Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 24
Sjóslysá Snæfellsnesi: Fórst er trilla brotn- aðia blind- skeri Einn maður fórst, cr lítil trilla fra Búðum á Snæfellsncsi fórst i gær eða nótt. Talið er að trillan hafi steytt á hlíndskeri og brotnað. — Maðurinn var einn á trillunni. Ekki er hægt að gefa upp nafn hansaðsvostðddu. Að sögn Hannesar Hafstein hjá Slysavarnafélagi Islands fór maður- inn i róður i gærmorgun og hugðist róg á Krossmið undan bænum Krossi í Staðarsvcit. Þegar hann skilaði sér ekki heim á réttuni tíma fóru fimm bátar frá Arnarstapa á Snæfellsnesi til leitar. Hún bar ekki árangur og var |sá björgunarsveit Slysavarnarfélags- ins og hópur bænda kvödd út til að ganga fjörur. Unt sexleytið i morgun fannst bát- urinn og lik ntannsins i fjörunni und- an bænum Böðvars'holti. Báturinn bar þess öll merki að hafa brotnað á skeri. Maðurinn sem lézl var vel kunnugur sjólciðum á þessunt slóðum. -ÁT- Selfoss: Sameiginlegur f ramboðs- fundur frekar ólíklegur Ólíklegt er að af sameiginlegum enda. Fulltrúar frambjóðendanna finna tíma sem öilum hentar. Þá hafa fundi forsetaframbjóðenda verði á héldu fund á Selfossi í gær til að ræða allir frambjóðendur að Pétri undan- Selfossi. Stuðningsmenn Vigdisar málið. Kom þar i Ijós að erfitt kannað skildum þegar haldið fund með áttu frumkvæði að þvi að vekja máls vera að koma slikum fundi á nú. stuðningsmönnum á Selfossi. á hugmyndinni og sendu bréf til Nánast hvert andartak fram til -ARH. stuðningsmanna annarra frambjóð- kosninga er skipulagt og illmögulegt að Æ, heldur gengur þetta tregtega. Samt er ekki hcegt að segja að ég œtli að okra mikið — ég vœrijafnvel til I að láta drek- ann minn upp I i skiptum fyrir góðan, ameriskan bil. Bezt væri náttúrlega að skipta á sléttu — en einhverra hluta vegna sýna menn ekki sérstakan áhuga. Það kannski lagast... eftir mánaðamótin. DB-mynd: Þorri. Allar f rystigeymslur yfirf yllast fyrir mánaðamót: Sambandið bíður eftir aðgerðum stjómvalda — lokum ekki nema í neyð, segir aðstoðarf ramkvæmdastjóri sjávaraf urða- deildarSÍS „Okkur er ekki kunnugt um að stjórn eða stjórnendur nokkurs Sambandsfrystihúss hafi enn tekið ákvörðun um lokun vegna rekstrar- erfiðleikanna,” sagði Ólafur Jóns- son, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS, i samtali við DB. Á fundi stjórnar Sambandsfrysti- húsanna fyrr í vikunni var gerð sam- þykkt þar sem frystihúsiti, hvert fyrir sig, voru hvött til að skoða fjárhags- stöðu sína vel og vandlega og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hætta rekstri áður en greiðslufall verður orðið svo alvarlegt að ekki sé hægt að greiða fyrir nauðsynlegustu aðföng og þjónustu. Ólafur Jónsson kvað lokun frysti- húsa mjög alvartega aðgerð og til hennar yrði ekki gripið nema i neyð. Kvað hann sambandsmenn vitja a.m.k. láta þessa viku líða og sjá til hvort stjórnvöld gerðu eitthvað til að rétta hlut frystiiðnaðarins. Upp úr næstu viku mætti vænta þess að frystihúsin tækju ákvörðun um aðgerðir. Annan vanda en rekstrarerfiðleika kvað Ólafur steðja að frystihúsun- um, það væri óvenjuleg birgðasöfn- un. „Mér sýnist að flest öll húsin verði í standi til að vinna út þennan mánuð hvað snertir geymslurými,” sagði hann, „en ef við gerum ekki sérstakar ráðstafanir fyrir þann tíma kunna húsin að lokast, gégn vilja sinum, vegna birgðasöfnunar.” -GM. Grásleppukarlar á Akranesi kvarta: „Sjávarútvegsráðuneytið vemdar veiðiþjófana” — með afskiptaleysi sfnu „Sjávarútvegsráðuneytið er að vernda veiðiþjófana með þessu af- skiptaleysi sínu. Það hefur viður- kennt að það geti ekki fylgt reglu- gerðinni um grásleppuveiðar eftir, en samt hefur ekkert verið gert til að afnema reglugerðina,” sagði Kristján Hagalinsson á Akranesi i viðtali við DB. Mikill hiti er nú i mönnum uppi á Skipasaga vegna máls þess sem upp er komið vegna reglugerðarbrots þriggja grásleppu- báta. Forsaga málsins er sú að kvartað var yftr því að sumir grásleppubátar væru með of mörg net i sjó. Sam- kvæmt reglugerð sjávarútvegsráðu- neytisins má hver maður hafa 80 net i sjó, þannig að þrír menn á bát mega hafa samtals 240 net, tveir 160 og einn aðeins 80. Netafjöldi má þó aldrei verða meiri en 300. Ráðuneytið sendi menn til Akraness, sem töldu net hvers bát og í ljós kom að þrir bátar höfðu brotið reglugerðina. Einn þeirra tók öll sín net úr sjó, og eigandinn fór að vinna i landi. Hinir tveir tóku aðeins hluta neta sinna úr sjó og nokkrum dögum síðar voru þeir búnir að fá veiðileyfi sin aftur. Sagði Kristján að svo virtist sem pólitik hefði hlaupið í spilið. „Okkur finnst óréttlátt,” sagði Kristján, „að mönnum, sem eru með allt of mörg net i sjó, skuli ekki vera refsað fyrir. Að áliti margra hefði átt að skylda þá til að draga öll sin net úr sjó og taka sér viku til 10 daga frí, en síðan hefði mátt veita þeim veiði- leyfið aftur. Við annað brot á siðan að svipta báta veiðileyfi út vertíðina og e.t.v. einnig að beita þá fjársekt- um. Okkur finnst að það ætti að leggja niður regluna um hámarks- netafjölda, en í staðinn kæmi afla- kvóti. Þá gætu menn verið með eins mörg net í sjó og þeir vildu.” sagði Kristján Hagalinsson. -SA. frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980. Skyndifundur um freðfiskinn: „Stórt markaðs- átak” íbígerð Skyndifundir hafa verið boðaðir í stjórnarliðinu vegna vandamála frysti- .húsanna. Þingflokkur og framkvæmdastjóm Alþýðubandalagsins koma saman til fundar i dag. Þingflokkur Framsóknar- flokksins heldur fund á mánudaginn. Þjóðhagsstofnun var á ríkisstjórnar- fundi i gær falið að skila innan viku út- tekt á söluvanda frystihúsanna. Stjórnarliðar sögðu i morgun, að ekki dygði minna en „stórt-markaðs- átak” vegna vandkvæða frystihús- anna. Hugsanlega yrði að treysta meira á Evrópumarkað en fyrr. Gengislækk- un dygði ekki til að mæta söluerfið- lcikuni fiskvinnslunnar. -HH. Sá ölvaði vildi ekki stoppa: Ók á kyrr- stæða bíla og lögreglubfla Helgin byrjaði óvenju snemma hjá Reykvikingum í þetta sinn. Ölvun var mikil í borginni i nótt og varð að setja á annan tug manna i fangageymslur lögreglu. Einn af þeim var reyndar ölvaður ökumaður sem reynzt hafði bæði lögreglubílum og öðrum bílum, kyrrstæðum, skeinuhættur. Klukkan að verða tvö i nótt var til- kynnt um ölvaðan ökumann á plani BSR. Lögreglumenn brugðu snart við og sáu er þangað var komið ökumann- inn hverfa á braut. Þeir veittu honum eftirför og barst leikurinn viða um bæinn, allt frá Þingholtunum og inn i Sund. Ökumaðurinn ók ýmist með eða á móti einstefnu og yfir á rauðu Ijósi. Á leið sinni 6k hann utan i tvo kyrrstæða bila og siðar á lögreglubíl sem ætlað var að stöðva hann. Við það stöðvaðist billinn eins og til var ætlazt en er lögreglumenn komu út og hugðust spjalla við kappann ók hann af stað aftur á mikilli ferð og áttu lögreglu- menn fótum fjör að launa. Loks var billinn stöðvaður með því að öðrum lögreglubil var ekið á hann. Ökumann- inn þurfti siðan að taka með valdi undan stýri því áfram vildi hann hvað sem hversagði. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.