Dagblaðið - 30.06.1980, Side 22
22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ1980.
Forsetakosningamar ’68:
Dr. Kristján Eldjám
sigraði með mestum
yf irburðum atkvæða
—forsetahjónunum var vel fagnað morguninn ef tir kosningar
Dr. Kristján Eldjárn, sem innan
skamms lætur af embætti sem forseti
íslands, hefur setið á forsetastóli í þrjú
kjörtímabil eða 12 ár við vinsældir og
virðingu þjóðarinnar.
Dr. Kristján Eldjárn var kjörinn l'or-
seti nteð meiri atkvæðamun en nokkur
annar forseti íslands það sem af er lýð-
veldissögunni. Hann hlaut 67.564 at-
kvæði á öllu landinu, eða rúmlega
65%, en mótframbjóðandi hans, dr.
Gunnar Thoroddsen, hlaut 35.438 at-
kvæði, eða tæplega 35%.
Meirihluti Kristjáns Eldjárns i kosn-
ingunum 1968 var verulegur í öllum
kjördæmum landsins, frá 60,4% í
Reykjavík upp i 80,9% í Austfjarð:
kjördæmi.
Kosningarnar 1968 fóru fram 3(
júní en talningu lauk ekki fyrr en lanj
var liðið á dag, 1. júlí. Er kvölda tóf
tók mannfjöldi að safnast saman vii
Þjóðminjasafnið en þar bjó dr. Krist
ján Eldjárn. Safnaðist þarna sama
gífurlegur fjöldi manns og hyllti hin nj
kjörnu forsetahjón, dr. Kristján o
konu hans, Halldóru Ingólfsdóttm
sem tóku við kveðju mannfjöldans
tröppum.
Dr. Kristján var settur inn í embæt
I. ágúst eins og lög gera ráð fyrir. Fc
sú athöfn að venju fram í Alþingishú:
inu undir stjórn forseta hæstaréttar o
að viðstöddum fjölda gesta.
- A.S .
777:^7
LJÓSMYNIDIR:
BJARNLEIFUR
BJARNLEIFSSON
m............ >
Dr. Kristján og Halldóra að lokinni
innsetningarathöfninni 1. ágúst
1968.
DB-myndir Bjarnleifur.
Forsetahjónin á tröppum Þjóðminjasafnsins.
Ein úr hópi hins mikia mannfjökfa,
sem safnaðist saman við Þjóðminja-
safnið er úrslit voru kunn, færði ný-
kjörnum forsetahjónum blómvönd.
Þroskaleik-
föngin
eru nr. I f rá
Fisher Price
Landsins mesta
Póstsendum
um land
allt
Sími 14744.