Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980. Erlendar fréttir Kreisky neitar áætlunum um lausn gíslamálsins Bruno Kreisky, kanslari Austurríkis, sem staddur er i Osló á fundi leiðtoga sósíaldemókrata, neitaði fregnum um að þeir hefðu komizt að samkomulagi um áætlun sem leiða ætti til lausnar deilunni um bandarísku gíslana í Teheran. Utanrikisráðherra írans mætti á fundi krataforingjanna í Osló. Cossigaforsætis- ráöherra ívaxandi erfiðleikum Cossiga forsætisráðherra Ítalíu á í vaxandi erfiðleikum vegna orðróms um að hann hafi varað grunaðan hermdar- verkamann við að lögreglan ætlaði að handtaka hann. ítalska þingið sam- þykkti í gær að skipa sérstaka nefnd til að kanna málið. Hinn meinti hermdar- verkamaður er sonur áhrifamikils stjórnmálamanns. Er sá þingmaður fyrir kristilega demókrata en Cossiga er i þeim flokki. Hefur þingmaðurinn nú sagt af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Gættu þínT Anker Efnahagsástandið hjá frændum vorum Dönum er að þeirra eigin áliti ekki upp á það bezta. Stjórn- málamenn mega samt ekki láta deigan síga og verða að bera sig karlmannlcga. Anker Jörgensen forsætisráðherra hefur (il dæmis klifrað upp í kaðalstiga en eftir svipnum að dæma er honum um ogó. Washington: Carter boðar heræf- ingarmeð Egyptum — Bandaríkjaf orseti ítrekar að íhlutun Sovétríkjanna við Persaf lóa verði mætt með hervaldi Jimmy Carter Bandarikjaforseti ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar um að öll íhlutun Sovétríkjanna í málefni rikja við Persaflóa muni kosta beinar hernaðaraðgerðir af hálfu stjórn- valda i Washington. Bandaríkjafor- seti tilkynnti einnig í morgun að her landsins mundi senda nokkrar Phantom orrustuþotur til Egypta- Iands i næsta mánuði. Eiga þær að taka þátt í heræfingum með egypzka hernum. Þykir þetta undirstrika enn frekar en orðið var að Anwar Sadat forseti Egyptalands hefur i megin- atriðum ákveðið að taka að sér hlut- verk keisarans fyrrverandi i íran og gerast helzti bandamaður Bandaríkj- anna í Miðausturlöndum. Viðvörun Carters forseta til Sovét- nianna um afleiðingar íhlutunar þeirra við Persaflóa kom áður frá honum i vetur. Tengist þetta innrás Sovétmanna inn í Afganistan. Sagði Carter þá að öllum frekari hernaðar- aðgerðum Sovétríkjanna eða tilraun- um þeirra til að ná frekari áhrifum við flóann mundi verða svarað með öllum tiltækum aðgerðum og þar á meðal hervaldi. Carter forseti gaf þessar yfirlýsing- ar í tilefni af viðræðum sínum við sérstaka nefnd á vegum Demókrata- flokksins vestra sem ætlað er að semja stefnuskrá flokksins fyrir for- setakosningarnar í nóvember næst- komandi. Samtímis fara þá fram kosningar til þingsins í Washington. Heræfingar bandaríska flughersins með Egyptum verða þær fyrstu sinn- ar tegundar. Hafa þjóðirnar aldrei áður haft svo náin hernaðarsam- skipti. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið tilkynnti í gær að á heræfing- unum mundi meðal annars fara fram beinar prófanir á ýmsum háþróuðum drápstólum. Alls munu æfingarnar taka þrjá mánuði. Til marks um það hve æfingar Bandaríkjahers með Egyptum eru óvenjulegar þá er þess getið i fregn- um frá Washington að slikar heræf- ingar hafi aldrei farið fram með ísra- elsher en fram að þessu hefur ísrael verið nánasti bandamaður Banda- ríkjanna í Miðausturlöndum. Æfingar Bandarikjahers með egypzka hernum þykja tíóindum sæta. Til marks um það er skýrt frá því í Washington að slikar her- æfingar hafi aldrei farið fram með ísraelsher en ísrael hefur þó fram að þessu verið nánasti bandamaður Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. l^KOMIN TIL HVERAGERÐISJ BLÓMABORG HVERAGERÐI (ÁÐUR BLÓMASKÁLI MICHELSEN) býðuryður til að sjá landsins mesta úrval af pottablómum. Nýafskorin blóm daglega. Mjög hagstætt verð — Gerið verðsamanburð Mikið úrval afpostulínsstyttum og alls konar gjafavörum BLÓMABORG S/F Breiðumörk 12 — Sími 4225 (Áður Blómaskáli Michelsen) BRITISH LEYLAND HÆKKAR VERÐIÐ Nýkomin sending af KÖFUNARBÚNAÐI KOMIÐ HRINGIÐ SKRIFIÐ Brezku Leyland verksmiðjurnar hafa boðað þriggja til fimm prósenta verðhækkun á framleiðslu sinni. Til dæmis mun hinn vinsæli Mini 1000 kosta eftir hækkun 3.031 sterlings- pund eða um 3.3 milljónir islenzkra króna. —- Þegar Mininn var kynntur fyrir 2I ári kostaði hann 496 pund (um5llþúsund íslenzkar). Þessi hækkun hjá Leyland virkar á allar gerðir Mini, nema 1100 Special. Meðal annarra bíla sem hækka eru Austin Allegro 1300, sem nú kostar 3.650 pund, Rover 2000 verður seldur á 6.904 pund og síðast en ekki s'izt er að geta Jagúar 4.2, sem nú kostar I5.790 sterlingspund. Það svarar til sautján milljóna islenzkra króna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.