Dagblaðið - 13.06.1980, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980.
SiTellt f leiri kvenmenn ryðjast inn á starfssvið karla:
„Þetta er alveg stór-
kostlegt starf”
gja fimm stúlkur sem eru að útskrifast úr Iðnskólanum sem
úsgagnasmiðir
í síðustu viku skýrði DB frá erfið-
leikum sem steðja að i húsgagnaiðnað-
inum vegna gegndarlauss innflutnings
erlendra húsgagna til landsins. Svo vill
þó til að þessa dagana eru fimm stúlkur
að útskrifast sem sveinar í húsgagna-
sntiðum. Eru það fyrstu stúlkurnar sem
útskrifast hér i Reykjavik i þessari iðn-
grein.
Stúlkurnar, sem heita Jóna Imsland,
Kristin Jónsdóttir, Kristin Ragnars-
dóttir, Ásrún Reynisdóttir og Margrét
Reynisdóttir, Itafa allar fengið vinnu
þó erfiðlega hafi það gengið i fyrstu, að
þeirra sögn. Tvær þeirra eru systur og
hafa þær háðar brennandi áhuga l'yrir
þessari iðn.
Þrjár stúlknanna vinna nú hjá Tré-
sntiðjunni Meiði, ein hjá Furuhúsgögn-
unt og cin hjá Trésmiðjunni Grein.
„Þetta er alveg stórkostlegt,” sagði
Kristín Jónsdóltir þegar við spurðum
hana hvort starfið væri skemmtilegt.
„Þetta er ntjög skemmtilegt og ég vildi
alls ekki skipta,” sagði Jóna. Allar
voru stúlkurnar á sama rnáli unt ágæti
starfsins. Er DB-ntenn litu inn i iðn-
„Það hefði kannski verið betra að hafa það hinsegin”, stúlkurnar fimm skoða eitt
sveinsstykkið. Áhuginn leynir sér ekki við smiðina hjá Jónu Imsland.
DB-myndir Þorri.
skólann voru stúlkurnar að klára gerum,” sögðu þær önnum kal'nar við
sveinsstykki sín sem eru skápar. „Þvi prófstykki sin.
rniður megunt við ekki ráða hvað við -F.I.A.
Tilboð óskast í
utanhússmálningu
á fjögurra hæða fjölbýlishúsi við Vesturberg nr.
2,4 og 6.
Upplýsingar í síma 36677 frá kl. 9—6 og á kvöldin í síma
75904.
BREYTTUR
OPNUNARTIMI
Nú er Teningurínn
Snorrabraut 38, móti
Austurbæjarbíói, opinn
frákL 7 til23.30.
Við bjóðum upp á:
öl, gos, sælgæti, hamborgara, samlokur,
heitar og kaldar, pizzur, pylsur, ís og
alltaf nýtt poppkorn.
Teningurinn
Snorrabraut 38
Tefja Ólafslög uppsagnir ífrystihúsum ítvo mánuði?
TILKYNNINGASKYLD-
AN ER FORTAKSLAUS
— segir Óskar Hallgrímsson í félagsmálaráðuneytinu
„Þessi tilkynningaskylda er forlaks-
laus,” sagði Óskar Hallgrinisson,
deildarstjóri vinnumálaskrifstofu fé-
lagsmálaráðuneytisins, er DB spurði
hann um ákvæði það í svonefndum
Ólafslögum frá 1979 er leggur atvinnu-
rekendum þá skyldu á herðar að til-
kynna með tveggja mánaða fyrirvara
ráðgerðan samdrátt eða aðrar þær
breytingar i rekstri er leiða til uppsagn-
ar 4 starfsmanna eða fleiri.
Vegna umræðna um lokun frysti-
húsa og uppsagnir starfsfólks þar er
vinnumálaskrifstofan nú að vekja al-
hygli á þessu ákvæði laganna.
„Tilgangur þessa ákvæðis er að auka
atvinnuöryggi starfsfólks,” sagði
Óskar Hallgrimsson, ,,og það ntá ekki
rugla því saman við ákvæði annarra
laga sem losa atvinnurekendur undan
ákvæðunt um ákveðinn uppsagnarfrest
ef unt hráefnisskort er að ræða.”
Óskar Hallgrímsson sagði að upp-
sagnarfrestur starfsfólk i frystihúsum
væri afar misjafn, þar sent ráðningar-
samningar væru fjölbreyttir, og upp-
lýsingar unt hvernig þessu væri háttað
lægju ekki frammi. Ákvæði Ólafslaga
tækju þó af öll tvímæli unt almenna
reglu: ef unt uppsagnir fleiri en f'jög-
urra starfsmanna er að ræða verður að
tilkynna það vinnumálaskrifstofunni
nteð tveggja mánaða fyrir-vara.
„Frystihúsin loka eingöngu vegna
þess að þau geta ekki greitl fyrir hrá-
efni og vinnslu,” sagði Ólafur Jónsson,
aðsloðarframkvæmdastjóri sjávaral'-
urðadeildar SÍS, þegar DB spurði hann
út í þetta ntál. Hann kvað það rélt að
lagalega séð væri hægt að hindra
uppsagnir i tvo ntánuði, en það yrði þá
að vera ákvörðun starfsfólksins sjálfs
ef það vildi vinna án þess að fá greidd
laun, þar sent þau væru ckki fvrir
hendi.
(ÍM.
Öskar Hallgrintsson bendir á lagabók-
stafinn: „Má ekki rugla saman vió
ákvæði laga, sem losa atvinnurekendur
undan ákvæóum um uppsagnarfrest ef
um hráefnisskort er að ræða.”
DB-mynd: Þorri.
SPYRNA
Kvartmíluklúbburinn heldur kvart-
mílukeppni á brautinni í Kapellu-
hrauni laugardaginn 14. júní kl. 2.
Á meöal keppenda verður hin víð-
Jrœga „Kryppa” endurbyggð.
Keppendur mœti stundvíslega fyrir
kl. 12.00.
.Stjórnin—