Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980.
borg. Þar var komið að Hotel
Rossiya, en þar búa flestir þeir frétta-
menn sem dveljast í borginni vegna
ólympíuleikanna. í það minnsta sex
lögreglumenn eru við hvern inngang
hötelsins og enn fleiri ganga fram og
aftur umhverfis það. Lög-
reglumennirnir neituðu að taka skil-
ríki mín gild þó þau væru í fullu lagi.
Hálf klukkustund leið þar til tókst að
hafa uppi á manni sem treysti sér til
að fylgja mér framhjá lögreglunni við
innganginn. Farangurinn var enn
einu sinni tekinn til rannsóknar.
Settur í gegnumlýsingartæki og
töskurnar opnaðar. Snyrtitaskan
vakti mikinn áhuga lög-
reglumannanna. Hvað er þetta?
spurði einn þeirra og hélt á rakkremi
mínu. — Og þetta hérna? Hárþvotta-
lögur. — Og þetta? — Tannkrem. —
Siðan voru 3 eintök af ónotuðum
minnisbókum könnuð nákvæmlega.
Auk þess skráðu lögreglumennirnir
hjá sér blöð þau og bækur sem ég
hafði mcðferðis áður en ég fékk þær
aftur.
Daginn eftir reyndi ég að bjóða
enskri kunningjakonu minni inn á
hótelið. Við höfðum ákveðið að
hittast utan við hótelið. Reyndist það
viturleg ráðstöfun því henni var ekki
leyfilegt að fara inn án sérstaks leyfis.
í skírteinamóttökunni lagði hún fram
brezkt vegabréf sitt og fékk út á það
heimild til að ganga inn á hótelið.
Ekki nægði það þó til að gera lög-
reglumennina ánægða. Þá var aftur
snúið til skírteinamóttökunnar. Eftir
nokkra bið var sú skýring gefin að
pappírar vinkonu minnar giltu
aðeins til inngöngu um austurdyr
hótelsins en við höfðum verið við
vesturdyrnar. Þá var að fara þangað
og rétt er að benda á að Hótel
Rossiya er ekkert smásmíði og tekur
drjúgan tíma að fara umhverfis þá
byggingu. Að þeim göngutúr loknum
fræddi lögreglumaðurinn við austur-
dyrnar okkur á þvi að vinkona mín
mætti að sjálfsögðu fara þar inn en
ekki ég. Hvers vegna? — Jú það var
nefnilega þannig að skírteini
ólympíufréttamanna veittu aðeins
heimild til að fara inn að vestanverðu
á hótelinu. — Við spurðum hvort við
fengjum þá heimild til aö mætast i
miðri hótelbyggingunni og ræðast
þar við. — Að sjálfsögðu svaraði lög-
reglumaðurinn og leit á okkur eins og
litið er á svona heldur illa gefiö fólk
sem spyr heimskulegra spurninga. —
Þá spurðum við hann aftur hvort
honum þætti þá ekki svolítið kjána-
legt að neita okkur um inngöngu og
krefjast þess að við notuðum sitt
hvorar dyrnar. — Laganna vörður
féllst á það með semingi og síðan
dreif hann okkur bæði innfyrir — um
sömu dyr.
Vist má telja að ef lögreglan í
Moskvu ætlar að halda svona áfram
þar til ólympíuleikunum er lokið þá
verður búið að finna þeim ótal
fúkyrði á flestum þjóðtungum heims.
Fréttamaður The Guardian bendir
á að hafi einhver þeirra þjóða sem
mætir með íþróttamenn sína í
Moskvu gert sér vonir um að fá hrós
fyrir þá séu þær vonir hjóm eitt.
öllum Moskvubúum þykir sjálfsagt
að iþróttamenn allra landa mæti til
leiks og annað sé ekkert annað en
illska runnin undan rótum hins illa
Jimmy Carters forseta Banda-
ríkjanna. Tekizt hefur að koma í
veg fyrir að nokkurrar óánægju gæti
meðal almennra Sovétborgara vegna
fjarveru íþróttamanna frá ríkjum
eins og Bretlandi, Bandarikjunum og
Vestur-Þýzkalandi. Eða réttara sagt
sú reiði beinist engan veginn gegn
Sovétstjórninni eins og ýmsir for-
göngumenn þess að sniðganga
ólympíuleikana í Moskvu höfðu gert
sér vonir um.
Fréttamaður The Guardian segist
hafa spurt leigubifreiðarstjórann sem
ók honum frá flugstöðinni inn í
borgina um álit hans á málinu. —
Óþægilegt og óforskammað. —
Hann taldi orsökina vera stefnu Cart-
ers Bandaríkjaforseta. — Og hvað
um Afganistan? — Taldi bílstjórinn
að fjarvera erlendra íþróttamanna
stæði I einhverju sambandi við það
mál? — Við höfum heyrt þá
skýringu, svaraði hann. — En við
fórum þangað til að aðstoða Afgani.
Þar stóð yfir gagnbylting og nú falla
hermenn okkar þar án nokkurrar
ástæðu, svaraði bifreiðarstjórinn.
ins f Reykjavfk, hvaðan sem talað er
af landinu.”
Ljóst er, að setning þessa laga-
ákvæðis er framkvæmd þingsálykt-
unarinnar frá 1974, en einhverra
hluta vegna hefur póst- og símamála-
stjóri aldrei vitnað í þessi lög að því
er undirritaður best veit. Þess í stað
hefur hann hamrað á þingsályktun,
sem hefur ekki lengur gildi, þar sem
sett hafa verið lög um efni hennar.
Fróðlegt er að lesa í Alþingistíðind-
um umræður þær, sem fram fóru um
framangreint lagaákvæði.
Akvæði þetta kom upphaflega inn í
frumvarpið sem breytingartillaga í
efri deild frá Oddi Ólafssyni alþingis-
manni og hljóðaði þá svo:
„Ráðherra ákveður við næstu
gjaldskrárbreytingu að sama gjald
komi fyrir hvert símtal sem fram fer
innan sama númerasvæðis.
Þá er ráðherra heimilt að ákveða,
að sama gjald skuli krafið fyrir sím-
tal við helstu þjónustu- og stjórn-
sýslustofnanir rikisins í Reykjavík,
hvaðan sem talað eraf landinu.”
Um tillögu Odds sagði Steingrímur
Hermannsson, núverandi samgöngu-
ráðherra, m.a.:
,,Ég kveð mér hins vegar fyrst og
fremst hljóðs til þess að taka undir
breytingartillöguna frá Oddi Ólafs-
syni, háttvirtum þingmanni. Sem for-
maður i milliþinganefn'd um byggða-
mál flutti ég ásamt öðrum nefndar-
mönnum fyrir tveimur þingum, hygg
ég, tillögu til þingsályktunar um jöfn-
un simagjalda. Hún hlaut einróma
samþykki þá og síðan hefur miðað
nokkuð t þá átt, en þó þykir ýmsum
miða hægt. Meginatriði þeirrar til-
lögu voru þau að jafna símagjöld
innan hvers númers eða númera-
svæöis og að lækka simakostnað frá
dreifbýli til miðstöðva stjórnsýsl-
unnar I Reykjavik. Og það er ná-
kvæmlega þessi tvö atriði, sem hátt-
virtur þingmaður hefur tekiö upp í
breytingartíllögu sina. Ég mun því
fylgja þessari breytingartillögu.”
Vonandi hefur samgönguráðherra,
sem er æðsti yfirmaður Pósts og
sima, ekki skipt um skoðun.
Þáverandi landbúnaðarráðherra,
sem fór þá með símamál, Halldór E.
Sigurðsson, var eini maðurinn af
þeim, sem til máls tóku um tillögu
Odds Ólafssonar, sem var á móti
henni og ræddi um, að til athugunar
hefði veriö að koma á skrefatalningu
i Reykjavík. Enginn þingmaður tók
undir hugmyndir ráðherrans um
skrefatalningu svo ljóst er, að hug-
myndin hafði engan stuðning meðal
þingheims.
Málalok urðu þau, að samkomulag
varð um það í samgöngunefnd efri
deildar að flytja breytingartilllögu,
sem var efnislega svipuð tillögu Odd;
Ólafssonar, sem dró þá tillögu sína til
baka. Tillagan hljóðaði svo:
„Stefnt verði að því við gjaldskrár-
gerð, að sömu gjöld gildi innan hvers
svæðisnúmers, og skal ákveðið i
reglugerð, hvenær framkvæmd þessa
ákvæðis kemst á.
Ráðherra er heimilt að ákveða, að
sama gjald skuli krafið fyrir símtal
við helstu stjórnsýslustofnanir ríkis-
ins í Reykjavík, hvaðan sem talað er
aflandinu.”
Um breytingartillögu samgöngu-
nefndar sagði þáverandi land-
búnaðarráðherra, Halldór E.
Sigurðsson, m.a.:
„Nú hefur hins vegar orðið sam-
komulag um það í háttvirtri sam-
göngunefnd, og það samkomulag er
einnig af mér stutt og gert í samráði
við mig og ég er því mikill fylgis-
maður þess, að tillaga þessi á þing-
skjali 525 nái fram að ganga og
bætist við 11. gr. frumvarpsins.”
Þá lét núverandi samgönguráð-
herra, Steingrímur Hermannsson,
eftirfarandi orð falla um breytingar-
tillöguna:
„Ég mun því fylgja þessari breyt-
ingartillögu, og raunar vil ég benda á,
aö hún er fullkomlega f anda þings-
ályktunartillögu, sem Alþingi hefur
þegar samþykkt.” (leturbreyting
undirritaðs).
Breytingartillaga samgöngunefnd-
ar var samþykkt í efri deild meö 15
samhljóða atkvæðum og kom
óbreytt inn i lögin við endanlega af-
greiðslu, þ.e. sem áður tilvitnuö
málsgrein í 11. grein laganna.
Gengið gegn vilja
Alþingis
Af framanrituðu er Ijóst, að með
samþykkt núgildandi laga nr. 36, 13.
maf 1977 um starfrækslu póst- og
sfmamála var mótuð stefna um jöfn-
un sfmagjalda án skrefatalningar i
Reykjavik.
Við ákvörðun sína um að heimila
Pósti og síma að panta búnað til
skrefatalningar gekk þáverandi sam-
gönguráðherra, Ragnar Arnalds, ber-
sýnilega gegn vilja Alþingis. Tækin
voru slðan pöntuð 1. mars 1979 og án
þess að tryggt hafði veriö fé til kaup-
anna þvi fjárveitingin kom síðar, þ.e.
I fjárlögum fyrir árið 1980. Hét hún
þá Karlssonsbúnaöur 100 millj.
krónur.
Þessi afgreiðsla mála vekur mann
til umhugsunar um þrennt.
Hvað hefði ráðherra gert, ef Al-
þingi heföi synjað beiðninni um fjár-
veitingu fyrir skrefatalningarbúnað-
inum?
Hvers vegna var umræddur liður I
fjárlagafrumvarpinu kallaður Karls-
sonsbúnaður en ekki skrefatalningar-
búnaður? •
Það skyldi þó ekki vera, að
suinum alþingismönnunum og jafn-
vel sumum fjárveitingarnefndar-
mönnunum hafi ekki verið ljóst,
hvað þeir voru að samþykkja, þegar
þeir samþykktu 100 millj. kr. fyrir
'„Karlssonsbúnaði”?
Skyldi fjárveitingarnefnd hafa
verið gerð grein fyrir því við af-
greiðslu fjárveitingarinnar fyrir
Karlssonsbúnaðinum, að jafna mætti
simakostnaö i dreifbýli og þéttbýli
með gjaldskrárbreytingu, sem
kostaði brot af kostnaði skrefataln-
ingarbúnaðarins?
Lokaorð
Nú hefur uppsetningu skrefataln-
ingarbúnaöarins verið frestað.
Ástæðan er sögð vera niðurskurður á
framkvæmdum Pósts og síma. Það
skyldi ekki vera að stjórnvöldum
lítist ekkert á máliö, þegar betur er að
gáð? Af því sem að framan greinir,
virðist ljóst, að ákvörðunin um
skrefatalninguna hefur verið tekin að
mjög vanhugsuðu máli og er því full
ástæða til að taka málið upp að nýju
og skoða vel allar hliðar þess. Hver
veit nema selja megi búnaðinn úr
landi og jafna síðan símakostnað I
dreifbýli og þéttbýli með gjaldskrár-
breytingu með sáralitlum tilkostnaði?
Gfsli Jónsson
prófessor.
£ „Hver veit nema selja megi búnaöinn úr
landi og jafna síðan símakostnaö í dreif-
býli og þéttbýli með gjaldskrárbreytingu meö
sáralitlum tilkostnaöi.”
£ „Þaö skyldi ekki vera, aö sumum al-
þingismönnum og jafnvel sumum fjárveit-
ingarnefndarmönnum hafi ekki veriö Ijóst,
hvaö þeir voru aö samþykkja, þegar þeir sam-
þykktu 100 millj. króna fyrir „Karlssons-
búnaöi”?”