Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980.
3
Sigrún kvartar yfir því að græna Ijósið logi stutt fyrir u'gfarvndur á Ivió yfir
Miklubraut.
Græna Ijósið
logaði stutt
Sigrún hringdi:
Um daginn var ég á göngu og kom
að gatnamótum Miklubrautar og
Lönguhlíðar. Þar eru umferðarljós
og mig langar til að kvarta yfir því
hve græna ljósið logar stutt fyrir
gangandi vegfarendur á leið yfir
Miklubrautina. Ég varð samferða
tveimur stúlkum með barnavagn yfir
götuna og þótt við hlypum af stað,
jafnskjótt og ljósið kom, þá náðum
við ekki nema út á eyjuna á miðri
götunni. Þar urðum við að bíða unz
grænt Ijós kom aftur. Mér finnst
þetta anzi hart, því græna Ijósið log-
aði miklu lengur hjá bílunum.
fyrirtækinu?
Páll hringdi:
Ég las það i Dagblaðinu í dag (1.
júlí) að Albert Guðmundsson ætli að
halda áfram störfum sínum „við mitt
fyrirtæki og i borgarmálefnum”. Ég
man ekki betur en að Aibert hafi full-
yrt oftar en einu sinni í kosningabar-
áttunni að synir hans hefðu tekið við
fyrirtæki hans þegar honum var veitt
„högg undir beltisstað”, er hann sat
fyrir svörum í sjónvarpi vegna spurn-
ingar um hvernig innflytjandi áfengis
gætí jafnframt verið framámaður í
Samtökum áhugamanna um áfengis-
mál (SÁÁ), réttlætti hann tvískinn-
unginn einmitt með þvi að synirnir
væru teknir við fyrirtækinu.
Hvernig getur staðið á þessu mis-
ræmi?
Ásdis Steingrímsdóttir: Nei, ég hef eng-
an áhuga á henni.
Thom
SUPER-SUGAN
SVAR VIÐ DYRTIÐINNI
Tveimur Ijóð-
línum stolið
Pálmi Sleingrimsson hringdi:
í DB á miðvikudag var birt kvæði
eftir Hjalta Friðgeirsson, sem mér
finnst ástæða til að gera athugasemd
við. Þar fer Hjalti víða inn í kvæði
Þorsteins Erlingssonar, Jörundur
hundadagakonungur, og tekur tvær
ljóðlínur beint upp úr því.
Kvæði Hjalta hefst á þessari vísu:
„Loks er nú þessu þrekvirki náð
þjóðin gaf Vigdísi svar
en þessu var aldrei um Álftanes spáð
að ættjörðin frelsaðist þar.”
En á bls. 214 í I. riti kvæðasafns
Þorsteins Erlingssonar er þessi vísa:
„Það njósnaðist bráðum um nes
á laun
að nú yrði að Jörundi hert
og hvarvetna þótti það hamingjuraun
og hraustlega ráðið og gert.
En skringilegt sýndist þeim skaparans
ráð
þeir skildu ekki hvernig það var
því þessu var aldrei um Álftanes spáð
að ættjörðin frelsaðist þar.”
Hundar
spæna
upp
garðinn
Ingibjörg Bjarnardótlir hringdi:
Oft hef ég furðað mig á því að ef
einhver kvartar yfir hundum eða
köttum fær sá hinn sami óspart að
heyra það að hann sé grimmur,
haldinn kvalalosta, eða sé hræddur
við hunda. En er ekki til í dæminu að
þetta fólk hafi rétt fyrir sér og sé eins
og fólk er fiest?
Hundar flaðra ekki upp um þann
sem hænir þá ekki að sér, segir
orðskviðurinn. Það kemur mér þó
spánskt fyrir sjónir, því þeir flaðra
upp um mig, sem er meinilla við þá,
þvi að ég hef ofnæmi fyrir hunda-
hárum.
Undanfarin ár hef ég reynt að sá i
matjurtargarð, en hundar og kettir
hafa spænt það allt upp. Þetta
gengur mér erfiðlega að skilja, því
bannað erað hafa hunda lausa.
SOGAR
NÁIMAST
HVAÐ
SEM
ER
MEÐAL ANNARS:
VATN. MÖL 0G
SAND -
HENTUG FYRIR
ALLAR GERÐIR AF
TEPPUM.
BIÐJIÐ UM
MYNDALISTA
Model 840
POSTSENDUM
ASTRA
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 32030
Fyrír:
Jyrírtœki, hót-
el, byggingar-
verktaka, stofn-
anir, verk-
stœði og
heimili.
Forðist
gengishrap!
VERÐ:
34LÍTRA KR. 154.900.-
43 LÍTRA KR. 176.900.-
51 LÍTRA KR. 220.600,
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
Árs ábyrgö
Úlfar Pálsson: Nei, það hef ég ckki gert
og hef ekki hugsað mér það.
Kristin Ólafsdóttir: Ég hef nú ekki
fylgzt með henni sérstaklega en heyrl
um þetta í útvarpinu.
Louisa Svansted: Ég hef ekki fylgzt
með henni en hef áhuga á þvi.
Fylgist þú með
sjóþeysu DB og
Snarfara?
Voru synir
Alberts ekki
teknir við
Guðmundur Friðvinsson: Já, en það er
nú takmarkað. Ég hlustaði á fréttir um
hana i útvarpinu i gærkvöldi.
Hjálmar Flosason: Nei, ég hef ekki gert
það. Það hefur farizt fyrir.
Bréfritara verður tiðrætt um tviskinnung Alberts Guðmundssonar.
Spurning
dagsins