Dagblaðið - 30.06.1980, Síða 4

Dagblaðið - 30.06.1980, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNf 1980. DB á ne ytendamarkaði Að eiga fyrir útförinni: Kostar nærri hálfa milljón að deyja drottni sínum — Ellilífeyrisþeginn er rúma tvo mánuði að vinna fyrir útförinni og Dagsbrúnar- maðurinn 1,38 mánuði Útför frá Kirkjugörðufn Reykja- víkur kostar á bilinu frá 280 þús. til 340 þús. Þaraf kostar kistan 98.900 umbúnaður í kistuna 19.100 likklæðin 7.000 125.000 + 23%sölusk. 28.750 Allskr. 153.750 Presturinn tekur ki. 'úi.niKl fyrir þjónustu sina og bílferðir frain ul baka. Orgelleikurinn er 17—18.000. Söngurr vanalega 7 manna kór og fær hver söngvari frá 7.300 til 9.500 fyrir sönginn. Getur verið 51.100— 66.500 kr. Lágmarksblómaskreyting kostar 40 þúsund. Ef leikin er sóló eða sunginn einsöngur kostar það 15 þús. fyrir hvort um sig. Ofan á bætist 5% stefgjald. Þetta gerir samtals með ódýrari söngnum: 344.905 kr. en með dýrari söngnum: 361.075 kr. — Þá er ekki reiknað meðeinleik eðaeinsöng. Þá er eftir að reikna með auglýsingakostnaði en hann er tals- verður. Vanalegast er lát auglýst í út- varpinu og að minnsta kosli í einu dagblaði. Orð í dánarauglýsingu í út- varpinu kostar 400 kr. (orð í venjulegri auglýsingu kostar 710 kr.). Þannig getur dánarauglýsing í út- varpi auðveldlega farið upp i 5.600 kr. Nauðsynlegt verður að telja að lesa auglýsinguna að minnsta kosti tvisvar og þá eru það 11.200. Reikna má með sömu upphæð fyrir jarðar- fararauglýsingu, sem einnig yrði lesin tvisvar, þannig að auglýsinga- kostnaður við útvarpsauglýsingar getur hæglega farið í 22.400 kr. Getur auk þess orðið mun meiri. Þá má geta þess að fara verður með aug- lýsinguna í útvarpið og staðgreiða hana þar. Dánarauglýsing i dagblaði kostar 11.800 kr. Algjört lágmark er að birta þurfi þrjár dagblaðsauglýsing- ar,, látið, útförina og þakkir fyrir auðsýnda samúð. Reikningurinn fyrir þennan lið er þvi 35.400. Upphæðin er því komin upp i: Jarðarförin 344.905 361.075 Auglýsingar 57.800 57.800 402.705 418.875 Þá er enn eftir að bæta við einum lið en það er prentun á þakkar- kortum, sem send eru út til þeirra sem auðsýndu samúð. Prentun á 200 kortum kostar um 20 þús. og frímerkin á þau 24 þús. kr. Bætast þvíenn við upphæðina 44 þús. kr. Margir halda einnig svokallaða erfisdrykkju, sérstaklega , ef um gamalt fólk er að ræða.Kostnaður við slíkar samkomur er i mörgum tilfellum ærinn en við förum ei út í að skilgreina hann. í flestum tilfellum hjálpast fjölskyldumeðlimir að við að halda slík kaffisamsæti og skipta kostnaðinum á milli sín. Það hefur löngum verið rikt í landanum að „eiga fyrir útförinni sinni”. Einar Jónsson útfararstjóri hjá Kirkjugörðum Rvikur sagði okkur að langsamlega flestir ættu það. Þó kemur alltaf fyrir að fólk á ekki fyrir útförinni. Slíkir menn eru jarðsettir á kostnað síns eigin sveitar- félags. Fyrir rúmlega tveimur árum, eða nánar tiltekið i april 1978, kannaði DB verð á jarðarför hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þá kostaði venjuleg útför, eins og við vorum að reikna út núna, 100 þús. kr. Hækkun á útfararkostnaði á þess- um rúmum tveimur árum er því 350%. A sama tima hefur ellilífeyrir hækkað um 146,89%, og kaup Dags- brúnarverkamannsins (eftir 4 ár) um 145,30%, eða aðeins minna. í april 1978 var ellilífeyrisþeginn rúml. 1,3 mán. að vinna fyrir út- förinni. Hann er 2,2 mán. að vinna fyrirhenni idag, í júni 1980. Dagsbrúnarverkamaðurinn var „ekki nema” 0,84 mán. að vinna fyrir útförinni sinni árið 1978 en er 1,3 mán. að vinna fyrir henni í dag. -A.Bj. ÞEGAR DAUÐINN SÆKIR OKKUR HEIM Hvað á fólk að gera þegar einhver deyr í heimahúsi? Hvert á að hringja? Hverjum á að tilkynna látið? Hér er átt við ef fólk deyr „eðlilegum dauðdaga”. Fólk öðlast vísl seint reynslu í þessu tilliti og því ekki úr vegi að sem flestir kynni sér hvernig bezt er að bregðast við. Við ræddum við aðstoðarborgarlækni, Heimi Bjarnason. Hann sagði að margir hringdu i lögregluna til þess að spyrja þá ráða og þá fer lögreglan á staðinn og kallar til lækni. Eðlilegast er að fólk hringi i lækni og ef ekki næst í heimilislækni er hægt að hringja i læknavaktina (Sími I Reykjavík 21230) sem gefur þá nánari upplýsingar. Læknavaktin gerir embættislækni viðvart og verður hann að fara á staðinn og úrskurða hvort um mannslát sé að ræða. Hvernig er líkið flutt i burtu i likhúsið? í flestum tilfellum er það flutt í líkbíl Kirkjugarðanna. Þó kemur fyrir að lík eru flutt i lög- reglubílum. Er það sérstaklega ef um er að ræða lik sem legið hefur í I útreikningum okkar á þvi hvað útförin kostar er að sjálfsögðu ekki gert ráð fvrir legsteini á leiðið. Enda sleppa margir að setja legstein á leiðið. Láta sér nægja ein- faldan trékross með nafnaplötu. DB-mynd. nokkra daga eftir að látið bar að höndum. Úti á landi er alltaf leitað fyrst til læknisins þegar einhver deyr í heima- húsi. Hins vegar eru þeir langtum fleiri sem deyja á sjúkrahúsum en í heima- húsum, þó það gerist vissulega ennþá. -A.Bj. MATAR- OG KAFFISETT þúsundút þúsundá mánuði Gildir aðeins til 5. júlí. Búsáhöld og gjafavörur Glœsibœ. HÖFÐABAKKA SÍMI 85411. REYKJAVÍK. Sumartilboð HANDUNNIÐ STELL MATARSETT\ TESETT, KAFFISETT OFNFAST

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.