starfsmannafélags Flugleiöa Uppsögn 250 starfsmanna Flug- leiða hf., er nú rædd í stjörn félagsins. Koma þær þó ekki til fram- kvæmda fyrr en hinn 1. október næstkomandi þar sem þriggja mánaða uppsagnarfrestur er i gildi varðandi nær allan þennan hóp starfsmanna. Uppsagnir verða væntanlega tilkynntar 1. júní, ef stjórnin tekur framangreinda ákvörðun á fundi sem ráðgerður er 24. þessa mánaðar. Þessi alvarlega ráðstöfun er að mati stjórnarinnar neyðarúrræði eða lokakostur, eins og það er orðað, til þess að draga úr hallarekstrinum, sem einkum hefur orðið á Banda- rikjafluginu. Taka uppsagnir til starfsmanna beggja vegna hafsins. Uppsagnirnar eru i beinum tengslum við samdrátt á þessu flugi, sem þrjár flugvélar hafa yfirleitt annazt. Aðeins ein flugvél verður þá í þessu flugi með þrjár ferðir á viku hverri. Ef af þessum uppsögnum verður jafngildir það fækkun starfs- manna um rúmlega fjórðung. „Það lá í loftinu eftir aðalfund Flugleiða hf. að eitthvað í þessa átt myndi gerast. Auðvitað vonuðu allir og vona enn að til svona víðtækra uppsagna komi ekki,” sagði Helgi Thorvaldsson, formaður Starfs- mannafélags Flugleiða, í viðtali við DB. í morgun. Hann sagði, að öllum væri það Ijóst að þetta væri ekki létt- bært, hvorki fyrir stjórn né starfs- menn. ,,Ég fullyrði að allir starfs- menn eru með þvi hugarfari að vonast til að úr rætist um erfiðan rekstur með öðrum hætti en þeim sem nú virðist stefna i,” sagði Helgi Thorvaldsson. -BS. oSk^Í Slysstaðurinn á Kringlumýrarbraut I gær, þar sem fjórða dauðaslysið f umferðinni varð á einni viku. FJÓRÐA DAUÐASLYSIÐ í r FERÐINNIA EINNIVIKU DB-mynd: Sv. Þorm. UM- — 75 ára kona lét lífið á Kringlumýrarbraut í gær Fjórða dauðaslysið á einni viku varð i gær er 75 ára gömul kona varð fyrir bíl á Kringlumýrarbrautinni og lézt samstundis. Konan virðist hafa verið á leið yfir götuna móts við Sléttuveg er hún varð fyrir bil sem kom akandi i norðurátt á vinstri akrein Kringlu- mýrarbrautar. Slysið var rétt fyrir klukkan þrjú i gærdag. Konan kom gangandi í átt frá Borgarspitalanum að Fossvogskirkju- garði. Ekki var ljóst í morgun af mælingum lögreglunnar hvort ástæðan fyrir slysinu var mikil ferð á bílnum, þannig aðekki hefði verið möguleiki að sjá hann fyrir hæðinni á götunni sem er þarna skammt undan. Ekki er unnt að gefa upp nafn konunnar að svo stöddu. isti | álfir” — sjábls.5 J Allar líkur á að framleiðslukvóti í landbúnaði taki gildi íhaust Þetta er það sem bændur vildu sjálfir Biermann er tilþrifamikill söngvari og tjáir Ijóö sin óspart með mörgum svipbrigðum. DB-mynd: Þorri. Wolf Biermann í Háskólabíói ígærkvöld: Vandræðabarn bæði austan og vestan — Amma tók upp á því á gamals aldri að fara að biðja til guðs. Vildi hún færa sér í nyt gömul og góð sambönd þar efra, frá því hún var barn. Ekki af þvi hún vildi tryggja sér þar öruggl pláss, heldur vildi hún hagnýta sam- bandið í þágu flokks og hreyfingar. Guð komdu á kommúnisma! Eitthvað á þessa leið söng visnasöng- varinn Wolf Biermann á liðlega þriggja tima löngum tónleikum Listahátíðar í Háskólabiói í gærkvöld. Hóf Biermann tónleikana á þvi að segja ágrip af ævisögu sinni. Hvernig hann hefði ungur maður í Hamborg af- ráðið að setjast að í Austur-Þýzkalandi á sama tíma og milljónir annaria streymdu i gagnstæða átt til Vestur- Þýzkalands. Söngvar hans féllu þar i góðan jarðveg, enda maðurinn kommúnisti. En brátt kom að þvi stal- iniska skrifræðið austan járntjalds þoldi ekki þennan kommúnisla lengur og bannaði birtingu bóka hans og uppákomur. Fyrir fjórum árum var hann rekinn í útlegð til Vestur-Þýzka- lands. Söngvar Biermanns í Háskólabiói i gærkvöld beindust margir hverjir gegn hægri öflum þeim sem nú vaða uppi i Vestur-Þýzkalandi. Gegn Franz Jósef Strauss og gamla Carstens. Biermann kvaðst vera orðinn hálf- gert vandræðabarn vestan járntjalds nú, eins og hann var austan þess áður. Nýlega hefði hann horft á sjónvarps- þátt með sjálfum sér i vestur-þýzka sjónvarpinu og tók þá eftir þvi að klipptur hafði verið burt einn söngur- inn. „Mér fannst eins og ég væri kominn heim!” sagði Biermann og átti þar við Austur-Þýzkaland. Aheyrendur hlógu dátt. -BH. Borgar sig að bjóða út: Tilboðið 40% af áætluðu verði Upp á tæp fjörutiu prósent af ofan það sem tekið var hljóðaði upp áætluðu verði hljóðaði tilboð það á 25.732 þús. kr. og til að tryggja sig scm Innkaupastofnun Reykjavíkur- fyrir hinu lága tilboöi gerði Inn- borgar tók jregar boðin var út smiði kaupastofnunin kröfu um að sett stjórnskápa i dæluslöð hitaveitunnar yrði bankaábyrgð fyrir mismuninum við Grafarholt. Var þar um að ræða á lægsta og næstlægsta tilboðinu, að sameiginlegt tilboð tveggja aðila sem sögn Torben Friörikssonar hjá Inn- hljóðaði upp á 9.690 þús. kr„ en kaupastofnuninni. Var bankaábyrgð- áætlaður kostnaður hljóðaði upp á in sett og þá ekkert því til fyrirstöðu 24.896 þús. kr. Næsta tilboð fyrir ;að taka lægsta tilboði. Á

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.