Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 24
Tillögur sjömannanefndar BSRB:
LÆGSTU LAUN HÆKKI
UM 61-84 ÞÚSUND KR.
—9-20% launahækkun auk kröf u um ýmsar félagslegar umbætur
Kauphækkun frá 9—20% er nú
krafa BSRB í samningaviðræðunum
við ríkið. Sjö manna undirnefnd
samninganefndarinnar vann að
samningi tillagna um helgina og í
þeim felst- m.a. að 1 .-10. launa-
flokkur eigi að hækka um 20%, sem
er 61 þús. kr. í 1. fl., 72 þús. kr. í 5.
fl. og 84 þús. króna launahækkun i
10. launaflokki.
Launahækkunin í 32. flokki
(hæsta flokki) yrði 9% eða 72 þús.
kr.
Þessi tillaga var lögð fyrir
samninganefnd BSRB seinnipartinn í
gær og varö ekki útrædd. Mun
samninganefndin halda áfram um-
ræðum um tillögur sjö-
mannanefndarinnar eftir hádegið,
fyrir sáttafund, sem boðaður hefur
verið með BSRB og ríkinu klukkan
fjögur i dag. Má reikna fastlega með
því að tillögur sjömannanefnd-
arinnar verði samþykktar og BSRB
verði tilbúið með gagntilboð fyrir
sáttafundídag.
Mun í gagntilboðinu auk fyrr-
nefndra kaupkrafna felast krafa um
ýmsar félagsmálakröfur sem fram
hafa verið settar. Úr fyrstu kröfugerð
BSRB hafa hins vegar verið strikaðar
út holt og bolt ýmsar smærri
almennar kröfur, s.s. krafa um aukið
orlof.
Krafan um vísitölubætur á laun
er með öllu óbreytt, enn stendur
krafan um hlutfallslegar
vísitölubætur á alla launaflokka, þ.e.
sama prósentuhækkun í öllum
flokkum. -BH.
frýálst, óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980.
Verðbólgu-
hraðinn er nú
50 prósent
— gætivaxið íhaust
Verðbólgan þeysir um þessar mundir
áfram með 50 prósent hraða á árs-
grundvelli, að sögn eins sérfræðinga
kerfísins í gær. Heldur hefur dregið úr
hraðanum síðustu vikurnar.
Hins vegar gæti svo farið að hraði
verðbólgunnar ykist enn á hausti
komanda.
Sérfræðingurinn telur nú stefna í að
verðhækkanir fyrir yfirstandandi
þriggja mánaða tímabil, frá 1. maí til 1.
ágúst verði 10—11 prósent. Verði sam-
kvæmt því greiddar fullar verðbætur 1.
september, ntundi stefna i 11 —12
prósent verðhækkanir á næsta 3ja
mánaða timabili þar á eftir.
-HH.
Stigin í Sjóralli'80:
Inga eykur
forskotiö
— litlu bátamir jafnir
Keppnisstjórn Sjóralls '80 gaf í gær-
kvöldi út formlega tilkynningu um
stigastöðu bátanna í rallinu. Stigatalan
var ranglega skýrð i DB í gær, því þar
var gert ráð fyrir að leiðin Reykjavík —
Eyjar væri einn keppnisleggur, en
keppnisstjórn reiknar stig á leiðinni
Reykjavík — Grindavík og önnur stig
frá Grindavík til Eyja.
Staðan í stærri bátaflokknum er því
þannig, er til Neskaupstaðar var
komið:
IngaOó 40 st'S
Gustur 02 26 stig
Lára03 22 stig
í minni flokknum eru Gáski og
Spörri jafnir að stigum með 34 stig
hvorbátur. -A.St.
McC.rah og frú, J'rú Hillary öy Jr. Ilillary forseti írlands. DariA Scherintt Thosteinsson aúalkonsúll trlands ó Islandi o/> sonur DariAs, Maf-nús Thorsteinsson. riA
komu forseta trlands til heimilis DarlAs I gœr.
DB-mvnd: Sr. Þorm.
Hillary írlandsforseti rennir fyrír lax hér
„Forseti íslands, dr. Kristján
Eldjám frétti af því af algjörri tilviljun
að forseti frlands, Patric J. Hillary,
væri að koma til landsins, í gærmorgun
til þess að veiða hér lax í Laxá í Kjós.
Hann bauð honum þegar í stað til há-
degisverðar að Bessastöðum, sem var
mér sérstakt ánægjuefni,” sagöi Davíð
Scheving Thorsteinsson aðalkonsúll
írlands á íslandi.
Forseti írlands dvelur hér með konu
sinni og einkavini McGrah og frú í
vikutíma. Hillary varð forseti írlands
árið 1976. Hann hefur aldrei komið hér
áður, en McGrah er mikill laxveiði-
maður og hefur oft komið hér og rennt
fyrir lax í Laxá í Kjós, Norðurá og
víðar.
-EVI.
Hringdiískakkt
slökkvilið
Hringt var í slökkvilið Reykjavíkur í
gærkvöldi ki. 20.50 og tilkynnt um eld í
bensíni að Lækjargötu 12 b. Slökkvi-
liðið fór þegar á staðinn, en þar reynd-
ist ekkert vera um að vera.
Þegar betur var að gáð kom í ljós að
tilkynningin kom frá Lækjargötu 12 b í
Hafnarfirði en ekki í Reykjavík. Þar
hafði kviknað í skellinörðu. Lögreglan
í Hafnarfirði kom á staðinn og reyndist
eldurinn vera smávægilegur.
Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði í
morgun að sem betur fer kæmi ekki oft
fyrir að menn hringdu í skakkt
slökkvilið en þó væru dæmi þess. -JH.
Vestmannaeyjar:
Ókuásteinvegg
ogstórslösuðust
Cortinabíl var ekið á mikilli ferð
á steinvegg í Vestmanifaeyjum á
sunnudagskvöld með þeim afleiðingum
að tveir ungir menn slösuðust mikið.
Slysið varð kl. 22.40 um kvöldið á
mótum Hlíðarvegar og Illugagötu.
Bíllinn kom á mikilli ferð í beygju og
ók á horn á steinvegg. Mennirnir voru
fluttir stórslasaðir á sjúkrahúsið i
Eyjum, mikið brotnir. Þeir eru um
tvítugt. Bíllinn er gerónýtur. Grunur
leikur á að ölvun hafi verið í spilinu.JH.
ÍURKUDAGAR:!
8.JÚLÍ 29839
Henson æfingargalli.
Vinningshafar hríngi
fsfma 33622. '
Skrefamæling símtala:
Samþykktu þingmenn
kaupin óafvitandi?
—íf járlögum voru þau kölluð „Karlsonsbúnaður”
Ýmislegt þykir nú benda til þess að
sumir aiþingismanna, m.a. nefndar-
menn í fjárveitinganefnd hafi ekki
gert sér grein fyrir því að þeir voru að
samþykkja kaup á skrefamælinga-
tækjum fyrir Reykjavíkursvæðið er
þeir afgreiddu siðustu fjárlög. Þá
hefur og komið í ljós að ráðherra gaf
á eigin spýtur heimild til kaupa á
skrefamælingatækjunum fyrir 100
milljónir mörgum mánuðum áður en
Alþingi veitti fé til kaupanna.
Frá þessu skýrir Gisli Jónsson
prófessor i kjallaragrein í DB í dag.
Hann telur nokkuð ljóst að fjár-
veitinganefnd hafi að minnsta kosti
ekki verið gerð grein fyrir að með ein-
faldri gjaldskrárbreytingu, sem
kostaði aðeins brot af þvi sem tækja-
búnaður til skrefatalningar á Reykja-
víkursvæðinu kostar, hefði verið
hægt að ná sama árangri fyrir Póst-
og símamálastofnunina.
Gísli fjallar um heimild þá sem
ráðherra gaf til kaupa skrefa-
talningartækjanna en sú heimild hans
er dagsett 1. marz 1979. Það var svo
ekki fyrr en á síðustu fjárlögum, sem
afgreidd voru í febrúar sl., sem veitt
var fjárhagsheimild til kaupanna. Og
prófessor Gísli spyr: Hvað hefði gerzt
ef alþingi hefði synjað um fjármagn
til kaupa tækjanna.
Og Gísli telur að einhverjir þing-
menn hafi flotið sofandi að feigðar-
ósi því í umræðum fjárveitinga-
nefndar er hvergi getið um kaup
skrefamælingartækja heldur rætt um
kaup „Karlssons-búnaðar” fyrir
símamálastjórnina. Þetta orðlag hafi
platað ýmsa þingmenn til stuðnings
við kaupin — og þar með hafi skrefa-
mælingaráformin fengizt samþykkt. .
-A.St.