Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980— 152. TBl.. RITSTJÓRN SÍÐUMÓLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. þeim að finna þó örlögin séuþeim andsnúin. Hérþeytir Gustur sœlöórinufrá sér áfullriferð. PB-mynd: Sig. Þorri. Það er ekkert smávegis sem hefur dunið yfir hjá þeim liaða Hinrikssyni Ijj? Einari Val Kristjánssyni á Ísafjarðarhátnum Gusti I Sjóralli 'S0. Ikviknun tvlvegis, netadræsa i skrúfu og vélarstimpill hráðinn. En það er engan hilbug á Sjórall DB, Snarfara og FR: Em tnnuta mffli Inguog Gusts —vél Spörra stöðvaðist í Homafjarðarósi í gær en eftir viðgerð komust allir til Neskaupstaðar fyrir miðnætti og fóru þaðan aftur í morgun Þriðjudagsdagleiðin hjá sjóralls- köppunum reyndist tiltölulega auðveld, ef frá er skilið að vél Spörra stöðvaðist í Hornafjarðarósi vegna óhreininda í bensíni. Kom keppi- nautur hans Gáski á vettvang og dró Spörra aftur til Hafnar. Stærri bátarnir þrir geystust út fyrir ströndina og fór Inga í farar- broddi en Gustur fylgdi fast á eftir. Er komið var til Neskaupstaðar skildi ein minúta bátana að. Inga kom kl. 19.49 en Gustur kl. 19.50. Er þetta önnur dagleiðin sem Inga vinnur Gust með mínútubili. Hin var frá Eyjum til Hafnar. Lára III fylgdi Ingu og Gusti í fyrstu en dróst síðan aftur úr og kom til Neskaupstaðar kl. 22.27. Þessir. þrír lögðu frá Höfn kl. 16.02 í gær. Gáski og Spörri lögðu öðru sinni frá Höfn kl. 18.15 en þá hafði vél Spörra verið hreinsuð. Þeir komu síðan til Neskaupstaðar kl. 23.48 og var Gáski sjónarmun á undan. Óhreinindi i bensinleiðslum Spörra eru rakin til bensíntöku í Eyj- um. Er vélin stöðvaðist í Horna- fjarðarósi í gær voru gruggkúlur og leiðslur fullar af óhreinindum. Að auki dró vélin loft með bensíninn- taki. Vegna óhreininda í bensíninu hefur komið í ljós að vélin gekk ekki á tveimur sílindrum á leið til Hafnar. Þykir það vera skýringin á hinni óhóflegu bensíneyðslu bátsins sem leiddi aftur til næturdvalar við Ingólfshöfða. Ferðin til Neskaupstaðar gekk vel hjá öllum. Smávegis þurfti þó að laga. Eitthvaö hafði losnað í mæla- borði ísafjarðarbátsins Gusts. Einnig vöru þau Bjarni og Lára ekki ánægð með gang Chryslervélarinnar í Láru III. Var hún lítilega skoðuð í gær og aftur tekið til við hana í morgun. Ákveðið var að ræsa bátana sam- kvæmt áætlun frá Neskaupstað kl. 10 í morgun. Hafa þá unnizt upp þær tafir sem orðið hafa fram til þessa og rallið fer fram samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Næsti áfangi er til Kópaskers þangaðsem bátannaer von fyrir kl. 18 að öilu forfallalausu. í nótt og í morgun var þoka á Nes- kaupstað en farið að létta til inni á firði. Þó var ekki komið flugveður og búast mátti við þéttari þoku utan við ströndina. -ASt/JR, Neskaupstað — sjá einnig á bls. 5 og stigin á baksíðu TVEIR NAUÐG- ARAR í HALDI Stúlka kærði tvo menn fyrir nauðgun i heimahúsi í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Stúlkan, sem er 22 ára gömul hafði svarað aug- lýsingu i einkamáladálki Dagblaðsins, þar sem óskað var eftir kynnum við konu á aldrinum 20—35 ára. Sú sem hefði áhuga var beðin að hringja í síma 24962. Stúlkan fór síðan á fund við aug- lýsanda og reyndust þar vera tveir karlmenn, rúmlega þritugir. Hún vildi ekki þýðast þá, en þeir nauðguðu henni. Annar hélt stúlkunni fastri á meðan hinn fékk vilja sínum framgengt. Rannsóknarlögregla ríkisins hand- tók mennina á sunnudagskvöld og voru þeir úrskurðaðir í gæzluvarðhald og jafnframt gert að sæta geðrannsókn. Annar mannanna hefur játað að hafa komið fram vilja sínum með valdi og hinn að hafa aðstoðað hann. Dagblaðið fór fram á það í morgun við rannsóknarlögregluna að fá nöfn mannanna til birtingar, en þvi var neit- að að svo stöddu, þar sem ekki lægi fyrir hvort mennirnir væru sakhæfir. Hins vegar yrði það kannað hvort þessir menn hefðu sett fleiri slíkar aug- lýsingar í blöð. Nafn auglýsendanna liggur ekki fyrir á smáauglýsingadeild Dagblaðsins, þar sem auglýsingin var staðgreidd. Síma- númerið sem gefið er upp er skráð leyninúmer og því ekki í götuskrá. -JH. Tekið mið af aðgerðum Norðurlandaþjóðaá ólympíuleikunum: Ekki ís- lenzkt f rum- kvæði að mótmælum íMoskvu — segirSveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ „Við höfum enga ákvörðun tekið um að fylgja fordæmi Frakka” sagði Sveinn Björnsson, forseti íþróttasam- bands íslands, þegar DB spurði hann hvort íslenzkir ólympíufarar hygðust fara að fordæmi franskra íþrótta- manna og hafa uppi mótmæli gegn stefnu Sovétríkjnna á ólympíuleikun- um. „Fyrir síðustu helgi héldu Evrópu- þjóðir fund í París þar sem þessi mál voru til umræðu,” sgði Sveinn, ,,en við höfðum ekki tök á að mæta þar vegna íþróttaþings og fólum framkvæmda- stjóra sænska íþróttasambandsins, sem jafnframt er formaður Evrópusam- bands ólympiunefnda, að fara með okkar atkvæði. Skýrsla frá honum um fundinn hefur enn ekki borizt, en hlýtur að koma á hverri stundu. Fyrr tökum við enga afstöðu í þessum málum.” Sveinn Björnsson kvað ÍSÍ hafa borizt skeyti frá Frökkum þar sem skýrt er frá fyrirhuguðum mótmælum á leikunum. ,,En við höfum ákveðið að fylgja Norðurlöndunum og ætlum ekki að eiga frumkvæðl að slíku,” sagði Sveinn. -GM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.