Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 23
23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980.
Sjónvarp
i
a
Lltvarp
Þáttur fyrir launafólk — útvarp kl. 19,35:
Vmnuréttur og orlofsmál
—ádagskráíkvöld
Nýr og forvitnilegur þáttur um
málefni launafólks, Félagsmála-
vinna, hefur göngu sína i kvöld kl.
19.35. Umsjónarmenn eru Kristín
H. Tryggvadóttir fræðslufulltrúi
BSRB og Tryggvi Þór Aðalsteinsson
fræðslufulltrúi ASÍ. Ætlunin er að
þátturinn verði á dagskrá vikulega í
sumar.
Að sögn Kristínar verður í fyrsta
þættinum í kvöld fjallað almennt um
vinnurétt, réttindi og skyldur launa-
fólks. Einnig verður rætt um orlofs-
mál og upplýst um rétt launafólks í
því sambandi. Rætt verður við
Baldur Kristjánsson blaðafulltrúa
BSRB, Kristínu Mántylá skrifstofu-
stjóra ASÍ og Gunnar Eydal lög-
fræðing, sem sérhæft hefur sig i
vinnurétti.
-GM.
Hvernig ætla þeir að eyða orlofinu
sínu? Um réttindi þeirra varðandi or-
lof verður upplýst í þættinum Félags-
málavi nna I kvöld.
DB-mynd RagnarTh.
„Nú er hann enn á norðan” — útvarp kl. 22,35:
Léttur spjallþáttur
Kristinn G. Jóhannsson, skóla-
stjóri á Ólafsfirði, sér um þátt í út-
varpi í kvöld kl. 22.35 sem hann
nefnir Nú er hann enn á norðan.
Kristinn sagði í samtali við DB að
þetta væri spjallþáttur með léttri
tónlist. Þátturinn er helgaður Ólafs-
firði og rætt við þrjá fyrirmenn í
bænum: Ásgrím Hartmannsson fyrr-
verandi bæjarstjóra og núverandi
framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss
Ólafsfjarðar, Magnús Gamalíelsson
útgerðarmann og Sigurð Jóhannes-
son skósmið.
Kristinn G. Jóhannsson verður
með spjallþætti af þessu tagi
mánaðarlega á næstunni.
-GM.
Viðtöl við útgerðarmann,
framkvæmdastjóra
og skósmið á Ólafsfirði
Sigurður Björnsson söngvari.
Útvarp kl. 21,15 íkvöld:
Einsöngur
Siguröar
Björnssonar
Ástæða er til að vekja athygli á
einsöng Sigurðar Björnssonar í út-
varpssal í kvöld. Hann syngur lög eftir
Gylfa Þ. Gíslason og Árna Björnsson.
Agnes Löve leikur á píanó. Dagskráin
hefst kl. 21.15 og lýkur kl. 21.45.
-GM.
LENGING ÓSKALAGAÞÁTTAR
—brýn ef marka má kveð jurnar
Það er helzt til þunnur þrettándi
sem útvarpið býður fslands unglinga
fjöld upp á í sjónvarpslausum
mánuði. Á ég hér við að það litla efni
sem beinlínis er miðað við unglinga í
ríkisútvarpinu. í gærkvöld bauð út-
varpiö okkur að hlusta á endurtekinn
þátt frá siðasta sumri. Var það
þátturinn Púkk, oft hinn frambæri-
legasti þáttur í fyrrasumar. En fyrst
endilega þurfti nú að vera að endur-
taka einn þessara þátta hefði mátt
velja betur, þessi skrímslaþáttur var
með öllu gjörsamlega vonlaus.
Um daginn og veginn er ómissandi
þáttur á mánudagskvöldum og þætt-
irnir eðlilega eins misjafnir og menn-
irnir eru margir. Mikið mega þeir sem
i þætti þessum láta ljós sitt skína
gæta þess að láta ekki mærðina ná
tökum á sér. Einmitt í þætti eins og
Um daginn og veginn þar sem ætlazt
er til að menn láti gamminn geisa um
víðar lendur, hefur maður einmitt
svo oft heyrt menn hefja mál sitt á
mærð og ládeyðu, svo hlýtur að fæla
flesta hlustendur frá.
Lög unga fólksins hef ég hlustað á
svo lengi sem ég man eftir mér, alltaf
þegar því hefur verið við komið.
Þátturinn hefur ekkert lengzt í ár-
anna rás, nema ef vera skyldi um
10—15 mínútur, þrátt fyrir fólks-
fjölgun í landinu. Því er það á óskun-
um að heyra að brýna nauðsyn beri
til að lengja þáttinn og er það ekki
fráleitt. í gærkvöldi spilaði hinn nýi
umsjónarmaður þáttarins nokkur
gömul lög sem ekki höfðu heyrzt
lengi og vafalaust hefur glatt margt
hjartað úti í bæ. Hvað um það, Lög
unga fólksins (lungafólksins) stendur
fyrir sínu, enda breytist tónlistin með
tímanum, svo auðvelt er að fylgjast
með. -BH.
h Útvarp
Þriðjudagur
8. júlí
1.2.00 Dagskrdm.Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Frélllr. 12,45 Veðurfrcgnir. Tilkynningar
Á frlvaktinni. Sigrún Sigurðardóuir kvnnir
('fskaiögsjómanna.
14.20 Mlödesissagan: „Ragnhildur" eftir Petru
Flagestad l.arswi. Bencdikt Arnkclsson jvýUtli.
Hclgi EHasson lcs <6t.
15.00 Tónleikasyrpa. Tónlíst úr ýmsum áuum
og lög leiktn á mísmunandi hljódfæri.
15.50 Tíikynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfrcgnir
16.20 Slödegistónk'ikar. P.nska kammersveitin
ietkur Sónötu nr. I i G dúr fyrir strengjasveit
eftir (iíoacchino Rossini: Finchas /ukerman
stj. I Anna Moffo syngur Söngva frá
Auvcrgne eftir Cantcioube. / Fliharmoníu
sveitin í Vín leikur ásamt Alfons og Akiys
Konfarsk-y og Wolfgang Her/cr ..Karnivul
dýranna" eftír Canilllc Saim Saens: Karl
Bfthmstj.
17.20 Sagan „Bamaeyjan" eítir J.P. Jersild.
Ciuðrún Bachmahö jvýddi. Leifur Hauksson
Icsl2).
17.50 Tónleikar. Tílkynningar.
18.45 Vcöurfrcgnír. Oagskrá kvoldsins
19.00 Fréttir. Tiikynningar
19.35 FHagsmilavinna. Þáttur um ntálefni
iaunafólks. rúttindi þcssogskyldur. Umsjónar
menn: Kristln H. Tryggvadóttir og Tryggvi
Þór Aöalsteinsson.
20.00 Frá óperuhátlöinni I Savonlinna í fyrra.
Jornta Hynnincn. Ralf Gothoni. Tapio
Lötjftnen og Kari Lindstedt flytja Iftg eftir
Tauno Marttincn. Vaughan Wíliiams. Franz
Schubert. Aulis Sallincn og Yrjö Kilpincn,
20.55 Frændur okkar Norðmenn or Jan
Mayen. Dr. Ciunnlaugur Þt'jrðarson flytur cr
mdi.
2115 Kinsöngur I útvarpssal. Sigurður Bjorns
son syngur lög cftir Gylfa Þ. Gislason og Árna
Bjornsson. Agnes Löve lcikur á píanó.
21.45 Útvarpssagan: „Fuglafit” eftir Kurt
Vonnegut. Hlynur Árnason fvýddi. Anna Guð
mundsdóttir lestH).
22.15 Vcðurírcgnir. Fréttir Dagskrá nuvrgun
dagsins.
22.35 „Nú er hann enn á norðan". Umsjón:
Kristínn G. Jóhannsson
23.00 Á hijódbergi. Umsjónarmaður: Björn Th.
Björnsson listfrxðingur. ..Bcðið eftir Godot**.
sorgkgur gamanlcikur cftir Saniuel Bcckctt.
Lcikarar Independcnt Plays Limitcd flytju á
ensk«. Mcðaðalhlutverk fara Bcrt Lahr. E G.
Marshall og Kurt Kav/nar. Lcikstjóri: Hcrhert
Bcrghof. Siðari hluti.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok
Miðvikudagur
9. júlí
7.00 Veðurfrcgnír. FrCttir. Ttmlcikar
7.20 Bæn. 7 25 -Tónlcikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. daghl. lútdr.i
Dagskrá. Tónlcikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Mnrgunstund harnanna: ...Kclí köttur
yfirgefur Sædýrusafnið”. Jón frú Pálmholti
hcldur áfram lcstri sögu sinnar (7i.
9.20 Tónleikar.9 3ÖTilkynningar.Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Vuðurfrcgnir.
10.25 Kirkjutónlist. Aase Nordmo Lovbcrg
syngur andleg lög við orgelundirlcik Rolfs
Holgers / Johanncs Krnst Köhlcr leikur Orgel
koiLsert nr. 3 I C dúr cfiir VivaldiBach/Kingss
Collegc körinn í Cambrídge syngur Davlðs
sálma: David Wíllcocks leikur mcð á orgcl og
stjórnar
1100 Morguntónleikar. Melos kammersvcitin
leikurOktett í F-dúrcftír FranzSchubert.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tiikynningar.
.12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynníngar.
Tónlclkasyrpa. Tóniist úr ýmsum áttum.
h.á.m. léuklassSik.
14.30 Miðdegissagan: „Ragnhildur" vftir Pefru
Flagestad l.arsen. Benedikt Arnkckvm hýddi.
Helgi Elíasson les(7|.
15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir Tónleikar. 16.15 Veðurfrcgnír.
‘16.20 Síðdegistónleikar. ' Bracha l:den og
AlcxanderTamir icika Fantastu op. 5 fyrir tvft
pianó eftir Sergej Rakhmamnoff / Crawfoord
kvartcttinn Icikur Strengjakvartett i F dúr
cftir Maurice Ravcl / Sinfóniuhljómsveii
íslands lcikur Vísnalög eftir Sigfus F.inarsson:
PállP. Púlssonstj.
17.20 I.ifli harnatíminn. Sigrún Björg InghtVs
dóttir stjórnar. Fluttar verða s<jgur og Ijóð um
mýs.
17.40 Tónleikar. Tilkynníngar.
18.45 Vcðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Gestur « útvarpssal.
Styrkur til háskólanáms
íJapan
Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í
Japan námsárið 1981—82 en til greina kemur að styrktfmabil verði fram-
lengt til 1983. Ætlast er til að styrkþegi hafi iokið háskðlaprófi eða sé
kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska
háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á
japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsækjendur skulu ekki
vera eldri en 35 ára. Styrkfjárhæðin er 159.000 yen á mánuði og styrkþegi
er undanþeginn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25.000 yen við
upphaf styrktimabiisins og allt að 43.000 yen til kaupa á námsgögnum. Þá
er og veittur ferðastyrkur.
Umsóknir um styrk þennan, ásamt staðfestum afritum prðfskirteina,
meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 4. ágúst nk. — Sérstök
umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytiö
I.Júlf 1980.
Tilkynning
frá Framleiðsluráði landbúnaðarins til
framieiðenda íaiifugia- og svínarækt.
Ákveðið hefur verið að afhenda eigendum
ajifugla og svína sérstök kort, sem veita þeim
heimild til kaupa á kjarnfóðri án þess að þurfa að
greiða að fullu það kjarnfóðurgjald, sem nýlega
hefur verið ákveðið með lögum.
Leyfisveitingin gildir til loka september næst-
komandi og miðast við 25% af því kjarnfóður-
magni sem viðkomandi aðilar geta fært sönnur á
að þeir hafi keypt á sl. ári til svína- og alifugla-
, ræktar.
Framleiðendur skulu senda Framleiðsluráði
samanteknar upplýsingar um kjarnfóðurkaup sl.
árs ásamt verslunarnótum yfir kaupin. Þörf
nýrra framleiðenda verður metin sérstaklega.
Leyfiskortin verða síðan send viðkomandi
aðilum jafnóðum og þau verða tilbúin. Um-
sóknum skal fylgja nafn og símanúmer
viðkomandi umsækjenda ásamt greinilegu
heimilisfangi.
Þeir sem til þess hafa aðstöðu geta skilað
umsóknum og sótt leyfin sjálfir á skrifstofu
Framleiðsluráðs í Bændahöllinni, Reykjavík.
Afhending leyfanna hefst mánudaginn 7. júlí.
Reykjavík, 5. júli 1980.
Framleiðsluráð landbúnaðarins.