Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 14
DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 13. JUNÍ 1980. Styrkur og blíða Kristin Jónsdóttir hefur um langt skeið verið huldukonan í íslenskri myndlist. Næstum tuttugu ár eru liðin siðan verk hennar sáust síðast á almannafæri (1962), en þá var á engan hátt leitast við að varpa ljósi á feril hennar í heild. Það hefur því lengi verið brýnt að setja saman veg- lega sýningu á ævistarfi hennar þar sem Kristín skipar hreint ekki lítinn sess í islenskri myndlist. Hún er fyrsta konan sem gerist myndlistar- maður hér á þessari öld, — reyndar sú fyrsta í aldaraðir og hún er fyrst ísienskra myndlistarmanna til að taka til meðferðar störf alþýðunnar í myndum sínum. Þar fyrir utan er Kristin hinn ágætasti málari og stendur tæknilega séð jafnfætis starfsbræðrum sínum i listinni. Miklir snúningar Það lá því beint við að halda stóra yfirlitssýningu á verkum hennar á Listahátíð. En eins og að henni er staðið, þá er ég hræddur um að Kristín verði aftur gleymd eftir nokkur ár. Ég dreg enga dul á þá skoðun mína að yfirlitssýningu á nær skilyrðislaust að hengja upp í einhvers konar timaröð þannig að áhorfandanum sé gert kleift að fylgjast með þróun listamannsins. Upphenging af þessu tagi þarf alls ekki að vera frá A til ö, án tilbrigða, heldur má einnig ímynda sér niður- röðun eftir viðfangsefnum lista- mannsins sem siðan er hægt að Kristín Jónsdóttir urt störfum á yngri úruni. LAUS STAÐA Við Menntaskólann að Laugarvatni er laus til umsóknar kennarastaða í þýsku. Æskilegt er að umsækjendur geti jafnframt kennt frönsku og/eða dönsku. Laun samkvaemt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf. skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 6. júlí n.k. — Umsóknareyðublöðfást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 9. JÚNÍ1980. Kínversku fólksbíla- hjölbarðarnir komnir Fást hjá umboðsmönnum víða um land og í Hjólbarðastöðinni, Skeifunni 5, Rvík. Góð ending, gott verð. Reynir s/f — Blönduósi. Einkaumboð á Islandi. Sími 95-4400. TILBOÐ OSKAST Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Subaru 1600 1978 Toyota Corolla 1977 Toyota Corolla 1973 Mercury Comet 1972 M. Benz 230 1972 Morris Marina 1973 Audi L 100 1975 Ford Escort 1975 Ford Escort 1973 Ford Custom Carp. 707 1972 Bifreiðarnar verda til sýnis að Hamarshöfda 2, (viö hlidina á Mosaik) föstudaginn 13. júní frá kl. 12til 17. Einnig er til sölu Range Rover árg. 1978, óskemmdur i góðu lagi. Nánari upplýsingar veittar í síma 26466. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora eigi síðar en mánudaginn 16. júní kl. 17. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN H.F., ADALSTRÆTI 6, REYKJAVÍK. SÍMI 26466. hengja i tímaröð. Sýning Kristínar er hins vegar hengd upp eins og um einkasýningu væri að ræða, eftir „auganu", „smekk" eða einhverjum öðrum tiktúrum þannig að það kostar áhugasaman sýningargest mikla snúninga, hlaup fram og aftur, til að komast til botns i heildinni. Þar fyrir utan vantar í sýninguna nauðsynlega vídd, teikningar Kristínar, að fjórum skólaskissum undanskildum. Þær þrjár teikningar sem Leifur Breiðfjörð hefur laumaö inn í skrána sýna einmitt að hún var lipur og þróttmikill teiknari. Engin svör En hafi nú þessi sami áhugasami sýningargestur náð að þræða sýning- una á enda og þurfi að fá svör við þeim spurningum sem vaknað hafa við skoðunina, þá er þýðingarlaust 'að leita svara í sýningarskránni. Þar er einungis stuttur en elskulegur for- máli eftir Þorvald Skúlason, yfirlit yfir sýningar og myndir. Reyndist Kristínu erfitt að fá að læra til mynd- lista? Þurfti hún að stríða við for- dóma karlmanna? Hvernig gekk námið i Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn fyrir sig? Hverjar fyrirmyndir valdi hún sér í listinní? Hvernig var kunningskap þeirra Muggs háttað? Hvernig leit hún á hlutverk sitt innan íslenskrar mynd- Teikning. Af stakri smekkvísi Kristin er í list sinni nær Jóni Stefánssyni en nokkrum öðrum, einkum í síðari myndum sínum. En hún er engan vegin eins myrk í máli og stíf í sniðum og Jón. Hún beitir megninu af litaskalanum af stakri smekkvisi, fínleg blæbrigði eru hennar aðall og aldrei fellur hún i gryfju rómantískrar undirgefni and- spænis mótífinu. Stundum er eins og USTAHATIÐ 1980 AÐALSTEINN INQÓLFSSON I garfli, 1952 listar? Hvers vegna verður hið langa hlé á sýningum hennar, frá 1936— 1952 og hvers vegna sýnir hún ekkert eftir 1952? Þetta eru aðeins örfáar af þeim spurningum sem koma manni í hug við skoðun sýningarinnar. Blökká blökk Fyrir a.m.k. ári siðan hefði einhver átt að byrja á því að leita svara við þeim og öðrum slíkum, til birtingar í sýningarskrá. Nú er hætt við því að þessum málum verði ekki hreyft aftur i bráð. Hvers konar málari var svo Kristin Jónsdóttir? Af hinum evrópsk- expresssjóníska skóla, þeim sama sem gat af sér verk Jóns Stefáns- sonar, Ásgrims og Jóns Þorleifssonr, svo nokkrir íslendingar séu nefndir. Að baki þeim öllum stendur Cézanne, síaður í gegnum norræna eða franska lærifeður, kannski van Gogh lika. Öll litu þau á málverk sem sérstaka sköpun en ekki eftirlíkingu einhvers, háðeigin lögmálum. Háttur þeirra var sá að byggja upp verk sín blökk fyrir blökk, með litum sem í senn héldu eigin tilfinningagildi, en gætu einnig gefið form og fjarvídd til kynna. En innbyrðis eru þessir lista- menn ólikir, litróf þeirra er mismun- andi svo og afstaða til myndefnis. Jón Stefánsson beitir djúpum, myrkum litum og ósveigjanlegri upp- byggingu, Ásgrímur notar oftast bjarta liti og hrindir af stað kvikum samskiptum þeirra innbyrðis o.s.frv. Kristín gæti sin alveg sérstaklega á til- finningasemi, en þetta verður til þess að hún virðist standa utan við myndii sínar, sé helst til hlutlaus þegar áhorf- andinn fer fram á meiri tilfinninga- hita. Kristín fór til Kaupmannahafnar árið 1909 og bjó sig þá undir listnám en síðan var hún í Konunglega lista- háskólanum frá 1911 — 16. En hún er heima á íslandi á sumrin og frá 1913—14 eru fyrstu markverðu myndirnar frá hennar hendi. Það hefði mátt búast við áhrifum Ásgrims í þessum fyrstu málverkum Kristinar, en það ber furðulega litið á þeim. Sjónhringur þrengist Helst er það í myndum eins og nr 52 (Hólar i Hjaltadal) og 63 (Úr Eyja- firði) að manni finnst vinnubragða Ásgríms gæta, en þau verk eru sára- fá. Þess er að gæta að Kristín var þá þegar búin að kynnast danskri málaralist náið. En ekki vitum við hvað hún kann að hafa séð. Það er allrar athygli vert hve snemma Kristín tekur að mála íslenska alþýðu. Árið 1914 málar hún Fiskverkun við Eyja- fjörð, áður en nokkur annar íslensk- ur málari hafði leitað til atvinnuveg- anna að myndefni. Skyldi Kjarval hafa gotið augum á þá mynd áður en hann vann freskuna miklu í Lands- bankanum? En þótt Kristín haldi áfram að fjalla um fólk i umhverfi sínu, þá þrengist sjónhringur hennar og það er fjölskylda hennar sem leikur aðalhlutverk i flestum manna- myndum hennar upp úr 1930. Við sjáum fjölskyldu úti í guðsgrænni náttúrunni og sumum myndanna svipar meira að segja til baðmynda Cézannes (nr. 3, Við Atlavík). Á oðrum stað sjáum við Engjakaffi (nr. 21) sem gaman væri að sjá við hlið sambærilegra mynda þeirra Jóns Stefánssonar og Gunnlaugs Scheving. Mikilfenglegt innlegg En það er form mannsins fremur en sálarfræði sem Kristín leitast við að tjá og það kemur manni spánskt fyrir sjónir að sjá „portrettmynd" þar sem helstu andlitsdrætti vantar (nr. 28). Og undarleg er glíma lista- konunnar við hið vinsæla suðræna myndefni, „Heilagur Antóníus og freistingarnar" (nr. 39). En þar með er ekki sagt að Kristín hafi ekki getað tjáð persónuleika. Portrett hennar at Hannesi Hafstein er mikilfenglegt innlegg í þá tegund myndlistar á íslandi. Ekki held ég að nokkur leið væri að giska á hvort höfundur þeirrar myndar væri karl eða kona, — en sumír hafa gaman af slíkum leikjum. Innileg og hlýleg ¦ Slíkar myndir eru opinber framlög listakonunnar og það er helst í blómamyndum sínum sem Kristín slær á léttari strengi, þar er hún bæði innilegog hlýleg. Myndsýn Kristínar breytist eftir þvi sem árin líða. Þurrleg og nákvæm uppbygging mynda breytist smátt og smátt i frjálslegri og jafnframt dulari túlkun og það er freistandi að draga þá ályktun af þeirri breytingu að listakonan hafi orðið bölsýnni með aldrinum. En í greinum hennar (ágætlega skrifuðum. . . .) er engan bölmóö að finna og ekki virtist Kristínu heldur detta í hug að sjá í verkum yngri listamanna fjandann uppmálaðan. Þvert á móti hvatti hún þá til dáða. Um Kristínu Jónsdóttur vildi maður gjarnan fá að vita meir en það sem þessi sýning upplýsir. Það var vel til fundið af Listahátíð að fela ýmsum listamönnum sérstök verkefni. Nokkur þeirra hafa nú séð dagsins Ijós, önnur ekki, — barna- leikrit Guðbergs til dæmis. Ragnheiður með graf ík Einn þeirra útvöldu var Ragn- heiður Jónsdóttir grafíker sem vann myndröð fyrir hátíðina. Sú röð er nú til sýnis að Kjarvalsstöðum og í Félagsstofnun stúdenta og nefnist „Ég er . . . ". Myndirnar eru sjö og eru að vissu leyti framhald á höfuð- myndum þeim sem Ragnheiöur sýndi fyrst á afmælissýningu íslenskrar Grafíkur í fyrrasumar. Við sjáum eins konar steinrunnin karlmanns- naus sem þróast frá mynd til myndar. Hann er með "tölvuglerau'gu, hljóð- nema eða tappa í eyrunum og íslenskt dagblaðutanásér. Eðlilegast virðist að túlka þetta sem umsögn listakonunnar um þá fjölmiðlamötun sem á sér stað í þjóð- félaginu upp á hvern dag. Hug- myndaflug Ragnheiðar er ávallt sér- kennilegt og hér hefur henni tekist að skapa eftirminnilegar táknmyndir. -AI.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.