Dagblaðið - 30.06.1980, Page 23

Dagblaðið - 30.06.1980, Page 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980. ÞEGAR LANDINN SLEPPTISÉR Lwtahátíð í Reykjav»< 1980. Lokatónleikar í LaugardaUhöllinni, 20. júnL Sinfónkihljómsveit íslands. Stjórnandi: Kurt Herbert Adler. Einsöngvarl: Luciano Pavarotti. Efnisskrá: Verdi: Forieikur að Valdi öriaganna; Puccini: Recondita armonia, úr Tosca; Verdi: A la patema mano, úr Macbeð; Mascagni: Millispil úr L' amico Fritz; Boito: Gkinto sul passo estremo, úr Mefisto; Verdi: Quando le sere al placido... I’ ara I' avello, úr Luisa Miller; Rossini: Forieikur aðLa Gazzaladra; Massenet: Pourquoi me reveiliei’, úr Werther: Cilea; Lamento di Federico, úr L'Ariesiana; Beriioz: Chasse et Orage, úr Les Troyens a Carthage; Ponchielli: Cielo e mar úr La Gioconda. Laugardalshöllin nær troðfylltist á hinum eiginlegu lokatónleikum Listahátíðar. Raunar eru það endemis vandræði að þurfa að halda tónleika í Laugardalshöll og raunar ekki verjandi, nema af því að ekki tekur annað hús í höfuðborginni svo marga í sæti. En þegar heimslista- menn koma þá veitir ekki af öllu þvi rými, sem fyrir hendi er. Annað mál er, að ef nota á Laugardalshöll áfram til tónleikahalds, veitti ekki af að gera einhverjar ráðstafanir til bóta. Nauðsynlegt er til dæmis, að breyta senunni svo að ekki sé verið beinlínis að skemma fyrir hljómsveitinni. Eins og nú háttar er vart hægt að hugsa sér jafnhljómskemmandi kramarhús handa henni, nema ef til vill gryfjuna i Þjóðleikhúsinu. Það er því hin mesta hneisa að þegar hljómsveitin leikur jafn ágætlega og á þessum tón- leikum fái leikur hennar ekki notið sín sem skyldi vegna ytri aðstæðna. Mest var þetta áberandi í verkum þeim, sem hún lék ein, en minna i undirieik Pavarottis. hennar með söng Eftir forleikinn að Valdi örlaganna sté svo stjarnan, Pavarotti á sviðið. Svo margt hefur verið sagt og skrifað þessum makalausa tenór til hróss, að stundum hvarflar að manni hvort allt sé það rétt. Á hljóm- plötum hans sannast að vísu hversu stórkostlegur söngvari maðurinn er. — En þessi stóri bangsi gekk fram af öllu þvi góða sem maður hefur heyrt af upptökum, sem varla hefði verið talið gerlegt. Af honum geislar söng- gleðin, smitandi, svo að maður er agndofa yfir allri þessari snilld. — Þvílíkt úthald — hann virðist ekki muna um að syngja tíu erfiðar aríur i runu og allt syngur hann á sinn hríf- andi, eðlilega og einlæga hátt. Manni finnst lífið innihaldsríkara eftir að hafa notið listar þvílíks snillings. Kurt Herbert Adler stýrði hljóm- sveitinni af smekkvísi og röggsemi, með tilburðum hin gamalreynda óperustjórnanda. Chasse et Orage úr Trójumönnum við Carþagótileinkaði hann dóttur sinni nýfæddri, Sabrínu Sif. Sifjarnafnið hlýtur hún vegna dvalar föðurins hér i þann mund sem hún kom i heiminn. í Chasse et Orage mæðir mikið á hornunum. Þau stóðu sig vel, eins og reyndar hljómsveitin öll. Hún reyndist snilli gestanna fylli- lega samboðin. En eftirminnilegast frá tónleikunt þessum er kannski að hafa upplifað það að íslendingar slepptu fram af sér beislinu í fagnaðarlátum yfir góðum söng. -EM. „Blazing-magnum " „B/azing-magnum" „B/azing-magnum " Ný amerísk þrumuspennandi bíla- og sakamálamynd í sérflokki. Einn æsilegasti kappakstur sem sézt hefur á hvíta tjaldinu fyrr og síðar. Mynd sem heldur þér í helj-, argreipum. Blazing-magnum er ein sterkasta bíla- og sakamálamynd sem gerð hefur verið. Aðalhlutverk: Stuart Whitman, John Saxon, Martin íslenzkur texti. Landau. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. OPID KL. 9 Allar skreytingar unnar af fag- , mönnum.. Nag bllastcaSI a.m.k. á kvöldln liIOMLAMXIIH HAKNARSTRÆTI Simi 12715 \ Húsaviðgerðir Getum bætt viö okkur verkefnum. Járnklæðum hús, skiptum um glugga, glerjum, sctjum upp inn- réttingar, skilveggi, milliveggi, hurðir, sláum upp sökklum og margt fleira. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Hringið í fagmanninn. Uppl. í síma 71796 BLOSSOM Frábært shampoo BLOSSOM shampoo freyðir vel, og er fáanlegt i 4 geröum. Hver og einn getur fengiö shampoo viö sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel lika. Þeir sem fyrstir notuðu HRAUN-utanhús- málninguna fyrir um 15 árum síðan geta best dæmt um endingu þessarar ágætu málningar. Aukþess að vera endingargóð þá spararhún tíma, því að ein umferð jafngildirþrem umferðum af venjulegri plastmálningu. ekki Litavalið erí HRAUN litakortinu í næstu málningarvöruverslun. Þegar kemur að endurmálun er valið að sjálfsögðu HRAUN • • • • annað kemur til mála málninghlf

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.