Dagblaðið - 30.06.1980, Qupperneq 1
6. ÁRG. - MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980 - 145. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
Fyrsta konan lýðræðislega kjörin þjóðhöfðingi íheiminum:
VIGDÍS FORSETi
—íæsispennandi kosningum—barsigurorð af Guðlaugi
nieð um2000atkvæðamun
Vigdís Finnbogadóttir varð sigur-
vegari forsetakosninganna og tekur
við embætti sem 4. forseti íslenzka
lýðveldisins hinn 1. ágúst nk. Eftir
æsispennandi talninganótt varð það
Ijóst um dagmál, að Vigdís yrði sigur-
vegarinn.
Mjög mjótt var á munum með Vig-
dísi og Guðlaugi Þorvaldssyni lengst
af og var munurinn minnstur 94 at-
kvæði yfir landið allt um fjögurleytið
i nótt. En síðan tók Vigdís að siga
fram úr og er fyrstu tölur úr Austur-
..............■■■■
landskjördæmi birtust voru úrslitin
ráðin.
Vigdis hlaut flest atkvæði í sex
kjördæmum af átta. Hún sigraði í
Reykjavik, með 1,3% umfram Guð-
laug, í Norðurlandi vestra með 1%
umfram Guðlaug, á Vestfjörðum
með 3,6% umfram Guðlaug, á
Vesturlandi með hálfu prósenti um-
fram Guðlaug en mestur varð sigur
Vigdisar á Austfjörðum þar sem hún
hlaut 45,5% atkvæða og rúm 12%
umfram Guðlaug. Þar innsigluðust
úrslitin. Loks sigraði Vigdis á Suður-
landi, þar sem hún hlaut 2,1% um-
fram Guðlaug.
Guðlaugur Þorvaldsson_ bar sigur
úr býtum i tveimur kjördaámúm; í
Reykjaneskjördæmi með 0,1% um-
fram Vigdísi og á Norðurlandi eystra
með0,9% umfram Vigdisi.
Fyrstu tölur í Reykjavík og
Reykjanesi bentu til óvænts styrk-
leika Alberts Guðmundssonar. En er
á leið dróst hann aftur úr og baráttan
stóð í öllum kjördæmum fyrst og
fremst á milli Vigdísar og Guðlaugs.
Heildarúrslitin á landinu öllu urðu
þessi:
Vigdis Finnbogadóttir 43.530 33,6%
Guðl. Þorvaldsson 41.624 32,2%
Albert Guðmundsson 25.567 19,8%
Pétur J. Thorsteinsson 18.124 14,0%
Það skildu þvi 1906 atkvæði þau
Vigdísi og Guðlaug. Auðir seðlar og
ógildir á öllu landinu voru 540 eða
0,4%. Kosningaþátttaka var rétt lið-
lega 90%.
- A.St.
W
samem-
istum
Vigdísi"
-segirGuðlaugur
Þorvaldsson
„Þettafóreinsogégbjóst við. Það
varð mjótt á mununum. Ég óska Vig-
dísi Finnbogadóttur til hamingju og
vona að þjóðin sameinist nú að baki
henni þegar ótvirætt er orðið að hún
hefur náð kjöri,” sagði Guðlaugur
Þorvaldsson i samtali við DB um sex-
leytið i morgun þegar Ijóst var orðið
hver úrslit kosninganrta vrðu.
,,Á þessari stund er niér d'st ihuga
þakklæti til stuðningsmanna nunna
um land allt, sem lagt hafa á sig
mikið starf, og til mótframbjóðend-
anna fyrir þeirra hlut,” sagði Guð-
laugur Þorvaldsson.
-GM
Fjöldi fólks fagnaði
hinum nýja forseta
við heimili hennar
ímorgun:
Nýr forseti Islands, Vigdis Finnhogadóttir, veifar til fagnandi mannfjöldans I morgun fyrir utan Aragötu 2. Fjöldi fólks tók Vigdisi mjög innilega við heimkomuna og vargleðinfólskvalaus.
DB-myndir Ragnar Th. Sigurðsson.
„Góðan daginn, mamma mín,
— núerég orðin forseti"
„Þetta á að vera hamingja okkar allra, nú er
sumarið byrjað,” sagði Vigdis Finnbogadóttir,
nýkjörinn forseti íslands, snemma í morgun.
Hinn nýi forseti var þá að koma út i undur-
fallegan sumarmorguninn eftir sjónvarpsvið-
tal. Nokkur ungmenni fögnuðu Vigdisi og
færðu henni blóm.
,,Nú fer ég til hennar mömmu minnar og
segi við hana: Góðan daginn, mamma min, nú
er ég orðin forseti.” Vigdís heimsótti síðan
móður sína, en hélt síðan heim á Aragötu.
Þegar þangað kom beið hennar fjöldi fólks og
fagnaði nýjum þjóðhöfðingja íslendinga ákaf-
lega. Gleðin var fölskvalaus og lófatakið stóð
minútum saman. Vigdís var umföðmuð og
kysst og grétu menn á götu úti og var þar
enginn greinarmunur á körlum og konum.
Vigdís Finnbogadóttir kom síðan út á svalir
húss sins og ávarpaði fagnandi stuðningsmenn
sina: „Við eigum ekkert að vopni nema orðið,
en viðgetum mikið sagt meðorðum.”
„Við elskum þig öll,” hrópaði fólkið. „Og
ég elska ykkur öll,” svaraði Vigdís. „Húrra
fyrir tslandi og ykkur öllum.”
Marga gesti bar að garði og mátti m.a. sjá
tvo ráðherra, þá Svavar Gestsson og Hjörleif
Guttormsson. Einnig voru margir vina Vig-
dísar úr leikhúsinu, auk fjölda annarra.
Þegar um hægðist náði blaðamaður DB tali
af hinum nýja forseta. Vigdís var klædd ákaf-
lega fallegri ullardragt úr íslenzkri ull. „Þetta
er áheitaklæðnaður, sem kona fyrir norðan
sendi mér. Ég ætlaði ekki að skarta þessu fyrr
en ljóst væri aðsvona færi,” sagði Vigdis. „Ég
vona að hún hafi séð mig í sjónvarpinu.”
Á borði Vigdísar lá kort til hennar frá
Ástríði dóttur hennar. Það var hátíðlegt, svo
sem hæfði tilefninu. Ástríður titlaði móður
sína sem vera bar: Til frú Vigdísar. Síðan
sagði: „Jeg sagna þin mamma. Jeg fekk nít úr.
Þin Ástriður. Hamingju með forsetan.”
Og hvernig líður nýjum forseta íslands?
„Ég er hreykin. Mér finnst þetta vera ein-
stök framsýni hjá íslendingum að kjósa sér
konu til forseta. Ég hef undanfarna viku haft
þá bjargföstu trú, að þetta kjör gæti gert
jíslandi mikið gagn. Þetta vekur svo mikla
athygli á landinu. Aðrar þjóðir fara að átta sig
;á því, að hér býr þjóð sem hefur svo mikið
vinnuþol og svo mikla verkmenningu.
Ég lít á þetta sem minn sigur og jafnréttis-
baráttunnar. Ég gaf mina persónu heilli þjóð
til að vega og meta og það er mikil lífsreynsla.
Ég hafði ráð á þvi. Ég dró engan til ábyrgðar
nema sjálfa mig. Ég er þannig sett einmitt
vegna þess að ég er ógift.
Kosningabaráttan var öðru visi en ég bjóst
við i upphafi. En ég hefði ekki viljað missa af
þessari reynslu fyrir nokkra muni. Ég mun
aldrei líta lifiðsömu augum og fyrr.
Ég átti ekki von á að vinna, en ég vissi að ég
yrði ofarlega, að ég myndi ekki bíða afhroð.
Mér datt aldrei í hug að ég yrði fyrir níðhögg-
um. En það sýnir að jafnréttisbaráttan hefur í
raun löngu unnizt, en þess sigurs hefur ekki
verið neytt. Það hefði aldrei verið vegið svona
að mér ef ég hefði ekki verið jafnvíg.
Ég fer fljótlega að hitta það fólk sem hefur
kosið mig. Ég hef skilið við hundruð manna að
undanförnu með þessum orðum: Nú erum við
ævivinir.”
- JH