Dagblaðið - 30.06.1980, Page 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980.
Útvarp
Sjónvarp
35
D
SUMARFRÍ— sjónvarp kl. 21,35:
Sjónvarpið kveður með skemmtiþætti
, Sumarfrí er orð sem á vel við síðasta
skemmtiþátt sjónvarpsins áður en það
fer í fri. Umsjónarmaður þáttarins er
Helgi Pétursson en Andrés Indriðason
stjórnaði upptöku.
í stuttu spjalli við DB sagði Andrés
að lög og létt hjal um sumarið settu
mjög mark sitt á þennan þátt. Helgi
Pétursson fór á stúfana og hitti fólk á
förnum vegi og ræddi við það um
sumarið og hvað það hygðist gera i
sumarfríinu. Þá ræðir hann við tvo
bræður sem mikið hafa með ferðamál
að gera; Kjartan og Stein Lárussyni.
Kjartan er forstjóri Ferðaskrifstofu
rikisins en Steinn er formaður Félags
ferðaskrifstofa.
Meðal þeirra tónlistarmanna sem
fram koma í þættinum eru Pálmi
Gunnarsson, Ari Jónsson, Viðar Jóns-
son og dúettinn Þú og ég, Helga Möller
og Jóhann Helgason. Helga og Jóhann
flytja lög af væntanlegri plötu, Þú og
ég, sem ekki hafa áður heyrzt opinber-
lega.
Loks eru sýndir tveir kaflar úr leik-
ritinu Þorlákur þreytti sem Leikfélag
Kópavogs sýndi i vetur. Leikritið var
leikið 39 sinnum við fádæma góðar
og einróma lof gagnrýn-
- SA
undirtektir
enda.
Helgi Pétursson er umsjónarmaður
skemmtiþóttarins Sumnrfrí.
SNOGGUR
UM DAGINN 0G VEGINN - útvarp kl. 19,40:
Forsetakosningar, efna-
hagsmál og f rjálshyggja
„Fyrst ætla ég að fara örfáum orðum
um forsetakosningarnar en síðan að
taka til athugunar nokkra þætti efna-
hagsmála. Að öðru leyti mun þátturinn
fjalla um svokallaða frjálshyggju,”
sagði dr. Magni Guðmundsson hag-
fræðingur. Dr. Magni flytur erindi í
kvöld i þættinum Um daginn og veg-
inn.
Nú er Ijóst hvern þjóðin hefur kosið
sér til forseta næstu fjögur árin og
stuðningsmenn hinna frambjóðend-
anna þriggja verða að bita i súrt epli
hins sigraða. Nýi forsetinn tekur síðan
formlega við embætti 1. ágúst.
Ekki vildi dr. Magni láta uppi við DB
hvaða frjálshyggju hann ætlaði að
fjalla um en hann hefur mikið ritað um
þessa stjórnmálastefnu. í vor var hér á
ferð einn helzti boðberi frjálshyggjunn-
ar, Friedrich von Hayek, og hélt hann
fyrirlestur um kenningar sinar í Há-
skóla íslands. Eins og jafnan þegar um
stjórnmál er að ræða eru ekki allir á
einu máli um ágæti frjálshyggjunnar,
en við verðum vonandi einhvers fróðari
Dr. Magni Guðmundsson ræðir um
daginn og veginn i úlvarpi i kvöld.
i kvöld eftir að hafa hlýtt á erindi dr.
Magna.
-SA
RÁSFASTUR
Breiðskífa Áhafnarinnar á Halastjörn-
unni, Meira salt, er ein vinsælasta plata
landsins þessa dagana.
VIÐ — útvarp kl. 20,00:
Fjallað um æskulýðsmál og
rætt við Gylfa Ægisson
Morgunleikfimi-
mennfaraffrf
Þá eru þeir félagar Valdimar Örn-
ólfsson leikfimikennari og Magnús
Pétursson píanóleikari farnir i frí, en
síðasti morgunleikfimiþáttur þeirra var
i morgun. Næstu vikurnar verða iðk-
endur morgunleikfimi þvi að bíta á
jaxlinn og reyna að gera æfingarnar án
leiðsagnar Valdimars.
Þeir áhugasömu geta trimmað eða
dregið fram lóðin og Bullworker-tækin
og á þann hátt reynt að halda sér í
þjálfun þann tíma sem Valdimars og
Magnúsar nýtur ekki við.
- SA
Við nefnist þáttur fyrir ungt fólk sem
er í útvarpi í kvöld. Stjórnandi er Árni
Guðmundsson og í kvöld tekur hann
fyrir fjögur efni.
Fyrst er rætt við Gylfa Ægisson,
þann góðkunna söngvara. Gylfi er einn
afáhöfn Halastjörnunnar en skipshöfn
m
sú gaf í vor út plötuna Meira salt. Gylfi
samdi öll lögin á plötunni en fékk hins
vegar einvalalið til að syngja þau og út-
koman varð plata sem í dag er ein sú
mest selda á landinu.
Guðmundur P. Guðmundsson
verður í þættinum með tónlistarkynn-
ingu og auk þess verður rætt við Her-
mann Sigtryggsson æskulýðsfulltrúa á
Akureyri og Skúla J. Björnsson for-
stöðumanna Þróttheima. Þróttheimar
eru félagsmiðstöð sem nýlega var tekin
í notkun en hana rekur Æskulýðsráð
Reykjavikur. -SA
Síðasta helgi fyrir
sumarleyfislokun
Fátt var það sem heillaði á dag-
skrá sjónvarpsins þessa síðustu daga
fyrir sumarleyfislokun sjónvarpsins.
Oft hefur verið rætt um hvort sumar-
leyfislokun þessi eigi rétt á sér eður
ei, en eftir að hafa gert tilraun til að
horfa á dagskrána nú um helgina
finnst mér ekki eingöngu, að lokunin
eigi rétt á sér heldur hitt að hún sé
nauðsyn. Því þegar liða tekur á
júnímánuð verður dagskráin þynnri
með hverjum deginum, sem líður. En
snúum okkur nú að helgardag-
skránni. Það sem helzt einkenndi
dagskrána voru væntanlegar forseta-
kosningar og strax á föstudagskvöld
fengum við að sjá forsetafram-
bjóðendurna fjóra á eftir Prúðu
leikurunum. En dagskránni lauk með
miðurgóðri franskri bíómynd.
Laugardagsdagskráin fór fyrir
ofan garð og neðan hjá mér framan
af kvöldi og fann ég mér ekki tíma til
að setjast niður fyrir framan
sjónvarpstækið fyrr en tónleikar
írsku þjóðlagasveitarinnar Wolf
Tones voru vel byrjaðir. Sá ég eftir
því að hafa ekki setzt niður fyrr því
tónleikar þeirra voru mjög
áheyrilegir. Mér finnst ástæða fyrir
sjónvarpið að fá sér upptökutæki
fyrir lit í bifreið þá, sem þeir nota við
upptökur utan stúdíós. Dagskránni
lauk siðan með vestra um Billy the
kid.
Sunnudagsdagskrá ríkisfjöl-
miðlanna sá ég hvorki né heyrði fyrr
en svokölluð kosningadagskrá
byrjaði. Heldur var dagskrá
sjónvarpsins þunglamaleg framan af
en það var eins og blessaðir
mennirnir hefðu gert sér grein fyrir
þessu um fjögurleytið og þess vegna
skotið inn teiknimyndum Mondilles
öðru hverju.
Léttara var yfir dagskrá
hljóðvarpsins og því skipti ég yfir á
gamla gufuradíóið á milli þess, sem
tölur birtust á sjónvarpsskerminum.
- - j
TOGGURHF.
SAAB. Hinn sérstæói bíll fm Svíþjóó umbodh)
BILDSHOFÐA 16 SIMI 81530
GÆTUÐ VERIÐ
SKYLD NÝJA
F0RSETANUM
.. .fyllið
útog
komizt
að raun
um œttyðar.
FÆST HJÁ
Kaupið
ættartölu-
spjaldið...
SNÆBIRNI, HAFNARSTRÆTI4
BRIST0L BANKASTRÆTI