Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980. DB á ne ytendamarkaði Bakarar kynna sér tækninýjungar: Vélar komnar í stað mannshanda Að kynningunni lokinni var íslenzku bökurunum boðið að koma að skoða belgíska brauðgerðarfyrir- tækið Puratos. Þetta fyrirtæki er með verksmiðjur í 27 löndum en aðalverksmiðjan er í Belgíu og hana skoðuðu íslendingarnir. DS/Evert Evertsson Húsavík. 11. júlí væri jafnan ákveðinn hópur fólks sem þráast við að greiða afnota- gjöldin. Lögfræðingar stofnunar- innar sem annast hinar „sérstöku innheimtuaðgerðir”, sem auglýstar eru, kannast við stóran hóp af þessu fólki, sem einnig þráast við að greiða önnur opinber gjöld. Páll sagði einnig að til væru nokkrir útvarps-og sjónvarpsnotendur sem ættu í veru- legum erfiðleikum með að greiða afnotagjöldin, — vegna fjárhags- erfiðleika. „Hins vegar hefur innheimta afnotagjaldanna verið mjög góð i júnimánuði. Mikil aukning hefur orðið á þvi að fólk geri upp gamlar skuldir sínar. Tel ég að þessi góða innheimta sýni, að eftir að farið var að leggja dráttarvexti á skuldina greiðir fólk hana upp. Áður en dráttarvextirnir komu til sögunnar voru þetta ódýrustu lán, sem fólk gat fengið. Nú þarf hins vegar að greiða 4,75% á mánuði í dráttarvexti.” * Þeir elli- og örorkulifeyrisþegar sem fá uppbót á elli- eða örorkulíf- eyri eru undanþegnir greiðslu afnota- gjalda. Er þá miðað við einkaafnot þeirra af tækjunum, en margir reyna að svindla á þessu. í fréttatilkynningu frá ríkisút- varpinu er bent á að öll sjónvarps- móttaka er gjaldskyld og ber því að greiða af öllum sjónvarpstækjum. Þetta vill vefjast fyrir fólki þegar það kaupir sér nýtt litatæki, þá lætur það undir höfuð leggjast að láta afskrá gamla tækið. Þegar sjón- varpstæki eru seld þarf að skrá eigendaskipti, eða láta taka gamla tækið af skrá, ef það er ónýtt. Þeir sem ekki tilkynna um sölu sjónvarps- tækja eða eigendaskipti fá sendan reikning fyrir næsta innheimtutíma- bil. — Munið því að láta afskrá gamla svart/hvíta tækið þegar þið fáið ykkur litasjónvarp og greiðið afnota- gjöldin á réttum tíma. Það sparar okkur öllum bæði fé og fyrirhöfn. -A.Bj. Nokkrir íslenzkir bakarar héldu í síðasta mánuði til Þýzkalands að kynna sér nýjungar í brauðgerð. Þeir, ásamt bökurum frá um 500 fyrir- tækjum víða um heim, fengu að sjá alla nýjustu tæknina við brauðgerð, fullkomnar vélar sem þurfa ekki nema örfáa menn sér til aðstoðar. Þessi kynning var haldin á vegum alþjóða bakarasambandsins, IBA, og auk vélasýninganna sýndu fyrirtæki frá ýmsum löndum meistarastykki sín í brauði. Sýningin fór fram í um 45.000 fermetra stóru húsi enda veitti öllum þessum fjölda áhorfenda ekki af plássinu. tslendingarnir á leið til Belgiu. Guðni hakarameistari frá Selfossi og kona hans sitja fremst á myndinni. Merki alþjóða hakarasamhandsins hakáðeftir kúnstarinnar reglum ásamt »oru daglega brauði. DB-myndir Evert. Ymis fyrirtæki frá mörgum þjóðlöndum sýndu meistarastykki sín í hakstri. Þarna halda þrír heiðursmenn á andlitsmyndum sínum úr hrauði. Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í júnímánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m viKix jí Áttu ef tir að greiða af notagjöldin? Síðustu forvöð Hvort sem okkur likar við dagskrána I útvarpi og sjónvarpi verðum við að greiða afnotagjöldin. Það er eins gott að gera það fyrr cn seinna þvi allur dráttur kostar okkur auka fjárútgjöld. Erlendis cru pinusjónvarpstæki cins og sjá má á myndinni orðin algeng, sennilega verða þau það scint hcr á landi. ,,Hátt í 80% allra útvarps- og sjón varpsnotenda á landinu greiða afnotagjöldin á réttum tíma. Um helmingur þeirra sem eftir eru, greiða gjöldin áður en grípa verður til lög- taksaðgerða, þannig að það eru um 10% notenda sem verulega er snúið að eiga við,” sagði Páll M. Jónsson skrifstofustjóri innheimtu ríkisút- varpsins í samtali við DB. Þann 11. júlí eru síðustu forvöð fyrir fólk að greiða afnotagjöldin án þess að gert verði lögtak. Undanfarna daga hafa tilkynn- ingar um sérstakar innheimtuað- gerðir dunið á landsmönnum í ríkis- fjölmiðlunum. Hefur sérstaklega verið tekið til þess hve stíft var auglýst í kosningasjónvarpinu. „Mikill hluti þess fólks sem ekki greiðir afnotagjöldin á gjalddaga er fólk, sem er að flytja og fær því ekki reikningana í hendur á réttum tima,” sagði Páll. Hann sagði einnig að það Upplýsingaseðilll til samanDurðar á heimiliskostnaði! i i Vinsamlega sendiö okkur þennan svarseðil. Þannig eruö þér orðinn virkur þátttak- | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. I -----------,--------------------| Hvað kostar heimilishaldið? Nafn áskrifahda Heimili

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.