Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980. 13 D Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir jjLLLl/. Aiftaki Dwyer lík- ast til svertingi í gærkvöld kom hingað til lands körfuknattleikskappinn Roy John og mun hann ræða við Valsmenn um hugsanlega veru hans hér I vetur. Tim Dwyer, sem hefur verið með Vals- 'mönnum sl. 2 ár mun næsta vetur leika I Frakklandi með 2. deildarliðinu Toulouse og þvi hafa Valsmenn leitað & aðrar slóðir. | Roy þessiJohn errúmir tveir metrar á hæð og hefur það helzt til síns ágætis að hafa leikið í NBA deildinni og það hefur enginn þeirra kappa er hér hafa dvalið afrekað. Lék hann m eð Golden iState-liðinu við góðan orðstír. Kappinn fór á létta æfingu hjá Vals- mönnum i félagsheimilinu að Hlíðar- enda í gærkvöld og var ekki annað að sjá en þar færi lipur leikmaður. Hins vegar hafa ferðalög og takmarkaðar æfingar það í för með sér að hann er í lítilli þjálfun. Það er þó atriði sem kippa má í liðinn á skammri stundu. Að því er DB hefur fregnað eru allar líkur á að Valsmenn semji við John innan skamms og hafa þá tvö úrvals- ,deildarfélög gengið frá leikmannaráðn- lingum fyrir veturinn. Njarðvíkingar jhafa tekið stefnuna á langþráðan titil |með ráðningu Danny Shouse. Ekki 'hefur frétzt af högum annarra úrvals- |deildarfélaga. -emm/ SSv. Wilkins þeytti krínglu tæpa 70 m í gærkvöld Mac Wilkins þeytti kringlunni 69,46 metra á frjálsíþróttamóti i Stokkhólmi í gærkvöld. Hann sigraði með tals- verðum yfirburðum en næstur á eftir honum varð Luis Delis frá Kúbu með 68,04 metra. John Powell kastaði 65,98 metra og Juan Brito frá Kúbu kastaði 65,48. í 400 metra grindahlaupi sigraði Edwin Moses á 49 sekúndum sléttum en James King, landi hans, varð annar á 50,05 sek. Þriðji varð Sviinn Christer Gullstrand á 50,06 svo ekki hefur þar munað miklu. John Akii Bua frá Uganda varð fjórði á 50,63 sek. Stanley Floyd frá Bandaríkjunum vann 100 metrana á 10,28 sek. og skaut m.a. Silvio Lconard aftur fyrir sig. í miluhlaupinu sigraði Steve Scott frá jBandarikjunum á 3:53,59 min. en John Waiker frá Nýja-Sjálandi varð annar á 3:53,68 sek. Steve Lacy frá Bandaríkjunum varð þriðji með tímann 3:54,84 mín. Don Paige frá Bandaríkjunum vann 800 metrana á 1:45,0 og V-Þjóðverjinn Harald Schmid varð annará 1:45,5. lus Marteinsson liggur á jörðinni og hefur misst hér að ofan hefur Jón Oddsson (sést ekki á 1 fagna. DB-myndir: Bjarnleifur. istund Lvöld! HRAÐBATA EIGENDUR - ÁHUGAMENN LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT fa galopnað 1. deildina sér upp kantinn og gaf fasta þversendingu fyrir á móts við vítateig. Sverrir Herbertsson stökk yfir knöttinn og ruglaði vörn Fram í ríminu. Elías kom þar aðvífandi og skoraði gullfallegt mark af vítateigslínu. Það sem meira var var að markið skoraði hann með hægri fæti en hann er örvfættur. Punktinn yFtr i-ið settu KR-ingar eða öliu heldur Sverrir Herbertsson á 83. min. Júlíus ætlaði þá að spyrna frá marki og skoppaði knettinum niður. Sverrir var þarna vel vak- and og krækti knettinum frá Júliusi. Sendi síðan hnitmiðaða sendingu yftr hann og í fjærhornið, 4—1. Framarar áttu ekkert svar við þessum sýningarmörkum KR-inga og leiktíminn leið því út án þess aö verulega hætta skapaöist við mörkin. KR-ingar fögnuðu að vonum innilega í leikslok. Það skyldi þó aldrei fara svo að Framliðið hryndi eins og eftir tapið gegn KR í fyrra? Þessum tveimur leikjum má á margan hátt likja saman. Framar voru þá í fyrra taplausir eftir 8 leiki en KR-ingar sigr- uðu 3—2. í kjölfarið fylgdu þrír ósigrar i röð hjá Fram og allar titilvonir fóru út um þúfur. KR-ingar héldu hins vegar sínu striki og gerðu það gott. Fram til leiksins í gær voru Framarar ósigraðir en fengu svo skell. Gaman vtrður að sjá hvort sagan endurtekur sig en Fram á erfiðan leik gegn Breiðabliki í Kópavogi i næstu umferð. Elías Guðmundsson, Sigurður Pétursson og Jón Oddsson voru beztu menn KR í gær- kvöld. Þá áttu Ottó Guðmundsson og Sæbjörn góðan leik á meðan hans naut við. Aðall liðsins var baráttan ogeftir að KR náði forystu sýndi liðið oft á tiðum mjög góða knattspyrnu — einhverja þá beztu er boðið hefur verið upp á í sumar. Samleikur hefur aukizt með tilkomu leikmanna á borð við Elías, Hálfdán, Sæbjörn, Ágúst o.fl. og Jón Oddsson er í mikilli framför. Eldfljótur sem fyrr en hefur nú margfalt betri knatttækni en áður. Hjá Fram var fátt um fína drætti. Trausti var langbeztur og Marteinn var traustur að vanda. Kristinn Jör. var beztur miðjumann- anna og Gunnar Bjarnason lék ágætlega framan af. Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson sáust vart. Dómari var Arnþór Óskarsson og hafði ekki nógu góð tök á leiknum. Bezta dæmið um það var er hann sleppti Marteini Geirs- syni við gult spjald fyrir ásetningsbrot á Ágústi Jónssyni og þaðaftan frá. -SSv. CATERPILLAR CATERPILLAR 3208na 150hö 2400 sn mín 3208t 260hö 2800snmín VIÐGERÐIR OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA HEKLA hf Caterpillar. Cot.og ffl e<u ikrovett vorumerki Laugavegi 170-172, — Simi 21240

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.