Dagblaðið - 30.06.1980, Page 14
14
LJOSMYNDIR,-
BJARNLEIFUR
BJARNLEIFSSON
Jónsmessunætur-
draumur Viktoríu
DB fylgist með kvikmyndun ballettatriðis við Seljalandsf oss
Hollendingar gera heimildarkvikmynd um ísland:
Það þarf llka að nœra sig úti I guðs grrenni náttúrunni. Hans Mondt, framieiðandi þáttarins um Island, villfara sem sparleg-
ast með peninga og smyr sjálfur ofan / mannskapinn.
Svavar Gests gefiir út plötu á nœstunni þarsem Viktoria Spans syngur bteði gömul og
ný Islenzk lög. Hún hefur sungið inn á plöturfyrir CBS og His Masters Voice m.a.
Hún tók llka lagið I sjónvarpinu I vetur.
nafnið Viktoría Spans, Jónsmessu-
næturdraumur. Hann á að verða á dag-
skrá hollenzka sjónvarpsins þann 26.
nóv. nk. en áður verður flutt úr honum
i útvarpinu.
Hollendingunum fannst mikið koma
til íslenzkrar náttúrufegurðar og mynd-
uðu víða við fræga staði með Viktoríu
þar sem hún syngur lög eftir fræg tón-
skáld, eins og Ég elska þig eftir Grieg,
Sólarlag eftir Schubert og Ave Maria
eftir Mendelsohn jafnframt þvi sem
hún kynnir staðina og segir sögu lands-
ins.
Þeir fengu lika íslenzka listamenn í
lið með sér. Þegar Hollendingarnir
lögðu land undir fót og fóru með ís-
lenzka ballettdansara að Seljalands-
fossi undir Eyjafjöllum fengum við
Dagblaðsmenn að slást í förina.
Veðrið var eins og bezt var á kosið til
kvikmyndatöku. Nanna Ólafsdóttir
ballettdansari hafði samið dans fyrir
Veronica í þessu tilefni, ákaflega ein-
faldan við stef úr Jónsmessunætur-
draumi Mendelsohns. Sjö telpur á aldr-
inum 10—13 ára dönsuðu berfættar og
léttklæddar undir úðanum frá Selja-
landsfossi. Oft þurfti að endurtaka og
kvikmyndatökumaðurinn færði sig frá
einum stað í annan til þess að fegurð
fossins og dansinn fengi notið sín sem
bezt. Þetta vakti að sjálfsögðu forvitni
vegfarenda og rútur og bílar stoppuðu.
Þátturinn (þótt hann væri aðeins í
vinnslu) hafði þegar fengið áhorf-
endur.
Ferðamálaráð neitar
fyrirgreiðslu en ekki
ferðaskrifstofan
Hans Mondt sagði að svona land-
kynningarþáttur væri afar dýr. Hann
hefði því leitað til Ferðamálaráðs og
talað við framkvæmdastjórann, Lúð-
vík Hjálrotýsson, til þess að fá fyrir-
greiðslu hér. Hann hefði fengið þau
svör að það væru svo margir, sem væru
að biðja um slíkt að Ferðamálaráð teldi
sér ekki fært að verða Veronica að
neinu liði. Hins vegar hefði Kjartan
Lárusson hjá Ferðaskrifstofu ríkisins
brugðizt öðru vísi við og veitt á eigin
ábyrgð fyrirgreiðslu í sambandi við
bæði hótel og leigu á bílum.
Þá hefði það einnig staðið til að
Viktoría syngi með Pólýfónkórnum
undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar.
Hefði hann ekki vitað annað en það
hefði allt verið klappað og klárt. Meira
Pállna Jónsdóttir, María Dis Cilia, Guðrún Edda Þórarinsdóttir, Kolbrun Snorra-
dóttir, Alma Dögg Jóhannsdóttir, Helma Rut Einarsdóttir og í miðið Áslaug Þóra
Harðardóttir. Þær dansa ballett undir Seljalandsfossi i veðurblíðunni.
,,Ég hef lengi átt þann draum að
kynna ísland eins og það er í allri sinni
dýrð. Hollendingar hafa fengið svo
rangar hugmyndir um ísland. Nafn
landsins kemur l'ólki til að hugsa um
kulda og ís. Margir spyrja um hvort við
séum ekki komnir af eskimóum og
hvort drykkjuskapur sé óskaplegur.”
Þetta hafði hin fræga hollenzk-ís-
lenzka messósópransöngkona Viktoría
Spans að segja. Hún var hér í síðustu
viku til þess að láta þennan draum sinn
rætast. Hún vinnur sjálfstætt bæði
fyrir hollenzka útvarpið og sjónvarpið.
Að þessu sinni fékk hún í lið með sér
Hans Mondt tónlistarstjóra þáttarins
Veronica (en sá þáttur sést á skjánum i
Hollandi 1—2svar í viku), leikstjórann
Tineke Vos, kvikmyndatökumanninn
Nick van de Berg og hljóðupptöku-
manninn John Davelaar.
Hans Mondt er framleiðandi þáttar-
ins sem er 25 mínútna langur og ber
aumuruisiuu
STENDUR YFIR ÞESSA DAGANA
Nýlegar vörur
Mikill
afsláttur
sérverslun konunnar
Laugavegi19 Reykjavik
DB-myndir Bjarnleifur.
VANTAL FRAMRUÐU?
Ath. hvort við getum aðstoðað.
Isetningar á staðnum.
BÍLRÚÐAN