Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 9
DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980. „Návígið er stundum býsna óvægið og miskunnarlaust" — sjö menn fluttu ræður á kosningafundi Guðlaugs Þorvaldssonar íStapa ,,Ég hef orðið þess vör upp á sið- kastið að margir segja sem svo, að ekki sé að undra þótt Guðlaugur Þor- valdsson eigi mikið fylgi í Grindavík, þar sem hann er fæddur og uppalinn.. Við sem búum í smærri byggðar- lögum vitum að þessi fullyrðing er í meira lagi hæpin. Því eins og fjar- lægðin gerir fjöllin blá og mcnnina mikla, getur návígið stundum verið býsna óvægið og miskunnarlaust. Við slíkar aðstæður vilja gjarnan fjúka af mönnum fallegustu fjaðrirn- ar, jafnvel við minnsta goluþyt," sagði Hildur Júlíusdóttir m.a. á kosningafundi Guðlaugs Þorvalds- sonar í Stapa í Njarðvík á þriðjudags- kvöldið. Stapi var þéttsetinn þetta kvöld og sjö menn komu þar fram og fluttu ræður. „Reynslan hefur sannað okkur að heppilegt er að hafa sérstakan for- seta, sameiningartákn þjóðarinnar, mann sem er yfir alla flokkadrætti hafinn, mann sem hefur viðsýni og dug til þess að stýra stjórnarmyndun- um þegar á þarf að halda og ekki er svo sjaldan," sagði Jóhann Einvarðs- son alþingismaður m.a. í stuðnings- mannaræðu sinni á kosningafundin- um. Þá kom fram Halla Tómasdóttir og sagði m.a. ,,Ef við viljum forseta sem á rætur að rekja til hins óbreytta en kjarkmikla stofns þjóðarinnar, sem hefur þá hæfileika til málamiðl- unar sem embættið krefst og sem hefur ótvíræðan skilning á vanda- málum unga fólksins, þá kjósum við Guðlaug Þorvaldsson." ,,Ég sá Guðlaug Þorvaldsson fyrst í Þórsmörk fyrir mörgum árum. Þá lék hann við syni sína unga, leik sem kallaðist höfrungahlaup. Menn bar að og án ytri hvatningar gerðust þeir þátttakendur. Brátt mátti sjá fjölda fólks á ýmsum aldri stunda leikinn af sannri gleði. Guðlaugur var þá hvorki háskólarektor, ríkissáttasemj- ari né forsetaframbjóðandi — heldur góður sonur íslenzkrar náttúru sem kenndi börnum sínum holla og Guðrún Ólafsdóttir ávarpar fundarmenn f Stapa: Guðlaugur hefur göða innsvii i Uf og kjör launafölks. DB-mynd: Bj. Bj. þroskavænlega umgengni við móður jörð — og laðaði aðra að," sagði Jón Böðvarsson skólameistari í ræðu sinni. ,,Af- þeim fjórum frambjóðendum sem i framboði eru til þessa háa emb- ættis var mér Guðlaugur hugstæðast- ur, þar sem ég hef kynnzt honum í starfi sem kennara mínum í Verzlun- arskóla íslands. Á þeim tíma var ég frekar erfiður nemandi, enda hugur- inn bundinn við sjóinn og hafði ég lít- inn áhuga á verzlunarfræðum. Ég reikna með að Guðlaugi hafi ekki þótt mikill leggur i þessum nemanda sinum. Þessa útúrdúrs er aðeins getið hér vegna þess að svo tókst Guðlaugi að sía námsefnið inn í huga minn að útkoman á prófi varð þolanleg," sagði Gunnar Jónsson sveitarstjóri m.a. ísinni ræðu. Guðrún Ólafsdóttir flutti næstu ræðu og sagði m.a.: ,,Ég tel að Guðlaugur hafi góða innsýn í það Hf og þau kjör sem hinn venjulegi launa- maður lifir, hann skilur erfiðleika einstaklingsins og þjóðarinnar." Páll Jónsson flutti síðustu ræðuna og sagði hann m.a. „Okkur fslend- ingum þykir mikið til þess koma að hjá okkur er engin stéttaskipting og þannig viljum við að það sé — hér hafa múrarar og bændur komizt í ráðherrastóla, vegna eigin dugnaðar. Guðlaugur er úr þessum dugnaðar- hópi, Grindvíkingur sem brauzt til mennta og hefur síðan notað sér menntunina og lífsins skóla á þann veg, að líklegt má telja að hann verði verðskuldaðurokkur næsti forseti." Eftir klófaklapp og ræðu Guðlaugs sjálfs, flutti frændi hans Guðmundur Finnbogason honum Ijóð. Söngvari ætlaði að koma fram, en forfallaðist á síðustu stundu. Þess í stað söng salurinn asamt fprseta- frambjóðandanum ísland ögrum skorið, í lok fundarins. -F.IA. Veljum VIGDÍSI skrifstofa VIGDISAR FINNBOGADÓTTUR Laugavegi17 s: 26114-26590 utankjörstaðasími 26774 f«2§ Landsb Ávfeg t^^m Islands nareikíl no: Rvík 5025 EURO -ARGON RAFSUÐUVÉLAR DANSKAR- FRÁBÆRAR Verð með söluskatti: 250 amp. 160amp3fasa 160 amp. 1 fasa Kr. 480.000. Kr. 409.000. Kr. 434.000. REYIMSLA MANNA EINS OG ÁRNA GÍSLASONAR, SEM HAFT HEFUR ÞESSAR VÉLAR FRÁ 1972 Á VERK- STÆÐI SÍNU, SANNAR ÁGÆTI ÞESSARA VÉLA. GERID VERÐSAMANBURD OPIÐ LAUGARDAGA ^ Ó. Engilbertsson h/f $fi» Auðbrekku 51 Kóp. - Sími 45640 V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.