Dagblaðið - 13.06.1980, Side 3

Dagblaðið - 13.06.1980, Side 3
ísíma DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980. istaskni tif. ÁRMÚLA 22. - SÍMI34060. Tölvuvæðingin fer með stofnanimar Markús pokamaður er nú búinn að stofna „Gullborgarsjóð”. DB-mynd Ragnar. SAFNAR í MINN- Magnús Skarphéðinsson hringdi: Ég vildi fá að kvarta yfir allri þess- ari auknu tölvuvinnslu opinberra stofnana og því hve hún er að tröll- ríða þjóðfélaginu. Segi ég farir mínar ekki sléttar i samskiptum mínum við tvær opin- berar stofnanir. Énn jiann dag í dag eru mér að ber- ast hótunarbréf frá ríkisútvarpinu um „vörzlusviptingu” viðtækis míns, þrátt fyrir að um einn og hálfur mánuður sé liðinn frá þvi að ég greiddi umræddan reikning! Greiddi ég reikninginn með gíróseðli, en vegna hins tölvuvædda lierfis þá gengur svo erfiðlega að koma því til skila að ég hafi þegar greitt, svo æ ofan i æ berast mér hótunarbréf sem send eru út eftir einhverjum röngunt tölvuútskriftum. Svipað er uppi á teningnum vegna greidds reiknings af minni hálfu ... ......................... INGAR- GJÖF Markús B. Þorgeirsson, skipstjóri skrifar: Stofnaður hefur verið sjóður, „Gullborgarsjóður”, til minningar um Benóný Friðriksson frá Gröf i Vestmannaeyjum. Fé það sem kann að berast minningarsjóði „Binna i Gröf” skal varið til að gera brjóst- likan af honum, eiginkonu hans og einnig líkan af hinu aflasæla skipi Gullborgu sem Binni í Gröf stjórnaði með þeirri sæmd að hann varð heinis- frægur aflamaður af. Líkön þessi verða síðár færð Stýrimannaskólan- um í Vestmannaeyjum til varðveizlu. Þeir sem vilja 'eggja fram fé, geta lagt það inn á sparisjóðsbók nr. 11580 i Samvinnubankanum i Hafn- arfirði. Forsetakosningarnar: Slæm frammi- staða ríkis- útvarpsins Fjóla Jensdóttir skrifar: Ég vil leyfa mér að taka heilshugar undir þá áskorun til Ríkisútvarpsins, um að það standi sig betur i frétta- miðlun um forsetaframbjóðendur. Raunar finnst mér þar alltof kurteis- lega að orði komizt um frammistöðu útvarpsins hingað til. Þjóðin á kröfu á hendur Ríkisút- varpinu, að þaðbæt g (>j gefi henni kost á að kynnas. serr. bezt þeim mönnum, sem boðið hafa -ig fram til forsetaembættisins. Og dugar þá ekki lengur það aðgerðalevsi, sem við hefur gengizt. Við viljum „lifandi og frjóan” fréttamiðil, eins og segir í áskoruninni til útvarpsráðs. Og vel mætti bæta við orðinu „heiðarleg- an”. vegna hitaveitunotkunar. Þrátt fyrir að ég hefði greitt þá upphæð sem ég var um krafinn, gerðist það snemma i vor að lokað var fyrir heita vatnið þar sem ég bý. Var málum svo háttað að lokunarmaðurinn kom til min um kvöldmatarleytið. Sýndi ég honum kviltanirnar fyrir hinum greiddu reikningum og fór hann með þær. Skömmu seinna fór ég út og þegar ég kom aftur heim, uppúr miðnætti var búið að loka fyrir hitann (sem kemur sér afar illa í timburhúsi, eins og þar sem ég bý), og fékkst þetta ekki lag- fært fyrr en daginn eftir. Ekki fylgdi nein afsökun þrátt fyrir að búið hefði verið að greiða þá reikninga sem álitnir voru enn ógreiddir í tölvu- væddu kerft Hitaveitunnar. Ég held þetta hafi verið betra hér áður fyrr, áður en tölvuvæðingin fór að tröllriða stofnunum. Magnúsi Skarphéðinssyni flnnst að hlutirnir hafl verið betri hér áður fyrr, þegar ekki var við tölvurnar að sakast. RAFSUÐUVÉLAKYNNINGUNNI AÐ ÁRMÚLA 22 LÝKUR Á LAUGARDAG KL 16.00. ÞÁ VERÐUR SÉRSTAKLEGA KYNNT „HILARC 250" SAMSTÆDAN FRÁ KEMPPI Spurning dagsins Ferðu oft í bíó? Ingi Þór Einarsson, 11 ára: Nei, sjaldan. Halldór G. Jónasson, 12 ára: Já, frekar. Ég fer svona einu sinni eða tvisvar i viku. Einar Rafnsson, 12 ára: Já, svona einu sinni i viku. Anna Valbjörg Ólafsdóttir, 9 ára: Eg fer stundum á sunnudögum. Ragnar Jónsson, 11 ára: Já, svona tvisvar i viku. Þorbjörg Róbertsdóttir, 7 ára: Nei, ég fer sjaldan í bió .

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.