Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980. 5 Sjórall '80: Flestir önnum kafnir við viðgerðir í Homafirði Allar áhaf nir hressar og glaðar og engan bilbug á neinum að finna Það varð engum, hvorki á Láru né Spörra, meint af næturvistinni i krik- anum vestan Ingólfshöfða i fyrrinótt. Það fór tiltölulega vel um hjónin um borð í Láru og ungu Grundfirðingana um borð i Spörra en bátarnir voru saman í skjólinu þarna skammt undan ströndinni og biðu bensínsins sem færabáturinn Vigdís (það nafn er vin- sælt þessa dagana) færði þeim frá Höfn. Bátarnir sigldu síðan svo til samferða til Hafnar og var fjöldi fólks að taka á móti þeim erda kaffitimi í frystihúsinu svo fólk dreif að. Þá var klukkan 10.30. Það var klappað er Lára III lagði að. Hugað að vél Láru Þeir Magnús og Þröstur á Spörra gengu beini til hvílu en hjónin Bjarni og Lára fengu sér sturtubað og máls- verð og tóku síðan að huga að vélinni i Láru III sem þau höfðu talsverðar áhyggjuraf. Skipt var um kveikjulok á vél Láru og vélin stillt og eftir þá meðferð malaði hún eins og köttur öllum til sannrar ánægju. Óhreinindi í bensíni í Ijós kom að einhverra hluta vegna voru óhreinindi í bensíninu sem þeir á Spörra fengu í Vestmannaeyjum. Átti það á einhvern hátt, að mati þeirra tví- menninga, þátt í þvi að bensinbirgðir þeirra þraut vestan Ingólfshöfða. Þeir höfðu siðan ekki bitið úr nálinni að fullu með óhreinindin í bensíninu þvi skömmu eftir brottför frá Höfn stöðv- aðist vélin og fengu þeir aðstoð frá Gáska til að láta draga Spörra til hafn- ar. Frá því er nánar sagt i útsiðufrétt í dag. Talstöðvarbilun Auk vélartruflananna sem fram komu í vél Láru III gaf hljóðnemi tal- stöðvar bátsins sig. Án þess tækis hefði Lára sennilega ekki haldið áfram. En Þeir gela haft hendur I viisum þegar Inga er bundin í hiifn. þeir Bjarni Sveinssnn ng Óli Skagvik. En þegar rásmerki hefur verið gefið eru hendur þeirra á nðrum stnðum ng hvergi gefið eftir. Fnrystunni hafa þeir haldið frá byrjun. ey fékk hann nllu erfiðara hlutverk. Þá knm netadræsa i skrúfuna ng F.inar fðr gall- aður i sjóinn ng sargaði netið úr skrúfunni með járnsng. Það er ekki nfsngum sagt af þvi að F.inar er hnrkutnl. 80 m Þeir sem koma að hjónunum l.áru Magnúsdóttur og Bjarna Björgvinssyni við hát þeirra mæta aldrei nema brosi. Við hátinn kunna þau sýnilega be/t við sig og fátt fær truflað þau. DB-myndir RagnarTh. þegar neyðin var stærst var hjálpin næst. Á vettvang kom Svanur Aðal- steinsson, FR-maðurinn með kallmerk- ið 1412, sá er verið hafði næturlangt á FR-vaktinni i fjallshlíð ofan Hnappa- valla. Hann hafði fá umsvif en léði hjónunum Bjarna og Láru hljóðnema sinnar talstöðvar og hjónin héldu glöð og ánægð í næsta áfanga — sem liggur eiginlega til núverandi heimabyggðar þeirra, Eskifjarðar. Ekki þarf að því að spyrja að áhafnir bátanna þriggja, sem komu til Hafnar frá miðnætti til kl. 2 I fyrrinótt, voru orðnar hressar þegar i gærmorgun. Nokkur tími fór enn í viðgerðir, m.a. hjá þeim forystugörpunum Bjarna Sveinssyni og Óla Skagvík, en hjá þeim brotnaði radarspegill og kompás bilaði eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Kvaddir með virktum Aftur var létt yftr mannskapnum á Höfn er bátarnir voru ræstir í næsta legg kl. 16.02 i nær FR menn voru komnir á sinn stað að venju. Ragnar Imsland, stjórnandi FR-svæðisins umhverfis Höfn, var kominn út á Hvalsnes til að fylgjast með bátunum og bera boð til næstu síöðvar á Djúpa- vogi. - ASt. / JR, Höfn. DB-menn elta sjórallskappana bæði á bil og flugvél. Hér er Finnur Torfi fyrrum al- þingismaður I dyrum flugvélar sinnar en hann flytur Ásgeir l.ong kvikmyndatöku- mann vitt um landið til myndatöku af rallinu. Ragnar Th. Sig. (t.v.) fær að fljóta með svo DB-lesendur fái góðar myndir snarlega frá keppninni. ■ Bianm, < Hér er yngsta áhöfn Sjóralls '80, þeir Magnús Snffaniasson ng Þröstur l.índal á Spörra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.